Nýr Stormur


Nýr Stormur - 16.09.1966, Page 10

Nýr Stormur - 16.09.1966, Page 10
10 ^BMUR FÖSTUDAGTJR 16. sept. 1966 Bör Börsson junior Teiknari: Jón Axel Égils 88. Herra Furon! Kjöt, feitmeti! Ileild sala, smásala, heilsar nú fólkinu með handabandi og kynnir sig með þessum orðum. — Svei mér, sem þetta er ekki strákurinn á Furuvöllum! sagði gömul kona við bæjarvegginn. — Sá þykir mér vera kominn í holdin! Ilerra Fur- on stendur gleitt og dregiir af sér stóru hanzkana og slær þeim í lófa sér. Frú Furon, fyrrverandi Lára Isaksen inn- búðardama hjá Bör Börsson, fitlar feimnislega við iítið silfurveski, sem hún hefir um hálsinn. 89. Allir horfa á herra Furon. Það er naumast hann er búinn að fá ístruna! Það cr eins og Bör Börsson verði hreint að engu, en það er nú líka búið að hafa fyrir augunum í þrjú eða fjögur ár og það er eins og mesti glansinn sé farinn að-mást af honum. Bör finnur þetta óðara og honum gremst þetta svo að hann getur ekki á sér setið. Ætlar þessi Furuvallastrákur að fara að setja hana niður? Nei, fari það bölvað. 90. Og Bör Börsson tekur til sinna ráða. Ilann fer ofan í vasa sinn og tek- ur upp veskið sitt og segir svo hátt að allir heyra. — Þú getur víst ekki skipt fyrir mig nokkrum þiísund króna seðl- um, Níels? Eg þarf að borga nokkrum verkamönnum. Hann tckur tvo þúsund króna seðla úr veskinu og veifar þeim. Herra Furon heildsali, kjöt, smásala, heildsala, ver'ður að viðundri: —■ Skipta. . . . Nei hann hafði ekki neina pen- inga á sér. 91. Viltu fara og vita hvort nokkur getur skipt þessu lítilræði fyrir mig? segir hann við O. G. Hansen. O. G. Hansen hleypur fram og aftur og veif- % ar seðlunum hátt á loft. — Getur nokk ur skipt? getur nokkur skipt? hrópaði hann. Þetta hafði sín áhrif. Tvö þúsund krónur! Þeir ætluðu ekki að trúa sín- um eigin augum. Furon heildsali föln- aði niður í ekki neitt á augabragði. Já, hann Bör Börsson! Þeir fóru sko ekki í fötin hans! 92. O. G. Hansen fær ekki skipt pen- ingunum og Bör Börsson tekur við þeim aftur. Honum gengur illa að koma þeim í veskið aftur, það er úttroðið af peningum. — Hann tekur þá handfylli sína út úr veskinu og reynir að troða því í eitt hólfið, en þeir komast ekki þar. Þá verður han reiður og slær lóf- anum á veskið. Þetta varð til að reka smiðshöggið á niðurlægingu Furons heildsala, smásala — þessi smellur! — Furon heildsali reynir að bjarga sér með því að hann hefði vel getað skipt þessu smáræði ef hann hefði verið heima. Ó, já — þetta gátu nú allir sagt! 93. Furon tekur upp gullúrið sitt og horfir lengi á það, en það hjálpaði ekki grand. Það gat svo sem vel verið selstsemgull! Hann dregur á sig háu hanzkana og kveður Bör með handa- bandi. Auf wiedershen! herra Börsson! O — þakka þér fyrir heimlitið. — Far- vell herra Börsson, segir heildsalafrú- in og réttir honum hendina. — Verið þér sælar, frú, segir Bör, en Jósefína lætur sér nægja að kinka kolli til þeirra beggja. Þau sveifla sér inn í bílinn af mikilli leikni og þeysast af stað, en fólkið hrekkur í allar áttir. 94. Svei mér ef þessi Furuvallastrákur er ekki búinn að fá stórmennskubrjál- æði, sagði Bör Börsson og tekur þessa tvo þúsund króna seðla og stingur þeim í jakkavasa sinn svo að þeir lafa út úr. — Verður ekki neitað, hneggjar O. « G. Hansen. — Sveiattan segir Bör Börs son. — Fólk með stórmennskubrjálæði eru þau verstu fifl, sem ég þekki og svo hlæja þeir báðir, og gera sig að apaköttum. 95. Nú er allt tilbúið að reisa flagg- stöngina. Allir kaðlar og festar í lagi. Langur stálkaðall er festur við stöng- ina og Hansen yddar blýantinn í ákafa og byrjar að skrifa: STÓRKOSTLEG ATHÖFN AÐ ÖLDUSTAÐ! Bör Börsson lætur reisá hæztu flaggstöng á Norður- Iöndum. — Hann hefur varið stórfé í þetta fyrirtæki. (Einkaskeyti frá hinum sérstaka útsenda fréttaritara blaðs vors). — Oh, nú brotnaði blýanturinn. 96. Óli í Fitjakoti klifrar nii upp á fjósþakið til að stjórna verkinu þaðan. Rafmótorinn er settur af stað; smiðir og vcrkamenn ganga undir kaðlana og Ieggja um herðar sér — en flaggstöngin bifast ekki. Óli æpir af fjósmæninum: — Standið elcki þarna og glápið eins og nautkálfar. Komið og takið í kaðl- ana, bölvaðir bjálfarnir ykkar! Nú tek ur stöngin að lyftast hægt og hægt frá jörðu — það er svo sem ekkert sældarbrauð að lyfta henni og nú hlæja allir. Óli hamast og kjaftar á fjósmæn inum, én enginn tekur mark á kjaftalát um hans. 97. Nú er flaggstöngin að komast í réttar stellingar; hún rís hærra þráð- beint upp, en allt í einu missir hún jafnvægið og kemur á fleygiferð beint ofan á Óla. Hann sér hvað verða Vfll og rekur upp ægilegt öskur, baðar út öllum öngum og tekur Whdir sig er-ók'k beint út í loftið ofan af fjósmæninum. Fólkið æpir af skelfingu og tvístrast út um allt — og þarna fellur flaggstöng- in beint ofan á fjósmæninn og niður í gegnum hann með ægilegu brothljóði!

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.