Nýr Stormur - 05.01.1968, Blaðsíða 2

Nýr Stormur - 05.01.1968, Blaðsíða 2
\ z SÓÐALEGUR.... Framhald af bls. 1. rýnenda. Lýsingar á kynlífi þurfa ekki að vera neitt klám. Það er fyrst og fremst hugar- farið sem á bak við býr, sem gerir slikar lýsingar að klámi, og ekki sízt í hvaða tilgangi slikar lýsingar eru skrifaðar. Það gegnir því mikilli furðu, að bók þessari, „Ástir sam- lyndra hjóna“, sem alls ekkert á skylt við nafnið, skuli hafa verið tekið með slíkum fögn- uði, af mönnum, sem litið er til, sem leiðandi manna í bók- mcnntalífi þjóðarinnar. Höfundurinn sjálfur hefir greinilega hæfileika, sem gætu enzt honum til verð- skuldaðrar viðurkenningar og ef til vill frægðar. Hann hefir góða frásagnargáfu og gott vald á tungunni á köflum, en leggst ofan í svaðið að því er virðist eingöngu af þörf til þess — eða þá að hann telur sig hafa fundið góðan sölu- jarðveg fyrir ritverk sín. Menn verða þó að gera til- raun til að afsaka þennan unga mann með því, að sálar- líf hans sé eitthvað brenglað, því að ósvífni hans virðast engin takmörk sett, svo sem sjá má á því, að hann veigrar sér ekki við að vitná í Einar Benediktsson, mitt í öllum óþverranum. Vel mætti afsaka þessa út- gáfu, ef hún væri-veruleg á- deila og þjónaði þeim tilgangi að gagnrýna og kveða niður einhvern ósóma. En það er því miður mjög erfitt að finna slíka ádeilu og ef hún er fyrir hendi, þá missir hún marks fyrir alla aðra en höfundinn sjálfan. Skulu nú birt nokkur sýnis- horn úr þessari „jólabók“ og gefur á að líta: Menn skulu vita að í íslenzk um bókmenntum hefir upphaf ist fyrirbrigði, sem heitir „Kenndin Kringlótt vömb“. Þessi kennd er „talin vera af- kvæmi fýsibelgs“ — „Af- kvæmi manns og kenndar eru hinir svonefndu loðinvemblar, sem aldrei birtast öðrum en fælnum dýrum, einkum hest- um.“ „Kenndin Kringlótt vömb er algeng meðal flug- freyja, þar er hún einslags at- vmnusjúkdómur, einkum á lengri flugleiðum. Vegna rúmleysis verða þess- ar skýringar höfundarins á kendinni Kringlótt vömb að nægja. Höfundur dregur, að hætti skálda, fram ýmis séreinkenni á persónum sínum til að gera þær minnisstæðari. Hér kem- ur brot úr samtali á bls. 40: „Sko-sko, Heyrirðu? Haldið ''llORMUR það sé! Hún njósnar, sagði pabbi hneykslaður og leit á Palla, bendandi á mömmu. Nei, mig þjáir varla myrk- fælni hjá kvenmanni nema í bælinu. Af því ég er giftur draug! Sona-sona, jarmaði Palli og lyfti undir punginn.“ Á bls. 69 er brot úr samtali: „Honum verður að vaxa grön, svo að náttúran í honum glæð ist, murrar afi. — Ég er búinn að fá nátt- úru, segi ég, hún er í pungn- um. — Suss, væni minn, segir amma, þú hefir enga náttúru fengið. Guð vill það ekki. Afi hlær, gultenntur í munn strikinu. Gunna stappar í gólf ið, tryllt af viðþolslausum hlátri. Amma nuddar af mér sápuna. Gunna veinar, og ég bið guð að láta mér vaxa skegg eins fljótt og hann geti. — Víst er ég graður, segi ég höstugur, graður, graður, grað ur í eggjapungnum." Bls. 76: „Afi stendur mígandi og spýtir mórauðu undir hesthús vegg. Pabbar ykkar eiga engan eyri, stynur hann, brettir skorpinn tilla og hreytir sprænum í vegginn. Þið étið peningana jafnóðum, gemling arnir ykkar. Við görgum, þráttum og segjum pabba okkar raka sam an seðlum. Afi ljómar, hlær og heldur okkur líklega geta migið, full af þambi. — Má ég smakka bragð af þessu ykkar, biður hann og tekur sopa. Já, þetta er prýði- legt hland við þorsta; — í röð og sýnið! Afi kannar liðið, skoðar tipp in og tekur tollsopa af hverri flösku. Við stöndum á öndinni, hann sýpur mikið tilbúinn að spræna. Nansý og stelpurnar fletta kjól og bretta niður bux ur, og rembast og sperra vömb, sem rétt frussar á tærnar. Við strákarnir mígum glitrandi sprænu. Okkur vöknar um augu af áreynzlu. Ég bretti upp á hann eins og afi, mjólka, rym og þrýsti á hett- nna. Ég vil fá stóran uppbrett- an tilla; þessi sprænir engu. Afi spyr hvert ölgumsið fari, hvar pungurinn sé. Enginn pissar jafnhátt og hann. Hann ?æti migið yfir húsþak." „ . . . . Ég hugsa hvernig ég getj tælt Nansý í mömmuleik, læknað fótinn og fært hana úr buxunum. Strákarnir grípa hana veinandi og æfa sig á henni, bláir af kulda og hún gónir og blæs horkúlum fram- an í þá, liggjandi á jörðinni. Ég fer öðruvísi að. Mér er al- vará. Nóttin er komin, Nansý mín, hvísla ég. Liggðu stíf. Ég verð enga stund.“ Skáldið virðist litlar mætur hafa á kristinni trú og gerir tilraun til ádeilu á trúarbrögð in, á sinn smekklega hátt. Hér kemur kafli úr ræðu biskups nokkurs, þar sem hann lýsir hugrenningum Hallgríms Pét- urssonar, sem ekki virðist hafa verið haldinn holdsveiki, heldur kynsjúkdómi, sem Guð rún simonardóttir hafði fært honum frá Algeirsborg. „Meira en nóg er komið af sálmum til að syngja næstu tvær eilífðir. Hér er engu við að bæta. Árið tvö þúsund geta sálmarnir sungið sjálfir úr mettuðum kirkjufjölum. Þeir verða orðnir þrályndir og syngja fólki til skapraunar í velmeguninni. Rustamennska, klám og ó- heflaður munnsöfnuður veitti honum hvíld frá sér og væmni sálmanna. Nú lagðist hann í grasið, af því honum geðjaðist betur að því að liggja í því, en leggja það að velli handa kúm og heiðbláum Iömbum. Konan böðlaðist með Ijáinn meðan hann flatmagaði á nýslegnu túninu í sláttuvísu. Kjóllinn flettist um læri hörkuduglegr- ar konunnar í skáranum. Oft hló hann unz hún lamdi hann aftur til vits með orfhælnum. Djöfullegur hlátur hans ,ætl- aði að setja hana af sönsun- um. Hann girntist sjúkt klof hennar, sem aldrei myndi unna honum hvíldar fyrr en í gröfinni . . . .“ Undir lok bókarinnar er höf undur kominn í essið sitt. Ást kæra ylhýra málið liggur hon um létt á tungu og nú taka hjörtu gagnrýnendanna að slá hraðar. Hvílíkann dýrðaróð hafa þeir ekki áður lesið. Það er svo sem ekki um að villast. Þessi bók er enn betri en Met- sölubókin. Hér eru stórfengleg þáttaskil í fslenzkri skáld- sagnagerð og íslenzkum bók- menntum almennt. Hér rís spámaður meðal vor, sem lík- legur er til að bera hróður ís- lands víðar og breiðar, en smá kallar eins og Snorri, Nonni og Laxnes og gagnrýnendurn- ir, prófdómendur dagblað- anna, gefa fyrstu ágætiseink- unn, sem fer beina leið á skrif borð úthlutunarnefndar lista- mannalauna. Og hér er lítið sýnishorn af snilldinni: „Þeir fussuðu og slefuðu hver framan í annan. Þeir föðmuðust. Og kaupfélags- stjórinn lét hina geta, hvað myndin af manninum með höggormsböllinn kostaði á vissu pissirii, sem hann vildi ekki nafngreina, vegna þess að hann skipti alltaf við þetta pissirí og þekkti vörðinn .... — Ég hefi aldrei séð þessar frægu verjur, sem gera kven- fólk brjálað; þessar með horn in og hanakambana, sagði maðurinn. — O, þær eru fínar sagði síld arkóngurinn; alveg fyrsta flokks, en þær rífa; djöfull rífa þær. Ég fór með eina svona til Glasgow. Ég sagði við næturvörðinn; útvegaðu mér eina fína; ég lagði tíu pund á borðið; ég borgaði henni fjöru tíu pund; en djöfull reif hún; en hún hefði heldur viljað fá gaddavír en verða af því. Svo flaug ég heim um morguninn. Ég fór aftur í klósettið og BILA- VIDGERCIR Réttingar Boddýviðgerðir Almenn Viðgerðarþjónusta Pantið tfma f símn S7260 Bifreiðaverkstæði VAGNS GUNNARSSONAR Siðumúla 13 FÖSTUDAGUR 5. JAN. 1968. hringdi á aðstoð flugfreyjunn ar; ég tók hana þarna á stund inni og hefði skolað bölvaðri pfkunni niður hefði það verið hægt. — Er ekki hægt að skola niður f þessum flugvélum, sagði gamlj maðurinn. Ég hélt að flugvélarnar væru eins og skítandi fuglar í loftinu. Það er bölvaður óþrifnaðttr að þeim . . .“ Skáldið lýsir af mlklu skáld- legu innsýni og tilfinningu athöfnum stúlkurlnar, eftir að hún vaknaði og útlendingur- inn var farinn úr rúminu og kominn inn í baðherbergið á hótelinu: „Hann hafði látlð vatn renna og hitað upp herbergið. Stúlkan hreinsaði úr baðker- \ inu skrúfaði sundur sturtu- handfangið á gormleiðslunni, lagðist á hnén, spennti upp rassinn og sprautaði volgu vatni á milli fótanna. Hún skrúfaði fullt frá báðum krön um. — Æ þetta er þér mátulegt, að sofna á verðinum, kisulúr- an þín, hugsaði hún með sér og tautaði, hvað með öðru þegar vatnsstraumurinn meiddi hana. En ég fer ekki að leyfa þér að verða ólétt, það veit guð.....Maðurinn svar- aði ónotum. Stúlkan fór sár- móðguð í kjólinn. Hún var talsvert timbruð nema á milli fótanna. Ég ætti að baða mig alla, hugsaði hún, mér líður svo vel á henni, hún er svo svöl og góð. En fara svona móðgandi . . ég er reglulega sár fyrir þína hönd .... vfs- víst-víst.“ Jæja, lesandi góður. Ætli þér finnist ekki nóg komið úr þessum tímamótabókmennt- um. Það má ekki á milli sjá, hver er aumkunarverðastur, höf- undurinn, ritdómararnir, út- gefandinn eða úthlutunar- nefndin. t Kannske ert þú ekki á sama máli. Kannske finnst þér þetta vera það sem koma skal í bókmenntum íslendinga? Tæplega. En findist þér ekki rétt að Alþingi afnæmi bann- ið við útgáfu klámrita, áður en það veitir verðlaun fyrir svona skrif? Og þótt hægt sé að fyrirgefa manni, eins og Ragnari í Smára margt, er ekki hægt að fyrirgefa honum að leggja nafn sitt við þennan bölvaða óþverra — þið fyrirgefið orð- bragðið!

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.