Nýr Stormur - 05.01.1968, Blaðsíða 5

Nýr Stormur - 05.01.1968, Blaðsíða 5
FÖSTtJDAGUR 5. JAN. 1968. 0 I NYR fwmuR Útgefandi: Samtök óliáðra borgara. Ritstjórar: Gunnar Hall sími 15104 og Páll Finnbogason, ábm | Ritstj. og afgr. Laugav. 30 - Sími 11658. Auglýsinga- og áskriftarsími 24510. VikublaS - Útgáfudagur: föstudagur. Lausasöluverð kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 450.00. Prentsmiðjan Edda h.f. iniiiuiNiiiiiiMiHiiiiiiiHiiiiitmrniiiiiiiiHimtiiitiinniiiiinitiitiiNiiiiiimiimiiiuiiiiiiiiiiimuiumfitii Úvissa og úrræöi J Menn eru almennt á einu máli um, að sjaldan hafi ríkt eins mikil óvissa um áramót eins og nú. Það fer ekki á milli mála, að þjóðin hefur orðið fyr ir miklum búsifjum á þessu ári og hefur ekki verið eins viðbú- in erfiðu árferði og við hefði mátt búast, eftir mörg og happasæl góðæri. Hvað sem öllum deilum líð- ur um orsakir þess, blasir sú staðreynd við, að skyndilega hefur sól brugðið sumri í efna- hagsafkomu landsmanna. Menn vona sannarlega að úr rætist og aflabrögð verði betri, verðlag hærra á útflutningsvör- um landsmanna og þeim takist að yfirstíga erfiðleikana með sámstilltu átaki. Því miður sjást þess lítil merki, að þeir, sem breiðu bök- 1 in hafa, eigi að axla byrðarnar í réttu hlutfalli við hina. Vitað er, að fjöldi manna hefur dregizt undan að greiða réttmæt gjöld til hins opinbera á undanfömum árum og upp- ^hæð sú, er til skila hefur komið í sambandi skattarannsóknir hinnar svokölluðu skattalög- reglu, er aðeins brot af því, sem undan hefur verið dregið Fregnir herma, að í Dan- mörku, því landi, em nánast er tengt íslendingum og þeir hafa öðrum fremur sótt fyrir- myndir til, hafi opinber „rass- fá“ í sambandi við meint skatt- svik, borið slíkan árangur, að undrum sætir. Þar eru greinilega Önnur vinnubrögð á ferð og ríkið heimtir rétt sinn, án nokkurr- ar miskunnar. Vitað er, að skattsvik tiltölu- lega fárra einstaklinga hér muni nema hundruðum miilj- óna á örfáum undangengnum árum. Aðeins 24 milljónir hafa komið til skila eftir þrgigja ára starf skattalögreglunnar hér og er það furðulega lítill árangur. Öll kurl munu þó ekki komin til grafar. Til þess að ná ár- ángri í þessu starfi, þarf að sam ræma betur starfsemi skattstjór- anna og skattarannsókna. Hér er mikið fé falið í bönk- um í nafnlausum sparisjóðsbók um, sem aldrei hefur verið tal- ið til skatts. Slíkt var einnig fyrir hendi f Danmörku, en Danir náðu til eigenda þeirra með einföldum aðgerðum. Eigendur þeirra urðu að gefa sig fram með ákveðnum fyrirvara, ella myndi féð gert upptækt í ríkissjóð. Samningar verkalýðsfélaga eru nú lausir og má búast við átökum, ef ekki næst samkomu lag um að taka stærsta brodd- inn af fórnum þeim, er þeim lægst launuðu er ætlað að færa. Yfirmenn á farskipum fengu leiðréttingu sinna mála með þeim hætti, að skattgreiðslur þeiiTa voru mildaðar. Vissulega væri sú leið almennt athugandi við væntanlega samninga við önnur verkalýðsfélög. Ríkisstjórnin telur ekki fært að draga úr útgjöldum ríkisins, sem allsstaðar er þó reynt eft- ir mætti. Væri ekki reynandi fyrir hana að mæta tekjurýrnun þess op- inbera, sem yrði væntanlega all veruleg, ef þessi leið yrði far- in, með því að herða skatt- heimtuna á þeim, er í rauninni hafa ráð á að greiða skatta, en svíkjast um þá sjálfsögðu skvldu. Skattalöggjöfin íslenzka er meingölluð og þarf rækilegrar endurskoðunar við. Að minnast á slíkt virðist vera algert „tabu“ meðal ráða- mannanna. Þeir hafa þvert á móti lýst því yfir, að skattalög- gjöfin sé hin ágætasta og þurfi ekki endurskoðunar við. Þar koma til hagsmunir beirra, sem í skjóli fæssarar lög- trjafar geta skotið sér undan skattgreiðslum 05 löggjöfin er bverbrotin með vitund og vilja íslenzkra yfirvalda. Þetta er ömurleg staðreynd og gefur illan vitnisburð um stjórnvizku þeirra, er ráðið hafa málum þjóðarinnar f ára- tugi. Dagblöðin í Reykjavík eru sá póitíski skjár, sem hinn almenni borgari á kost á að glugga í og er í rauninni það eina, sem hann á að- gang að, til þess að fylgjast með því furðulega fyrir- bæri, sem nefnist íslenzk stjórnmál. Þessi skj ár er að vísu svo óhreinn, að hann gefur litla útsýn yfir hið grugg- uga svið stjórnmálanna. Reyni borgarinn að mynda sér hlutlæga skoðun um hið raunverulega ástand, eru þessi tæki, dagblöðin, til heldur lítils gagns. Lesi borgarinn öll blöðin og beri þau saman og reyni á þann hátt að fá jákvæða yfirsýn, verður hánn að vera gæddur yfirskilvitlegri dómgreind, til að komast að niðurstöðu, sem reynist nærri sanni. Lesi hann aðeins eitt dagblað og hafi vit sitt úr því, er hann að sjálfsögðu ekki í neinum vanda. Þá kemst hann óðar að niður- stöðu — en verður að sjálf- sögðu að vera við því búinn að sú niðurstaða sé í harla litlu samræmi við stað- reyndir þær, er hann svo rekur sig á, nærri dags dag lega. Svo hrapalega tekst þess- um tengilið á milli borgar- anna og stjórnmálanna hlutverk sitt — það hlut- verk að bera sannleikanum vitni. Blöðin segja stundum satt, en oftar ósatt — eða það sem öllu verra er: þegja um sannleikann. Lesandinn er þvi venju- lega jafnnær eftir lestur þeirra, þ. e. a. s. ef hann VILL mynda sér rétta og hlutlæga skoðun. Það er hinsvegar alls ekki tilgang- urinn með útgáfu dagblað- anna hvað stjórnmálum við kemur. Á íslandi eru dagblöðin ekki frjáls pressa, þótt ríkis valdið hafi ekki af þeim bein afskipti. Lesendur blaðanna verða því sjálfir að finna út, hvað er rétt og hvað er rangt — lesa á milli línanna og um fram allt: kynna sér meff öffrum hætt hvaff er rétt og hvaff er rangt. Hlutverk pólitísku blað- anna er það eitt að móta huga og skoðun lesandans með það fyrir augum, sem þjónar tilgangi stjórnmála flokksins, sem að þeim stendur. GARNAFLÆKJA Sjaldan hefir þetta kom- ið betur í ljós, en á árinu, sem nú var að líða. Allir landsmenn sjá nú, að frá- sagnir stjórnarblaðanna af ástandinu, eins og þau lýstu því fyrir kosningar, var langt frá vegi sannleik- ans — um þaff eru allir menn sammála í dag. Stj órnarandstaðan hafði heldur ekkj ráð á þeim djöfladansi, sem settur var á svið fyrir kosningar og varð þes valdandi að fjöl- margir, sem gjarnan hefðu viljað skipta um ríkisstjórn treystu henni ekki til að takast á við neinn vanda. Stefna Framsóknarflokks ins var svo óskýr fyrir kosn ingarnar, að nafnið, sem formaður flokksins gaf henni var í rauninni rétt- nefni. Sá er þessar línur rit ar, hefir ekki enn heyrt neinn Framsóknarmann geta gefið viðhlýtandi skýr ingu á því, hver „hin Ieiff- in“ var eða er og hafa víst fleiri þá sögu að segja. Þaff er án alls efa skýr- ingin á því, aff flokkurinn staðnaffi skyndilega i margra ára sókn sinni. Alþýðubandalagið fór að vissu leyti betur út úr kosn ingunum en efni stóðu til. Það er óhagganleg stað- reynd, að í forystuliði Al- þýðubandalagsins og meðal fylgismanna þess almennt, eru tvennskonar stjórn- málaleg öfl — tvennskonar stefnur. Annarsvegar kommúnistar, sem taka kenningar Marx og Lenins bókstaflega og hvika í engu útaf og hinsvegar sósíal- demokratar, sem eru of langt til vinstri, til aff geta veriff í hinum hægrisinn- affa Aþýðuflokki. Þessir vinstri sósíaldemo kratar eiga með engu móti samleið með bókstafstrúuð um kommúnistum, þótt samstarf geti verið hugsan legt í vissum málum. Einn flokkur í tveim fylk ingum, sem berast á bana- spjótum, er orðið of gamalt fyrirbrigði í íslenzkum stjórnmálum, og er mál aff linni. Slíkur flokkur getur ekki krafist trausts af kjósend- um og fær það heldur ekki til lengdar. Alþýðuflokkur- inn þarf ekki að vera hræddur um að fylgi hans fari yfir til flokks, þar sem stofukommúnistar ráða lög um og lofum. Kommúnistar eiga hins- vegar aff fá aff berjast fyrir hugsjón sinni á Iýðræffisleg an hátt, án þess aff vera kallaðir landráffamenn og fá aff hafa sinn hreinrækt- affa kommúnistaflokk i friffi, eins og margir vilja. Að þeir hafa ekki haft það undanfarna áratugi, er ein orsök þess að íslenzk stjórnmál eru orðin eins- konar garnaflækja og lýff- ræðishugsjónin gatslitiff á- róffursplagg, sem litla stoff á í veruleikanum. Blöðin eiga svo að vera vind- og verkeyðandi í allri þessari pólitísku vitleysu, en snúast við því verkefni á þann hátt, að þemban verð ur enn meiri. Og svo á hinn almenni borgari — kjósandinn að átta sig og taka ákvörðun á fjögurra ára fresti, og ábyrgff á allri vitleysunni. Þetta getur hann ekki við þessar aðstæður og er því orðinn einskonar knöttur 1 körfuknattleik stjórnmála- mannanna, sem henda hon um á milli sín og í körfuna, en úr henni dettur hann jafnharðan. Þaff er ekki óeðlilegt aff Tómas á Kleppi heímti stærri spítala! „ÖÐRU VÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ“ Blöð Sjálfstæðisflokksins láta sér tíðrætt um framtíð Framh. á bls. 6. i I I I

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.