Nýr Stormur - 05.01.1968, Blaðsíða 3

Nýr Stormur - 05.01.1968, Blaðsíða 3
FÖSTTOAGUR 5. JAN. 1968. ''ðfcRMUR 0 HEIMSSTYRJÖLDIN II. f MÁLI OG MYNDUM Hinn 6. apríl lét Hitler her- sveitir sínar gera innrás í Júgó- slavíu og Grikkland. Með leiftur- sókn réðust 650 þúsund her- menn inn í Júgóslavíu úr' fjór- um áttum. Þýzkar hersveitir frá Austurríki, Ungverjalandi, Rúm- eníu og Búlgaríu gjöreyddu Júgó slavneska hernum, sem 11 dög- um síðar neydist til að gefast upp. Pétur, konungur flúði til Englands og stærsta ríkið á Balkanskaga með 14 milljónum ibúa og um 250 þúsund ferkíló- metra að stærð gáfst upp fyrir Þjóðverjum. Belgrad, hfifuðborg Júgóslavíu hafði Hitler ákveðið hörð örlög. Þrátt fyrir, að borgin hafði verið tilkynnt sem óvíggirt borg, lét hann í hefndarskynl dynja á henni loftárásir vegna afstöðu þjóðarinnar gagnvart öxulríkjun um. Flugvélarnar voru látnar fljúga lágt yfir borginni þar sem lítil eða engin mótstaða var veitt og hella sprengjum sínum yfir íbúana og ollu með því drápi á 17 þúsund borgarbúum. Robert St. John, amerískur blaðamaður, sem staddur var í borginni lýsir hörmungunum, sem hér segir: Við heyrum til vélanna áður en við sjáum þær. f fyrstu er það aðeins lágt suð. Svipað og maður heyrir i býflugum álengdar. Síð- an stöðugt hærra og HÆRRA! Að minnsta kosti þrjátíu til fjöru tíu flugvélar fljúga yfir. Allar fljúga þær í samfelldum röðum. En hversvegna eru engar júgó- slavneskar vélar á lofti til þess að hrekja þær í burtu? Nú stefna þær beint á okkur. Allt í einu byrjuðu vélbyssurnar að þruma. Þessi þungi hljómur, sem við nú heyrum hlýtur að stafa frá júgó slavneskum byssum. Við vorum þess fullviss, að næsti hávaði sem við heyrðum væri frá júgó- slavneskum loftvarnabyssum. Skotum hlýtur að hafa verið hleypt af úr 12 byssum í einu, að minnsta kosti. Loftið var þakið svörtum og hvítum reykskýjum. Nokkrar af kúlunum virtust næstum strjúkast við hliðina á sprengjuflugvélunum, en þær breyttu ekki um stefnu. Þær fóru ekki einusinni út úr röðinni. Þær hafa fíogifT í á' að gizka '3000 metra haeð. Allt í einu flugu þæt úr röðinni. Fremsta vélin lækk- aði flugið og við sáum greinilega hvar hún lét sprengjurnar falla. Því næst heyrðum við þungan nið og nokkrum sekúndum eíðar heyrðum við hljóð sem gefa til kynna þegar múrveggir hrynja niður á götuna og mölbrotna. Þegar við komum aftur til torgsins sáum við á einum stað hvar sprengja hafði myndað stórt gat í götuna, sem mundi nægjanlegt fyrir marga járn- brautarvagna. Við gengum eins langt út á brúnina og frekast var unnt, en gátum þó ekki séð til botns. Ég hefi aldrei séð jafn mikla eyðileggingu. Ég held, að í kílómeters fjarlægð hafi hvergi verið gler, sem ekki hafi verið mulið mélinu smærra. Sprengj- urnar höfðu gjöreyðilagt fram- hlið fjölda bygginga. Ég veit að vísu að hér er ekkert sérstakt um að ræða. Allir hafa séð myndir af slíkum húsum á Spáni, í Frakklandi, Rotterdam og Lond on-. En það er allt annað að sjá slíkt með eigin augum, það er að segja, þegar sprengjuflugvélarn ar fljúga yfir höfði manns og máður veit eklci hvort þær hafa lokið verki sínu eða ekki. Við töldum tvö til þrjú hundr- uð lík á Terrazia-torginu og þó er það ekki nema helmingur af Times Square í New York að stærð. Terrazia-torgið sannfærði mig um það, að þessi morð væru framin að yfirlögðu ráði. Flug- vélar þær, sem gerðu loftárásir á Belgrad, gátu framkvæmt það sem þeim sýndist. Þær vörpuðu ekki sprengjum sínum hátt úr Iofti. Sérhver þeirra steypti sér niður og varpaði sprengjum sín- um nákvæmlega þar sem áhöfn vélarinnar hafði ákveðið að þær skyldu lenda. Terrazia-torgið var alls ekki sú hernaðarbæki- stöð sem þýzku fréttirnar skýrðu frá að hún væri í tilkynningum sínum eftir að öllu var lokið. Hitler var einungis að hefna sín eftir þá niðurlægingu sem hann taldi sig hafa orðið fyrir nokkr- um dögum áður. Hann ætlaði sér að koma Serbunum i skilning um, að enginn skyldi rífa samn- ing við hann í sundur án þess að fá að kenna á því. Hér var um fjöldaaftökur að ræða á fólki, sem hafði farið í mótmælakröfu- göngpi á torginu. Það var f jölda- aftaka framkvæmd samkvæmt fyrirskipunum frá Berlín með böðlum, sem komu niður úr loft- inu. f hérumbil 16 kílómetra fjar- lægð frá Belgrad var staður þar sem vegurinn lá í boga kringum fjall. Þegar við komumst upp á tindinn höfðum við gott útsýni yfir allan víg\’öllinn. Að baki okk ar lá Belgrad. Hin brennandi Bclgrad, sem var á \leið til að verða að bor'g hinna þöglu. HAKAKROSSINN YFIR AKRO- POLIS. Hinn 6. apríl eða sama dag og innrásin hófst í Júgóslavíu héldu í vitfyrringu styrjaldanna eru menn sendir út í opinn dauðann. Þessi gríski hermaður hefir sennilega ekki átt afturkvæmt. ekki. þýzkar vélahersveitir frá Búlgar íu og Júgóslavíu suður á bóginn inn í Grikkland. Þýzku hersveit- irnar náðu fljótlega sambandi við ítölsku hersveitirnar og grísku hersveitirnar urðu að láta undan síga. Viku eftir að Mussolini hafði hafið innrás sína í Grikkland hinn 8. nóvember hófst land- ganga enskra og ástralskra her- sveita í Grikklandi, til aðstoðar gríska hernum. Til þess að geta framkvæmt þetta urðu Englend- ingar að flytja hersveitir úr her Wavells í norður Afríku og neyða hann til að hætta sigurgöngu sinni við E1 Agheila. Um 60 þús- und hermenn úr liði Wavells, sem var helmingur af her hans, voru sendir til Grikklands. En þeir voru samt of fáir til að vega upp á móti þeim 500 þúsund þýzku hermönnum sem voru í Grikklandi og þar að auki höfðu þeir aðeins nokkra brynvagna og flugvélar. En Churchill hugs- aði málið frá pólitísku sjónar- miði og gaf eftirfarandi skýr- ingu á því: Án efa mun álit á okkur bíða tjón, ef við verðum hraktir burtu úr Grikklandi við lítinn orðstýr, en það mun tvímælalaust verða litið öðrum augum, ef við berj- umst og þolum þrengingar í Grikklandi, heldur en um okkur verði sagt, að við hefðum látið okkur standa á sama um örlög Grikklands. Þannig voru menn teknir af lífi án dóms og laga fyrir það eitt að berjast fyrir föðurlandið.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.