Nýr Stormur - 05.01.1968, Blaðsíða 7

Nýr Stormur - 05.01.1968, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 5. JAN. 1968. o H - fréttir Framh. af bls. 4. Slysavarnafélag íslands tók að sér að stofna nefndir þess- ar — þetta jiýja afl í umferð- armálum þjóðarinnar — og með stofnun þeirra er stefnt að því að koma saman í eina heild öllum þeim aðilum á hverjum stað á landinu, sem láta sig umferðarmál ein- hverju varða, og hafa starfað að framgangi þeirra mála. Má í þessu sambandi nefna félög og samtök eins og Félag ísl. bifreiðaeigenda, deildir Slysavarnafélagsins, Bindind- isfélag ökumanna, klúbbana Öruggur akstur, og svo að sjálf sögðu stéttarfélög bifreiða- stjóra á hinum ýmsu stöðum á landinu. Þá hafa valizt til starfa í umferðaröryggisnefnd ir fulltrúar sveitarfélaga, lög- gæzlumenn, vegagerðarmenn, bifreiðaeftirlitsmenn og trygg ingaumboðsmenn. Einn er sá hópur í nefndum þessum, sem nefna ber alveg sérstaklega, en það eru konurnar. í öllum stærri umferðaröryggisnefnd- unum, sem stofnaðar hafa verið að undanfömu eru ein eða fleiri konur, og er það mjög ánægjulegt að konurnar skuli hafa fengizt til starfa í nefndunum. Eru konurnar oft ast fulltrúar kvennadeilda Slysavarnafélagsins eða þá fulltrúar frá kvenfélögum í viðkomandi byggðarlögum. Hlutverk hinna ýmsu um- ferðaröryggisnefnda úti um byggðir landsins verður í stór- um dráttum hið sama, eða að vinna að því að gera umferð- ina sem öruggasta, og vinna að því í samráði við H-nefnd- ina að koma á framfæri fræðslu og upplýsingum um umferðarmál almennt nú fyrst í stað, og síðan fræðslu og upplýsingum um sjálfa um ferðarbreytinguna, hvernig hún á að fara fram og hvernig menn skuli haga sér í hægri umferð. Umferðaröryggisnefndirnar munu starfa í nánu sambandi við yfirvöld á hverjum stað, og taka þá að sér sérstök verk- efni sem til falla vegna um- ferðarbreytingarinnar hver í sínu byggðarlagi. Ef vel tekst til með starf- semi umferðaröryggisnefnd- anna er þess vænzt að áfram- hald verði á starfi þeirra, eftir að umferðarbreytingin er um garð gengin, og Framkvæmda nefnd hægri umferðar hefur lokið sínu hlutverki. Filistear — Framh af bls 8 egja h*aÖ eftir annað. Er þó enn skorað á lesendur, að láta blaðið vita um fanta- brögð í viðskiptum og hverjir þau fremja, og er þá samkomu- lagsatriði, hvort nöfn verða birt. Þátturinn óskar svo lesend- um sínum árs og friðar og fil- isteunum þess, að þeir beri gæfu til þess á nýja árinu að taka upp heiðarlegri lifnaðar- hætti og starfsaðferðir, en þeir hafa ástundað hingað til. / Hefðbundin.... Framh. af bls. 1. götum borgarinnar utan vinnu tíma og í einkaerindum starfs- manna. Bifreiðir þessar sjást fyrir utan íþróttavelli og skemmtistaði og taka oft upp margfalt pláss á bílastæðum, sem ætluð eru fyrir smábíla gesta. Ef slíkt sæist í Danmörku til dæmis, myndi lögreglan um- svifalaust taka bíla þessa úr um ferð og sekta ökumennina. Leigubifreiðar borgarinnar eru flestar af dýrustu gerð — lúxusbifreiðar, sem alls ekki eru byggðar sem leigubifreiðar. Erlendis er það algengast, að ; bifreiðar þessar séu reknar af fleiri en einum manni og séu í gangi mestallan sólarhringinn. Þótt um líkt sé ekki að ræða hér, er það mjög óviðkunnan- legt, að bifreiðarstjóri, sem stundar að staðaldri næturakst ur á stöð sinni, láti bifreiðina í hendur annara skyldra eða ó- skyldra til einkanota hinn tíma sólarhringsins. Forsendan fyrir eftirgjöf á innflutningsgjaldi er þar með fallin úr gildi, eða svo líta Dan ir á málið. Sjáist leigubifreið í einka- rekstri, er hún umsvifalaust stöðvuð. Hér er um atvinnu- tæki að ræða, sem raunverulega nýtur sérstakra hlunninda frá opinberri hálfu. Þessir menn njóta því forréttinda, sem aðr- ir hafa ekki, þótt þeir hafi akst- ur að atvinnu. En þetta er íslenzkt fyrir- brigði. í fámenninu hér, þar sem slegizt er um hvert atkvæði, þora stjórnmálamennirnir ekki i áð vmpra á afnámi nokkurskon ar forréttinda. Enginn flokkur borir að fá heila stétt manna á móti sér, en leigubifretða-1 stjórar hér eru fjölmennari en víðast hvar annarsstaðar í sam- svarandi borgum. Leigubifreiðarnar eru að minnsta kosti miklu fleiri. sem m. a. orsakast af því, að þær eru ekki í akstri nema hluta iir sól- arhringnum. Hér er um sóun að ræða. sem full ástæða er að taka til athug- unar — nú þegar íslendingar verða sennilega neyddir til að haga sér eins í atvinnuháttum off einkalífi o<r aðrar bióðir. * Aramót Framh. af bls. 1. steypa stjórninni með verk föllum eða öðru slíku og kvað slíku kynni að verða mætt á sérstakan hátt, sem hann ekki tilgreindi. Það yrði semsé óvandaður eftir- leikurinn. Vera má að í bréfum Svetlönu Stalinsdóttur finn ist einhver vísbending, sem nota mætti ef til þyrfti að taka, um það, hvernig Stalín bóndi, faðir hennar kynni að hafa mætt slíkum mótþróa. Mætti þá segja að dýrmætum tíma ráðherr- ans við að lesa bókina, hafi ekki verið til einskis eytt. Vonandi horfa systkini, börn og systkinabörn og annað skyldulið ráðherrans bjartari augum til framtíð arinnar eftir fordæmingu hans á atferli Stalíns við skyldulið hans. TVÆR LEIÐIR Það vekur athygli að þeir vinirnir, Johnson Banda- ríkjaforseti og Bjarni ís- andsráðherra virðast fara sitt hvora leið, er þeir vísa þjóðum sínum veg inn í framtíðina við áramót. íslandsráðherrann hefir þyngstar áhyggjur yfir vonzku stjórnarandstöð- unnar, sem kunni að hafa áform um að stytta tímann fram að næstu kosningum og gera þar með tilraun til að hrinda ráðherranum fram af hátindi hefðarinn- ar, jafnframt þvi, að hann tilkynnir nauðsyn þess að meðlimir verkalýðshreyf- ingarinnar haldi sér á mott unni, þótt matvæli og aðrar nauðþurftir hækki, en tekj ur þeirra lækki. Bandaríkjaforseti tilkynn ir þjóð sinni aðra leið. Skera þurfi niður ríkisút- gjöldin, til þess að lifskjör þjóðarinnar geti haldist ó- breytt. Hann varar við eyðslu á gjaldeyri þjóðar- innar og biður hana að eyða peningum sínum inn- anlands. Hann boðar ráð- stafanir til að draga úr og og fer ekki dult með, að dollarinn sé í hættu. Þetta er ekki gert EFTIR að allt er komið yfirum, heldur ÁÐUR og það mun gera gæfumuninn. Banda- rískir ráðamenn vita vel hvað fjármunir eru. Dómgreind íslenzkra ráða manna má í þessum málum helzt líkja við bónda nokk- urn, sem þótti nokkuð fljót fær og lítt að sér í stærð- fræðilegum efnum, en hann var að lýsa auðæfum sonar síns á þessa leið: „Hann er helv. ósköp ríkur hann Gvend — hann á annaðhvort þúsund eða milljón!“ Lýsingar forráðamann- anna á þjóðarauð og gjald- eyriseign íslendinga hafa undanfarið verið ósköp á- þekkar þessu. Þjóðin veit ekki hvort hún á „þúsund eða milljón“ í dag. Þúsundið getur orðið að milljón á pappírnum að stuttum tíma liðnum, með sama áframhaldi og mill- jónin að þúsundi að raun- gildi. Þetta skeði í Þýzka- landi á sínum tíma og hefir verið að ske sumstaðar í rómönsku Ameríku undan- farin ár, þar sem þróunin hefir verið sú sama og hér, nema dálítið örari. Þetta kemur harðast nið- ur á millistéttunum, sem ekkj safna eignum, en leggja sparifé á banka. Segja má að það fé beri enga vexti, nema síður sé. Auðmennirnir safna eign um, verðmætum, sem ekki rýrna við verðbóguna, en verkalýðurinn lepur dauð- ann úr skel, jafnskjótt og vinnutíminn fer ofan í það, sem umsamið er og eðlilegt verður að teljast. Höfuðorsökin til þessa á- stands, er yfirbygging ríkis báknsins. Við þá byggingu á enn að bæta á sama tíma og Bandaríkjamenn, háþró aðasta fjármunaríki verald ar, telur þá eina leið færa til að bægja frá hættum í sínu efnahagslífi, að draga úr þeirri yfirbyggingu. Hvernig væri að íslands- málaráðherrann gerði enn eina ferð í húsagarð Hvíta hússins í Washington og þæði ráð af hinum marg- reynda Bandaríkjaforseta, nú þegar svo er komið að Bandaríkjamenn telja sig lítt aflögufæra á annað.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.