Nýr Stormur - 05.01.1968, Blaðsíða 6

Nýr Stormur - 05.01.1968, Blaðsíða 6
© FÖSTUDAGUR 5. JAN. 1968 A 7. DEGI — Framh. af bls. 5. og heill Framsóknarflokks- ins. Framsóknarflokkurinn var um langt skeið höfuð- andstæðingur Sjálfstæðis- flokksins eða íhaldsins eins og flokkurinn var tíðast nefndur þá. Enda var kjör- orð framsóknarmanna þá: „Allt er betra en íhaldið"! Síðar tóku Framsóknar- menn upp aðra stefnu, sem gjarnan hefði mátt nefna: „Ekkert er eins gott og í- haldið“!, enda varð flokk- urinn, og þá einkum nú- verandi formaður hans, einskonar ástmögur þessa fyrrverandi fjandmanns, að vísu nokkuð óþægur á stundum og þá einkum ef kosningar voru í nánd. Helmingaskipti þessara flokka um árabil er kapí- tuli út af fyrir sig í stjórn- málasögu íslands, er hún verður skráð af síðari tima mönnum. Bjarni Benediktsson hef- • ir frá því skýrt í einkavið- tölum, að hann hafi aldrei unnið með manni, sem hon um hafi fallið betur að vinna með, en Eysteini Jónssyni, sökum skýrleika hans og annarra verðleika. KLÆKJAREFUR Bjarni formaður er .mjög klókur maður. Nú lætur hann blað sitt gefa þær upp lýsingar að Eysteinn sé að hætta formennsku í flokki sínum, sem sennilega er rétt og lætur þa^ ráðast á Ólaf Jóhanness#>n varafor- mann flokksins, í þeim til- gangi að telja Framsóknar- mönnum trú um að Sjáf- stæðismönnum væri illur grikkur gerr, með því að kjósa hann fyrir formann flokksins! Til að gefa gleggri skýr- ingu á þessu áróðursbragði verður að hverfa á vit sál- fræðinnar. Það feí ekki á milli mála, að sjónvarpið er margfalt sterkara áróðurstæki, en nokkuð annað fjölmiðlunar tæki. Sjónvarpið virkar ekki nálægt því eins á rök- hyggjuná og hið ritaða mál. Það er meira að segja al- gengt að andann gruni ekki annaö en það, sem augað sér. Bjarni formaður hefir reynt að gera Eystein að einskonar grýlu í augum al þjóðar og teklst það á viss- an hátt. Honum Jiefir einn ig tekist að gera annan mann að grýlu á sama hátt, þótt það hafi ekki verið ætlunin, en sá maður er hann sjálfur. Það er ekki sagt til að niðra Bjarna og Eysteini en það er staðreynd að hvorug ur þeirra er glæsilegur sjón varpsmaður. Fyrir næstu kosningar er líklegt að sjónvarp verði komið inn á næstum hvert heimili á landinu. Það verð ur því ekki efnilegt fyrir Bjarna formann, ef hann verður eina grýlan á sjón- varpsskerminum fyrir næstu kosningar. Gylfi er afbragðs sjón- varpsmaður. Magnús Kjart ansson einnig og ef Fram- sóknarflokkurinn kæmi sér nú upp formanni, sem ekki stæði þeim að baki — og svo Bjarni! Það er vitað, að Ólafur * Jóhannesson er afburða fræðimaður á sínu sviði, vitur maður og vel látinn, en litið hefir á hann reynt, sem stjórnmálamann. Hann er því að mestu ó- þekkt stærð á því sviði. Vera má að hann stand- ist Bjarna snúning í um^ ekki þurfa að óttast Ólaf. Áróðursbragð Bjarna í því skýni, að telja Fram- sóknarmönnum trú um að Ólafur sé sá, er hann sízt vilji, sem andstæðing eða hugsanlegan samstarfs- mann, er því vel skiljanlegt þótt lævíslegt sé! ræðum og á hvaða ööru sviði sem er, en sem sjón- varpsmann telur Bjarni sig Auglýsið í Nýjum Stormi Nuþurfaallir w að eignast miða í X happdrætti SlBS^ í ár hefur sú breyting verið gerð á happdrættinu að í maí verður þessi glæsilega bifreið dregin út sem aukavinningur — einskonar uppbót á alla aðra vinninga. Bifreiðin er af Chevrolet gerð, sport- model, sem nefnist CAMARO, og þykir sérstaklega glæsileg. yijjjj EndurnýjunarviðJ'ð 80.00 kr. 0(í750 1 1. floktur 19(S8 Drófiur íer fram ÍO. |an. 1968 fndu/nýjun rll 7. II. 20. |wt. lii 3. f«br 1948 *<hooding þpjw miöð, ,'v. ^ Vinnínö* bw vdía tfm*n in Að sjálfsögðu er lykillinn að þessuiti hagstæðu við- skiptum miði í happdrætd SÍBS. Til staðfestingar á því að happdrættið fylgist með tfmanum hefur útliti miðans verið breytt, hann er fallegri og litsterkari en áður, og vonandi fengsælli en nokkru sinni fyrr! Eins og þessi ávísun ber með sér greiðir happdrætti SÍBS kr. 37.444.000,00 til 16280 vinningshafa, sem þýðir í reynd að meira en fjórði hver miði fær vinning. 37AMOO.OO O R El 01 & <ifT 5N TÉKKA t»ES ÚR tlLAUPAREIKNlNGl N« •TiL. KprtNI, 16280 vi'nrtinqshafa i,m þrj4t(u o<j Sjo mUljomr fjöquÝ huncffuW fjörutíu ocf fjö'gurþusuncf /foo ^Qn.-ctes. M REYKJAVÍK. dSJNAOARBANKI n „ ' ISLANDS Nú þurfa allir að freista gæfunnar í þessu glæsilega happdrætti. Hæsti vinningur er 1 milljón krónur, 25 stórvinningar á 100 — 500 þús. krónur, 478 vinningar á 10 þús. krónur, 1000 vinningar á 5 þús. kr. og 14776 vínningar á 1500 kr. Að auki hinn glæsilegi Camaro. Happdrætti SlBS 1968 Dregið 10. janúar ©AUGLÝSINOASTOWN J'

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.