Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 1

Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 1
fá { FOSTUDAGUR 9. FEBR. 19681 nOBNUR 4. árgangur Reykjavík 6. tbl. Um land allt standa mannvirki upp | á hundruð milljóna, sem braskarar | hafa byggt á kostnað lánastofnana — | og hlaupa frá! 8 I Hœstaréttarlögmaður og fyrrv. ráðherra „gerir út‘ ‘ á Ríkissjóð og lánastofnanir af furðulegri snilli — Lögvísi og samvizkulipurð lögmannsins yfirbuga v enjulegan alþýðumann — Hcestiréttur heldur sér við lagabókstafinn, vegna þess að „ósannað“ þótti gildi hins siðferðilega réttar — enn einu sinni. 4,2 milljónir—nútima ,útgerð'! Mikið er rætt um að atvinnuvegir íslendinga séu ekki nógu fjöl- breyttir. Hér verður sýnt fram á, hvernig snjallir menn geta skap- að sér atvinnu, ef hugkvæmnin er nógu mikil og stórhug vantar ekki. Þetta dæmi, sem hér verður nefnt er og táknrænt fyrir nú- tímann á íslandi og er ekkert einsdæmi. Um allt land standa hálf- byggð og hálfónýt hús, sem kostað hafa milljónir og eru og verða engum til gagns, en hafa kostað lánastofnanir og þjóðina hundruð milljóna, sem engan arð gefa og er fullkomlega tapað fé, en „at- vinnurekendurnir“ hafa engu tapað nema síður sé! Allt frá aldamótum og fram að síðari heimsstyrjöldinni var mikil gi-óska í stjórnmálalífi ungra manna á íslandi. Hug- sjónir fæddust og hugsjónir rættust. Ungir menn brutust fram fyr- fr ir skjöldu, fullir hugmóðs og baráttuvilja. Þegar stærsta áfanganum í mesta málinu, sjálfstæðisbarátt- unni var náð, blöstu við nv verk efni. Erlendar þjóðfélagshreyf- ingar og fræðikenningar ruddu sér til rúms og sópuðu til sín áhugasömum og dugmiklum ungiim mönnum, sem síðar urðu áhrifamiklir menn í landinu. Menn héldu vopnaþing, þótt með öðrum hætti væri en á Framh. á bls 2. nskverkunarhusin i Njarðvikum, sem lanastofnanir þjóðarinnar reistu fyrir lögmanninn, hafa aldrei tekið á móti fiski — Talið er að ógerlegt v æri að selja þau fyrir mcira en 1—VA millj. króna! Verður landið olíulaust? Þau uggvænlegu tíðindi hafa kvisast út, að horfur séu á að olíulaust verði í landinu á næstunni. Sé þetta rétt, má segja að flest verði óhamingju landsins að vopni. íslendingum hefir ekki tekist að standa í skilum við Rússa, sem vafalaust hafa engan áhuga fyrir að lána Islendingum olíu, enda nógir kaupendurnir. í tilefni af þessu er ástæða til að rifja upp ófremdarástandið í olíusölumálum íslendinga. Olíu félögin þrjú munu vera í vand- ræðum með að leysa út olíu- sendingar sínar og verða að leita á náðir bankanna um lánsfé. Hér er um háar fiárhæðir að ræða og ef bankamir leysa þessi mál, verða þeir að leita á náðir Seðlabankans, sem er eins og menn vita, eina opinbera stofn- unin í Iandinu, sem leyfir sér að taka okurvexti. Það er því mjög skiljanlegt að bankastjórar viðskiptabankanna séu þungir á brúnina gagnvart olíufélögunum, þegar þess er gætt að dreifingarkostnaður olíu og benzíns er þrisvar sinnum meiri en þarf, vegna þess að olíu félögin þrjú selja sömu vönma í samkeppni við hvert annað á sama verði. Er olíuskip kemur til landsins þarf það að affenna olíuna á þrjá staði og þar með em hafn- argjöld og annar kostnaður þrisv ar sinnum hærri, en annars væri. Olíutankar félaganna standa hlið við hlið úti á þjóðvegunum og þrjár bifreiðar aka á sama staðinn til |iess að setja á þá sömu olíuna. Um þetta þarf ekki að ræða, svo heimskulegt sem það er, að svo flókið og dýrt dreifingakerfi Framh. á bls. 7 Hið háa og „háttvirta” Ömurleg stund á Alþingi Ömurleg stund á Alþingi. í mörg ár hef ég ekki kom- ið inn fyrir dyr hins háá Al- þingis — það ætti nú betur við að kalla það hið lága eins og ástand þess er nú í vitund þjóðarinnar. Það var verið að ræða um það furðulega mál að aka á hægri vegarbrún. Með handjárnum ætlar meirihluti þingmanna að reka þjóðina nauðuga út í þessa breytingu þó allir viti að 80—90% hennar séu því andvígir og sjái hvað þessi breyting er ástæðulaus og kostar hundruð milljóna. Það var auðséð á þing- mönnum að í hjarta sínu- eru þeir nær allir á móti breyt- ingunni en þeim finnst það metnaðarmál að reka málið í gegn vegna fyrri afstöðu þeirra. Gísli Guðmundsson flutti afburða snjalla og rökfasta ræðu og tætti sundur lið fyrir lið rök hægri manna sem raunar enginn heilvita mað- ur kemur auga á. Nokkrir þingmenn voru viðstaddir en aðrir voru á rápi um húsið. Þórarinn Þórarinsson talaði næst og flutti sömuleiðis rök fasta ræðu. Síðastur talaði Ágúst Þorvaldsson las hann upp lista yfir mótmæli frá bifreiðarstjórum um allt land. Aðeins 6 þingmenn voru þá eftir í deildinni af 40 og eru það sérkennileg vinnu- brögð að geta ekki setið í sæti sínu og hlítt á umræðu um mikilsvert þjóðmál. Það þætti ekki til fyrirmyndar ef srniðir færu frá hefilbekkn- Framhald á bls. 2. Af hverju þegja blöðin? Til eru þeir menn, fremri um gáfur og hagsýni en þeir sem .um málefni þjóðarinnar fjalla. Ekki er allt þjóðarvitið á Alþingi geymt, þó undan- teikningar séu. Verður um það rætt í eftirfarandi grein og við átt sérstakan mann. Þessi maður er Stefán Jónsson for- stjóri prentsm. „Eddu hf.“. Ég bið Stefán forláts á þeirri dirfsku minni, því maðurinn er hófsamur og lítt gefinn fyr- ir digurmál, þó sönn og mak- eg séu. Meir lagið að vinna í einrúmi að sinum hugðarefn- um, hugsa þau og færa í vand- aðan búning. Ég held að sá maður kasti ekki höndum að neinu verki. Til Stefáns er stundum leit- að ráða, og þá venjulega um Framhald á bls 2.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.