Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 8

Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 8
^S&CMIIHL .....^■■•■.-!-ÆSaPAGTO9,I^B;i968 Meðal hinna mörgu og alvar- legu vandamála dagsins í dag, er rekstur frystihúsa, smábáta- útvegur og þv.l. Blaðinu hefir borist saga af einum frystihús- eiganda, en ekki fylgdi sögunni hvort hann er það enn eða ekki. Á þessum tíma er sagan grein ir frá, var uppgangur í frystiiðn- aði og menn kepptust við að koma upp frystihúsum, meira af kappi en forsjá. Þessi maður hafði fengist við margt og farist flest í handa- skolum, en honum tókst að vekja áhuga íbúa byggðarlags úti á landi fyrir byggingu frysti- húss, þótt annað hafi vafalaust verið þar fyrir. Með meðmælum og ábyrgð- um staðarbúa tókst honum að afla lánsfjár til byggingarinnar, en sjálfur átti hann ekki eyri. Ekki er þó víst að meðeigendur hans meðal íbúa byggðarlags- ins hafi haft hugmynd um það. Er ekki að orðlengja það, að frystihúsið var byggt og naut hann fyrirgreiðslu þingmanna byggðarlagsins, sem hugðu sig vera að vinna fyrir kjósendur sína. Með einhverjum hætti tókst þessum herramanni að komast yfir nokkum hluta hlutafjárins og var hann framkvæmdastjóri. Reksturinn gekk sæmilega fyrst í stað og ekki vissu meðeigendur forstjórans annað en það bæri sig með ágætum. Mun hafa verið greiddur út arður í fyrstu og voru allir á- nægðir. Forstjórinn keypti sér hús á staðnum og var ekkert við það að athuga. Menn vissu ekki þá að hann hafði einnig keypt sér hús í Reykjavík. Mönnum í héraði, sem tamið höfðu sér hóflega lifnaðarhætti þótti þó nóg um risnu forstjór- ans og ferðalög til útlanda með fjölskyldu sína, en svo kvisað- ist út, að forstjórinn hefði einka- rekstur í Reykjavík við innflutn ing og leituðu menn þá ekki frekari skýringa. Haldið var áfram að byggja ogbæta við húsið og alltaf virt- ist vera nóg fé fyrir hendi. Svo fór þó bráðlega að tregða varð á vinnulaunáskuldum þótt fyr- irtækið hefði nægileg hráefni. Ekki var þó að sjá, að neinir erfiðleikar sæktu forstjórann heim. Hann dvaldist langdvöl- um í Reykjavík í erindum frysti- hússins að sagt var og að lokum kom svo að ekki fékkst vinnuafl til að vinna við húsið, þótt hrá- efni væri fáanlegt og bátar þeir er húsið hafði samning við, hættu smátt og smátt að leggja þar upp fisk sinn vegna vanskila Sífellt bárust fregnir um upp- gang forstjórans í Revkjavík. Hann bjó á dýru hóteli og skrapp við og við til útlanda. Fóru forvitnir menn að grennsl- ast fyrir um innflutningsfyrir- tæki forstjórans og kom þá í ljós, að það var ekki til nema á pappírnum. Það hafði ekki kost- að mjög mikið að láta gera bréf- hausa og reikningseyðublöð, en það var allt og sumt. Ðrifu nú að innheimtur úr öllum áttum, og átti frystihúsið ekki neina peninga til að greiða með. Var nú forstjórinn krafinn reikningsskila, sem voru þannig úr garði gerr að enginn botnaði neitt í neinu. Var ekki annað að gera, en að láta höfðingjann sigla sinn sjó og er frystihúsið úr sögunni. Forstjórinn fluttist hinsvegar bú ferlum og kann blaðið ekki af Framhald á bls. 7. Hvað liggur mikið fé í ónotuðum mannvirkjum um land allt? GOH FOLK OG HR li 'iiuiuiKiuiuiiHani * $ & ALBERT ENGSTRÖM Maðurinn: — Réttu mér diskinn! Konan: — Svona segir maður ekki! „Gjörðu svo vel að rétta mér diskinn!* bannig er það! Maðurinn: — Gjörðu svo vel að rétta mér diskinn! Konan: — Óh. Þetta meinar þú ekki! bifreiðina í viðgerð á sama stað ótal sinn- um, en ekkert stoðaði. Bifvélavirkinn full- yrti að rafkerfið væri í lagi, en loks var eig- t andanum bent á það, af ófaglærðum manni, ÝMSUM ATTOM að rafmagnið myndi fara beint í startarann in ii-iinigsaíngsaawaaaaaaaiisgiamBa! og leiða út. Fór hann með bifreið sína á annað verkstæði og þá kom í Ijós að svo var. Viðgerðin kostaði röskar 300 krónur, en hann telur að glópska bifvélavirkjans, sem Enn einu sinni hafa verkamenn komiö að áður hafði með viðgerðina að gera, hafði máli við blaðið og beðið það að vekja at- kostað hann um 20 þús. krónur! hygl á ófremdarástandi því er ríkir á að- seturstað þeirra, Hafnarbúðum, sem nú eru — ------------ fjölskipaðri en nokkru sinni fyrr, er at- vinnuleysið hefur haldið innreið sína. Borgaryfirvöld eiga þakkir skilið fyrir byggingu þessa myndarlega húss og eðlilegt er að verkamönnum við höfnina sé annt um það og njóti þess. Það hefur hins vegar verið misbrestur á því og er þar um að kenna fjölsætni drykkjumanna, sem fundið hafa þarna griðastað og sitja við spil og drykkju og valda vinnandi mönnum ónæði og leið- indum. Verður að ætlast til þess af lögreglu og borgaryfirvöldum, að þeir ráði þegar bót á þessu ástandi. Vísir er löngum „fyrstur með fréttirnar“. Fyrir skömmu var sagt frá því í Vísi, að sonarsonur Johnsons Bandaríkjaforseta hefði brennt sig lítillega á hendi, er hann rak hana ofan í súpupott. Mönnum þykja þetta ekki lítil tíðindi og þá væntanlega í samanburði við þau, er berast frá Víetnam, sem afi drengsins ber ábyrgð á. Vonandi hefur litla drengnum batnað fljótt og vel, en hvort brunasárin gróa jafnfljótt austur þar, er annað mál. Súpupottur Johnsons í Víetnam er nefnilega dálítið heitur líka! Að sjálfsögðu taka menn ofan fyrir „Vísi“. Sífellt berast kvartanir um vinnu ýmissa verkstæða og þá einkum sumra bifvéla- virkja. Einn bifreiðaeigenda hefur átt í miklum brösum meö bifreið sína í vetur og virðist vél bifreiðarinnar vera í ólagi og næstum ómögulegt að koma henni í gang, nema að láta draga hana. Hann hafði haft Séra Stefán Stephensen sterki á Mosfelli var á gamals aldri að segja frá störfum sin- um sem sáttanefndarmanns, en sá starfi fylgdi, eins og kunnugt er, prestsembættinu. „Ég sætti alla“, sagði sr. Stefán, „en hnef- ana varð ég að nota við þá suma“. Margt er skrítið 7 HvaS er eiginlega að gerast í hinum friðsæla bæ, Hafnar- firði? Fyrrverandi slökkviliðsstjórar ýmist reyna að ná fé út úr bæjarsjóði á vafasömum forsendum (svo ekki sé meira sagt) eða stunda blaðaskrif til að bera af sér þjófnað eða annað verra. Bíóin þar alræmd um land allt fyrir klám- og óþverra- sýningar sem bæjarstjórn og barnaverndamefnd virðast leggja blessun sína yíir (allt fyrir peningana?). Smygl ju, sjálfsagt að nota Hafnarfjarðarhöfn til þess. Ég spyr enn; hvað er að gerast í mínum góða og gamla bæ? Gamall Hafnfhðingur.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.