Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 5

Nýr Stormur - 09.02.1968, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 9. FEBR. 1968 WIMUR 0 ii tmiiiiiiii 11111111111111111111111111111111 ii ■iiiiiiiiimimimiiiMiHiiii^w.'.MiiimiiMiimiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiin I NÝR I SWBNUR í Útgefandi: Samtök óháðra borgara. i Ritstjórar: Gunnar Hall, sími 15104 og Páll Pinnbogason, ábm. i Pramkvæmdastjórn: Alexander Guðmundsson Ritstj. og afgr. Laugav. 30 - Sími 11658 i Auglýsinga- og áskriftarsími 24510. i Vikublað - Útgáfudagur: föstudagur Lausasöluverð kr. 12.00. Áskriftarverð kr. 450.00 | Prentsmiðjan Edda h.f. = ................... Er „viöreisnarstefnan” aö ganga sér til húðar? Því vilja margir halda fram, eftir atburði þá sem skeð hafa síðustu þrjá mánuði. Hefjast þeir með gengisfellingu íslenzku krónunnar sem eins og ávallt hefur verið haldið fram í þessu blaði, að var hvergi nærri nægj- anleg, enda framkvæmd á þenn an hátt sem gert var, í þeirri von að þess yrði ekki langt að bíða að gengi dollarans yrði fellt inn an skamms tíma, en þá væri möguleiki á að stíga skrefið til fulls. Manni virðist, að ekki einung is krónan hafi verið felld, held- utr hafi einnig að minnsta kosti tveir ráðherrar ríkisstjórnarinn- ar verið felldir um leið og Bjarni formaður tekið við störfum þeirra. Þeir ráðherrar sem hér er um að ræða éru: Fjármála- og Viðskiptamálaráðherra. Þeir eru aldrei nefndir meir í sam- bandi við fjármál og viðskipta- mál, og virðist Bjarni formaður hafa tekið sér einræðisvald í þessum málum. Hirin 1. desember á þessu ári mun þjóðin minnast þess, að þá eru liðin 50 ár frá því ísland öðlaðist fullkomið sjálfstæði. í upphafi gerðu menn ráð fyrir allskonar erfiðleikum, einkum utanaðkomandi frá öðrum þjóð- um. Erfiðleikarnir hafa orðið mestir innanfrá. Flokkadrættir hafa á þessu tímabili verið mikl ir með íslendingum, þrátt fyrir þá reynslu sem þjóðin hafði af slíku á Sturlungaöldinni og átti drýgstan þátt í því að svipta þjóðina sjálfstæði sínu, sem tók hana nærri 700 ár að endur- heimta. Flokkadrættir eru hættuleg- astir fyrir það, að ekkert er eins fljótvirkt og þeir til að fela fyrir mönnum aðalatriði með auka- atriðum, sannleika með lygi. Flokkadrættirnir hafa gert margt smámálið að stórmáli og í skjóli þeirra hefur mörgu vel- ferðarmálinu verið komið fyrir kattarnef. Þeir hafa magnað marga lygina, svo stórtjón hefur af hlotist. Ekkert skortir þá menningar- stefnu, sem er efst á baugi hér á landi meira en réttan skilning á mikilvægi einstaklingsþrosk- ans. Séreðli manna er lítill gaum ur gefinn, en reynt er að steypa alla sem mest í sama mótið. Háð er grimm og harðvítug barátta um skoðanir einstaklinganna og reynt að sveigja jrær til fylgis við ákveðnar kenningar í stjórn- málum. Flokkarnir blóðmarka sér æskulýð landsins, áður en hann getur farið að hugsa sjálf- ur, eins og bændur marka lömb sín áður en rekið er á fjall. Þegar skólanámi lýkur, er rutt inn á æskumanninn þeim ókjörum af ómeltri sannfæringu flokkstól- anna, að hann verður viðnáms- laus fyrir og flýtur með inn í þvöguna, þar sem hver eltir ann an og sefjast af áróðursatgangi forsprakkanna. Svipað þessu verður fyrir manni í sögunni á tímamótum hrörnunar. Þegar rómverska rík ið forna stóð á hátindi veldis síns og hrunið var framundan, stóð lýðurinn í Rómaborg svipt- ur sjálfsþroskaeinkennúm sínum og æpti á brauð og leika — panem et cicenses — og fékk hvorttveggja, til þess að þegja og hlýða. Ætíð þar sem hrörn- un er að byrja í þjóðlífinu gera þessi einkenni skapgerðarleysis ins var við sig, unz fólkið hættir að hugsa. Er það ekki þetta sem nú blasir við okkur í stjórnmála- baráttu okkar og í þeirri menn- ingarbyltingu, sem liafin hefur verið á vegum flokksblaðanna og ber menningu okkar í dag bezt vitni, er verðlaunaafhend- ing silfurhestsins, en í þeirri bók speglast bezt ástand okkar á bókmenntasviðinu. i I Auglýsib / N<>mm Stormi Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf í hendi. Móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi. Þessi barnavísa, sem börn- in raula á jólunum, kemur í huga, við lestur Reykjavíkur- bréfs sl. sunnudag. Eftir að forsætisráðherra hefir lýst skapillsku konu Ben Gurion hins ísraelska, sem að sögn ráðherrans varð fyrir sárum vonbrigðum, er hún leit hann sjálfan, en bjóst við tiinuui glæsilega Ólafi Thors, tekur hann hraðfrystihúsaeigendur og hirtir þá að verðleikum. Þeir eru orðnir býsna marg ir þegnar og kjósendur þessa valdamikla ráðherra, sem sýnt hafa hans virðugleika ó- hlýðni og nöldrað hafa vfir hlutskipti sínu í velferðarríki því, er hann hefir byggt upp síðasfliðin ár. Menn voru farnir- að tyúa því að þessi maður væri eins- konar töframaður og sjór og vindar hlýddu honum í auð- mýkt. Hann hefir gert víð- reist á vit smærri og stærri þjóða, sem sýnt hafa honum vinarhót og er ekki umtals- vert nöldur kerlingar austur í Israel eða hundahald i garði Johnsons forseta. Þessar þjóð ir hafa keypt ísl. afurðir hæsta verði ásamt fleirum, en bíssness er bíssness; það er þeirra kjörorð, eins og hraðfrystihúsaeigendanna hans Bjarna Ben. En allt er í heiminum hverfult og líka gæfan þessa ráðherra. Sjór og vindar hlýða ekki lengur kalli hans og erlendar viðskiptaþjóðir láta ekki íslenzka verðbólgu ráða neinu um það hvort þær kaupa vöru sína á heimsmark aðsverði eða ekki. Það þýðir ekkert að berjast við vindmyllur og það er ráð herranum ljóst. Hraðfrysti- húseigendurnir eru ekki held ur neinar vindmyllur, aðeins vindbelgir, sem troðnir eru út falskri vitund um eigið mikilvægi vegna yfriráða yfir framleiðslutækjum, sem sum ir eiga minna en ekkert í og aðrir sáralítið. Ráðherrann veit að margir þesara manna eru einskonar jólasveinar, sem ganga um gólf með gylltan staf í hendi, sem þeim hefir verið fenginn í hendur vegna óhóflegrar bjartsýni um áframhaldandi aflaaukningu, verðhækkun og verðbólgu. Hann finnur til þess, hversu þessir kálfar launa illa of- eldi, þar sem helztu foísvars- menn þeirra, sem nú heimta af ríkinu og lióta öllu illu, hafa sópað til sin gróða á und anförnum árum og árahigum en vilja engu af honum skila, þegar illa árar. ÓSVÍFIÐ SKILNINGSLEYSI Er svo langt gengið, að hann neyðist til að vútna í mann, sem heyra mun frem- ur til andstæðinga hans en samherja, til að segja þann sannleika, að miklu muni um 2000 þúsund milljóna minni útflutning á undanförnu ári. Hinir gullnu jólasveinar hans ljá honum ekki einu sinni þess sannmælis, að hann ráði ekki við, úr því sem komið er, þá erfiðleika, sem af aflatjóni og verðfalli stafa. Þeir skilja ekki að það verður að virða honum það til mannlegs breiskleika, að telja það til afleiðinga af snilldarlegum stjórnarstörf- um, að sjórinn var gjöfull um tíma og vindarnir stóðu kyrr ir og leyfðu dugmiklum sjó- mönnum íslenzku þjóðarinn- ar að sækja björg í bú. Þeir skilja ekki að maður- inn er að hálfu leyti barn og hefir tilhneigingu, eins og barnið, að grípa til sjálfs- blekkingarinnar og eigna sér hluti, sem hann alls ekki á. Það var því ekki nema mannlegt, þótt forsætisráð- herrann teldi það til afreka sinna að verð fór hækkandi á heimsmarkaði á afurðum landsmanna, þótt allir' aðrir vissu að um það réði hann alls engu. En nú er þessi sjálfsblekk- ing rokin út í veður og vind og ráðherrann stendur báð- um fótum í þeirri jötu, að framundan eru erfiðleikar, sem hann getur á engan máta ráðið við, nema með sam- starfi og fórnarvilja allrar þjóðarinnar. Það er því von að hann reiðist og hefji vöndinn á loft þegar hann rekst á það, að það eru aðeins þeir er minnst hafa, sem reiðubúnir eru til að fórna, hinir krefjast fullra „bóta“. Það er eðlilegt að hann reiðist, þegar hann kemst að raun um, að fé hefir verið svikið út úr honum fyrir hönd ríkisins, á fölskum forsend- um tfl að byggja ónauðsyn- lega verksmiðju til að hand- járna svo meðlimi samtaka þessara gulljólasveina og beita henni svo fyrir sig gegn honum sjálfum, þegar upp rennur fyrir honum að hann verður að standa í lappirnar, eða leggja niður völd ella. Það er hinsvegar sá heljar- boði, sem ráðherrann getur ekki hugsað sér að skelli á honum. Heldur vill hann sópa gólf og flengja „börnin" sín með vendi. HARÐNANDI VEÐRÁTTA Blöðin flytja fregnir af snjó komu og hríðarbyljum, sem minna á gamla daga — 30— 50 ár aftur í tímann. Veður- far virðist fara versnandi á norðlægum slóðum og þrátt fyrir stærri skip og áukna tækni, hefir þetta afgerandi áhrif á sjósókn og aflabrögð. Þetta ætti að vekja um- hugsun landsmanna fyrir, hversu fábreyttur atvinnu- vegur sjávarútvegurinn er — þeirra aðal undirstöðu at- vinnuvegur. Það ætti að vekja þá til umhugsunar um, að sérfróðir menn hafa Iöngu barist fyrir meiri nýtingu og vinnslu sjávarafla og telja að margfalda megi verðmæti hans. Menn óttast einnig að ganga muni á fiskistofninn og friðun landhelginnar hafi ekki einu sinni gefið þá raun sem vonað var. Þar var ekki haldið nógu vel á spilum og kemur það æ betur í Ijós með hveriu árinu sem líður. Auðsæ er nauðsyn þess að hefja nýja sókn í því máli, en nú er örðugra um vik, þar sem við höfum afsalað rétti I I ( I 1 I I

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.