Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Meirihluti Alþingis samþykkti aðhefja bæri aðildarviðræður við
Evrópusambandið. Allir vita hvern-
ig sú ákvörðun fékkst. Vinstri-
grænir unnu það til ráðherrastóla að
beygja sig undir það ok. Þar með
sviku þeir sitt helsta stefnuskrár-
atriði og stærsta kosningaloforð.
Margt hefur sést til stjórnmála-flokka af slíku tagi, en ekkert
af þessari stærð. Stuðningur við
þetta óðagot er að engu orðinn og
Evrópusambandið og myntin þess í
upplausn.
Og nú er spurt: Af hverju er ekkifallið frá þessari vitleysu þegar í
stað og milljarðar króna sparaðir?
Ívar Pálsson hef-ur þetta að
segja um það:
„Hverjir skyldu
það vera sem
helst standa í vegi
fyrir því að ESB-
umsóknin verði
dregin til baka,
nú þegar ljóst er
að hún er tilgangslaus? Jú, aðilar
innan Sjálfstæðisflokksins. Enn
þverskallast nokkrir áhrifamiklir
ESB-sinnar við það að ljúka málinu,
fella ríkisstjórnina og koma okkur
fljótt á rétta braut. Hvað þarf til þess
að þeir sjái ljósið og leyfi flokknum
að komast úr sporunum? Á meðan
forysta flokksins fæst ekki til þess að
krefjast þess að ESB-umsóknarferl-
inu ljúki strax, þá heldur þessi
ómögulega ríkisstjórn áfram óhæfu-
verkum sínum í óþökk þjóðarinnar.
Krefjumst þess að þingmenn taki
af skarið, komi með tillögu um að
ESB-umsóknin sé dregin til baka og
að nafnakall verði við atkvæða-
greiðsluna á þingi. Þá tekst að draga
sannleikann fram í dagsljósið.“
Með fullri virðingu fyrir ÍvariPálssyni er erfitt að trúa þess-
ari skýringu. Sjálfstæðisflokkurinn
stendur illa en hann er vonandi ekki
alveg búinn að tapa áttum.
Ívar Pálsson
Tapaðar áttir?
Veður víða um heim 20.5., kl. 18.00
Reykjavík 11 rigning
Bolungarvík 8 heiðskírt
Akureyri 6 rigning
Egilsstaðir 12 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 9 rigning
Nuuk 4 skúrir
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 20 skýjað
Kaupmannahöfn 19 léttskýjað
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 23 heiðskírt
Lúxemborg 20 heiðskírt
Brussel 19 heiðskírt
Dublin 19 skýjað
Glasgow 18 skýjað
London 21 skýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 18 heiðskírt
Hamborg 17 skýjað
Berlín 18 skýjað
Vín 13 skýjað
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 25 heiðskírt
Barcelona 19 heiðskírt
Mallorca 21 léttskýjað
Róm 20 skúrir
Aþena 21 skýjað
Winnipeg 25 heiðskírt
Montreal 19 alskýjað
New York 23 heiðskírt
Chicago 21 skýjað
Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
21. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:54 22:56
ÍSAFJÖRÐUR 3:28 23:32
SIGLUFJÖRÐUR 3:10 23:16
DJÚPIVOGUR 3:16 22:33
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Það er eins og laxinn noti tvennskonar aðferðir
við að finna sér legustaði,“ segir Kristinn Ólafur
Kristinsson líffræðingur. Hann varði í gær
meistaraprófsritgerð sína við Háskóla Íslands en
hún fjallar um hrygningargöngur, hrygningar-
staði og afkomu laxa í Laxá í Aðaldal og hliðar-
ám hennar.
Sumarið 2008 merkti Kristinn 60 laxa, sem
stangveiðimenn veiddu á flugu í Laxá, með út-
varpssendum. Flestir laxanna voru merktir á
neðsta veiðisvæði, neðan Æðarfossa. Kristinn fór
svo með bakkanum um sumarið með miðunar-
búnað og fylgdist með löxunum, frá ósum að
hrygningarstöðum. Í fyrrasumar mat hann síðan
seiðaþéttleika og botngerð á hrygningarstöð-
unum.
„Ég rannsakaði meðal annars hvort sú göngu-
hindrun sem Æðarfossar eru, hefði mismunandi
áhrif á stórlaxa og smálaxa og stærðin hafði
áhrif á það hvað þeir dvöldu lengi neðan foss-
anna,“ segir hann. „Annað sem vakti athygli er
að því lengur sem laxinn var í ánni, því lengur
var hann á göngu að tilvonandi hrygningar- og
legustað. Legutími stórlaxa sem gengu snemma
var því ekki mikið lengri en hjá löxum sem
gengu síðsumars, þeir tóku sér bara lengri tíma í
að koma sér á staðinn, enda höfðu þeir lengri
tíma; það var lengra í hrygningu og þeir þurftu
ekki að flýta sér. Hluti laxanna gekk rakleitt að
legustað en aðrir voru á ferð upp og niður ána í
grennd við legustað áður en þeir lögðust.“
Kristinn segir að það hafi komið nokkuð á
óvart að jafnt hlutfall stórlaxa og smálaxa hegð-
aði sér með þessum hætti. Þá kom í ljós að legu-
staðir laxanna eru yfirleitt rétt hjá hrygning-
arstöðunum.
„Laxar sem ganga í Mýrarkvísl, hliðará Laxár,
staldra lengur við neðan Æðarfossa,“ segir
Kristinn. Þar var marktækur munur.
Gefur góða mynd af stofninum
Kristinn segir að það sé einstakt við Laxá að
laxinn hrygnir á hraunbotni, sem sé afar fjöl-
breytilegur hvað varðar kornastærð og straum-
lag. Laxinn hrygnir heldur ekki hvar sem er í
ánni.
„Það styrkir þessa rannsókn að þegar ég ber
saman hvar merktu laxarnir héldu sig yfir
hrygningartímann og hvernig veiðin dreifist í
ánni, þá helst það alveg í hendur,“ segir hann.
„Ég skipti ánni upp í svæði og ef ákveðin prósent
merktu laxanna héldu sig á tilteknu svæði þá var
yfirleitt álíka há prósentutala veiddra laxa að
veiðast á því svæði. Ég tel því að veiðin og hvar
merktu fiskarnir voru gefi nokkuð góða mynd af
dreifingu stofnsins í ánni.“
Á liðnum árum hafa menn haft áhyggjur af
ástandi laxastofnanna í Laxá í Aðaldal en Krist-
inn segist telja að ef sömu stefnu verði fylgt, að
sleppa veiddum laxi, þá geti áin verið sjálfbær og
hrygning aukist.
„Það kom í ljós í rannsókninni að það að veiða
laxinn og sleppa honum aftur eftir merkingu
hafði sáralítil áhrif á hann. Þeir lifa langflestir.“
Kristinn telur líklegt að aðrir laxastofnar verði
á næstu árum kannaðir með þessum hætti, enda
hljóti menn að vilja fræðast meira um göngu-
hegðun og dreifingu laxanna í hinum ýmsu ám.
Merkisberi Kristinn Ólafur Kristinsson býr sig undir að sleppa laxi með útvarpsmerki í Laxá.
„Því lengur sem laxinn var í ánni,
því lengur var hann á göngu“
„Okkur finnst við vera að nálgast eðlilegt
ról, það lítur ágætlega út með söluna, heilt
yfir,“ segir Páll Þór Ármann framkvæmda-
stjóri SVFR. Fréttir berast af því að með
hækkandi sól hafi sala veiðileyfa tekið kipp.
Páll Þór segir að salan sé betri en í fyrra,
enda vilji hann ekki bera neitt saman við það
ár, það var það óeðlilegt.
„Við unnum í því að laga ákveðin svæði að
markaðinum, framboðið og verð. Salan í
Stóru-Laxá og
Straumana lítur þann-
ig betur út. Netsalan
gengur ágætlega, það
er greinilega vorfiðringur
í mannskapnum,“ segir Páll
Þór.
„Vorfiðringur“
KIPPUR Í SÖLU VEIÐILEYFA
Rannsókn á göngu og
atferli hrygningarfiska í
Laxá í Aðaldal