Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Veera Musikapong (rauðklæddur fyrir miðju), einn af
helstu leiðtogum Rauðstakkanna í Bangkok, var færður í
varðhald í gær eftir að hann og fleiri leiðtogar gáfust upp.
Um 40 manns, aðallega stjórnarandstæðingar, hafa fallið
síðan herinn umkringdi viðskiptahverfið í liðinni viku.
Hermenn lögðu hverfið undir sig á miðvikudag en þús-
undir Rauðstakka höfðu girt hverfið af og haldið þar uppi
mótmælum gegn ríkisstjórninni í nokkrar vikur. Gefin var
skipun um útgöngubann í 23 héruðum til kl. 22 í gær-
kvöldi. Ró var að færast yfir Bangkok en þar urðu geysi-
miklar skemmdir í átökunum, kveikt var í 27 bönkum,
verslanamiðstöðvum og öðrum húsum eftir uppgjöfina.
Reuters
Leiðtogar Rauðstakka gáfust upp
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Langt er síðan jafn mikil spenna hef-
ur ríkt í samskiptum grannanna á
Kóreuskaganum, Suður-Kóreu og
Norður-Kóreu. Ástæðan er að birt
hefur verið niðurstaða rannsóknar
sérfræðinga frá nokkrum ríkjum, þ.
á m. Svíþjóð, á flaki korvettunnar
Cheonan. Skipið sökk í mars á um-
deildu hafsvæði á mörkum lögsögu
ríkjanna. Niðurstaða rannsóknar-
innar er að tundurskeyti frá norður-
kóreskum kafbáti hafi grandað skip-
inu en með því fórust 46 manns.
Sjálfir vísa N-Kóreumenn því ein-
dregið á bug að þeir hafi átt nokkurn
þátt í atvikinu. Meðal sönnunar-
gagnanna er brot úr tundurskeyti
sem talið er vera norður-kóreskt. S-
Kóreumenn álíta að um sé að ræða
grófustu ögrun í samskiptum
ríkjanna frá því að samið var
vopnahlé 1953 eftir þriggja
ára stríð.
Leggi Suður-Kó-
rea málið fyrir Samein-
uðu þjóðirnar á mánudag í von um að
öryggisráðið fordæmi í kjölfarið
Norður-Kóreumenn fyrir árásina er
ljóst að Kínverjar, grannar og helstu
bakhjarlar norðanmanna, lenda í
vanda. Þeir hafa neitunarvald í
ráðinu en spurningin er hvort þeir
beita því ef almennt verður viður-
kennt að sönnunargögnin séu traust.
Kínverjar samþykktu refsiaðgerðir í
ráðinu gegn N-Kóreu í fyrra vegna
kjarnorkutilrauna hinna síðarnefndu
en hafa tjáð sig af mikilli varkárni
um Cheonan-málið.
Grófasta ögrun
N-Kóreu í áratugi
Rannsókn sýnir að norður-kóreskt tundurskeyti grandaði
herskipi sunnanmanna á umdeildu hafsvæði í mars
Reuters
Skilaboð N-kóreskir flóttamenn í S-Kóreu og ættingjar fólks sem norðan-
menn hafa rænt senda upp loftbelg með diskum og áróðursbæklingum gegn
kommúnistastjórninni í von um að belgurinn berist yfir landamærin.
Breytingar á
loftslaginu munu
hafa hverfandi lít-
il áhrif á út-
breiðslu malaríu,
ráðstafanir til að
hefta útbreiðsl-
una eru tíu sinn-
um áhrifaríkari,
að sögn BBC sem
ræddi við vísinda-
manninn Peter
Gething í Oxford-háskóla. Hann
stýrði fjölþjóðlegri rannsókn sem
sagt er frá í tímaritinu Nature.
Gething segir að tal um að hlýn-
andi loftslag muni auka malaríuógn-
ina dragi athyglina frá því sem raun-
verulega þurfi að gera í baráttunni
við vágestinn. Al Gore, fyrrverandi
varaforseti Bandaríkjanna og einn
þekktasti talsmaður aðgerða gegn
hlýnandi loftslagi, segir meðal ann-
ars í heimildarmynd sinni að ein af-
leiðing hlýnunar verði stóraukin
tíðni malaríutilfella.
Veikin berst í menn með biti
moskítóflugunnar og veldur millj-
ónum dauðsfalla ár hvert. En tíðnin
lækkaði á síðustu öld þótt meðalhiti
á jörðinni hafi hækkað um 0,7 gráð-
ur og víða má segja að malaría sé
löngu hætt að vera sú ógn sem hún
var, m.a. á votlendissvæðum á Ítalíu
sem voru ræst fram til að svipta
moskítófluguna kjörlendi sínu.
Einnig hefur tekist að útrýma að
mestu malaríu víða í Afríku- og As-
íulöndum með því að auka notkun
flugnanetja og ýmis lyf fækka einnig
dauðsföllum. kjon@mbl.is
Hlýnun eykur ekki
útbreiðslu malaríu
Moskítofluga að
störfum.
Vilja aðlögun
» Deilurnar um loftslagsbreyt-
ingar eru harðar. Nú hafa 14
þekktir vísindamenn frá sex
ríkjum, þ. á m. virtir loftslags-
fræðingar, sent frá sér svo-
nefnda Hartwell-yfirlýsingu.
» Þeir telja útilokað að sam-
staða náist um ýtrustu aðgerð-
ir gegn losun koldíoxíðs. Finna
verði málamiðlun en hefja að-
lögun að loftslagsbreytingum,
hver sem orsök þeirra sé.
Tíðni lækkar þrátt fyrir hlýrra loftslag
Vígbúnaður á Kóreuskaga er um-
fangsmeiri en gengur og gerist
annars staðar í heiminum og ekki
bætir úr skák að norðanmenn ráða
yfir fáeinum frumstæðum
kjarnorkusprengjum. Oft
hefur komið til bar-
daga síð-
ustu
áratug-
ina en
ávallt tekist
að hindra stórstyrjöld. Bandaríkja-
menn hafa nær 30.000 manna lið í
Suður-Kóreu, lið sem talið hefur
verið tryggja að norðanmenn æði
ekki út í nein ævintýri. En þótt S-
Kórea sé mun auðugri og fjöl-
mennari en einræðisríkið N-Kórea
stendur hún illa að vígi vegna þess
að rétt fyrir norðan landamærin er
geysimikill liðsafli sem gæti lagt
Seoul, höfuðborg sunnanmanna, í
rúst á fáeinum dögum.
Lítill neisti gæti verið nóg
GRÁIR FYRIR JÁRNUM
Samhliða þingkosningum í Kaliforn-
íu í nóvember verður þjóðarat-
kvæðagreiðsla um tillögu þess efnis
að heimilt verði að nota kannabis-
efni. Ný könnun bendir til þess að
kjósendur skiptist í tvo nær jafn-
stóra hópa, 49% með og 48% á móti
tillögunni, hinir eru óákveðnir. Ein
röksemdin fyrir tillögunni er að með
því að færa viðskipti með kannabis-
efni upp á borðið fái ríkið geysimikl-
ar skatttekjur. Ekki er vanþörf á því,
Kalifornía riðar á barmi gjaldþrots.
„Allar kannanir sýna að kjósendur
vilja skipta á misheppnaðri stefnu og
annarri sem býður upp á heiðarlegri
og skynsamlegri lausn,“ var haft eft-
ir einum forsvarsmanna þeirra sem
vilja leyfa efnið, Dan Newman, í The
Los Angeles Times í gær. Andstæð-
ingur hans, John Lowell, sagði hins
vegar að samtök hans myndu nota
tímann til að fræða almenning um
gallana við að afnema bannið og þá
yrði tillagan felld.
Þegar er heimilt að nota og selja
takmarkað magn af kannabisefnum
til lækninga í Kaliforníu. kjon@mbl.is
Hassið upp á borðið?
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður í Kaliforníu í nóvember um
það hvort aflétt skuli banni við sölu á kannabisefnum
Gróðavænlegt
» Í tillögunni er ákvæði um að
Kaliforníuríki skuli hafa eftirlit
með sölunni eins og sölu
áfengis og tóbaks.
» Kannabis er nú sögð vera sú
planta sem gefur mestar
tekjur í sambandsríkinu.
Bloggarar á ysta hægrivæng í
Bandaríkjunum benda nú á nýja
hættu: Að Rima Fakih, 24 ára
stúlka sem nýlega var kjörin
ungfrú Bandaríkin, sé áreiðanlega
róttækur múslími. Hún beri sama
eftirnafn og nokkrir harðskeyttir
frammámenn í Hizbollah-
hreyfingunni líbönsku en Fakih er
ættuð frá Líbanon.
Fræðimenn sem þekkja til Hiz-
bollah segja einnig að ef hún léti sjá
sig í hverfum Hizbollah í Beirút í
flegna kjólnum, með demantaprýtt
armbandið eða í nettu bikiní-
sundfötunum sínum, yrði hún vafa-
laust hýdd. En bloggarinn Debbie
Schlussel lét ekki sannfærast; Fa-
kih væri bara að blekkja og vildi í
reynd heilagt stríð, jihad.
Hizbollah í
dulargervi?
Reuters
Varasöm Fegurðardísin Fakih á
verðlaunapallinum.