Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 Sveitastjórnarkosningar 29. maí skipað sér á bekk með vinsælli ferða- mannastöðum landsins og það sé ekki síst þessu átaki að þakka. Þessu starfi vilji yfirvöld halda áfram og yf- irfæra á önnur fyrirtæki, vinna t.d. með hefðbundnum iðnfyrirtækjum á sama hátt. Unnið sé að því í sam- vinnu við Strokk að byggja koltrefja- verksmiðju á svæðinu og mikilvægt sé að tryggja millilandaflug um Ak- ureyrarflugvöll með því að fá stjórn- völd með bænum í það að stækka flugstöðina og flugsvæðið á vellinum. Eftirsóknarvert samfélag Sigrún Björk Jakobsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, tekur í sama streng og segir að framkvæmdum við flugstöðina mætti hrinda af stað með litlum fyrirvara, en við þær geti skapast 60 til 80 ársverk. Hún bendir á að af 145 atriðum í málefnasamn- ingi Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar hafi 131 komið til fram- kvæmda. „Það sem við lögðum af stað með 2006 hefur náð fram að ganga,“ segir hún. Sigrún Björk bætir við að íbúum Akureyrar haldi áfram að fjölga, hafi fjölgað um 90 á árinu. Það sýni að samfélagið sé eftirsóknarvert og staðfesti að vel hafi verið unnið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við stjórnvölinn á Akureyri undan- farin 12 ár. Sigrún Björk segir að í ljósi árangursins á þessum tíma komi niðurstöður umræddrar skoðana- könnunar á óvart. Allir fjórflokkarn- ir tapi en málið snúist um það að velja fólk, sem kjósendur treysti, til þess að reka sveitarfélagið og halda verkinu áfram. Sjálfstæðismenn skili mjög góðu búi, hafi gert samfélagið að góðu og eftirsóknarverðu sam- félagi. Hins vegar láti fólk andrúms- loft augnabliksins og andúð á stjórn- málamönnum hafa áhrif á sig. Það sé slæmt því einhverjir verði að veljast til starfa og mikilvægt sé að velja vel. Erfiðir tímar séu framundan og taka þurfi erfiðar ákvarðanir. Því sé mik- ilvægt að hafa stjórnendur sem treysti sér til þess. 136 einstaklingar séu í framboði, allir vilji gera vel, en mikilvægt sé að horfa á heildar- myndina. Nýjar áherslur Guðmundur Baldvin Guðmunds- son, oddviti Framsóknarflokks, segir að aðaláherslan sé á atvinnumál og mikilvægt sé að allir snúi bökum saman. Flokkurinn vilji að ráðinn verði verkefnisstjóri í atvinnumálum, þau færð frá Akureyrarstofu og sett undir nýja atvinnumálanefnd. Til að standa vörð um velferðina þurfi að byggja upp atvinnulífið. Sigurður Guðmundsson, oddviti Bæjarlistans, segir að algjört for- gangsverkefni sé að koma atvinnulíf- inu af stað á ný. Ýta þurfi á opinberar framkvæmdir sem séu á teikniborð- inu, endurreisa iðnaðinn og auka stórlega frumkvöðlastarf og nýsköp- un með beinni þátttöku bæjarins. Nánast ekkert hafi gerst frá byrjun kreppu, en Akureyri hafi allt til að komast fyrst út úr þessum hremm- ingum. Til að svo megi fara þurfi að skipta um áherslur. „Það er gjá milli bæjarstjórnar og fólksins.“ www.mats.is Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta (Tölur í milljónum króna) Ársreikningur Ársreikningur 2009 2008 Í milljónum króna 1.165,3 -5.065 Rekstrarniðurstaða A hluta 165,915 -2.156 Skuldir og skuldbindingar samtals 14.553,5 13.990 Eigið fé (A-hluti) 9.089,5 4.502 Íbúafjöldi (Skv. Hagstofunni) 2009 2008 17.563 17.522 Erlend lán (hlutf. af heildarl.) A-hluti A og B-hluti 37% 62% Skuldir á hvern íbúa (milljónir króna) 2009 2008 0,828 0,798 Að meðaltali skuldaði því fjögurra manna fjölskylda árið 2009: 3,3milljónirAKUREYRI Atvinna í brennidepli  Umskipti á Akureyri og milljarður í hagnað 2009  Gjá milli bæjarstjórnar og fólksins að mati odd- vita Bæjarlistans  Oddviti Sjálfstæðisflokks varar við andúð og andrúmslofti augnabliksins FRÉTTASKÝRING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hermann Jón Tómasson, bæjar- stjóri á Akureyri og oddviti Samfylk- ingarinnar, segir að eins og annars staðar skipti mestu máli að efla at- vinnulífið. Vel hafi verið haldið á spil- um á líðandi kjörtímabili en bæjar- stjórn líði fyrir stöðuna í lands- málunum. Hermann segir að störf bæjar- stjórnar hafi gengið hnökralaust fyr- ir sig og til dæmis hafi fjármála- stjórnin gengið vonum framar eins og fram hafi komið í ársreikningi fyr- ir árið 2009. „Fjárhagsstaðan er mun betri en við þorðum að vona,“ segir hann og vísar til þess að samkvæmt fjárhagsáætlun hafi verið gert ráð fyrir rúmum milljarði króna í halla í fyrra en raunin hafi verið rúmur milljarður í hagnað. Samkvæmt nýlegum skoðana- könnunum er meirihluti Samfylking- ar og Sjálfstæðisflokks fallinn. Her- mann segist halda að í könnununum blandist saman afstaða fólks til landsmála og þeirra erfiðleika sem þjóðin hafi gengið í gegnum að und- anförnu og svo skoðun á bæjarmál- unum. Þótt einhverjir séu alltaf ósammála því sem gert er sé heilt yf- ir þokkaleg sátt í bænum um störf bæjarstjórnar. Hermann segir að í eðli sínu sé Samfylkingin jafnaðarmanna- og velferðarflokkur og ekki sé hægt að halda uppi öflugu velferðarkerfi án nægrar atvinnu auk þess sem hún sé að vissu leyti líka velferðarmál. Hann áréttar að ekki hafi allt farið á verri veg í atvinnumálum á líðandi kjör- tímabili og nefnir í því sambandi að á Krossanesi rísi um 100 manna vinnu- staður, svokölluð aflþynnuverk- smiðja eða álþynnuverksmiðja. Þetta hafi tekist vegna góðrar samvinnu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Akureyrarbæjar. Bæjaryfirvöld hafi lagt áherslu á að efla markaðs- og kynningarmál og unnið að því með ferðaþjónustunni. Akureyri hafi L-listinn, listi fólksins, fær þrjá menn kjörna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Geir Kristinn Að- alsteinsson, oddviti flokksins, seg- ir að ekkert sé í húsi enn, en nið- urstöður könnunarinnar bendi til þess að flokkurinn höfði til bæjar- búa auk þess sem hann njóti góðs af almennri afstöðu á landsvísu til fjórflokksins. Geir segir að atvinnumálin vegi þyngst í bænum og L-listinn sé með skýra stefnu í þeim málum. Mikilvægt sé að bæjarstjórn geri betur í því að verja hagsmuni íbúa og fyrirtækja en láti flokksholl- ustuna ekki þvælast fyrir eins og raunin hafi verið. Flokkurinn sé ekki með bæjarstjóraefni heldur vilji standa faglega að ráðningu bæjarstjóra, sem síðan berjist fyrir hagsmunum bæjarbúa. Góð sam- vinna hafi verið í bæjarstjórn á liðnum árum og allir geti unnið með öllum, samanber vinnu við gerð síðustu fjárhagsáætlunar. Vill breytingar Andrea Hjálmsdóttir, oddviti VG, segir að atvinnumálin brenni helst á fólki. Atvinnuleysið sé meira en nokkru sinni fyrr og leita þurfi leiða til þess að fjölga störfum. Nýverið hafi verið gerður samn- ingur við ríkið um hjúkrunarheimili og vonandi verði ráðist í stækkun flugstöðvarinnar. Talsmenn VG hafi talað fyrir mikilvægi þess að efla samráðsvettvang atvinnulífs- ins og bæjaryfirvalda því fólk verði að koma sér út úr þrengingunum í sameiningu. Í heimsóknum til fyrirtækja hafi fulltrúar VG fengið að heyra kvartanir stjórn- enda vegna áhugaleysis bæjaryf- irvalda á atvinnulífinu en það sé kjörinn vettvangur fyrir yfirvöld að efla þennan samráðsvettvang og nýta háskólann í því starfi. Mikill mannauður sé í bænum og hann þurfi að virkja. Akureyrarstofa sinnir atvinnumál- unum. Andrea segir að hana þurfi að efla. Hún hafi verið stofnuð eft- ir kosningarnar 2006 og þá hafi atvinnuleysið verið um 0,8% en nú sé það um 8,0%, um 850 manns séu atvinnulausir. Andrea segir mikilvægt að standa vörð um velferð bæjarbúa og það sé takmark VG. Byggja verði á stoðum skólanna og félagsþjón- ustunnar. Bærinn sitji uppi með menningarhús sem hafi farið langt fram úr fjárhagsáætlun og rekst- urinn eigi eftir að kosta bæinn rúmlega 300 milljónir króna á ári. „Það hefur verið eytt mikið um efni fram,“ segir hún. „Ég held að í stjórn bæjarins á næsta kjör- tímabili verði ungt og kjarkmikið fólk sem þorir að taka erfiðar ákvarðanir og breyta.“ Samvinna mikilvæg og flokks- hollusta má ekki þvælast fyrir LISTI FÓLKSINS ÖFLUGASTUR Í SKOÐANAKÖNNUN Andrea Hjálmsdóttir Sigurður Guðmundsson Sigrún Björk Jakobsdóttir Hermann Jón Tómasson Geir Kristinn Aðalsteinsson Guðmundur Baldvin Guð- mundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.