Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 ✝ Kristófer DarriÓlafsson fædd- ist í Reykjavík 11. september 2006. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 17. maí 2010 af slysförum. Foreldrar hans eru Ólafur Haukur Há- konarson, f. 26. júní 1980, og María Magdalena Stein- arsdóttir, f. 8. mars 1979. Systir Krist- ófers er Emilía Þóra Ólafsdóttir, f. 14. apríl 2009. Foreldrar Maríu eru Stein- ar Þór Guðjónsson, f. 20. maí 1955, og Maria Jolanta Polanska, f. 4. apríl 1959. Systir Mariu er Sandra María Steinarsdóttir Pol- anska, f. 24. febrúar 1985. For- eldrar Ólafs Hauks eru Þóra Sveinsdóttir, f. 20. apríl 1952, d. 2. júlí 1991, og Hákon Há- konarson, f. 24. nóvember 1952, kvæntur Kristínu Kristjáns- dóttur, f. 6. júlí 1967. Systkini Ólafs Hauks eru 1) Guðrún Erla Hákonardóttir, f. 21. mars 1970, gift Einari Sólberg Helgasyni, f. 2. mars 1969. 2) Helga Há- konardóttir, f. 22. september 1972. 3) Gunnar Há- konarson, f. 20. nóvember 1973, kvæntur Herdísi Hersteinsdóttur, f. 10. apríl 1971. 4) Hákon Há- konarson, f. 3. júlí 1978, kvæntur Önnu Ósk Sigurð- ardóttur, f. 13. des- ember 1981. 5) Hulda Hákonardóttir, f. 5. janúar 1980, gift Friðgeiri Kemp, f. 28. mars 1978. 6) Arnar Snær Há- konarson, f. 26. desember 1989. 7) Hekla Hákonardóttir, f. 20. desember 1994, d. 25. september 1996, og 8) Hera Huld Há- konardóttir, f. 19. september 1997. Kristófer Darri ólst upp í Graf- arvogi í Reykjavík og var á leik- skólanum Lyngheimar. Útför Kristófers Darra fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 21. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku fallegi drengurinn okkar, Kristófer Darri. Engin orð fá því lýst hversu mikið við söknum þín. Þú ert ljósið í lífi okkar, fallegu minningarn- ar sem við eigum saman munu lifa í hjörtum okkar að eilífu. Þú varst yndislegur sonur og bróðir, svo blíð- ur og góður við alla í kringum þig. Passaðir svo vel litlu systur þína frá fyrsta degi eins og okkur öll í fjöl- skyldunni, alltaf að biðja okkur að fara varlega og setja á okkur bílbelti. Þú varst svo mikill gleðigjafi og hafð- ir svo þægilega og góða nærveru. Elsku Kristófer Darri, takk fyrir allar yndislegu samverustundirnar sem þú gafst okkur. Megi Guð og englarnir passa þig þangað til við hittumst á ný. Nú söknuðurinn mikill er því þú ert ei lengur hér. Og alltaf okkar hugur dvelur hjá þér. En ég veit að einn dag við hittumst á ný. Og að móttaka þín verður hlý. (Ásta Aðalsteinsdóttir) Kveðja, Mamma, pabbi og Emilía Þóra. Elsku Kristófer Það eru svo margar góðar minn- ingar sem við eigum með þér. Síðast- liðin þrjú ár og átta mánuði hefur þú fyllt lífið okkar af svo mikilli gleði og við sáum ekki sólina fyrir þér, elsku stóri strákurinn okkar ömmu og afa. Þú varst svo einstaklega skemmti- legt barn, elsku engillinn okkar. Elsku sólargeislinn okkar, við áttum svo margar góðar stundir saman, okkur finnst svo sárt að þurfa að kveðja þig svo snemma. Við munum aldrei gleyma þeim stundum sem við áttum saman og þú lifir í hjarta okkar á meðan við lifum. Við trúum ekki að þú sért farin frá okkur, við bara trúum því ekki að þú hafir farið svo snemma, við finnum fyrir svo mikilli reiði, sársauka og söknuði. Elsku litli engillinn okkar, það eru ekki til nein orð sem geta lýst því hversu mikið við söknum þín og hversu mikið við elskum þig. Þú verður alltaf stóri strákurinn okkar ömmu og afa. Guð geymi þig, Krist- ófer okkar. Jolanta amma og Steinar afi. Að skrifa minningargrein um þriggja ára sólargeisla er óbærilegt og nokkuð sem enginn ætti að þurfa að gera. Hvernig er enda hægt að setja á blað tilfinningar og hugsanir þegar sorgin er svo sár að hjörtun gráta óhuggandi og viðstöðulaust? Að lifa börn sín er þungbærasta sorgin sem á foreldra er lögð. Engin huggunarorð fá sefað sársaukann þegar barn er hrifsað burt úr lífi sínu á örskotsstundu í svo hræðilegu slysi að engan gat órað fyrir að gæti mögulega gerst. Við horfum sorgar- augum fram á veginn og spyrjum spurninga sem enginn fær svarað. Enginn er viðbúinn því að missa barn sitt í svo sviplegu slysi og víst að slysin gera ekki boð á undan sér. Það hræðilegasta af öllu hefur gerst og lífið verður aldrei samt á ný. Okkur langar ekki að skrifa niður minningar um Kristófer; okkur lang- ar bara að lifa þær með honum. Það var svo margt sem við ætluðum að gera saman. Kristófer var búinn að velja sinn hest í hesthúsinu; Riddari, það var sko vinur hans og átti sann- arlega að vera hesturinn hans Krist- ófers í bjartri framtíð. Erfiðustu sporin stíga harmi slegnir foreldrar Kristófers litla. Kærleikur og stuðningur fylgir þeim í hvívetna nú, ómetanlegar vina- hendur sem líkna eins og hægt er og hjálpa þeim að halda áfram. Elsku, yndislegi Kristófer, sem alltaf var svo sjálfstæður og rólegur, en með ákveðnar skoðanir á lífinu. Hann vildi gera allt sjálfur; reima skóna sína og klæða sig. Heilbrigður, fallegur og ljúfur drengur. Fjölskyldan hefur ekki farið var- hluta af sorginni áður og hefði haldið að nóg væri komið af sársauka henn- ar í þessari jarðvist en svo hefur ekki orðið raunin. Aftur stöndum við van- máttug og lömuð gagnvart þunga hennar, en nú svo óvænt og umfram allt tilgangslaust. Hjartans, elsku Óli og María. Kærleikur og stuðningur ástvina munu smám saman hjálpa ykkur að sjá tilgang með lífinu á ný og gefa okkur öllum styrk til að halda áfram. Á svipstundu hefur lífið breyst, sem og allar okkar væntingar. Óttinn við að lifa áfram án elsku, litla Krist- ófers er ólýsanlegur; hvernig á það að vera hægt og hvernig eigum við að fara að því? Sorgin verður alltaf til staðar, en góðar minningar verða okkur veganesti og við höldum áfram vegna þess að minning hans lifir í huga okkar. Það getur enginn tekið frá okkur. Við tökum einn dag í einu. Með stuðningi ættingja og vina tekst þessi ferð. Minning um yndislegan ljúfling og einstaklega vel gerðan dreng fylgir okkur um alla eilífð. Elsku hjartans börnin okkar, Óli og Mæja; hugur okkar dvelur hjá ykkur og harmur okkar allra svo mikill. Elsku Kristófer, anginn litli. Við trúum því að amma Þóra og Hekla föðursystir þín hafi tekið þér opnum örmum í fallegu himnaríki. Þú munt lifa áfram og alltaf í hjörtum okkar. Guð gefi mömmu þinni og pabba styrk og æðruleysi til að halda áfram. Afi og Kristín. Það var fallegur og sólríkur dagur síðastliðinn laugardag þegar reiðar- slagið dundi yfir. Það var eins og dimmdi yfir og dregið væri fyrir sólu þegar Steinar sonur okkar færði okkur fréttirnar af því að elsku Darri litli lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi efitr skelfilegt slys. Það er óskiljanlegt að lítill fal- legur og ljúfur drengur fullur af lífs- gleði og þrótti skuli vera tekinn frá okkur með svo sviplegum hætti og raun ber vitni. Elsku litli langömmu- og langafa-drengurinn okkar, hann Kristófer Darri, var fyrsta barna- barnabarnið okkar, hann fæddist á fallegum haustdegi fyrir tæpum fjór- um árum. Ekki grunaði okkur þá að við ættum eftir að fá að hafa hann hjá okkur í svona ótrúlega stuttan tíma. En á stuttri ævi sinni veitti hann öll- um í kringum sig mikla gleði og við erum svo lánsöm að vera rík af fal- legum minningum um elsku Darra okkar sem við munum ætíð geyma í hjarta okkar. Guð geymi elsku litla drenginn okkar. Ég er hjá þér, ó Guð, sem barn hjá blíðri móður, sem lítill fugl, á mjúkri mosasæng. Ég er hjá þér, ó Guð. Já, þú ert hér, ó Guð og nóttin nálgast óðum ef þú ert hér, þá sef ég sætt og rótt. (Þýð. Kristján Valur Ingólfsson) Megi algóður Guð styrkja elsku Maríu, Óla, Emelíu Þóru, Steinar, Jólöntu, Söndru og Kjartan og alla þá sem eiga um sárt að binda á þess- um erfiðu tímum. Árna Steinunn og Guðjón, langamma og langafi í Skerjafirði. Elsku litli frændi okkar, það er óraunverulegt og ósanngjarnt að þurfa að kveðja þig. Þú varst tekinn svo skyndilega og alltof snemma. Allar þær fallegu minningar sem við eigum um þær stundir sem við feng- um að njóta með þér eru okkur dýr- mætar. Þú varst svo mikill töffari með fallegu stóru bláu augun þín og ljósa hárið. Minningin um brosmild- an góðan dreng sem bræddi hjörtu okkar. Þér munum við aldrei gleyma. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér, þín verður sárt saknað. Elsku Óli og María, megi guð vera með ykkur og styrkja í sorginni. Hulda, Friðgeir og Rósa Kristín. Það er erfitt að trúa því að Krist- ófer Darri, litli frændi minn, sé dá- inn. Lífið lék við þennan litla fjöruga sólargeisla þangað til síðastliðinn laugardag þegar hann á örskots- stundu lenti í hræðilegu slysi á leik- velli í nágrenni við heimili sitt. Hann komst aldrei til meðvitundar og lést tveimur dögum síðar. Darri litli eins og hann var kallaður af okkur í fjöl- skyldunni bjó við mikið ástríki for- eldra sinna og fjölskyldu og fékk gott uppeldi sem endurspeglaðist vel í framkomu hans. Okkur hjónum er það sérstaklega minnisstætt hversu hlýr og nærgætinn hann var við litlu systur sína, Emelíu Þóru, sem er rétt rúmlega eins árs. Þess mátti t.d. sjá glöggt merki í jólaboði hjá okkur þegar hann vildi fullvissa sig um hvar hún ætti að leggja sig og hvort hún hefði nú ekki örugglega fengið pelann sinn. Slík var umhyggja Darra fyrir litlu systur. Það verður tómlegt fyrir Emelíu litlu að fá ekki Darra sinn aftur heim til að leika við. En það er huggun harmi gegn að Darri verður alltaf með foreldrum sínum og fjölskyldu í huga og hjarta og minningin mun lifa um fallegan góðan dreng sem fékk að lifa alltof, alltof stutt. Elsku María, Óli og Emilía Þóra, við biðjum góðan Guð og engla að vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Ragnhildur (Raggý) og Ágúst. Það er sárara en hægt er að koma í orð að þurfa að kveðja dásamlega litla vin okkar og frænda Kristófer Darra Ólafsson. Við eigum öll erfitt með að skilja af hverju þriggja ára snáði sem rétt var að hefja sína lífs- göngu skuli kallaður yfir móðuna miklu svona langt fyrir aldur fram. Á laugardaginn var fjölmennt í hverfislaugina; Karó, Sæunn Ása, Guðmundur Oliver, Mæja „frænka“ Kristófer Darri og Emilía Þóra, við áttum þar saman frábæra stund sem átti bara að vera forsmekkurinn að sumrinu. Ekki grunaði okkur að þetta yrði fyrsta og jafnframt síðasta sundferðin okkar saman þetta sum- arið, við erum afar þakklát fyrir að hafa getað eytt með þér þessum fal- lega vordegi. Þú kannski skoðar sundlaugar fyrir okkur á þeim stað sem Guð hefur kallað þig til og við förum saman í þær síðar. Þrátt fyrir að hafa aðeins fengið að njóta þín, elsku Kristó, í tæp fjögur ár stendur eftir fullt af minningum, minningum um lífsglaðan og fjörug- an dreng sem var stolt foreldra sinna ásamt henni Emilíu Þóru og ekki síð- ur hvers manns hugljúfi munu lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku María, Óli og fjölskyldur, sársauki ykkar hlýtur að vera óbæri- legur en það er huggun að vita af honum Kristófer ykkar í mjúkum faðmi Guðs sem mun ásamt henni ömmu Þóru vaka yfir honum og leið- beina um ókomna tíð. Hjúfrið ykkur upp að henni Emilíu Þóru ykkar, faðmið hana og rifjið upp saman fallegar minningar um drenginn ykkar dásamlega og fal- lega Kristófer Darra sem nú er horf- inn á braut. Við þurfum öll að standa saman á þessum erfiðu tímum, okkar dyr og okkar faðmur verða ykkur alltaf op- in, gleymið því aldrei. Ágúst, Karólína, Sæunn Ása og Guðmundur Oliver. Ekkert er sárara en að sjá eftir kornungu barni í opinn dauðann. Slíkur missir er foreldrum skelfilegri reynsla en nokkur orð fá lýst. Frammi fyrir þessum voðaatburðum stöndum við öll orðlaus, varnarlaus og agndofa. Það er fallegur laugardagseftir- miðdagur og sólin skín. Lítill labba- kútur á fjórða árinu finnur að það er vor í lofti og ákveður upp á sitt eins- dæmi að fara í könnunarleiðangur, steinsnar frá heimili sínu í örfáar mínútur. En veröldin er viðsjárverð, þrátt fyrir vorið, og litli landkönn- uðurinn á ekki afturkvæmt. Eins og hendi sé veifað og áður en nokkur veit er þessi litli sólargeisli ekki leng- ur á meðal okkar. Eftir situr minn- ingin um fallegan og hugljúfan dreng sem kom til að gleðja alla þá sem honum kynntust, – með brosi sínu og lífsgleði. Elsku María, Óli og Emilía Þóra, Jolanta, Steinar, Sandra, Kjartan og aðrir ættingjar og vinir. Guð geymi ykkur öll og hughreysti. Marta og Kjartan Gunnar. Kristófer Darri Ólafsson HINSTA KVEÐJA Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. (Þýð. Kristján frá Djúpalæk) Elsku Kristófer Darri þín verður sárt saknað, Þín frændsystkini, Þóra, Guðrún Eva, Helgi Björn, Benedikt Einar, Bjarg- hildur Vaka, Hróðmar Vífill, Sólberg Vikar, Katrín Anna, Hrefna María, Hersteinn Skúli, Egill Kári, Hildur Inga og Rósa Kristín. Nú vaka englarnir yfir þér og beina þér á nýja braut. Þú hef- ur þig til flugs, skimar yfir dali og fjöll með vindinn í gylltu lokkunum. Þú ert á góðum stað og brosir því þú finnur innri styrk og þér líður vel. Guð blessi þig og fjölskyldu þína, elsku Kristófer, þú verður ávallt í hjörtum okkar. Elísabet Ásgeirsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Efstasundi 92, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi á uppstigningar- dag, fimmtudaginn 13. maí. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 21. maí kl. 13.00. Guðmundur Páll Ásgeirsson, Anna Sjöfn Sigurðardóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Magnús Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, HELGA VILMUNDARDÓTTIR, Álfhólsvegi 25, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 19. maí. Útför verður auglýst síðar. Gunnhildur J. Gunnarsdóttir, Hlífar V. Helgason, Lísa María Hjartardóttir, Sindri Snær Snorrason, Gunnhildur V. Friðriksdóttir, Vilmundur Þorsteinsson, Þorsteinn J. Vilmundarson, Oddur F. Vilmundarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.