Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Stuðningi fjármálakerfisins við ís-
lenskt atvinnulíf er verulega ábóta-
vant, ef marka má nýja könnun
IMD-viðskiptaháskólans í Sviss á
samkeppnishæfni landa. Könnun
IMD er að tveimur þriðju hlutum
byggð á hagtölum og -gögnum, en að
þriðjungi á svörum atvinnulífsins. Sá
þáttur er snýr að stuðningi, gagnsæi
og áhættu fjármálakerfisins er alfar-
ið byggður á svörum atvinnulífsins,
samkvæmt upplýsingum frá Við-
skiptaráði.
Af þeim 58 löndum sem könnunin
tekur til situr Ísland í botnsætinu
þegar kemur að styrk og gagnsæi
fjármálakerfisins. Gagnsæi fjár-
málastofnana þykir minnst á Íslandi
af öllum löndum, og áhætta kerfisins
er mikil. Jafnframt er skuldabyrði
fyrirtækja allt of mikil til að þau geti
tekið þátt í samkeppnismarkaði af
fullum krafti. Aðhald og áhrif reglu-
verks á Íslandi eru jafnframt ekki
nægileg að mati fulltrúa atvinnulífs-
ins sem svöruðu könnuninni. 48 fyr-
irtæki úr öllum geirum svöruðu
könnunni, en Viðskiptaráð er sam-
starfsaðili IMD hér á landi.
Seðlabanki Íslands fær jafnframt
ekki háa einkunn í könnun IMD, en
peningastefnan er að mati þeirra er
unnu könnunina síst til þess fallin að
styðja við atvinnulíf á Íslands. Fjár-
magnskostnaður íslenskra fyrir-
tækja er talinn til helstu veikleika ís-
lenska hagkerfisins, sem og aðgengi
þeirra að fjármagnsmörkuðum er-
lendis.
Góð vinnumarkaðslöggjöf
IMD telur sveigjanleika íslensks
vinnumarkaðar til helstu styrkleika
Íslands. Jafnframt eru vel fjármagn-
aðir lífeyrissjóðir taldir Íslandi til
tekna. Samfélagslegir innviðir á sviði
mennta- og heilbrigðisþjónustu
þykja með þeim öflugustu. Umhverf-
ismál þykja í besta standi hérlendis,
sérstaklega með tilliti til mengunar.
Stuðningur fjár-
málakerfis ónægur
Samkeppnishæfni Íslands minnkar talsvert frá 2007
Morgunblaðið/Kristinn
Atvinnulíf Peningastefna Seðlabanka Íslands þykir ekki til þess fallin að
styðja við íslensk fyrirtæki, samkvæmt könnun IMD.
Í hnotskurn
» Ísland situr í 30. sæti yfir
þau 58 lönd sem skoðuð voru í
könnun IMD, en hafnaði í 7.
sæti árið 2007.
» Traust atvinnulífsins til fjár-
málakerfisins er með því
minnsta sem gerist hjá löndum
sem skoðuð voru í könnun
IMD. Gagnsæi íslenskra banka
er ábótavant að sama skapi.
„Við munum
ekki endurreisa
vogaðar fyrir-
tækjasamsteypur
sem lögðu undir
sig heilu mark-
aðina á Íslandi,“
sagði Gylfi
Magnússon við-
skiptaráðherra í
opnunarávarpi
sínu á morgun-
verðarfundi
Samkeppniseftirlitsins í gær. Fund-
urinn var haldinn undir yfirskrift-
inni „Yfirtaka banka á atvinnufyr-
irtækjum“. Fjölmenni sat fundinn.
Gylfi sagði að við bönkunum blasti
tröllvaxið verkefni í endur-
skipulagningu íslenskra fyrirtækja,
en ábyrgð á því verkefni lægi fyrst
og fremst hjá þeim. Gylfi sagði að
endurskipulagningu yfirskuld-
settra fyrirtækja mætti líkja við að
gera við bifreið á ferð. Ekki væri
hægt að stöðva starfsemi fyrirtækj-
anna til að komast að því hvert
vandamálið væri.
Ráðherrann nefndi að bankarnir
fengju ekki lausan tauminn í störf-
um sínum á næstu misserum, en ef
þeir treystu sér ekki til að taka um-
deildar ákvarðanir og sætu þess í
stað með hendur í skauti, gæti
skaðinn vegna þess verið meiri en
að taka ranga ákvörðun.
thg@mbl.is
Skulda-
samsteyp-
ur ei meir
Endurskipu-
lagning vandasöm
Gylfi Magnússon
á fundinum í
gær.
Ítalski seðlabankinn hefur afnumið
tímabundið reglur sem kveða á um að
bankar landsins færi eign sína í rík-
isskuldabréfum til bókar á markaðs-
virði. Er þetta gert til þess að koma í
veg fyrir að eiginfjárgrunnur þeirra
veikist enn frekar, þar sem bankarnir
þurfa ekki að færa stöður sínar í rík-
isskuldabréfum til bókar á raunvirði.
Sem kunnugt er hefur verð ríkis-
skuldabréfa skuldugustu evruríkj-
anna fallið mikið í verði, og þar af leið-
andi hefur ávöxtunarkrafa þeirra
hækkað, á undanförnum mánuðum,
vegna ótta fjárfesta um ósjálfbæra
skuldastöðu útgefendanna og mögu-
leikann á greiðslufalli. Fram kemur í
frétt Bloomberg-fréttaveitunnar að
áður hafi þýsk og frönsk stjórnvöld
gripið til sambærilegra aðgerða.
Stofnun gríðarstórs björgunar-
pakka Evrópusambandsins og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, sem verður
til reiðu handa verst stöddu evruríkj-
unum, og bann þýskra stjórnvalda við
nakinni skortsölu í vikunni verður
ekki skilið til fulls nema með hliðsjón
af áhrifum þróunarinnar á ríkis-
skuldabréfamarkaðnum á eiginfjár-
grunn helstu banka Evrópu.
Í umfjöllun breska blaðsins The
Daily Telegraph kemur fram að þýsk-
ir bankar hafa veikasta eiginfjár-
grunn allra banka heims um þessar
mundir, að þeim japönsku undan-
skildum. Þeir hafa ekki gengið hratt
til verks við að styrkja eiginfjárgrunn
sinn eftir hrunið á fjármálagerning-
um tengdum bandarískum fasteigna-
lánum og nú þurfa þeir að öllum lík-
indum að taka á sig frekari skell
vegna stórtækrar stöðutöku í ríkis-
skuldabréfum á evrusvæðinu.
Reyndar einskorðast þetta ekki við
þýska banka. Evrópskir bankar hafa í
miklum mæli nýtt sér nánast óheft
aðgengi lausafjár hjá Evrópska seðla-
bankanum til þess að kaupa ríkis-
skuldabréf þeirra evruríkja sem eru
skuldugust í því sem virtist vera
áhættulaus viðskipti. Hinsvegar hef-
ur hættan að baki rækilega minnt á
sig að undanförnu. ornarnar@mbl.is
Seðlabanki hjálpar ítölskum bönkum
Þurfa ekki að færa ríkisskuldabréf til
bókar á markaðsvirði vegna ástandsins
Reuters
Fjárfestir Spáir í spilin.
Ennfremur kemur fram í skýrsl-
unni að stjórnvöld hafi einnig það
markmið að „feikileg skuldsetning
ríkissjóðs“ (e. huge indebtedness of
the state treasury) komi ekki í veg
fyrir að Ísland taki upp evru á til-
skildum tíma.
Þarf að greiða 600 milljarða
niður til að uppfylla skilyrði
Sem kunnugt er kveða Maast-
richt-skilyrðin á um að heildar-
skuldir hins opinbera megi ekki
fara yfir 60% af landsframleiðslu.
Samkvæmt Hagstofu Íslands voru
krónuna á meðan aðlögunarferlið
stendur yfir.
Samkvæmt framkvæmdastjórn-
inni vilja stjórnvöld með þessu
freista þess að komast sem fyrst inn
í ERM II-gjaldeyrissamstarf ESB,
en það er heitið yfir hið formlega
aðlögunarferli sem á sér stað áður
en aðildarríki ESB fær heimild til
þess að taka upp evru. Aðlögunar-
ferlið snýst um að koma á stöð-
ugleika gengishreyfinga viðkom-
andi gjaldmiðils gagnvart evru og
undirbúning hagkerfisins til þess að
uppfylla Maastricht-skilyrðin.
Örn Arnarson
ornarnar@mb.is
Í skýrslu, sem framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins hefur unnið
um aðildarumsókn Íslands fyrir
Evrópuþingið, kemur fram að rík-
isstjórn Íslands leggi höfuðáherslu
á að gjaldeyrismálin verði í for-
grunni í aðildarviðræðunum. Í
skýrslunni segir að ríkisstjórnin
leitist eftir því að ná sérstöku sam-
komulagi við ESB og Evrópska
seðlabankann við upphaf samninga-
viðræðna um stuðning við íslensku
heildarskuldir íslenska ríkisins ríf-
lega 100% af landsframleiðslu við
lok febrúar. Þetta þýðir með öðrum
orðum að íslenska ríkið þyrfti að
greiða niður skuldir um 600 millj-
arða króna á næstu árum ásamt því
að koma á stöðugleika krónunnar
samhliða afnámi gjaldeyrishafta og
ná verðbólgumarkmiðum til þess að
geta verið gjaldgengt inn á evru-
svæðið.
Gengislækkun í kjölfar
afnáms gjaldeyrishafta
Framkvæmdastjórnin telur að
stjórnvöld hafi stigið rétt skref í
efnahagsmálum í kjölfar banka-
hrunsins og segir gjaldeyrishöftin
nauðsynleg um tíma til þess að
koma á stöðugleika á gjaldeyris-
markaði með krónuna. Fram-
kvæmdastjórnin vitnar í greiningu
Economist Intelligence Unit á stöðu
mála hér á landi en þar kemur með-
al annars fram sú skoðun að gengi
krónunnar muni lækka á næsta ári
samhliða því að létt verður á gjald-
eyrishöftum. Skýrsluhöfundar vilja
ekki leggja mat á hversu skörp sú
gengislækkun verður.
Höfuðáherslan á upptöku evru
Framkvæmdastjórn ESB segir ríkissjóð Íslands „feikilega“ skuldsettan í skýrslu um aðildarumsókn
● Guðrún Johnsen, varaformaður
stjórnar Arion banka, sagði á aðalfundi
hans í gær að stjórn bankans legði
mikla áherslu á að styrkja innra eftirlit
bankans og auka samstarf við eftirlits-
stofnanir. Þá hefur verið ákveðið að
starfsmenn bankans taki þátt í fræðslu-
fundaröð í samstarfi við Siðfræðistofn-
un Háskóla Íslands. Einnig hefur starfs-
hópur um siðferði verið skipaður í
bankanum.
Fjölgað var um einn í stjórn bankans
á aðalfundinum. Nýr stjórnarmaður er
Colin C. Smith frá Bretlandi. Smith
hefur m.a. starfað hjá Midland Bank
sem forstjóri alþjóðlegrar áhættustýr-
ingar og lánasviðs. Hefur hann einnig
gegnt stjórnunarstörfum hjá European
American Bank og US Multinational
Corporate Group í Austur-Asíu.
Áhersla á að styrkja
innra eftirlit Arion
● Slitastjórn
Glitnis hefur
samþykkt 137
kröfur í þrotabú
Glitnis eins og
þeim var lýst, af
4.294 kröfum
sem tekin hefur
verið afstaða til,
og hafnað 304
alfarið. Þá sam-
þykkti slit-
astjórn 1.695 kröfur með breytingum,
þ.e. almennar kröfur og rétthærri, og
2.158 kröfur vegna víkjandi skulda-
bréfa.
Alls voru gerðar 8.649 kröfur í búið
að fjárhæð 3.430 milljarðar króna.
Haldnir hafa verið tveir fundir með
kröfuhöfum þar sem kynnt var afstaða
til krafna.
Hafna 304 kröfum
● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði
um 0,14 prósent í viðskiptum gærdags-
ins. Verðtryggði hluti vísitölunnar
hækkaði um 0,09 prósent og sá óverð-
tryggði um 0,26 prósent. Velta á
skuldabréfamarkaði nam 11,55 millj-
örðum króna og lokagildi vísitölunnar
var 186,08 stig.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækk-
aði um 1,22 prósent. Bréf Marels hækk-
uðu um 2,39 prósent og BankNordik
lækkuðu um 3,8 prósent.
Hækkanir á mörkuðum
Stuttar fréttir…
! "
"
# "
$ % & ' '
$
()$( $ *!
+,-./0
+/0.1/
+,,./+
,+.2-3
,1.133
+0.2/4
++,./+
+.2,3-
+-1.4-
+4-.-5
+31.+5
+/0.43
+,3.+5
,+.440
,1.1-,
+0.433
++3.+3
+.2,/+
+-+.+0
+01.2,
,+0.3140
+31.2/
+/0.-/
+,3.43
,+.0+-
,1.+4+
+0.4/+
++3.24
+.23,3
+-+.53
+01./5