Blómið - 01.12.1928, Blaðsíða 8

Blómið - 01.12.1928, Blaðsíða 8
6 BLOMIÐ Bjössi minn," sagði Einar, „mamma min hefir svo oft beðið mig að reykja aldrei tóbak, eða drekka áfengi. Hún segir, að það sje hættulegt heiisunni, að slikar nautn ir eitri líkamann og sljóvgi sálina. Hún mamma hefir lilra sýnt mjer fram á, hvað það er heim3kulegt, að eyða peningum sínum fyrir tóbak og áfengi, hvað það er mikill óvitaskapur að kaupa sjer og sínum andlega, líkamlega og efnalega eymd fyrir offjár. Eða íinstþjer ekki bjánalegt, Bjössi minn, að sveitast fyrir því alla æfi að liía í vesöld og volæði. Hún mamma mín segir líka að flestum reynist það ógjörn- ingur að hætta að neyta tóbaks eða áfengis, hafl menn á annað borð byrjað á því. Hamma mín hefir aidrei skrökvað í mig, Bjössi minn, og jeg trúi þvi ekki, að hún segi þetta ósatt, enda hofir hún sýnt mjer Ijóst dæmi þessa. Bú þekkir t. d. hann Svein á Skarði, Bjössi minn, hann, sem drekkur út alla peningana sína, en konan og börnin hans mega vera svöng og nakin.,Svo á kvöldin eða á nóttunni, þegar hann kemur heim ber hann konuna sína og börnin." Birni skildist nú, að þetta vævi alveg satt, sem Einar sagði. En hvað hann Einar á gott að eíga svona skynsama og góöa móður," hugsaði Björn litli; „aldrei hefir hún mamma mín sagt mjer neitt slfkt. Jeg veit heldur ekki, hvort jeg hefði ansað því, þó hún hefði sagt rojer það.“ — Ojá, það er nú þegar sam- bandið er þannig milli barna og foreldra. Ekki eiga börnin nema örsjaldan sök á því. „Jeg skal aldrei reykja tóbak framar," sagði Björn, um leið og þeir skildu drengirnir. „Siggihlýtur að vera vondur maður, fyrst hann tældi mig svona" Þannig barg þessi góða móðir báðum drengjunum írá víti tóbaks nautnarinnar. Slíkir menn sem Sigurður sjó maður í Hlíð þurfa ekki að vera neitt vondir menn, en þeir eru þroskasnauðir kæruleysingjar, sem óska öllum í sína eigineymdargröf sem þeir hyggja í einfeldni sinni, að sje tindur tignar og göfgi. —-ooo---- Móðir ! þú, sem vakír yfir gæfu barnsins þíns. Mild?iðu hjarta þess með blíðu þinni og ást. Gerðu því síðan skiljanlegt skað ræði tóbaksnautnarinnar og böl áfengisins. Bá rennir þú styrkri stoð undir gæfu barnsins þíns. Minstu þess, að gæfa þess er gæfa þín. Láttu ekki sitja við orðin tóm, starfa’óu í reglu.nni og sýndu þannig barni þínu fordæmið í verkinu. Orðið er afl, en verkið er veru- leiki.

x

Blómið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blómið
https://timarit.is/publication/799

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.