Morgunblaðið - 15.06.2010, Qupperneq 1
Drulla Jeppinn, lánsbíll, festist kirfilega.
Ferðamenn sem ollu töluverðum
landspjöllum við Núpsfjallsenda
þurftu að greiða 90.000 krónur í
sekt. Þeir sögðu fyrst að þeir væru
að fylgja slóða sem merktur væri á
landakort en játuðu fljótt á sig ut-
anvegaakstur. Landeigandinn er
verulega ósáttur við að slóðinn sé
sýndur á korti. Hann þoli aðeins að
ekið sé um hann tvisvar til þrisvar á
ári. »14
Slóðinn eigi ekkert
erindi á landakort
Þ R I Ð J U D A G U R 1 5. J Ú N Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 137. tölublað 98. árgangur
BJÓ TIL
ÞJÁLFA
Í EYRUN
ÍSLENSK
TÓNLIST
Í KANADA
HJALTALÍN OG
SINFÓ Á STÍFUM
ÆFINGUM
BJÖRN THORODDSEN 31 MIKIL SIGLING 37STEINUNN JÓNSDÓTTIR 10
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Sameina á mennta- og leikskólasvið
Reykjavíkurborgar og færa sam-
gönguráð undir starfsemi skipulags-
ráðs. Þetta kom m.a. fram í máli
Dags B. Eggertssonar, oddvita Sam-
fylkingar í borgarstjórn, á fundi með
flokksfélögum hans í gærkvöldi. Þar
kynnti Dagur málefnasamning Sam-
fylkingar og Besta flokksins en í
honum má finna helstu verkefni
nýrrar borgarstjórnar.
Dagur boðaði uppbyggingu á
hverfum og stökum byggingum
borgarinnar sem eru í niðurníðslu en
það er liður í atvinnuskapandi átaki
nýs meirihluta sem tekur við völdum
í dag. Þétting byggðar var boðuð en
Dagur sagði borgarstjórnina ætla að
vinna að uppbyggingu í Vatnsmýr-
inni.
Á fundinum var ekki upplýst um
stöður formanna ráða borgarinnar.
Þá kom fram í máli Dags að hann
vænti ákvörðunar Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæð-
isflokks, um hvort hún hygðist taka
boði um forsetastól borgarstjórnar.
Róluvöll fyrir gamla fólkið
Á fundinum voru menntamál
borgarinnar mikið rædd og áhersla
lögð á fjölbreytni náms fyrir bæði
kyn en samkvæmt málefnasamn-
ingnum er liður í því m.a. ráðningar
fleiri karlkyns kennara.
Ný borgarstjórn hyggst brúa bilið
milli kynslóða og skoða á mögu-
leikann á að reisa róluvöll fyrir
gamla fólkið sem væri sameiginlegur
vettvangur fyrir unga sem aldna. Þá
hyggst meirihlutinn stuðla að frekari
samvinnu sveitarfélaga með ýmsum
ráðum.
Samkvæmt málefnasamningnum
verður síðunni Betri Reykjavík
áfram haldið úti til þess að borgarbú-
ar eigi kost á að hafa bein áhrif á ein-
stök mál og verkefni borgarstjórnar.
Einnig verður komið á fót sérstakri
dagbók borgarstjóra sem greinir frá
helstu verkefnum Jóns Gnarrs.
Það vakti athygli að samkvæmt
samningnum á að stuðla að auknum
náungakærleik í Reykjavík.
Svið og ráð sameinuð til
hagræðingar í borginni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undirbúa valdatöku Dagur B. Eggertsson ásamt flokksfélögum sínum á fundi þar sem hann kynnti málefnasamning Samfylkingar og Besta flokks.
Valdaskipti í Reykjavík
» Dagur B. Eggertsson kynnti
málefnasamning Samfylkingar
og Besta flokks í gærkvöldi.
» Ný borgarstjórn tekur við
völdum í dag. Enn ríkir leynd
yfir skipun borgarfulltrúa í
nefndir og ráð.
» Ný borgarstjórn ætlar að
byggja upp Vatnsmýrina.
» Stefnt er að uppbyggingu
hverfa og bygginga til að skapa
atvinnu í borginni.
Kínastjórn er tilbúin til að bæta í 66
milljarða króna gjaldeyrisskipta-
samning seðlabanka landsins við Ís-
land, auk þess sem hugsanlegar
framkvæmdir kínverska orkurisans
CWE við Búðarhálsvirkjun gætu
stóraukið viðskipti ríkjanna.
Su Ge, sendiherra Kína á Íslandi,
lét þessi orð falla á blaðamannafundi
um samvinnu ríkjanna í gær en hann
tók einnig fram að Kínastjórn virti
fullveldi Íslendinga. Stjórnin liti svo á
að Ísland þyrfti á vinaríkjum að halda
sem sýndu því traust á tímum þegar
erlends fjármagns væri þörf við end-
urreisn efnahags landsins. »6
Kínversk
viðreisn?
Kína býður aukna
efnahagssamvinnu
Morgunblaðið/Kristján
Jarðhitaleit Kínverjar sýna sam-
vinnu í orkumálum mikinn áhuga.
Fara þarf aftur til árs-
ins 1989 til að finna
jafnstóran viðmið-
unarstofn þorsks og
nú mælist, en Haf-
rannsóknastofnun tel-
ur að hann sé 846 þús-
und tonn og verði
kominn yfir 900 þúsund tonn á
næsta ári. Árið 2007 var talið að
stofninn væri aðeins um 570 þúsund
tonn. Einar K. Guðfinnsson, fyrr-
verandi sjávarútvegsráðherra, seg-
ir að þetta séu mikil og góð tíðindi
sem ættu að styrkja okkur í þeirri
trú að við séum að leggja grunn að
betri hrygningu og nýliðun á næstu
árum. Samkvæmt
mælingu Hafrann-
sóknastofnunar er
hrygningarstofn
þorsks nú um 300 þús-
und tonn.
Einar segir að slík-
ar tölur hafi ekki sést
frá árinu 1970 eða í 40 ár. Þegar
ákveðið var að skera veiðar niður
árið 2007 var talað um að stofninn
væri 180 þúsund tonn. „Við erum
því að tala um aukningu, eða breyt-
ingu á mati, á hrygningarstofni um
66% – eða um tvo þriðju – á ekki
lengri tíma,“ segir Einar Guðfinns-
son. »19
Hrygningarstofn þorsks hefur stækkað um
66% frá árinu 2007 þegar skorið var niður
gerir grillmat að hreinu lostæti!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
38
33
8
Nánast allar erlendar skuldir fjar-
skipta- og upplýsingatæknifyrirtæk-
isins Teymis hafa verið afskrifaðar.
Vaxtaberandi skuldir upp á 21 millj-
arð króna voru afskrifaðar á síðasta
ári, en eftir standa skuldir upp á 14,6
milljarða sem eru nánast allar í ís-
lenskum krónum. Í kjölfar gengis-
falls krónunnar hækkuðu skuldir
Teymis hratt, en í árslok 2008 var
eigið fé fyrirtækisins neikvætt um á
þriðja tug milljarða króna.
Samkvæmt ársreikningi fyrir árið
2009 tapaði félagið 2,5 milljörðum,
en skattatap bætir afkomuna.
Stjórnarformaður Teymis segir
reksturinn ganga vel í dag og reikn-
ar með hagnaði á árinu 2010. »16
Erlend lán
afskrifuð