Morgunblaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi, segir vísbend- ingar um hækkandi aldur þeirra sem eru í mestri hættu á að látast af völd- um fíkniefna. Dæmi eru hins vegar um að mjög ungt fólk hafi dáið úr fíkniefnaneyslu. Nýverið lést t.d. 17 ára stúlka af völdum fíkniefna- neyslu. Meðalaldurinn hækkar Þórarinn bendir á að meðalald- ur þeirra sem koma á meðferðar- stöðina Vog vegna sprautufíknar hafi hækkað töluvert á undanförnum árum. Á Vogi er boðið upp á afeitrun og fyrstu hjálp fyrir fíkla og áfeng- issjúklinga og því hefur sjúkrahúsið upplýsingar um mjög stóran hluta þeirra fíkniefnaneytenda sem langt eru leiddir. Færri ungmenni sprauta sig Einnig hefur þeim fækkað tölu- vert sem eru undir tvítugu er þeir sprauta sig í fyrsta skipti, segir Þór- arinn, og sama gildi um þá sem hafa aðeins sprautað sig nokkrum sinn- um. Loks nefnir Þórarinn að fjöldi nýrra morfínnotenda hafi dregist saman undanfarin þrjú ár, en morf- ínneytendur eru í sérstakri hættu að látast af of stórum skammti vegna lamandi áhrifa lyfsins á öndunarfær- in. Í nýútkomnu ársriti SÁÁ kemur fram að árið 2009 höfðu 22 ungmenni sem komu á Sjúkrahúsið Vog spraut- að sig í æð, þar af 14 reglulega. Þar sést einnig að vistmönnum undir 19 ára aldri sem höfðu sprautað sig í æð hefur fækkað nokkuð jafnt og þétt frá aldamótum, en þá voru þeir um sjötíu á ári. Dregur úr vanda ungmenna Sama er hins vegar ekki að segja um sprautufíkla almennt. Árið 2009 komu 342 sprautufíklar á Vog sem er svipaður fjöldi og í kringum aldamótin. „Hópurinn sem sprautar sig reglulega hefur því verið að eld- ast og verða veikari,“ segir Þórarinn. Upp úr 1995 fjölgaði gríðarlega þeim ungmennum sem komu á Vog, sem meðal annars hefur verið tengt við vinsældir e-taflna, og höfðu margir miklar áhyggjur af þróun- inni. Í ársritinu kemur fram að vegna forvarna og meðferða hafi frá árinu 2002 dregið úr fíkniefnavand- anum meðal ungs fólks. Undanfarinn áratug hefur verið starfrækt sérstök unglingadeild á Vogi. Í fyrra komu 208 ungmenni undir 19 ára aldri á Vog, 121 piltur og 87 stúlkur, en kringum aldamótin komu tæplega 300 ungmenni í með- ferð á ári. Ungum sprautufíklum fækkar  Vísbendingar eru um að meðalaldur þeirra sem eiga á hættu á að látast vegna fíkniefnaneyslu sé að hækka  Ungmennum sem sprauta sig hefur fækkað Aldur þeirra sem sprauta sig virðist fara hækk- andi, segir Þórar- inn Tyrfingsson. Þess verður minnst við guðsþjónustu á sunnu- daginn að 10 ár eru liðin frá vígslu Grafarvogs- kirkju. Undirbúningur er þegar hafinn fyrir af- mælið og m.a. mættu starfsmenn Hreinsitækni í gær með öfluga dælubíla og „spúluðu“ kirkjuna hátt og lágt. Þegar Grafarvogssöfnuður var stofnaður fyrir rúmum 20 árum síðan voru sókn- arbörnin þrjú þúsund en í dag eru þau nærri 20 þúsund. Er hann fjölmennasti söfnuður landsins. Allt gert klárt fyrir afmæli kirkjunnar Morgunblaðið/Ernir Starfsemi Vinnuskólans í Reykjavík þetta árið hófst í gær. Örlitlu færri nemendur eru skráðir í Vinnuskólann í sumar en síðasta sumar. Rétt rúmlega þrjú þúsund nem- endur eru í ár, en til samanburðar voru þrjú þúsund og fjögur hundruð nemendur í fyrra. Þó ber að halda því til haga að tvö hundruð færri nemendur eru í árgangnum nú en fyrir ári. Engin breyting er á fjölda hópa í ár. Jafn- margir leiðbeinendur voru ráðnir núna og í fyrra. Sú breyting var gerð í ár að nemendur velja hvaða vik- ur sumarsins þeir eru í Vinnuskólanum, en ekki á milli tveggja ákveðinna tímabila. Nemendur þurfa því ekki að vinna í samfelldan tíma. Þetta hefur valdið því að nokkrir hópar eru afar fámennir þessa stundina. Dæmi eru um að einn leiðbeinandi hafi aðeins örfáa nemendur á sínum snærum. Flestir nemendur munu mæta til starfa um mið- bik sumars. Fámennir hópar ekki verri Magnús Arnar Sveinbjörnsson, starfandi skólastjóri Vinnuskólans, segir að fámennir hópar séu ekki verri. „Í sjálfu sér vinnst ekkert endilega verr, þótt það séu færri í hóp. Vandamálið er fyrst og fremst ef hóparnir verða of stórir,“ segir Magnús Arnar. Hann segir að fámennir hópar þurfi ekki að vinna meira en fjölmennir, vinnuálag- ið sé alltaf það sama. gislibaldur@mbl.is Starfsemi Vinnuskólans fer hægt af stað í sumar Morgunblaðið/ÞÖK Unglingavinnan Færri nemendur eru í Vinnuskóla Reykjavíkur en hafa verið á umliðnum árum.  Nýtt fyrirkomulag á vinnu- tíma nemenda í ár Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is „Það eru einhver tilfelli þar sem merar hafa drep- ist eftir kast en við höfum ekki neinar tölur sem talist getast óeðli- legar,“ segir Katrín Andrés- dóttir, héraðs- dýralæknir á Suðurlandi, en hrossabændur á öskusvæðinu velta nú sumir fyrir sér hvort dauði folaldsmera hafi aukist í ár. Umræða hefur skapast undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um fjölda móðurlausra fol- alda, sem þarf þá að gefa sérbland- aða mjólk eða venja undir aðrar mer- ar og kosta talsvert umstang. Katrín hvetur hrossabændur þó til að til- kynna hvert tilfelli til embættisins því Bjargráðasjóður bæti skaðann ef hægt er að kenna öskunni um. „Ég held að þetta séu innan við tíu merar sem hafa drepist á þessu svæði. Þar af eru tvö tilfelli þar sem grunur leik- ur á að þær hafi drepist vegna ösk- unnar. En fólk verður að láta okkur vita, við höfum m.a.s. krufið dýrin, fólki að kostnaðarlausu, til að taka af allan vafa.“ Að auki segir Katrín að fylgst sé með í sláturhúsum hvort sjá megi breytingar á líffærum skepna af öskusvæðinu en fátt bendi til að askan hafi hættuleg áhrif á skepnur. Hryssur drepast á öskusvæði Hátt í tíu merar hafa drepist. Fá tilfelli sem rekja má til öskuáhrifa Samskipti hafa haldið áfram á milli íslenskra stjórnvalda og nýrrar rík- isstjórnar í Bretlandi um Icesave, segir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra. „En það eru engar stórar fréttir af málinu.“ Eðli málsins samkvæmt hafi minna verið rætt við Hollendinga, enda hefur ríkisstjórn ekki verið mynduð þar í landi. Steingrímur segir ómögulegt að segja til um hvort ný ríkisstjórn í Bretlandi verði auðveldari viðsemj- andi en stjórn Gordons Brown. „En við höfum enga ástæðu til að ætla að [ríkisstjórnarskiptin] breyti miklu.“ hlynurorri@mbl.is Litlar fréttir af Icesave einfalt og gott! Grillaðu r kjúkl ingur o g 2 l Pep si eða P epsi Ma x998 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.