Morgunblaðið - 15.06.2010, Page 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010
Leiðtogar Evrópusambandsins
munu ákveða að hefja aðildarviðræð-
ur við Ísland um inngöngu í sam-
bandið á fundi sínum 17. júní nk.
Þetta kemur fram í drögum að yf-
irlýsingu sem Bloomberg fréttastof-
an hefur undir höndum.
Tekið er fram í frétt Bloomberg að
íslensk stjórnvöld verði hins vegar
að leysa Icesave-deiluna eigi Ísland
að geta gengið inn í sambandið. Auk
þess verði íslensk stjórnvöld að gera
bragarbót á Evrópulöggjöf sem
varðar fjármál og fjármálastofnanir.
Viðræður í gang í haust?
Hversu hratt viðræðurnar muni
ganga fari eftir því hvort Ísland
standist öll skilyrði, að því er fram
kemur á vef Bloomberg.
Ísland myndi þar með verða tekið
fram fyrir ríki eins og Tyrkland og
Serbíu. Það gæti, ásamt Króatíu,
orðið næsta ríki til að ganga inn í
sambandið árið 2012.
Þá segir að aðildarviðræður geti
hafist í september eða október.
ESB ákveður sig 17. júní
Bloomberg vitnar í
óbirt drög fyrir leið-
togafund Evrópu-
sambandsins
festir þó að þær hófust eftir hrun.
Su var einnig spurður um þá túlkun
að hugsanlegt mikilvægi Íslands sem
umskipunarhöfn vegna opnunar
norðausturleiðarinnar samfara
bráðnun íss á norðurhveli jarðar ann-
ars og möguleg olíuvinnsla við landið
hins vegar lægju að baki áhuga
„Drekahagkerfisins“ svonefnda á
samvinnu við dvergríkið í norðri.
Greiðasemi við vinaþjóð
Svaraði Su því þá til í löngu máli að
Kínverjar væru ekki að velta fyrir sér
pólitískum sviðsmyndum áratugi
fram í tímann heldur væru þeir fyrst
og fremst að leggja vinaþjóð hjálpar-
hönd á erfiðum tímum. Su tók fram að
vinátta réði för, með þeim orðum að
Ísland væri sitt „annað heimili“.
Ljóst er að samskipti ríkjanna
munu aukast því Su boðar
aukna verslun auk þess
sem Katrín Júlíusdóttir
iðnaðarráðherra muni
senn sækja Kína heim til að
kynna Ísland sem ferða-
mannastað.
Dvergríki í faðm drekans
Sendiherra Kína boðar stóraukna samvinnu við Ísland Kína lagði sitt af mörkum til að tryggja
framgang lánsáætlunar AGS Æðstu valdamenn og fulltrúar seðlabanka að baki gjaldeyrissamningi
Menntamaður Su er doktor í stjórnmálafræði. Hann tók við sendiherrastöðunni í fyrrahaust.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Unnur Brá Konráðsdóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, hef-
ur lagt fram þingsályktunar-
tillögu um að Ísland dragi til
baka umsókn um aðild að Evr-
ópusambandinu. Tillöguna legg-
ur hún fram ásamt Ásmundi Ein-
ari Daðasyni, miklum
andstæðingi ESB-aðildar í hópi
stjórnarþingmanna, Gunnari
Braga Sveinssyni, formanni
þingflokks Framsóknarflokksins,
og Birgittu Jónsdóttur, þing-
manni Hreyfingarinnar. Þing-
mönnum þykir undirbúningi hafa
verið ábótavant og að andstaða
þjóðarinnar við aðild sé mikil.
Pólitísk samstaða sé ekki að
baki umsókninni. Þetta kemur
fram í greinargerðinni. Unnur
telur forsendur hafa breyst mik-
ið frá því að Alþingi samþykkti
umsókn fyrir tæpu ári. Hún telur
það ekki valkost fyrir okkur að
taka upp evruna og segir vanda
evrunnar mikinn. Efnahagsvandi
Evrópu og spenna á myntsvæð-
inu hafi leitt til meiri miðstýr-
ingar innan ESB en það þýði enn
meira fullveldisafsal. ESB mun
endurskoða starfshætti sína og
e.t.v. gera breytingar á Lissa-
bonsáttmálanum. Unnur Brá
segist halda að viðhorf og af-
staða þingmanna hafi breyst
töluvert og telur hún að rétt sé
að láta á það reyna með at-
kvæðagreiðslu.
gunnthorunn@mbl.is
Evran ekki valkostur
DRAGI UMSÓKN UM AÐILD TIL BAKA
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lét
þau orð falla í kjölfar gjaldeyris-
samningsins og viljayfirlýsingar af
hálfu Landsvirkjunar, kínverska
raforkurisans CWE og kínverska
útflutningsbankans að hann væri
andvígur því að kínverskir verka-
menn kæmu að framkvæmdum við
Búðarhálsvirkjun í ljósi mikils at-
vinnuleysis innlends verkafólks.
Spurður um þetta sjónarmið
komst Su svo að orði að ef Íslend-
ingar þyrftu ekki erlenda aðstoð
við að afla sér frekari raforku væri
óþarft að velta þessu fyrir sér.
Hann benti síðan á að eðlilegt
væri að sá fengi verkið sem best
byði í framkvæmdirnar.
Þá mætti ekki gleyma því að ís-
lensk fyrirtæki kæmu að uppbygg-
ingu hitaveitna í Kína, umsvifum
sem væru eðlileg með hliðsjón af
þeim hag sem Kínverjar hefðu af
þeim. Sendiherrann minnti því
næst á að orkurisinn GWE hefði
farið fyrir uppbyggingu risavatns-
aflsvirkjunar við Þriggja gljúfra
stífluna, en umrædd virkjun er
22,5 gígawött og því ríflega 32
sinnum stærri en Kárahnjúkavirkj-
un, miðað við að hún sé 690 MW.
Gjaldeyrissamningur ríkjanna
hljóðar upp á 3,5 milljarða kín-
verskra júana eða sem svarar 66
milljörðum íslenskra króna.
Su sagði svigrúm og vilja til víð-
tækari samvinnu í krónum en tjáði
sig ekki um það að öðru leyti. Það
væri ekki í hans verkahring að
ræða verðmæti samninga.
Íslendinga að velja
ÓTTIST EKKI KÍNVERSKA VERKAMENN
Su metur stöðuna svo að með
gjaldeyrissamningnum standi
Íslendingar og Kínverjar jafn-
fætis hvað verslun áhrærir.
Íslendingar geti nú selt fisk
og jarðhitatækni fyrir krónur en
keypt í staðinn vörur sem greitt
sé fyrir með kínversku júani.
Kínverjar framleiða sem
kunnugt er allt milli himins og
jarðar og hefur þeirrar viðleitni
gætt undanfarin ár að smíða
dýrari hluti þar sem áherslan er
á að byggja upp þekkt vöru-
merki líkt og Japanir gerðu.
Hátækni er þar engin undan-
tekning og gæti farið svo að
hagstæð kjör yrðu til að greiða
götu kínverskra rafbíla hér.
Su boðar jafnframt aukna
samvinnu á sviði menntunar
auk þess sem hann bendir á þau
fjölmörgu tækifæri sem liggi í
ferðaþjónustu. Kínverjar eru
sem kunnugt er um 1.300 millj-
ónir og gætu kínverskir ferða-
menn þegar fram í sækir því
reynst íslenskri ferðaþjónustu
búhnykkur.
Stórþjóðin þarf að fylla
marga maga og ætti því ekki að
vera vand-
kvæðum bund-
ið að skapa
markað fyrir
íslenskan fisk
í þessu fjöl-
mennasta ríki
sögunnar.
Rafbílar
fyrir fisk?
ÝMSIR MÖGULEIKARBaldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fulltrúar kínverskra stjórnvalda inn-
an Alþjóðagjaldeyrissjóðsins beittu
áhrifum sínum til að tryggja af-
greiðslu lánsáætlunar sjóðsins til
handa Íslendingum. Sendiherra Kína
staðfestir þetta en hann segir æðstu
valdamenn Kína og Íslands að baki
nýtilkomnum gjaldeyrisskiptasamn-
ingi sem sé með fádæmum.
Su Ge, nýr sendiherra Kína, ræddi
við fulltrúa tveggja íslenskra fjöl-
miðla í kínverska sendiráðinu síðdeg-
is í gær og leyndi sér ekki að Kínverj-
ar væru reiðubúnir að skoða
víðtækari efnahagssamvinnu.
Til að setja þann ásetning í sam-
hengi hljóðar áðurnefndur gjaldeyris-
samningur upp á 66 milljarða króna.
Aðeins sjö ríki munu hafa gert
gjaldeyrisskiptasamning af þessu
tagi við kínverska seðlabankann.
Liðkaði fyrir samningum
Su tók einnig dæmi af því hvernig
Kínastjórn hefði beitt áhrifum sínum
innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að
styðja afgreiðslu lánsáætlunar til
handa Íslandi, óháð Icesave-málinu,
en sem kunnugt er hafa Bretar og
Hollendingar verið sakaðir um að
nota slagkraft sinn í stjórn sjóðsins til
að tefja framgang áætlunarinnar, í
því skyni að þrýsta á um hagstæðan
samning í Icesave-deilunni.
Su ræddi aðdraganda samningsins
en í máli hans kom fram að Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og
Hu Jintao Kínaforseti hefðu átt í við-
ræðum eftir fjármálahrunið, líkt og
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra og Wen Jiabao, forsætisráð-
herra Kína. Þá hefðu fulltrúar seðla-
banka ríkjanna komið að viðræðunum
sem væru aðdragandi þess að formleg
samvinna ríkjanna hefði nú verið auk-
in með þessum hætti.
Varpa þessar upplýsingar ljósi á
viðleitni íslenskra stjórnvalda til að
nálgast erlent lánsfé þegar flest sund
virtust lokuð eftir hrunið.
Sendiherrann tjáir sig hins vegar
ekki um hvort Íslendingar hafi átt
frumkvæði að viðræðunum en stað-
Leiðtogar Evrópusambandsins
munu á fundi 17. júní samþykkja
að hefja formlegar viðræður við Ís-
land um aðild að ESB. Miguel An-
gel Moratinos, utanríkisráðherra
Spánar, segir að samkomulag liggi
fyrir um þetta og það verði form-
lega staðfest á fundinum 17. júní.
Þetta kemur fram í viðtali við
utanríkisráðherrann í Daily Tele-
graph í gær. Blaðið bendir á að Ís-
land sé nú þegar aðili að NATO og
Schengen og góðar líkur séu á að
Ísland geti orðið aðili að ESB á
undan ríkjum á borð við Tyrkland
og Serbíu.
Spánverjar fara núna með for-
mennsku í Evrópusambandinu.
Þeir eru áhugasamir um að
ákvarðanir um stækkun sambands-
ins verði tekin í þeirra for-
mennskutíð sem líkur um næstu
mánaðamót.
Gangi þetta eftir hefst vinna við
að bera sama löggjöf Íslands og
löggjöf ESB í haust og formlegar
samningaviðræður hefjast síðan
næsta vor. egol@mbl.is
Hafa rætt um
umsóknina
Lyf og heilsa misnotuðu markaðs-
ráðandi aðstöðu sína með skipu-
lagðri atlögu að Apóteki Vestur-
lands. Þetta er niðurstaða
áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Hefur fyrirtækinu verið gert að
greiða 100 milljónir króna í sekt fyr-
ir brotin. Er þetta lægri sekt en
Samkeppniseftirlitið hafði gert fé-
laginu að greiða en samkvæmt úr-
skurði þess var Lyfjum og heilsu
gert að greiða 130 milljónir króna í
stjórnvaldssekt. Í úrskurði áfrýjun-
arnefndar samkeppnismála er stað-
fest sú niðurstaða Samkeppniseft-
irlitsins að Lyf og heilsa séu í
markaðsráðandi stöðu og að aðgerð-
ir fyrirtækisins hafi falið í sér alvar-
leg brot á samkeppnislögum.
Morgunblaðið/Golli
Lyf & heilsa var talin vera í mark-
aðsráðandi stöðu á lyfjamarkaði.
100 millj-
óna sekt