Morgunblaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 ÞANN 6. maí sl. bættist við vöru- framboð Póstsins þegar farið var að bjóða upp á Frímerkin mín með burðargjaldi til útlanda. Frímerkin mín eru frímerki með eigin mynd þess sem kaupir þau og hægt er að hanna sín eigin frímerki á www.postur.is. Bláa lónið er fyrsta fyrirtækið sem nýtir sér Frímerkin mín til endursölu viðskiptavina sinna. Að sögn Magneu Guðmunds- dóttur, kynningarstjóra Bláa lóns- ins, hefur fyrirtækið ávallt lagt mikinn metnað í að þjóna við- skiptavinum sínum með með vörum og minjagripum merktum Blue Lagoon og verða frímerkin skemmtileg viðbót við það. Frímerki Samningurinn í höfn. Frímerkin mín FRÁ 1. maí sl. hafa verið tvö aðild- arfélög á leikskólastigi í Kennara- sambandi Íslands, Félag leikskóla- kennara (FL) og Félag stjórnenda leikskóla (FSL). Leiðarljós í sam- starfi félaganna verður: „Tvö félög – ein rödd“. Það undirstrikar þá stefnu að félögin starfa saman að þróun leikskólastarfs og bættum starfskjörum félagsmanna. Nýja stjórn FL skipa Marta Dögg Sigurðardóttir, Fjóla Þorvalds- dóttir, Hanna Berglind Jónsdóttir, Hallgerður Gunnarsdóttir og Dýr- leif Skjóldal. Stjórn FSL skipa Ingi- björg Kristleifsdóttir, Björk Óttars- dóttir, Sverrir Sverrisson, Inga Líndal og Sigrún Sigurðardóttir. Tvö kennarafélög á leikskólastigi Á laugardag nk. kl. 19 verður fjöru- hlaðborð í Hamarsbúð á Vatnsnesi. Þar framreiða húsfreyjurnar margskonar rétti sem nú á tímum sjást sjaldan á borðum landsmanna, en líka verða þar nýlegri mat- arhefðir. Meðal kræsinga eru selkjöt, hrefnukjöt og reyktur rauðmagi, sigin grásleppa og selshreifar, há- karl, ný og súrsuð egg, svartfugl, sviðasulta og heimagert skyr. Margskonar heimabakað brauð- meti auk fjölda annara rétta. Þá verður hljóðfæraleikur og fjölda- söngur í stótjaldinu að ógleymdu hinu vinsæla bögglauppboði. Miða- verð er 3.500 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir 6-12 ára. Fjöruhlaðborð STUTT www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 38-56 Bolir buxur jakkar 96% bómull+4% stretch Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Svartar gallabuxur str. 36-56 Mjódd, sími 557 5900 Teygju kvartbuxurnar komnar aftur Einnig nýjir gallaskokkar Verið velkom nar FRÁBÆR BUXNASNIÐ GALLABUXUR – KVARTBUXUR – SPARIBUXUR MÖRG SNIÐ – 2 SÍDDIR GERRY WEBER GALLABUXUR – TILBOÐSVERÐ KR. 16,900 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að eig- andi söluturnsins Draumsins sæti gæsluvarðhaldi og einangrun til 16. júní. Maðurinn er grunaður um fíkniefnasölu og fleiri brot en við húsleitir fannst kókaín og tæplega 14 milljónir króna í reiðufé. Í greinargerð lögreglu, sem vitnað er til í úrskurði héraðsdóms, segir að á síðustu mánuðum hafi ítrekað bor- ist upplýsingar um að í versluninni væru seld lyf og fíkniefni. Húsleit var gerð í versluninni sl. fimmtudag og á heimili eigandans og einnig dvalarstað hans. Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn sagðist ekki vita neitt um kókaínið en hann hafði einn aðgang að húsinu ásamt syni sínum. Hann sagðist eiga féð sem fannst en það væri að hluta til greiðsla sem hann hefði fengið fyrir að rýma húsnæði sem hann hafði á leigu. Fundu kókaín og 14 milljónir Ekki eru allir Hafnfirðingar alls kostar sáttir við að Lúðvík Geirsson muni áfram gegna embætti bæjar- stjóra í Hafnarfirði og var efnt til mótmæla vegna þessa í gær á fyrsta bæjarstjórnarfundi nýs meiri- hluta. Gerð voru hróp að liðsmönnum nýrrar bæjar- stjórnar og hún fékk að sjá bæði gula spjaldið og það rauða. Axel Einar Guðnason, einn forsvarsmanna mótmæl- anna, sem hér á myndinni beinir gula spjaldinu að Lúð- vík, segir það óviðunandi að Lúðvík muni verða bæj- arstjóri næstu tvö árin, þrátt fyrir þá staðreynd að Samfylkingin setti bæjarstjórastólinn að veði í kosn- ingunum og tapaði. Mótmælendur krefjast þess að ópólitískur bæjar- stjóri verði ráðinn í stað Lúðvíks. Lúðvík mun aðeins sitja hálft kjörtímabilið eða til júní 2012, en þá tekur oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, við. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lúðvík fékk gula spjaldið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fallið frá tilmælum sínum um að loka hátíðarguðsþjónustu í dóm- kirkjunni hinn 17. júní fyrir almenn- ingi. Þetta var ákveðið í gær á fundi samráðsnefndar Alþingis, lögreglu, forsætisráðuneytis, Reykjavíkur- borgar og Dómkirkjunnar sem fer með skipulagningu hátíðahaldanna. „Þau komu yfir í kirkju og þar fór- um við yfir þetta. Það er niðurstað- an, eins og alltaf, að messunni verður ekki lokað. Við leggjum upp úr því að Dómkirkjan sé opin öllum. Þangað eru allir velkomnir því þannig viljum við hafa þjóðkirkjuna,“ segir sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur sem kveðst mjög ánægður með þessa niðurstöðu og fullur tilhlökk- unar að taka á móti fólki. „Guðsþjónustan er alveg sérstak- lega opinber athöfn á þjóðhátíðar- daginn þannig að fyrir mitt leyti hef- ur aldrei komið neitt annað til greina. Það eru engar haldbærar ástæður fyrir öðru og því allir hjart- anlega velkomnir til hátíðarguðs- þjónustu eins og venjulega,“ segir Hjálmar og bætir við að á sjómanna- daginn hafi fjöldi íslenskra og er- lendra gesta átt ljúfa og góða stund saman í Dómkirkjunni. jonasmargeir@mbl.is Dómkirkjan opin öllum á þjóðhátíð Morgunblaðið/Kristinn Ánægður Sr. Hjálmar Jónsson fagn- ar niðurstöðu nefndarinnar. Rúmlega þrítugur karlmaður hefur játað að hafa orðið 53 ára gömlum manni að bana en hann fannst látinn og með alvarlega áverka utandyra við Bjarnarvelli í Reykjanesbæ að morgni 8. maí sl. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu lögreglunnar á Suðurnesjum. Maðurinn sem játað hefur verkn- aðinn var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 14. júní en grunur beind- ist fljótlega að honum og var hann því handtekinn í kjölfarið. Lögreglu- stjórinn á Suðurnesjum hefur gert þá kröfu að gæsluvarðhald mannsins verði framlengt til mánudagsins 12. júlí nk. á grundvelli almannahags- muna. Mennirnir tveir þekktust ekki. Við rannsókn málsins hefur komið fram að leiðir þeirra hafi legið saman en þeir höfðu báðir verið að skemmta sér um nóttina og voru undir áhrif- um áfengis. Eftir orðaskipti þeirra er talið að yngri maðurinn hafi veist að þeim eldri með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka og lést af völdum þeirra. Rannsókn gengur vel en enn er beðið eftir nið- urstöðum úr ýmsum sérfræðirann- sóknum. Játaði manndráp Krafa um framleng- ingu gæsluvarðhalds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.