Morgunblaðið - 15.06.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.06.2010, Qupperneq 10
Met Þéttur hópur við rásmarkið en fljótt skildi leiðir. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Alls hófu 343 hjólreiðamennkeppni í Bláalónsþrautinniá fjallahjóli sem haldin vará sunnudag og er það mettþátttaka. Í þeirri fyrstu, árið 1996, voru 27 þátttakendur. Alfreð Jakobsson, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur sem heldur keppnina í samvinnu við Bláa lónið, segir að skýringin á auknum fjölda sé tvíþætt, annars vegar átti sí- fellt fleiri sig á því að hjól má nota til líkamsræktar, samgangna og til keppni og hins vegar hafi komið kipp- ur í þátttöku eftir að boðið var upp á liðakeppni. „Einn öflugur dregur þá nokkra með sér. Það er ofboðslega góð stemning í því að hjóla sem lið og koma sem lið í mark.“ Mótvindur og bleyta Í Bláalónsþrautinni er boðið upp á tvær vegalengdir, 40 km og 60 km. Langflestir völdu lengri leiðina eða 310 en þá er hjólað frá Hafnarfirði, inn á Krýsuvíkurleið, beygt inn á Djúpavatnsleið, til Grindavíkur og þaðan í Bláa lónið. Keppninni lýkur með kærkomnu, og bráðnauðsyn- legu, baði í lóninu. Mótvindur dró nokkuð úr hrað- anum og brautarmetið var ekki sleg- ið. Töluvert var einnig um drullu- polla. Karen vann kvennaflokkinn Sigurvegari í kvennaflokki var þríþrautarkonan Karen Axelsdóttir sem kom í mark á tímanum 02:12:30, 15 mínútum og 15 sekúndum á undan helsta keppinaut sínum, Maríu Ögn Guðmundsdóttur. Í þriðja sæti var Eneja Osterman á 02:34:17. Karen, sem keppti í Járnkarli í Ástralíu í mars, er langsterkasta hjólreiðakona landsins um þessar mundir. Hún er þar að auki í feikilega góðu formi þessa dagana en hún vann Liðakeppni leiddi til aukinnar þátttöku í stærstu hjólreiðakeppni landsins Metþátttaka í Bláalónsþraut Sókn Karen Axelsdóttir er öftust en sækir á. HREYFING OG ÚTIVIST MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 10 Daglegt líf Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. 14 nátta ferð - ótrúleg kjör! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboðá allra síðustu sætunum 22. júní í 14 nætur til eins allra vin- sælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu. Þú bókar flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað í sumarfríinu. Fjölbreytt önnur sértilboð jafnframt í boði bæði 22. júní og 6. júlí. Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Stökktu til Costa del Sol 22. júní frá kr. 69.900 í 14 nætur Verð kr. 69.900 14 nátta ferð Verð m.v. m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með 1 svefnherbergi í 14 nætur. Verð m.v. 2-3 í herbergi / stúdíó / íbúð kr. 74.900. Sértilboð 22. júní. Þ jálfinn er hugmynd sem varð til eftir að ég missti vinnuna út af ástandinu í þjóðfélag- inu. Ég fór ásamt Þresti Erlingssyni að pæla í því hvernig hægt væri að koma sér í betra líkamlegt og andlegt form á einfaldan og tiltölulega ódýran máta,“ segir Steinunn Jónsdóttir arkitekt um tilefni þess að hún ákvað að standa að útgáfu geisla- disks með þjálfunartónlist og æf- ingum sem hún kallar Þjálfann. Hún segir það alltof oft gerast að fólk fái góðar hugmyndir en láti ekki verða af því að framkvæma þær. Steinunn segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á hvers kyns hreyf- ingu. Þannig æfði hún t.a.m. í mörg ár dans og þolfimi hjá Magnúsi Scheving og keppti í þeirri grein og vann til verðlauna. Þannig varð hún m.a. Íslandsmeistari og bikarmeist- ari ásamt Lindu Björk Unnars- dóttur. Steinunn segir það hafa verið dýrmæta reynslu sem hafi nýst sér við þróun Þjálfans. Þá hafi hún notið ráðlegginga bæði næring- arfræðings og einkaþjálfara við þá vinnu. Tónlistin verður til Þegar kom að tónlistinni á Þjálf- anum ákvað Steinunn að leita til Þorvaldar Bjarna,tónlistarmanns sem kom henni í samband við Markús Leifsson hljóðmann. Í kjöl- farið komst Steinunn að þeirri nið- urstöðu þegar prufur stóðu yfir að Markús sjálfur væri tilvalinn sem rödd Þjálfans. Niðurstaðan varð því sú að auk þess að tala inn á geisla- diskinn er Markús höfundur tónlist- arinnar og sinnti starfi hljóðmanns við gerð hans. „Þetta er vara sem kemur út á besta tíma. Sumarilmur í lofti. Þetta er tími erfiðleika og nei- kvæðra frétta og því kjörið tæki- færi til að hrista af sér slenið og hugsa um eitthvað annað. Fólk þarf að huga að líkama og sál, hugsa um eitthvað jákvætt og byggja sig upp. Hér fáum við fólk til að fara út í náttúruna og hreyfa sig,“ segir Steinunn. Hún segir marga þekkja það að vera komna út í íþróttagall- anum og vera tilbúnir í slaginn og vita svo ekkert hvert þeir eigi að fara, hversu langt, hversu lengi þeir eigi að æfa eða hvort e.t.v. sé hægt að gera einhverjar aðrar æfingar. Meira á döfinni Með Þjálfanum fær fólk leiðbein- ingu og hvatningu frá þjálfara frá Missti vinnuna en ekki móðinn Þegar Steinunn Jónsdóttir missti vinnuna sem arkitekt ákvað hún að nýta reynslu sína úr dansi og þolfimi til að setja saman nýjan þjálfunargeisladisk sem hún kallar einfaldlega Þjálfann. Á honum er að finna æfingakerfi sem allir ráða við að sögn Steinunnar. En þar er ekki ætlun hennar að láta staðar numið og hefur hún ýmislegt fleira á prjónunum. Morgunblaðið/Ernir Björt bros Frísklegar fyrirsætur sem tóku þátt í gerð þjálfunardisksins. Á vefnum gerajunkie.com eðagræjufíklinum má lesa gagn-rýni um mörg hundruð græj- ur sem tengjast útivist og hreyfingu með einum eða öðrum hætti. Umfjöllun um græjurnar skiptist í 15 flokka, m.a. er fjallað um reiðhjól, hlaup, bakpoka, tjöld, klifurdót, mat og drykk og vatnaíþróttir. Þar að auki er einn flokkur með titilinn „ýmis- legt“ og því má fullyrða að flestar gerðir af græjum fái umfjöllun. Vefurinn hentar þeim sem ætlar að kaupa sér nýja græju auðvitað sér- lega vel en eins og allir græju- sjúklingar vita, þá er ekki síður skemmtilegt að lesa gagnrýni um græjur sem maður á nú þegar, að því gefnu að gagnrýnin sé jákvæð! Vefurinn takmarkast þó ekki við umfjöllun um græjur. Þar má einnig lesa fjöldan allan af ferðasögum, frá- sögnum af „ævintýrum“ eins og úti- vist er stundum (rétt)nefnd í Banda- ríkjunum og fleira. Hér skal sérstaklega mælt með grein um karlmenn sem raka á sér fótleggina. Sumir íþróttamenn, ekki síst sundmenn og hjólreiðamenn, raka reglulega á sér leggina. Í ljós kemur að raksturinn snýst alls ekki eingöngu um að minnka loftmótstöð- una eða mótsstöðu í vatni, heldur ekki síður um að sýna hversu miklir garpar menn eru. Rakaðir leggir ku víst skjóta keppinautum skelk í bringu. Ástæðurnar eru reyndar nokkuð flóknari. runarp@mbl.is vefsíðan www.gearjunkie.com Fíkn Þeir sem eru veikir fyrir alls konar græjum ættu kannski að varast þessa. Veitir ráð um flestar græjur og ýtir verulega undir græjufíkn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.