Morgunblaðið - 15.06.2010, Side 11
m.a. til gullverðlauna á breska meist-
aramótinu í hálfri ólympískri þrí-
þraut í byrjun júní.
Fyrstur karla í mark var Haf-
steinn Ægir Geirsson, en hann hefur
unnið fleiri titla í hjólreiðum en hægt
er að hafa tölu á. Hafsteinn Ægir er
einnig þekktur sem siglingakappi og
hann keppti m.a. í siglingum fyrir
hönd Íslands á Ólympíuleikunum í
Sydney árið 2000 og í Aþenu árið
2004. Í öðru sæti var Pétur Þór
Ragnarsson á 01:54:33 og í þriðja
sæti var Hákon Hrafn Sigurðsson á
01:58:21.
Bláalónsþrautin er lang-
fjölmennasta hjólreiðakeppni sem
hér er haldin en hún lét lítið yfir sér
þegar hún var haldin í fyrsta skipti
því þá tóku 27 manns þátt. Næsta
keppni sem opin er almenningi er
Heiðmerkuráskorunin sem haldin
verður 30. júní. Þá eru hjólaðir tveir
hringir í Heiðmörk, samtals 24 km.
Næsta fjallahjólakeppni þar á
eftir verður haldin 17. júlí, í tengslum
við Hlaupahátíðina á Vestfjörðum. Þá
er hjólað eftir svonefndri Vesturgötu,
þ.e. eftir veginum sem Elís Kjaran
gerði milli Arnarfjarðar og Dýra-
fjarðar.
Landskeppni við Færeyjar
Hjá keppnismönnunum er næst
á dagskrá að taka á móti harðsnúnu
keppnisliði Færeyinga í götuhjólreið-
um. Færeyingar hafa sent hingað lið í
nokkur ár og íslensk lið haldið utan.
Landskeppnin, eins og hún er
nefnd, tekur þrjá daga, 18.-20. júní.
Sjö manna hópur kemur frá Fær-
eyjum að þessu sinn.
Nánar á www.hfr.is.
Morgunblaðið/Ernir
Karftakona Steinunn Jónsdóttir lét ekki atvinnumissinn á sig fá heldur tók til sinna ráða og gaf út þjálfunardisk.
upphafi til enda við undirspil tón-
listar sem hvetji það áfram.
Steinunn segir þessa fyrstu út-
gáfu Þjálfans vera æfingakerfi sem
allir geti ráðið við. Með honum fylgi
að auki hefti með myndum af æf-
ingum. Geisladiskurinn sé vænt-
anlegur á markað 21. júní nk. „Við
mælum með að fólk geri æfinga-
kerfið reglulega, geri þetta að hluta
af daglegri rútínu. Skreppi út í 40-
50 mínútur,“ segir Steinunn.
En þar með er Steinunn engan
veginn hætt. Næst stendur til að
gefa út geisladisk með ýmissi frum-
saminni tónlist, m.a. með rokkívafi,
og þá t.a.m. með þátttöku íslenskra
hljómsveita. Tónlistin verður sett á
vefsíðuna Þjálfinn.is og verður
hugsanlega einnig til sölu á Tónlist-
.is. Verið er að vinna að æfingakerfi
fyrir næstu tvo geisladiska og er
handritið að þeim báðum tilbúið.
Steinunn segir að ef vel gengur
með Þjálfann sé hugmyndin að fara
með hann á Evrópumarkað. Einnig
er í bígerð að setja saman efni sem
sérstaklega er ætlað ákveðnum
hópum, s.s. unglingum og nýbök-
uðum mæðrum. Þá er hugmyndin
að á vefsíðunni verði í framtíðinni
m.a. vörulisti með æfinga-
kerfunum, fatnaði, ýmsum fylgi-
hlutum fyrir æfingar,
snyrtivörur, uppskriftum
að heilsufæði o.fl.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010
„Hugmyndin gengur út á það að
fá fólk til að koma sér í form
með því að hlaða æfingakerfi af
geisladisk á iPod-inn [tónhlöð-
una], MP3-spilarann sinn eða
setja í geislaspilarann og
hlusta. Enda er einkunnarorðið:
Hlustaðu: Þjálfinn tónar þig!
Æfingakerfið er byggt upp á
göngu, skokki, hlaupum, mis-
munandi æfingum og teygjum.
Því er stýrt af þjálfara sem leið-
beinir og hvetur fólk áfram.
Kerfið byggir upp þol, styrk og
brennslu,“ segir Steinunn Jóns-
dóttir.
Steinunn segir að þau sem
standi að framtakinu vilji gjarn-
an fá fólk út undir beran himin
þar sem það geti gert æfingar
eitt eða með öðrum, hvenær
sem er og hvar sem er.
Þjálfinn sé einfaldlega tekinn
með og efnið á
honum sett inn
á tónhlöðuna
eða Mp3-
spilarann, t.a.m.
þegar farið er í
ferðalag, úti-
legu eða hvert
sem er þar
sem fólk vill
geta þjálf-
að sig og
haldið sér
í formi. Hún
bætir þó við að
Þjálfinn nýtist
bæði til æfinga
innan húss og
utan.
Þá hentar
hann einnig við
æfingar á hlaupa-
bretti og sömu-
leiðis í sal.
Nýtist bæði
inni og úti
NÝR ÞJÁLFUNARDISKUR
Fínasta stemning er að mynd-ast um Hlaupahátíðina áVestfjörðum 16.-18. júlí og er
búist við að enn fleiri keppendur taki
þátt í henni en í fyrra. Þá hlupu um
200 manns Vesturgötuna, milli Arn-
arfjarðar og Dýrafjarðar, og um 150
tóku þátt í Óshlíðarhlaupinu.
Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður
hlaupahópsins Riddara Rósu, segir
að skráningar fari betur af stað en
fyrri ár.
Hátíðin hefst á föstudagskvöldi
með Óshlíðarhlaupinu en í því má
velja á milli þess að keppa í 10 km
hlaupi eða í hálfmaraþoni en báðum
hlaupum lýkur á Ísafirði.
Á laugardaginn verður 55 km
fjallahjólreiðakeppni, 4 km skemmti-
skokk og önnur dagskrá fyrir alla fjöl-
skylduna. Dagskrá laugardagsins fer
öll fram á Þingeyri.
Ræst eftir föllum
Á sunnudeginum er Vesturgatan
hlaupin, ýmist 12 eða 24 km vega-
lengd. Ræst er klukkan 11:30 en rás-
tíminn er valinn með tilliti til sjáv-
arfalla þar sem hluti keppnisleiðar-
innar liggur í fjöru og fer á kaf á flóði.
Sumir keppa bæði í Óshlíðar- og
Vesturgötuhlaupinu og eru veitt sér-
stök verðlaun í þeim ofurflokki.
Hlaupið í fjöruborðinu
Mikil stemning
fyrir hlaupahátíð
á Vestfjörðum
Morgunblaðið/G.Rúnar
Áhugi Varla má halda hlaup nema
þátttökumet sé slegið.
Nánari upplýsingar má nálgast á
hlaup.com.
n o a t u n . i s
0,5 LÍTRI
Við gerum
meira
fyrir þig
SS CAJ P’S
LAMBATVÍRIFJUR
KR./KG
1998
TIVAL
GRÆNMETIS-
RÉTTIR
KR./PK.
719
NÓATÚNI
NÝTT Í
KELLOGG’S
CORN FLAKES
500 G
469
KR./PK.
RAUÐ
EPLI
299
KR./KG
20%
afsláttur POWERADEORKUDRYKKUR
KR./STK.
199BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI
2498
Daglegt líf 11