Morgunblaðið - 15.06.2010, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.06.2010, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 Stangaveiðifélag Reykjavíkur www.svfr.is – Sími 568 6050 Úrval veiðileyfa… laxveiði silungsveiði …fyrir alla 0000                                  !  " ! ###$   $  %     &  '   ###$      ''(   ###$    Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox www.frances.is Heimsþekktar flugur atvinnumanna          Sigurður Guðjónsson forstjóri Veiðimálastofnunar hefur birt grein á vef stofnunarinnar, www.veidimal.is, þar sem hann hvetur alla veiðimenn til að drepa ekki stórlaxa. Jafnframt gagnrýnir Sigurður veiðifélög sem fylgja því ekki eftir að stórlaxi sé hlíft. Kveikja greinar Sigurðar er að laxveiðin er byrjuð og að fjölmiðlar birtu myndir af veiðimönnum með fyrstu laxana; sumum var verið að sleppa en aðrar voru af „mönnum með glæsilegan feng sinn, stóra laxa, nýveidda og blóðuga. Sann- anlega skemmtilegar myndir sem við vildum gjarnan sjá í framtíðinni og samfagna veiðimönnum. En nú er betra að staldra við. Stórlaxar eru orðnir mjög fálið- aðir,“ skrifar Sigurður. Hann bætir við: „Stórlaxi hefur hnignað mikið og er einungis brot af því sem áður var. Ástæður þessa eru óþekktar en talið er að skilyrði í hafinu á uppeldisslóðum stórlax- ins hafi versnað. Þetta ástand hefur nú varað í mörg ár og stórlaxi held- ur áfram að hnigna. Það eina sem við getum gert til að varðveita þessa erfðaþætti í stofninum er að hlífa stórlaxi við veiðum eða sleppa slíkri veiði lifandi aftur í árnar. Áframhaldandi veiði mun eyða stórlaxinum. Veiðimálastofnun hef- ur nú í mörg ár hvatt til að stórlaxi sé hlíft, en of hægt gengur … Von- andi kemur sú tíð að sjávarskilyrði breytast aftur stórlaxi í hag. Þá er mikilvægt að þessi erfðaþáttur sé enn til staðar … Því hvetjum við alla sem að veiði koma að drepa ekki stórlax, þetta á við veiðifélög, netaveiðibændur og stangveiðimenn. Einungis þannig getum við átt von á því að njóta þessara tignarlegu fiska í framtíð- inni,“ skrifar Sigurður m.a. Forstjóri Veiðimálastofnunar hvetur til að öllum stórlaxi sé sleppt Morgunblaðið/Einar Falur Veitt og sleppt Hér sleppir veiðimaður stórri hrygnu aftur út í Vatnsdalsá. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Það er ánægjulegt að við verðum vör við talsvert af vænum laxi núna, það er meira af honum en síðustu vor. Ég er sjálfur búinn að fá tvo slíka fiska, 70 cm hrygnu í Myrkhyl og 83 cm hæng í Veiðilækjarkvörn, milli fossa; þessir stóru laxar hafa ekki verið al- gengir hjá manni hér,“ sagði Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari í gær en hann er við veiðar í Norðurá. Um miðjan dag í gær höfðu um 70 laxar veiðst í Norðurá en það hlýtur að teljast býsna góð veiði í upphafi vertíðar. Nú er fimmta holl sumars- ins að veiðum. Síðustu tvö holl veiddu 25 og 17 laxa og veiðimennirnir sem ljúka í dag voru komnir með 13 laxa eftir fyrstu tvær vaktirnar. Á vef Veiðimálastofnunar má sjá staðfestingu þess að laxagengdin hef- ur verið óvenjugóð í Norðurá, ef mið er tekið af síðustu árum. Að morgni 11. júní hafði þannig 81 lax gengið upp fyrir teljarann við fossinn Glanna, þar af 46 stórlaxar og 35 smá- laxar. Á sama tíma í fyrra höfðu að- eins 9 stórlaxar gengið upp fyrir telj- arann. „Laxinn virðist því snemma á ferðinni í ár og auk þess virðist laxinn vænn, sem bendir til góðra skilyrða í sjávardvölinni,“ segir á vef stofnunar- innar. Elta laxa upp eftir á „Síðustu holl hafa notið góðs af vatnsveðrinu hér í vikunni,“ sagði Kjartan. „Áin fór þannig úr fimm rúmmetrum upp í 18 yfir nótt. Hún litaðist og það kom smá-flóð í hana en vatnið varð þó ekki það mikið að hamlaði veiðum. Þetta varð til þess að talsvert gekk af laxi og hann fór hratt yfir. Hollið sem fékk 17 laxana lenti fyrri daginn í algjörum þurrkum en seinni vaktirnar var fiskur á ferðinni um allt. Við komum full eftirvæntingar á staðinn en þó komu ekki nema þrír laxar á land fyrstu vaktina. Við sáum hinsvegar talsvert af fiski, á mörgum stöðum og upp eftir allri á. Þó urðu menn ekkert varir neðst í henni fyrstu vaktina, í Munaðarnesi eða í Stekknum,“ sagði hann. Í gærmorg- un jókst lífið hinsvegar í ánni. „Við urðum þá vör við lúsuga fiska í Stekknum, á Stokkhylsbroti og fleiri stöðum. Það komu þá upp um tíu lax- ar,“ sagði Kjartan. „Menn hafa verið að elta fiska langt upp eftir á. Löxum hefur verið landað í Króksfossi og í Poka, og meira að segja fór einhver upp í Olnboga, nánast upp á heiði, og varð var við lax þar.“ Hann bætti við að veiðimenn hafi gert talsvert af því að tylla í laxa og missa. Myrkhylur og Myrkhyls- rennur hafa verið gjöfustu veiðistaðir Norðurár til þessa. 200 silungar í Vatnsdalsá Fregnir berast af góðri silungs- veiði á silungasvæði Vatnsdalsár. Hópur sem var þar á dögunum fékk um 200 stykki á þremur fyrstu vökt- unum, en mun lítið hafa sinnt veiðinni eftir það. Mun bæði vera um sjó- bleikju og sjóbirting að ræða. „Verðum vör við talsvert af vænum laxi“  Fyrstu holl í Norðurá hafa veitt um 70 Ljósmynd/Júlía Þorvaldsdóttir Með vænan hæng Kjartan Þorvaldsson ljósmyndari á Morgunblaðinu, þekktur sem Golli, býr sig hér undir að sleppa 83 cm hæng sem hann veiddi í Veiðilækjarkvörn í Norðurá í gærmorgun. Lax er orðinn talsvert dreifður um ána. Ný bæjarstjórn Hveragerðis- bæjar kom saman til fyrsta fundar sl. sunnudag. Sjálfstæðis- félag Hvera- gerðis er með- hreinan meirihluta. Á fundinum var samþykkt að Al- dís Hafsteinsdóttir verði ráðin bæj- arstjóri en hún hefur gegnt því emb- ætti undanfarin fjögur ár. Forseti bæjarstjórnar verður Unnur Þor- móðsdóttir og varaforseti Ninna Sif Svavarsdóttir. Í bæjarráð voru kosnir þeir Guðmundur Þór Guð- jónsson, Eyþór H. Ólafsson og Ró- bert Hlöðversson. Aldís áfram bæjarstjóri í Hveragerði Aldís Hafsteins- dóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.