Morgunblaðið - 15.06.2010, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fulltrúar úrfjórumstjórnmála-
flokkum og -hreyf-
ingum af þeim
fimm sem sæti
eiga á Alþingi hafa
lagt fram tillögu
um að afturkalla umsókn um
aðildarviðræður að Evrópu-
sambandinu. Á sama tíma er
birt skoðanakönnun þar sem
fram kemur að afgerandi
meirihluti þjóðarinnar stendur
á bak við slíkan tillöguflutning
og aðeins um 15 prósent þjóð-
arinnar eru honum mjög
andsnúin. Samfylkingin er
komin með ömurlega stöðu í
málinu og gegnir líku hlutverki
og hvíti minnihlutinn í Suður-
Afríku sinnti í baráttu sinni
gegn lýðræðinu á móti miklum
meirihluta þjóðar sinnar, þótt
að öðru leyti sé ekki saman að
jafna. Spurningin er hér eins
og þar bara um hvenær horfst
verður í augu við raunveruleik-
ann en ekki hvort hægt sé að
lifa miklu lengur í blekking-
unni. Stjórnarandstaðan á að
gera kröfu um að þing fari ekki
heim fyrr en þetta mál hefur
verið afgreitt á vettvangi þess.
Það er einn helsti klofnings-
valdur þjóðarinnar á tímum
sem hrópa á að kröftunum sé
beint í ákveðna átt. Þetta gera
flutningsmenn tillögunnar úr
flokkunum fjórum sér ljóst
eins og kemur fram í grein-
argerð þeirra fyrir tillögunni:
„Mikilvægt er að nýta krafta
stjórnsýslunnar og
fjármagn ríkisins
til þeirra brýnu
verkefna sem fyrir
liggja í kjölfar
bankahrunsins. Að
halda áfram aðild-
arferlinu þegar
bersýnilegt er að hugur fylgir
ekki máli er slæmt fyrir orð-
spor Íslands á alþjóðavett-
vangi. Íslandi og Evrópusam-
bandinu er lítill greiði gerður
með því að íslensk stjórnvöld
efni til aðildarviðræðna á þeim
hæpnu forsendum sem hér
hafa verið raktar. Fyrirsjáan-
legt er að aðildarsamningur
verði felldur í þjóðaratkvæða-
greiðslu og mun sú niðurstaða
ekki auka velvilja í garð Ís-
lendinga hjá aðildarþjóðum
Evrópusambandsins. Af öllu
framangreindu er ljóst að um-
sókn Íslands um aðild að
Evrópusambandinu er ótíma-
bær og því hníga öll rök að því
að draga hana til baka.“ Hér er
talað mjög skýrt.
Utanríkisráðuneyti landsins
hlýtur að kynna Evrópusam-
bandinu þegar í stað hvað hef-
ur gerst í þinginu og hvaða
sögu hin nýja skoðanakönnun
um afstöðu þjóðarinnar segir
svo afdráttarlaust. Utanríkis-
ráðuneytið hlýtur að hverfa
þegar frá tilburðum til að fá
„aðildarumsóknina“ tekna til
sérstakrar meðferðar á
þjóðhátíðardegi Íslands og
fæðingardegi Jóns Sigurðs-
sonar.
Tillaga þingmanna
úr fjórum flokkum
um að afturkalla að-
ildarviðræður er
vendipunktur}
Vendipunktur
Í síðasta Sunnu-dagsmogga var
birt fróðlegt viðtal
við þrjár konur
sem farið hafa ofan
í saumana á mötu-
neytismálum
grunnskólanna. Foreldrum
getur ekki verið alveg rótt eftir
þá úttekt sem þar var kynnt.
Og á þeim hagræðingartímum
sem nú ganga óhjákvæmilega
yfir er hætt við að ástandið
kunni enn að versna ef ekki er
gætt að. En þótt hagkvæmni sé
höfð í huga lokar það ekki fyrir
úrbætur í mötuneytismálum
barna í grunnskólunum. Lýs-
ingar kvennanna sem að úttekt-
inni stóðu eru vissulega sláandi
og jafnvel ótrúlegar á köflum.
Og þær bentu á að dapurleg
staða væri ekki aðeins bundin
við Ísland. Í Danmörku var
sýnt fram á að kattamatur væri
næringarríkari en krakkamat-
ur! En þær létu ekki við gagn-
rýnina eina sitja. Þær vísa á
leiðir úr vandanum og vænta
þess að sjá breytingar til batn-
aðar þegar á næsta
ári, þótt í smáum
stíl verði. En eigi
þær úrbætur að ná
til alls barnahóps-
ins í grunn-
skólakerfinu þarf
hugarfarsbreytingu til. For-
eldrafélög, kennarar og sveit-
arstjórnarmenn um land allt
verða að veita málinu verðuga
athygli og knýja á um úrbætur.
Það er mikið í húfi. Nútímafólk
hefur skipað málum svo að
börnin eru að stórum hluta á
ábyrgð annarra en foreldranna
stóran hluta vökutíma hvunn-
dagsins. Ekki er líklegt að
breyting verði á því í bráð.
Yfirvöldum slíkra mála hefur
því verið veitt mikið traust og
ábyrgð þeirra er rík. Skóla-
börnin verða að taka í góðu
trausti á móti því sem að þeim
er rétt. Í of mörgum tilfellum fá
þau þó fremur fóður en gæða-
fæði að sögn rannsakendanna
þriggja. Sé svo erum við að
bregðast þeim sem við síst vild-
um.
Konum sem könn-
uðu kosti barna í
skólamötuneytum
brá í brún}
Kattamatur betri en
krakkamatur?
É
g veit að ég hljóma eins og biluð plata
og ég veit að það er auðvelt að út-
mála skrif eins og þessi sem
svartsýnisraus, en það er of mikið í
húfi til þess að þegja. Ég segi það
bara eins og það er: Ef ekkert verður að gert
stefnum við lóðbeint í þjóðargjaldþrot.
Hvernig get ég sagt þetta? Einföld hagfræði-
leg greining sýnir þetta, svart á hvítu. Skuldir
hins opinbera eru orðnar það miklar, að skera þarf
niður útgjöld, þannig að opinber þjónusta eins og
við þekkjum hana heyri sögunni til. Miðað við
þróunina á fyrsta ársfjórðungi stefnir í að fjár-
lagahalli ársins verði í kringum 140 milljarða
króna. Vaxtagjöld voru rúmir 100 milljarðar í
fyrra. Skera þarf niður útgjöld um 140 millj-
arða króna til að standa undir vaxtagjöldum og
auka ekki á skuldir. (Það þarf semsagt að
skera niður um meira en 140 milljarða króna til að byrja
að greiða niður skuldir.)
Í fyrri pistlum hefur mér verið tíðrætt um erlendar
skuldir hins opinbera, enda virðist fljótt á litið að mesta
hættan á greiðslufalli stafi af skuld í gjaldmiðlum sem rík-
ið getur ekki prentað. Staða Seðlabankans í erlendum
gjaldeyri er neikvæð um 80 milljarða króna. Líklega er
erlend skuldastaða ríkisins ósjálfbær ein og sér, en með
síðustu endurskoðun AGS á efnahagsáætlun fyrir Ísland
var erlenda skuldavandanum slegið á frest í nokkur ár.
Skuldavandinn hverfur ekki, þótt aðgangur sé tryggður
að lánalínum. Ef nýta þarf þessi lán þýðir það ennþá meiri
skuldsetningu ríkisins í erlendri mynt og þar
með stærri gjalddaga í framtíðinni. Það væri
hugsanlega í lagi, ef tíminn þangað til væri
nýttur til þess að laða að erlenda fjárfestingu, svo
verðmætasköpun og gjaldeyrisskapandi starf-
semi stæði hugsanlega undir greiðslunum í
framtíðinni. Því er nú aldeilis ekki að heilsa. Hér
eru gjaldeyrishöft, óstöðugt regluverk, síhækk-
andi skattar og fjárfesting í algjöru lágmarki.
Hallarekstur ríkisins þýðir svo aftur að á end-
anum á það engan annan kost en að prenta pen-
inga. Það þynnir út gjaldmiðilinn – eykur enn á
verðbólguna – og setur mikinn þrýsting á gengi
íslensku krónunnar. Ef viðskipti með krónuna
yrðu gerð frjáls við þær aðstæður, þýddi það
að erlendar skuldir rykju upp, mældar í ís-
lenskum krónum. Þess vegna verða gjaldeyr-
ishöftin varla afnumin í bráð, ef þá yfirhöfuð
næstu árin.
Við lifum í sýndarveruleika. Útgjöld okkar eru ekki í
neinu samræmi við tekjur. Hið opinbera stingur höfðinu í
sandinn. Í stað þess að taka á vandanum strax, með niður-
skurði á opinberum útgjöldum, er ríkið rekið með halla.
Máttlausar tilraunir ríkisins til að loka fjárlagagatinu með
skattahækkunum hafa þveröfug áhrif. Einkageirinn getur
ekki staðið undir þeirri byrði. Hér ríkir alkul í efnahagslíf-
inu. Fjárfesting er hverfandi.
Ég endurtek; ef ekkert verður að gert stefnum við í
þjóðargjaldþrot. Þannig er sannleikurinn, hvort sem okk-
ur líkar betur eða verr. ivarpall@mbl.is
Ívar Páll
Jónsson
Pistill
Við stefnum í þjóðargjaldþrot
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Í
dag eiga að hefjast áætl-
unarferðir inn í Þórsmörk,
eina vinsælustu náttúru-
perlu á Íslandi bæði meðal
íslenskra og erlendra ferða-
manna.
Þótt ásjóna Þórsmerkur beri
vott um eldgosið sem staðið hefur
mánuðum saman í nágrenninu virð-
ast þó allir sem hafa farið þangað
síðustu daga til að meta aðstæður
sammála um að þangað eigi ferða-
menn enn fullt erindi til að njóta ein-
stakrar náttúru. Flóðahættan sem
varð ljós nú fyrir helgi vegna vatns-
söfnunar í toppgíg Eyjafjallajökuls
hefur þó sett strik í reikninginn og
enn á ný ríkir óvissa um ferðaþjón-
ustuna í Básum í Goðalandi á vegum
Útivistar, Ferðafélags Íslands í
Langadal og Farfugla í Húsadal.
Almannavarnir ákváðu fyrir
helgi að loka fyrir almenna umferð
inn í mörkina eftir að vísindamenn
urðu þess varir að mikið vatn hafði
safnast saman í gígnum.
Skúli H. Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Útivistar, segir að
verði langvarandi lokanir á almennri
umferð inn í Þórsmörk vegna flóða-
hættu verði það mikið bakslag fyrir
félagið. Að sumri til gisti að jafnaði
500-1.000 manns á tjaldsvæðunum í
Básum. „Svo bætist skálinn við og
dagsferðatraffík þegar ferðaskrif-
stofur koma þarna með hópa. Svo ég
hugsa að fjárhagslegt tap fyrir okk-
ur gæti orðið hálf milljón um hverja
helgi.“ FÍ hefur sagt að tap þess
gæti numið allt að 30 milljónum
verði lokað fyrir umferð næsta mán-
uðinn.
Græn og falleg tjaldsvæði
Bæði Útivist og Ferðafélag Ís-
lands eru samhljóða um að bókanir á
gistingu í Þórsmörk hafi farið hægt
af stað í vor og talsvert verið um af-
bókanir. Að flóðahættunni undan-
skilinni eru þó flestir sammála um
að engin ástæða sé til annars en að
ferðamenn geti notið sumarsins í
Þórsmörk. Gróðurinn virðist ætla að
braggast ágætlega og mörkin því
tekin að grænka, ekki síst eftir rign-
ingu síðustu viku.
„Það er ljóst að þessi grósku-
mikli gróður í Þórsmörk bindur
öskuna heilmikið og þetta lítur
miklu betur út,“ segir Sveinn Run-
ólfsson landgræðslustjóri. Íslenska
birkikjarrrið þoli náttúruáföllin vel,
umfram annan gróður. „Trjágróð-
urinn stenst vel svona mikið ösku-
fall, en lággróðurinn á miklu erfið-
ara uppdráttar. Auðvitað er þarna
mjög mikið öskufall, en það er búið
að vinna mikið hreinsunarstarf hjá
þessum ferðaþjónustuaðilum þannig
að ég hvet alla til að fara inn í Þórs-
mörk þegar yfirvöld opna veginn
aftur. Það er hverjum manni hollt að
sjá þessa stórbrotnu náttúru við
þessar aðstæður því þetta er mjög
tilkomumikið og sérstakt.“
Tjaldstæði eru og verða opin
við skálana bæði í Langadal og Bás-
um í sumar og er grasið að sögn iða-
grænt þótt nokkur aska sé í sverð-
inum. Þá ætlar Útivist að halda sínu
striki í gönguferðum yfir Fimm-
vörðuháls, og FÍ ætlar að bjóða
dagsgöngur að gömlu gosstöðvun-
um. Skúli segir ekki annað í stöð-
unni en að gera það besta úr óvissu-
ástandinu.
„Þótt þetta sé óþægilegt og
vont fyrir okkur þá höfum við skiln-
ing á því að þeir aðilar sem bera
ábyrgð á lífi og limum fólks í nátt-
úruhamförum stígi varlega til jarð-
ar.Við erum afskaplega ánægð með
að þeir skuli vera tilbúnir að koma
til móts við okkar þarfir með því að
hleypa þó skipulagðri umferð inn í
Þórsmörk undir eftirliti.“
Þórsmörkin grænkar
í skugga flóðahættu
Ljósmynd/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Náttúruperla Gróðurinn í Þórsmörk hefur tekið vaxtarkipp á liðinni
viku. Birkið er sérstaklega sterkt en lággróðurinn á erfiðara uppdráttar.
„Það þótti eðlilegt af öryggis-
ástæðum að takmarka ferðir
þarna á meðan
það var óvissa
fyrst eftir að
þetta kom í
ljós, en ég á nú
von á því að
það verði slak-
að á því,“ segir
Magnús Tumi
Guðmundsson
jarðeðlisfræð-
ingur. Magnús vann að því fyrir
Almannavarnir í gær að leggja
mat á flóðahættuna.
Stöðuvatnið sem myndast hef-
ur í gíg Eyjafjallajökuls er um 300
metra breitt. Magnús Tumi segir
að þegar úr því flæði niður
Gígjökul verði hlaupið minna eða
jafnstórt og það sem varð í upp-
hafi gossins. Miðað við þær upp-
lýsingar sem nú liggja fyrir telur
hann hins vegar ólíklegt að hætt-
an sé yfirvofandi. „Mér finnst lík-
legt að það séu einhverjar vikur í
þetta.“
Flæðir ekki
næstu daga
ÓHÆTT AÐ SLAKA Á LOKUN
Langidalur í
Þórsmörk.