Morgunblaðið - 15.06.2010, Síða 22

Morgunblaðið - 15.06.2010, Síða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 ✝ Kristinn E. Guð-mundsson var fæddur í Reykjavík 6. febrúar 1934. Hann lést í sum- arbústað sínum á Þingvöllum 8. júní sl. Foreldrar hans voru Jóhanna Guð- jónsdóttir húsmóðir og Guðmundur Eyj- ólfsson sjómaður en þau eru bæði látin. Systkini Kristins sammæðra eru Sig- ríður, látin, Jörgen Már og Guðrún. Systkini Kristins samfeðra eru Guðfríður, Elín Val- gerður, Bjarni og Ragnar. Kristinn kvæntist 23. maí 1953 Guðríði Geiru Kristjánsdóttur frá Hellissandi, f. 27. júlí 1934. For- eldrar hennar voru Kristján Haf- liðason og Guðmundsína Sigurrós Sigurgeirsdóttir, bæði látin. Börn Kristins og Guðríðar Geiru eru: 1961, gift Salómoni Þórarinssyni, f. 1960, barn Jónu Bjargar: Svav- ar Helgi, f. 1984, faðir hans Jakob Svavarsson, barn Salómons er Sóley, f. 1995. Sigurrós, f. 1962, börn hennar: Torfi Þór, f. 1984, og Berglind Rós, f. 1986, faðir þeirra er Torfi Lúthersson. Sam- býliskona Torfa Þórs er Hildur Rúnarsdóttir, f. 1983, barn þeirra: Ilmur Jara, f. 2007. Berg- lind Rós er gift Lúðvíki Berg Lúðvíkssyni, f. 1983, börn þeirra: Viktoría, f. 2005 og Rakel, f. 2006. Kristinn lærði bifvélavirkjun hjá Fordumboðinu Kr. Kristjáns- syni. Lengst af starfsævinni vann Kristinn hjá Vita- og hafna- málastofnuninni í Kópavogi. Síð- ustu starfsárin starfaði Kristinn hjá bifvélaverkstæði Stræt- isvagna Reykjavíkur. Útför Kristins fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 15. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Ögmundur, f. 1953, kvæntur Ástu Huldu Kristinsdóttur, f. 1953. Barn þeirra: Sveinn Kristinn, f. 1975, kvæntur Höllu Árnadóttur, f. 1977, börn þeirra: Ögmund- ur Árni, f. 2002, og Gunnlaugur Árni, f. 2005. Jóhanna, f. 1958, gift Guðmundi Bjarna Daníelssyni, f. 1955, börn þeirra: Guðríður Marta, f. 1974, sambýlismaður Eggert Sólberg Pálsson, f. 1972, börn þeirra: Páll Sólberg, f. 1993, Jóhanna Margrét, f. 1995, Eggert Sólberg, f. 2002. Kristinn Eyjólf- ur, f. 1978, sambýliskona Gyða Minný Sigfúsdóttir, f. 1979, börn þeira: Kamilla Rós, f. 2003, Kjart- an Smári, f. 2005. Daníel Guðni, f. 1986, unnusta Linda Ósk Kjart- ansdóttir, f. 1988. Jóna Björg, f. Elsku pabbi og tengdapabbi, þakka þér fyrir alla hjálpina og góðu stundirnar. Alltaf varst þú fyrstur til að bjóða fram aðstoð þína alveg sama hvað það var. Þú varst alltaf svo góður og jákvæð- ur við okkur öll, mér finnst gott að hugsa til góðu stundanna þeg- ar ég fór með þér og mömmu í göngutúra í Laugardalnum og út við Gróttu og ferðirnar með okk- ur Salla upp í bústaðinn sem við erum að byggja. Þú áttir þínar bestu stundir í sumarbústaðnum ykkar þar sem þú kvaddir á sól- björtum degi í faðmi mömmu. Oft sagði ég við þig og mömmu að enginn gæti óskað sér betri foreldra, guð geymi þig pabbi minn. Jóna og Salómon. Fyrir 37 árum, þegar ég var 18 ára gamall, kom ég á heimili þitt til að heimsækja rauðhærða heimasætu sem þá var aðeins 15 ára. Til að byrja með varstu ekki mjög hrifinn af þessum heimsókn- um en það breyttist sem betur fer fljótt. Það tókst strax með okkur góður vinskapur og reyndist þú mér og mínu fólki ávallt mjög vel. Margar góðar stundir átti ég, Jóhanna, börn mín og barnabörn saman t.d. í sumarbústað ykkar Geiru, hvort sem það var við veið- ar, viðgerðir eða söng við gít- arleik þinn. Þú kvaddir í ykkar sælureit í sumarbústaðnum við Þingvalla- vatn í faðmi þinnar heittelskuðu eiginkonu til 57 ára. Ekki er hægt að hugsa sér betri leið til að kveðja þennan heim. Hafðu þökk fyrir allt kæri vin- ur og tengdapabbi. Elsku tengdamamma, guð geymi þig um ókomna tíð. Við hvað á ég að líkja lífi okkar? Jafnvel áður en ég get sagt að það sé sem elding eða daggardropi er því lokið. Guðmundur Bjarni Daníelsson. Kiddi tengdafaðir minn er lát- inn. Hann lést á Þingvöllum í sumarbústað sínum en það var sá staður sem honum var kærastur. Ég á ekkert nema fallegar minningar um Kidda. Ég var ung- lingsstúlka þegar ég kom fyrst í Skálagerðið með Ömma og var mér afskaplega vel tekið af Geiru og Kidda. Síðan þá hafa þau reynst mér og fjölskyldu minni mjög vel. Kiddi og Geira voru mjög sam- hent hjón og ef annað nafnið var nefnt fylgdi hitt á eftir. Kiddi var einstaklega ljúfur og góður mað- ur, það var alveg sama hverju við þurftum á að halda, hann var allt- af tilbúinn að aðstoða. Hann hugsaði sérstaklega vel um fjöl- skyldu sína og spurði frétta af barnabörnum og barnabarna- börnum ef svo ólíklega vildi til að hann hefði ekki hitt þau um tíma. Öll símtöl okkar á milli eru vottur þess að hann fylgdist vel með öllu í fjölskyldu minni af umhyggju. Þegar við Ömmi eignuðumst sumarbústað á Flúðum fylgdist hann með hverju skrefi sem stigið var og gaf góð ráð. Margar góðar stundir átti ég með Kidda og Geiru í Skálagerðinu og í sum- arbústaðnum þeirra við Þing- vallavatn, þar sem gjarnan var slegið upp stórveislu ef gesti bar að garði. Hann var hrókur alls fagnaðar í afmælisveislum og öðr- um samkomum fjölskyldunnar en þá tók hann gjarnan fram gít- arinn og spilaði og söng. Efst í huga mér er ferð sem Kiddi og Geira fóru með okkur Ömma til Flórída haustið 2004. Kiddi heill- aðist af flestöllu sem fyrir augu bar. Það sem vakti sérstaka at- hygli hans voru vegirnir, vega- kerfið og allar slaufurnar á stórum gatnamótum. Við ferðuð- umst víða í þessari ferð og naut hann hverrar stundar. Kiddi minn, nú er komið að leiðarlokum. Ég þakka þér sam- fylgdina og hversu góður þú varst alltaf við mig. Góður Guð, blessa þú minningu Kidda og gef Geiru og fjölskyldu styrk. Þín tengdadóttir, Ásta Hulda. Hann Kiddi afi er dáinn. Þessi hlýi og góði maður sem alltaf var tilbúinn að hjálpa til ef óskað var eftir því. Ég man eftir mér ungum að ár- um í sumarbústaðnum hjá ömmu og afa þar sem við veiddum í Þingvallavatni, nutum góðra veit- inga og slöppuðum af á pallinum. Afi var alltaf klár með veiðistöng- ina og eyddi ófáum klukkutím- unum með fjölskyldunni niðri við vatnið. Alltaf var tekið vel á móti manni, hvort sem komið var í sumarbústaðinn eða í Skálagerð- ið. Kiddi afi og amma Geira pöss- uðu Ögmund Árna, eldri son okk- ar hjóna, einn vetur áður en hann byrjaði á leikskóla og tóku þar með virkan þátt í uppeldi hans. Hann var sjaldan jafn ánægður og þegar hann kom í Skálagerðið enda var hann viss um að amma og afi myndu fara með hann á leikvöllinn, skreppa á bókasafnið eða leika í rólegheitum á stofu- gólfinu. Kiddi afi spilaði líka oft á gítarinn við fögnuð þess stutta. Gunnlaugur Árni, yngri sonur okkar, átti einnig ómetanlegar stundir með langafa og lang- ömmu. Afi var alltaf svo góður við alla. Hann naut þess að koma í heim- sókn og hitta drengina okkar. Hann, ásamt ömmu, nýtti öll tækifæri til þess að halda góðum tengslum við allt sitt fólk og lýsir það þeirri umhyggju og ástúð sem þau búa yfir. Við erum þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með elsku Kidda afa. Ekki síst skemmtilegar stundir á Tenerife fyrir tveimur árum. Afi og amma voru einstaklega samrýnd hjón, á milli þeirra ríkti mikill kærleikur. Það var aðdáun- arvert að fylgjast með sambandi þeirra og hversu samtaka þau voru í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Hjónaband þeirra er okkur sem yngri erum dýrmæt og góð fyrirmynd. Elsku Geira amma, þinn missir er mestur. Megi góður Guð styrkja þig og fjölskylduna alla. Sveinn Kristinn, Halla, Ögmundur Árni og Gunnlaugur Árni. Elsku afi minn, ég er enn að reyna að átta mig á því að þú sért farinn. Þegar ég fékk þær fréttir að þú værir að kveðja þennan heim fylltist ég mikilli sorg og söknuði. Stuttu eftir byrjaði ég að hugsa um allar þær stundir sem ég átti með þér. Mínar fyrstu minningar um þig eru þegar við fjölskyldan vorum hjá ykkur í sumarbústaðnum á Þingvöllum, að veiða á daginn og þú að spila á gítarinn á kvöldin. Svo eru það heimsóknir mínar í Skálagerðið, þar sem maður stalst oft í stólinn þinn og horfði á Tomma og Jenna-spóluna sem þú og amma settuð í tækið fyrir okk- ur barnabörnin. Þegar ég var að kveðja ykkur eftir heimsóknir gáfuð þið mér alltaf Ópal en svo seinna meir vilduð þið styrkja mig með smápening. Þessum gjöfum reyndi ég yfirleitt að neita, en þú tókst það ekki í mál, sagðir mér bara að nota hann í að gera eitthvað skemmtilegt. Á síð- asta ári eyddi ég mun meiri tíma hjá ykkur ömmu en ég hafði gert áður, þar sem ég bjó nokkrum skrefum frá ykkur. Oft kom ég yfir í hádegismat þar sem við spjölluðum lengi saman og hlóg- um, mikið er ég þakklátur fyrir þann tíma. Þú kvaddir þennan heim skyndilega en jafnframt á þeim stað sem þér leið best, í sumarbústaðnum með ömmu. Ég mun alltaf minnast þín með gleði í hjarta og ég þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Guð geymi þig. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Daníel Guðni Guðmundsson og Linda Ósk Kjartansdóttir. Elsku afi minn, ekki trúði ég því að þú værir farinn frá mér, það var eins og tíminn hefði stöðvast, en nú ertu kominn á góðan stað þar sem við öll hitt- umst á endanum. Þegar kemur að kveðjustund þá koma allar bestu minningarnar fram. Það sem stendur upp úr hjá mér er hvað þú varst oft að tala um hvað þú værir stoltur að eiga alnafna og ekki er ég síður stoltur að vera nafni þinn þar sem þú ert sú persóna sem allir litu upp til. Maður fyllist stolti að sjá hvað þið amma voruð alltaf jafn ást- fangin og góð hvort við annað og það lýsti upp heimilið ykkar og bústaðinn þar sem var alltaf jafn yndislegt að koma. Ég gleymi aldrei þeim stundum sem ég eyddi með þér við að sækja vatn og smíða uppi í bústað. Svo þegar barnabörnin komu var glampinn í augum þínum slíkur að maður sá hvað þú elskaðir þau mikið en það sem er sárast er að nú eru tvö lít- il kríli á leiðinni sem þú hlakkaðir svo til að sjá en við munum sjá til þess að þau heyri hvað afi þeirra elskaði þau mikið þó svo að ekki fædd væru. Ég á eftir að sakna þín svo óendanlega mikið og sakna að koma til þín í sveitina í kaffi og brauð með tómat og eggjum sem var hvergi eins gott og hjá ykkur ömmu, það verður sterkt í minn- ingunni og ég mun aldrei gleyma því. Þegar ég verð eldri ætla ég að verða nákvæmlega eins afi og þú, því svona eiga afar að vera. Megi guð geyma þig í örmum sér og ég veit að við hittumst síð- ar. Þinn alnafni, Kristinn. Elsku afi. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, við höf- um oft rætt það okkar á milli hvernig þú komst okkur í föð- urstað og við erum þér ævinlega þakklátir fyrir ómetanlegar stundir okkar saman eins og þeg- ar þú kenndir okkur að hjóla, spila á gítar og kenndir okkur á rakvélina þegar við þóttumst vera komnir með skegg. Það eru for- réttindi að hafa átt svona góða að. Við munum aldrei gleyma þér. Svavar og Torfi. Elsku fallegi afi minn. Mikið er erfitt að kveðja þig en samt er ég svo þakklát og glöð í hjartanu að þú fékkst að fara á þínum uppáhaldsstað og í örmum konunnar sem þú elskaðir svo heitt. Ást ykkar ömmu sagði meira en þúsund orð. Þið kennd- uð okkur að elska og virða hvert annað á svo marga vegu. Það var alveg sama hvar þið voruð, ef það hljómaði fallegt lag þá bauðstu ömmu alltaf upp í dans og sagðir henni hversu falleg hún væri og hvað við værum heppin að eiga hana sem ömmu, þetta ólumst við upp við. Hvers er hægt að óska sér meir? Í hjarta þínu var alltaf pláss fyrir alla og mikið nutum við þess að koma með vini okkar í heimsókn hvort sem það var í Skálagerðið eða í sumarbústað- inn. Afi, þú varst Viktoríu og Rakel svo dýrmætur og þær voru nú ófáar stundirnar sem við fjöl- skyldan áttum saman í sumarbú- staðnum. Við keyrðum svo oft fram hjá fallegu kirkjunni í sveit- inni og ég sagði alltaf að þegar ég yrði stór þá myndi ég gifta mig í þessari kirkju sem og ég gerði. Og þú afi leiddir mig inn kirkju- gólfið og gafst mig honum Lúðvík sem þú hélst svo mikið upp á. Elsku afi, þú varst mér sem faðir, það var svo gott að halda utan um þig og vera hjá þér. Ég sakna þín svo sárt og elska þig svo mikið, lífið verður ekki eins án þín. Þín afastelpa, Berglind Rós. Elsku besti afi minn, mikið vantar mig fast faðmlag frá þér núna og klapp á kinnina, mér stekkur nú bros á vör þegar ég hugsa til þín, alltaf talandi um það að ég væri litla stelpan ykk- ar. Þú varst alltaf svo fallegur og góður við okkur öll og þá sér- staklega hana ömmu, eftir öll þessi ár horfðirðu enn á hana með stjörnur í augum og það sáu allir ástina og virðinguna sem þið sýnduð hvort öðru alla tíð. Amma alltaf svo fín á hælaskóm og þú í dökkum gallabuxum, pólóbol og leðurjakka. Elsku amma mín, missir þinn er mikill, við verðum alltaf til staðar fyrir þig. Elsku afi minn, ég kveð þig með sorg í hjarta en fallega minningu um yndislegan mann sem gaf mér alla þá ást og athygli alla tíð, sem lítil stelpa þarf, þó svo hún sé orðin 35 ára. Í huganum raula ég lagið sem ég söng alltaf fyrir þig þegar ég var lítil aftan í Cortinunni á leið upp í bústað: „Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni, til þess að segja þér hve heitt ég elska þig“ og kyssi þig á hálsinn. Ég mun sakna þín allt mitt líf, elsku afi minn, þú varst bestur og ég verð alltaf í huga mínum litla stelpan þín. Marta. Í dag er kært kvaddur Kristinn E. Guðmundsson bifvélavirki. Kiddi eins og hann var alltaf kall- aður var stóri bróðir minn. Það er afskaplega sérstök tilfinning að hann skuli ekki lengur vera hjá okkur. Hann var elsta barn móð- ur minnar af fyrra hjónabandi og hann ólst að mestu upp hjá ömmu og afa. Hann lærði bifvélavirkjun hjá pabba og ég held að ég hafi verið orðin hálffullorðin þegar ég áttaði mig á því að pabbi var stjúpi hans en ekki pabbi, svo nánir voru þeir. Helsta einkenni Kidda var góðmennskan sem af honum skein, hlýjan sem hann umvafði alla með og kátínan sem aldrei var langt undan. Hann hitti ástina sína ungur, hana Geiru, þau voru eitt og óaðskiljanleg. Fallegri hjón sáust varla. Þau eignuðust fjögur dásamleg börn, Ögmund, Hönnu, Jónu og Rósu. Þar fór fríður flokkur barna sem hann gat verið stoltur af. Það var og er dásamlegt og ómetanlegt að eiga slíka fjölskyldu. Þó sorgin sé nú förunautur, þá var það fyrst og fremst gleðin, já- kvæðnin og hlýjan sem einkenndi allt í kringum hann. Kiddi og Geira voru eitt og þau voru akk- erið mitt alveg frá því ég man eft- ir mér. Þegar ég var að alast upp á Laugarnesveginum þá bjuggu þau í kjallaranum með Ömma lít- inn og við uppi, pabbi og mamma og amma. Hjá þeim átti ég alltaf athvarf og hjá þeim var ég pössuð og hjá þeim var gleði unga fólks- ins, hláturinn og gítarspil. Ef pabbi og mamma fóru í frí þá var ég pössuð hjá þeim og þannig var það alveg þar til ég fullorðnaðist. Alltaf var hægt að bæta mér við. Þar sannaðist að þar sem er hjartarými, þar er alltaf pláss. Hann er ógleymanlegur tíminn sem þau bjuggu á Sogaveginum, en þar byggði hann í óleyfi hús, sem þau bjuggu í til fjölda ára. Þangað var dásamlegt að koma, það var eins og fara upp í sveit, tók klukkutíma í strætó vestan úr Kristinn E. Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Elsku pabbi, minning þín er ljós í lífi okkar. Guð geymi þig. Jóhanna og Sigurrós.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.