Morgunblaðið - 15.06.2010, Side 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010
bæ. Mér fannst ekkert skemmti-
legra: horfa á börnin böðuð, fá að
skreppa í búðina, vera boðin í mat
og þar fékk ég hvalkjöt með
brúnni sósu sem mér fannst al-
gjört nammi og kóteletturnar eru
ógleymanlegar, auðvitað í raspi.
Við vorum alltaf saman á að-
fangadag þegar ég var minni og
þvílíkar dásamlegar minningar
þegar húsið fylltist af börnum og
hátíðin gekk í garð. Síðar vorum
við mamma stundum hjá þeim á
aðfangadag, og ég man þegar ég
var með Ögmund minn pínulítinn
í burðarrúmi að horfa á fyrstu
jólaljósin hjá Kidda og Geiru. Það
var hátíðlegt og ógleymanlegt.
Það er svo margs að minnast og
minningar halda áfram að
streyma í gegnum hugann. Gott
er að eiga þær til að ylja. Hann
var einhvern veginn alltaf til
staðar, svo nálægur og hlýr.
Missirinn er mikill fyrir Geiru
og fjölskyldu. Barnabörnin sjá á
eftir besta afa sem hægt var að
eignast. Því miður þá eru Gísli og
Ögmundur ekki á landinu til að
fylgja Kidda síðasta spölinn, en
hugur þeirra er með fjölskyldunni
og þeir þakka fallegar stundir og
senda innilegar samúðarkveðjur.
Takk fyrir allt og allt, kæri
stóri bróðir, og ég veit að góður
guð mun vernda fjölskylduna þína
alla. Megi herskarar engla fylgja
þér á leiðarenda.
Guðrún Ögmundsdóttir.
Hann Kiddi er falinn frá og mig
langar að þakka honum fyrir
væntumþykju í öll þessi ár.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Elsku Geira, Ömmi, Hanna,
Jóna og Rósa. Ég votta ykkur
mína dýpstu samúð og megi guð
veita ykkur styrk á þessum erfiða
tíma.
Hrafnhildur.
Kæri bróðir,
Og nú, er með skyndingu þú ferð
okkur frá,
sem okkur þú gladdir með ástríkri
brá,
við óskum að fylgja þér megi
hið hreinasta og besta sem heim-
urinn á
og hjálpi á framtíðarvegi.
Við sendum þér kveðju af hjarta
hljóð,
hart falla örlaga dómar,
þú söngst okkur fagurt lífs þíns
ljóð,
nú lækka þeir blíðu rómar.
Við þökkum glaðværan unaðsóð,
hann áfram í hug vorum hljómar.
Lát minninganna mildu blóm
mýkja og græða sárin.
En ljúfra tóna enduróm
ylja og þerra tárin.
(A.B.)
Minning um góðan mann lifir í
hjörtum okkar allra og vottum við
fjölskyldu hans og ástvinum
dýpstu samúðarkveðjur. Guð
geymi þig, kæra Geira, og Guð
geymi þig, elsku bróðir.
Guðfríður og Björn
(Fríða og Bjössi).
Látinn er í hárri elli
einn forystumanna ís-
lenskra jafnaðarmanna
árin 1942 til 1971, Birg-
ir Finnsson, fv. alþing-
ismaður og bæjar-
fulltrúi Alþýðuflokksins á Ísafirði.
Hann var í föðurætt kominn af verka-
lýðssinnum og jafnaðarmönnum og
fylgdi í þeirra fótspor. Faðir hans
hafði verið formaður í verkalýðs-
félagi, frumkvöðull í atvinnulífi Ísa-
fjarðar með stofnun Samvinnufélags
Ísfirðinga, bæjarfulltrúi og ráðherra
fyrir Alþýðuflokkinn, en afi hans, Jón
Friðfinnsson verkamaður og bóndi á
Akureyri, var sósíalisti og virkur í
verkalýðsbaráttu þess tíma.
Þessari arfleifð trúr var Birgir
Finnsson í þrjátíu ár, einn þessara
traustu, vandvirku, vinnusömu, en
hófsömu stjórnmálamanna, með
sterkar rætur í atvinnulífinu eftir
áralöng störf fyrir útgerð og fisk-
vinnslu Samvinnufélags Ísfirðinga og
víðar. Manngerð, sem stjórnmál sam-
tímans þyrftu svo mjög á að halda.
Maður sem naut virðingar langt út
fyrir okkar flokk, Alþýðuflokkinn,
maður sem sameinaði, en sundraði
ekki. Eiginleiki sem nýttist vel þau
átta ár sem hann var forseti samein-
aðs Alþingis, lengur samfellt en
nokkur annar.
Þegar hann hvarf af vettvangi
stjórnmálanna árið 1971, eftir póli-
tískar sviptingar í lok Viðreisnar-
tímabilsins, hóf hann, og raunar eig-
inkona hans Arndís Árnadóttir
einnig, störf á endurskoðunarskrif-
stofu og vann þar í rúm tuttugu ár
eða til ársins 1993. Var það í anda
hans hófsemi, að vinna fyrir sér eins
og venjulegur borgari, en ætlast ekki
til þess að honum yrði „útvegaður“
vellaunaður póstur, sendiherra eða
bankastjóra, eins og því miður var of
algengt á þeim árum og allt fram á
síðustu ár, en mun héðan í frá von-
andi heyra sögunni til. Slíkt var ekki í
anda Birgis Finnssonar, hann kvaddi
stjórnmálin með reisn.
Ég vil fyrir hönd íslenskra jafnað-
armanna þakka honum hans framlag
til betra og réttlátara samfélags, um
leið og ég sendi börnum hans og öðr-
um afkomendum mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Í sorg yfir horfnum
föður, tengdaföður og afa eru minn-
ingar um merkan og mætan mann
huggun.
Jóhanna Sigurðardóttir, for-
maður Samfylkingarinnar.
Í Ísafjarðarkaupstað var framan af
20. öld skráð saga, sem nánast er ein-
stök í sögu sveitarfélaga á Íslandi. Í
átökum valdastéttarinnar við Skúla
Thoroddsen stóð ísfirsk alþýða þétt
með sýslumanni. Í kjölfarið vaknaði
sterk stéttarvitund meðal verka-
manna og sjómanna á Ísafirði. Alþýð-
an á Ísafirði kallaði eftir áhrifum og
völdum. Átök urðu milli fylkinga –
Birgir Finnsson
✝ Birgir Finnssonfæddist á Akureyri
19. maí 1917. Hann
lést í Reykjavík þann
1. júní 2010.
Útför Birgis var
gerð frá Fossvogs-
kirkju 14. júní 2010.
þeirra sem réðu og
hinna, sem ekki réðu
en sóttu rétt sinn. Þau
réttindi, sem eru nú
hluti af daglegu lífi ís-
lenskrar alþýðu, unn-
ust öll í baráttu. Um-
ræðustjórnmálin eiga
þar ósköp lítinn hlut.
Jafnaðarmenn í Al-
þýðuflokknum unnu
meirihluta í bæjar-
stjórn Ísafjarðar og
héldu honum lengi.
Þeir notuðu völd sín til
þess að skrá merka sögu. Mjólkur-
skortur var landlægur. Ísafjarðar-
kratarnir reistu félagsbú og leystu
þann vanda ísfirskra barnafjöl-
skyldna. Þeir byggðu sundlaug og
íþróttahús á undan öðrum. Þeir
byggðu sjúkrahús sem var stærsta
sjúkrahús á Íslandi. Þeir festu kaup á
Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi til þess
að þar yrði byggð upp orlofsaðstaða
fyrir ísfirska alþýðu.
Þegar stór hluti ísfirska flotans var
seldur burtu úr bænum stofnuðu þeir
Samvinnufélag Ísfirðinga, útgerðar-
fyrirtæki sem rak einn glæsilegasta
fiskiskipaflota sinnar tíðar. Birgir
Finnsson var þar framkvæmdastjóri.
Forystuhópur jafnaðarmanna á Ísa-
firði var skipaður skörungum. Finnur
Jónsson, ráðherra, faðir Birgis, var í
frumkvöðlahópnum. Þar voru líka
séra Guðmundur frá Gufudal, faðir
Haraldar síðar ráðherra og afi Jóns
Sigurðssonar, ráðherra, Grímur
Kristgeirsson, faðir Ólafs Ragnars,
Guðmundur Gíslason Hagalín, rithöf-
undur, Helgi Hannesson, forseti
BSRB, og fleiri. Við tók svo millikyn-
slóðin. Hannibal Valdimarsson, Birg-
ir Finnsson, Jón H. Guðmundsson,
Marías Þ. Guðmundsson og síðar
yngri menn eins og Pétur Sigurðs-
son, Gunnar Jónsson, Sigurður Jó-
hannsson og Kristján Jónasson svo
nokkur nöfn séu nefnd. Í hópi milli-
kynslóðarinnar var faðir minn.
Hví rifja ég í minningarorðum um
Birgi Finnsson upp nöfn allra þessa
einstaklinga? Það er vegna þess að í
mínum huga eru þeir samstæður
hópur þar sem einn stóð fyrir alla og
allir fyrir einn. Á átta mánuðum hafa
þrír síðustu úr hópi millikynslóðar-
innar kvatt. Fyrst faðir minn, svo
Marías og nú Birgir. Sagan, sem þeir
skráðu með lífsstarfi sínu, stendur
ein eftir. Birgir var þingmaður Vest-
firðinga þegar ég steig fyrstu spor á
stjórnmálabrautinni. Ég þekkti hann
áður og kynntist honum betur í sam-
starfi við þingflokkinn. Var svo valinn
með stuðningi hans sem frambjóð-
andi á Vestfjörðum þegar hann hætti
afskiptum af stjórnmálum. Þá og
ávallt síðar reyndist hann mér holl-
ráður og heilráður. Birgir var glæsi-
legur maður, einstaklega vandaður
og vandvirkur, hæglátur, hlýr og
kurteis.
Birgir Finnsson er nú kvaddur. Sá
síðasti úr hópi millikynslóðar forystu-
manna Ísafjarðarkratanna er liðinn.
Ég vil þakka honum vináttu og leið-
sögn um leið og ég votta börnum hans
og barnabörnum einlæga samúð.
Sighvatur Björgvinsson,
fyrrv. alþingismaður
og ráðherra.
Við Birgir ólumst upp og bjuggum
langt fram eftir fullorðinsaldri í ein-
hverjum þeim pólitískasta bæ sem ég
get ímyndað mér. Pólitíkin þar
breyttist mjög með Skúlamálunum
og harkan í landsmálum jafnt sem
bæjarmálum varð mikil. Lengi var
Alþýðuflokkurinn allsráðandi í bæn-
um, en Sjálfstæðisflokkurinn næst-
stærstur og gat verið harðskeyttur
eins og Alþýðuflokkurinn var. Aðrir
flokkar voru mjög litlir og áhrifin eft-
ir því.
Við Birgir Finnsson vorum and-
stæðingar í stjórnmálum, einkum þó
á meðan við vorum báðir ungir, en
eftir langvarandi störf að stjórnmál-
um, fyrst í bæjarmálum og síðan á Al-
þingi, breyttist samstarf okkar mjög
til hins betra.
Arndís, kona Birgis, og ég vorum
jafnaldrar. Við vorum samferða okk-
ar skólagöngu frá barnaskóla til loka
gagnfræðaskóla og á milli okkar var
einlæg vinátta. Eftir að ég kvæntist
Kristínu, konu minni, tókst líka með
þeim innileg vinátta og sömuleiðis
með börnum okkar. Við ferðuðumst
mikið saman, jafnt erlendis sem hér
heima, og þrátt fyrir að við værum
ósammála um margt í stjórnmálum
tókst með okkur traust og gagn-
kvæm vinátta sem entist til æviloka
hans. Æðioft var sagt við mig hvað ég
væri orðinn nákominn kratanum
Birgi Finnssyni. En ég svaraði því til
að það væri mjög gagnlegt fyrir
stjórnmálamenn að eiga vináttu and-
stæðinga og hefur það fylgt mér í
gegnum nokkuð stormasama ævi að
eiga vini í öðrum flokkum en mínum
eigin. Samstarf okkar á Alþingi var
mjög náið og við vorum þar báðir
stuðningsmenn þeirrar ríkisstjórnar
sem þá var við völd og kölluð hefur
verið viðreisnarstjórnin. Þá lágu leið-
ir okkar saman í rúman áratug í fjár-
laganefnd Alþingis en starfsandinn í
þeirri nefnd var sem hjá samhentri
fjölskyldu. Birgir Finnsson var for-
seti sameinaðs Alþingis í átta ár.
Hann stjórnaði þingfundum með
mikilli prýði og var góður og sann-
gjarn stjórnandi. Mér er óhætt að
segja að hann hafi verið vel virtur.
Við áttum margar mjög góðar stund-
ir þessi hjón og er ég nú einn þeirra
eftir.
Ég minnist vináttu og samveru við
þau með hlýhug og virðingu. Birgir
Finnsson var einstaklega ljúfur og
góður í allri samvinnu og alltaf tilbú-
inn til þess að meta samferðamenn
sína af sanngirni og velvilja.
Ég sendi börnum, tengdabörnum
og allri fjölskyldu Birgis einlægar
samúðaróskir um leið og ég þakka
fyrir samvinnu, samstarf og vináttu
okkar Birgis á umliðnum árum.
Matthías Bjarnason.
Hefði ég án umþóttunartíma verið
beðinn að tilgreina lifandi dæmi þess,
sem á ensku nefnist gentleman, og
sem íslensku orðin, heiðursmaður
eða prúðmenni komast næst því að
lýsa, þó fremur hið síðarnefnda, þá
tel ég líklegt, að Birgir Finnsson
hefði komið mér fyrst í hug.
Framkoma hans og fas einkennd-
ist af prúðmannlegum persónustíl og
óaðfinnanlegri og viðeigandi snyrti-
mennsku. Viðmótið var í senn virðu-
legt, hógvært og hlýlegt. Afstaða
hans var samofin úr skarpri hugsun
og dómgreind, en um leið þeirri óbif-
andi rósemi og raunsæju yfirvegun,
sem er forsenda auðmýktar í upp-
runalegri merkingu þess orðs – sem
og umburðarlyndis, velvildar og
góðrar nærveru. Tilsvör hans og orð-
ræða var markviss – hvorki of eða
van. Hið innra jafnvægi brást honum
ekki svo mér sé kunnugt um, né
æðruleysið og sáttin við mannlegt
hlutskipti – fram á ystu nöf.
Ævin líður sem örskot. Þótt við
kveðjum öll, þá er eitthvað sem varir
fyrir augliti hins ósegjanlega. Mig
grunar, að andleg arfleifð góðs
manns sé óafmáanleg og búi um ald-
ur í hugardjúpi tilverunnar, og í
andblæ liðinna og ókominna tíma.
Engu breytir – nema síður sé – að
þau huldu rök fáum við aldrei vegið
né mælt á kvarða mannlegs skilnings,
fremur en neitt það sem mestu skipt-
ir í raun – og gerir lífið þess virði að
því sé lifað.
Mágkonu minni og bróður, fjöl-
skyldu þeirra, öðrum afkomendum
hins látna, tengdafólki hans og vinum
er vottuð hluttekning.
Magnús Skúlason.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HALLDÓRA BÖÐVARSDÓTTIR,
Dalbraut 15,
Akranesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn
9. júní.
Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju
miðvikudaginn 16. júní kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar er
bent á Krabbameinsfélagið eða Ljósið.
Þórður Magnússon,
Svava Huld Þórðardóttir,
Jón Þór Þórðarson, Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir,
Berglind Erna Þórðardóttir, Jes Friðrik Jessen,
og ömmubörn.
Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, systir, mágkona og frænka,
RAGNHILDUR INGÓLFSDÓTTIR
klæðskeri,
lést á heimili sínu í Nørre Vissing á Jótlandi
sunnudaginn 13. júní.
Peter W. Petersen,
Sædís Ragnhildardóttir, Jesper Mikkelsen,
Martina Agrillo, Lukas Benedikt Mikkelsen,
Ingólfur Ingólfsson, Ragnheiður Björg Björnsdóttir,
Ásdís Ingólfsdóttir, Haraldur Jónsson,
Bergþóra Ingólfsdóttir, Benedikt Ólafsson,
Stefán Ingólfsson, Inga S. Ingólfsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur.
✝
Okkar ástkæri,
GUÐMUNDUR GEORGSSON
læknir,
Hæðargarði 3c,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 13. júní.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn
21. júní kl. 15.00.
Örbrún Halldórsdóttir,
Halldór Guðmundsson, Anna Vilborg Dyrset,
Örbrún Guðmundsdóttir, Heinrich Berger,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Magnús Hauksson,
Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Dagur Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.