Morgunblaðið - 15.06.2010, Page 24

Morgunblaðið - 15.06.2010, Page 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 ✝ Unnar Þór Lár-usson fæddist í Reykjavík 30. apríl 1958. Hann lést á heimili sínu á Ak- ureyri að kvöldi 7. júní 2010. Foreldrar hans eru Lárus Jónsson, f. 17. nóvember 1933 í Ólafsfirði og Guðrún Jónsdóttir, f. 12. nóv- ember 1932 í Gerða- hreppi. Systkini Unn- ars eru: 1) Jón Ellert, f. 4. mars 1956 í Reykjavík. Sambýliskona hans er Sigrún Ásdís Gísladóttir. Börn Jóns Ellerts frá fyrra hjónabandi eru: a) Guðrún Hrönn, f. 28. desember 1974. Hún á þrjú börn. b) Valdís Bergmann, f. 26. maí 1979. Hún á tvö börn. c) María Ósk, f. 28. ágúst 1987. Börn Sigrúnar frá fyrra hjónabandi eru: a) Andri Már, f. 29. nóvember 1975. Hann á þrjú börn. b) Tómas Veigar, f. 11. ágúst 1977. Hann á þrjú börn. c) Eiríkur, f. 28. júlí 1987. Hann á eitt barn. d) Einar Logi, f. 5. ágúst 1989. 2) Marta 19. desember 1985, gift Lárusi Heiðari Ásgeirssyni. Þau eiga eina dóttur, a) Ásthildi Lárusdóttur, f. 4. október 2008. 3) Margrét Unnars- dóttir, f. 1. apríl 1991, hennar kær- asti er Einar Helgi Guðlaugsson. Unnar útskrifaðist frá Mennta- skólanum á Akureyri 1978, hóf nám í tölvunarfræði við Háskóla Ís- lands haustið 1979. Útskrifaðist með BSc-gráðu í tölvunarfræði haustið 1982. Unnar starfaði við Reiknistofnun Háskóla Íslands til vorsins 1984 er þau hjónin fluttust til Akureyrar. Þar stofnaði hann með bróður sínum Jóni Ellerti Lár- ussyni fyrirtækið Tölvutæki sem síðar varð að Tölvutæki Bókval. Haustið 1990 hóf Unnar störf sem tölvunarfræðingur við Útgerð- arfélag Akureyringa og starfaði hann þar um árabil. Á síðastliðnum árum starfaði Unnar hjá Tæknivali á Akureyri, Skrín sem síðar sam- einaðist Skýrr, Maritech og síðast sem gæðastjóri hjá Símanum frá desember 2008. Unnar söng með Kór Akureyrarkirkju frá árinu 1992 til dánardags og tók auk þess virkan þátt í starfi kórsins og kirkj- unnar. Útför Unnars Þórs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 15. júní 2010, kl 13.30. Kristín, f. 8. júní 1963 í Ólafsfirði. Eig- inmaður hennar er Guðmundur Valsson. Börn þeirra eru: a) Lárus, f. 24. maí 1994, b) Valur, f. 22. maí 2000 og c) Guð- rún Ýr, f. 10. apríl 2003. 3) Jónína Sig- rún, f. 7. ágúst 1970 á Akureyri. Eig- inmaður hennar er Birgir Guðmundsson. Börn þeirra eru: a) Lárus Örn, f. 29. júlí 2004, b) Ásta Rún, f. 29. júlí 2004, d. 29. júlí 2004, c) Unnur Ásta, f. 27. desember 2007. Unnar kvæntist þann 25. júlí 1981 Hólmfríði Sigríði Kristjáns- dóttur, f. 16. janúar 1959, dóttur Kristjáns Halldórssonar, f. 26. sept- ember 1912, d. 24. maí 1991 og Steinunnar Kristínar Guðmunds- dóttur, f. 14. mars 1923. Börn Unn- ars og Hólmfríðar eru: 1) Lára Kristín Unnarsdóttir, f. 6. ágúst 1982, í sambúð með Hrafnkatli Sig- urðssyni; 2) Eyrún Unnarsdóttir, f. Í dag kveðjum við okkar ástkæra föður. Föður sem í samvinnu við elskandi móður ól okkur upp í þeirri trú að við gætum allt sem okkur dreymdi um að taka okkur fyrir hendur. Föður sem kunni allt. Föður sem færði okkur tónlistina, sem við allar búum svo ríkulega að, söng okkur í svefn eða leiddi okkur inn í draumalandið við ljúfa píanóhljóma. Föður sem sat seinniparta þolin- móður yfir skólabókunum og rifjaði upp löngu gleymdar eðlisfræðiform- úlur á menntaskólaárum okkar. Föður sem færði okkur áhuga á landinu okkar með sumarbústaða- ferðum fjölskyldunnar ár hvert í nýja og spennandi landshluta, benti okkur í sunnudagsbíltúrum á hús, holt og hæðir. Föður sem lagði allt sitt í að búa okkur stelpunum sínum, því dýrmætasta sem hann átti, fal- legt heimili, með dugnaði sínum og fáséðri handlagni. Föður sem bjó okkur dýrindisveislu, alveg sama hversu stórt eða smátt tilefnið var og ekki skipti máli hvort málsverð- urinn var grjónagrautur í örbylgju- ofni eða lambalæri á grillinu. Hann hafði færnina til að gera hversdag- inn að hátíð. Föður sem var með ein- dæmum árrisull og vakti okkur oft og tíðum með söngnum: „Rís upp og skín.“ Föður sem var okkur fyrir- mynd á ótalmörgum sviðum lífsins, elja hans, áhugi, natni og hæfileikar kenndu okkur hversu lífið getur ver- ið innihaldsríkt og gefandi. Föður sem gat með glettni sinni, góðlátleg- um prakkarastrikum og stríðni kom- ið okkur til að hlæja fram á síðasta dag. Föður sem hafði stærsta hlát- urinn sem mun óma í hjörtum okkar að eilífu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku yndislegi pabbi okkar, nú er þitt stríð á enda, nú hefur þú risið upp úr veikindunum og getur hvílt þig við hlið þeirra sem á undan þér hafa kvatt. Nú hefst okkar stríð, okkar sem þurfum að sætta okkur við ill örlög þín og syrgjum þig svo sárt. Þú munt alltaf vera með okkur, við elskum þig. Þínar dætur, Lára, Eyrún og Margrét. Að koma inn í nýja fjölskyldu er vandasamt verk. Við tökum varfær- in skref, viljum vera við sjálf, sýna okkar besta. Í senn falla í hópinn og bæta einhverju við hann. Að finna sér samastað hjá nýrri fjölskyldu getur reynst fólki erfitt. En Unnar Þór Lárusson bauð okkur velkomna með þéttu handtaki, sýndi okkur áhuga og hlýju og með sínum dill- andi hlátri og einlægu brosi vissum við frá fyrstu stundu að við værum hjartanlega velkomnir. Frá okkar fyrstu kynnum sýndi Unnar sinn innri mann, þar sem gestrisni, lífs- gleði og hlýja birtust í „hlæinu“ hans, matnum hans og úr sögunum og söngnum hans. Það sem meira er, strax frá fyrstu kynnum sáum við hvað skipti Unnar mestu máli, að fjölskyldan hans væri hamingjusöm og glöð. Það er okkur heiður að fá að vera hluti af fjölskyldu Unnars og með hans hlýju varð Eyrarlandsveg- urinn okkar annað heimili. En nú er komið að kaflaskiptum. Veislan sem þú, Unnar, bjóst okkur er nú liðin undir lok, en þessari veislu munum við sem þig þekktum aldrei gleyma. Þú átt í hjarta okkar ávallt sérstakan stað. Þú háðir hetjulega baráttu, sýndir okkur öll- um að þú ert með ljónshjarta sem í okkar hugum mun slá að eilífu. Unnar lætur eftir sig fjórar fal- legar og sterkar konur, sem eru ein- faldlega einstakar – sem við heitum að standa við hlið og elska. Dags- verki Unnars er lokið, en hann mun vera okkur fyrirmynd um ókomna tíð. Hátt ég kalla, hæðir fjalla hrópið til með Drottins halla. Mínum rómi, ljóssins ljómi lyft þú upp að Herrans dómi. Eg vil kvaka, eg vil vaka, allt til þess þú vilt mig taka. Til þín hljóður, Guð minn góður, græt ég eins og barn til móður. (Matthías Jochumsson.) Þínir tengdasynir, Lárus, Hrafnkell og Einar Helgi. „Heyrirðu ekki „hlæið“ í hon- um?!“ Þetta var svar litlu frænku okkar í síma fyrir mörgum árum þegar hún var spurð um Unnar bróður. Þetta tilsvar hefur oft verið rifjað upp, og það ekki að ástæðu- lausu. Unnar bróðir var með af- brigðum hláturmildur og var það eitt af aðalsmerkjum hans. Hann hló dillandi hlátri, sem var fullur af glettni og lífsgleði. Ekki var annað hægt en að hrífast með. Unnar bróð- ir okkar lést mánudagskvöldið 7. júní sl. aðeins 52 ára að aldri eftir snarpa baráttu við krabbamein. Það er huggun í sorg okkar að Unnar hafði mikinn hæfileika til að lifa í augnablikinu og beið ekki eftir ein- hverju í framtíðinni til að njóta lífs- ins. Hann naut þess þar og þá. Þannig hafði hann unun af því að stunda golf, veiði og silfursmíði, grúska í tæknimálum, spila á píanó, syngja í kór Akureyrarkirkju og elda góðan mat. Hann bar djúpa virðingu fyrir náttúrunni; stundaði t.d. eggjaleit ungur í Ólafsfirði með Jóni og hafði alla tíð mikla þekkingu á fuglum. Við nutum þess ómælt þegar við áttum leið norður að vera boðið í kaffi eða mat. Alltaf hafði fjölskyldan á Eyrar- landsvegi tíma. Þá var rætt um hvernig lífið gengi hjá hverjum og einum – allir voru jafnréttháir hjá Unnari og fjölskyldunni og var tekið á eigin forsendum. Hann tók börn- um okkar systra sem þau væru hans eigin og náði einlægu sambandi við þau með leik, spjalli og söng. Ekki var verra ef Skuggi, hundurinn hans, var með í för til að lífga enn frekar upp á leikinn. En fyrst og síð- ast var Unnar mikill fjölskyldufaðir. Hann vildi ekkert frekar en að verja tíma sínum á Eyrarlandsveginum með Fríðu sinni og stelpunum – og síðar einnig tengdasonunum og afastelpunni Ásthildi. Hann studdi stelpurnar sínar í öllu sem þær tóku sér fyrir hendur. Unnar var afar stoltur af þeim áföngum sem þær náðu, m.a. í námi, hönnun, söng og á fiðlu og bað þær oft um að spila eða syngja fyrir okk- ur þegar við komum saman. Hann setti jafnan fjölskylduna í forgang. Það hefur vakið ómælda aðdáun okkar hvernig Fríða, stelpurnar og fjölskyldur þeirra önnuðust Unnar og stóðu saman í veikindum hans til þess að láta draum hans rætast um að geta verið heima, þótt veikur væri. Í því sambandi reyndist fag- kunnátta og þrautseigja Fríðu ómet- anleg en við viljum fullyrða að það atlæti og sú samstaða sem ríkt hefur á Eyrarlandsvegi í gegn um tíðina hafi einnig skipt þar sköpum. Nokkrum dögum áður en Unnar bróðir dó minntist hann sögunnar um „hlæið“ í sér og hló. Við minn- umst hans í þeim anda – sem tilfinn- ingaríks og hláturmilds fjölskyldu- manns sem bar djúpa virðingu fyrir lífinu og naut augnabliksins, eins og það var. Við kveðjum elsku bróður okkar með söknuði og virðingu. Jónína Sigrún, Marta Kristín og Jón Ellert. Þegar við systkinin setjumst nið- ur til að skrifa fáein kveðjuorð til elskulegs frænda okkar og bróður- sonar, Unnars Þórs Lárussonar, rifjast upp sá tími þegar tveir litlir strákar fæddust inn í fjölskylduna. Þeir voru fyrstu barnabörn foreldra okkar og báru nöfn þeirra. Það var mikil gleði og við héldum mikið sam- an. Við áttum athvarf hjá foreldrum þeirra á námsárum okkar í Reykja- vík áður en þau fluttu með hnokkana tvo norður til Ólafsfjarðar. Við vor- um ung og þeir nánast eins og bræð- ur okkar sem okkur var á stundum treyst fyrir að passa. Unnar var mikill fjörkálfur og mynduðust þá þegar innileg tengsl sem slitnuðu aldrei. Hann var fallegur lítill dreng- hnokki með ljóst krullað hár, mikill fiktari og alltaf á ferðinni. Hann hélt okkur á tánum í þess orðs fyllstu merkingu. Fjölskyldur okkar systkina dvöldu oft hjá foreldrum okkar í Hornbrekkuveginum á sumrin og einnig um jól. Mikil samheldni hefur haldist í stórfjölskyldunni. Við hitt- umst árlega um sjómannadagshelgi í húsinu okkar í Ólafsfirði, vinnum saman að lagfæringum og öðru sem betur má fara. Þar var Unnar ávallt fremstur í flokki og gekk glaður og léttur í lundu að hverju verki. Við minnumst glettninnar og glampans í augum hans þegar „stéttafélagið“ bar á góma, en það hugtak var notað um þá frændur sem stóðu fyrir lagn- ingu stéttarinnar við húsið. Unnar var potturinn og pannan í því verki eins og svo mörgu öðru. Það var auðfundið hve vænt honum þótti um að minnast afa síns og ömmu með því að leggja sig fram við að hlúa að arfleifð þeirra. Veiðiferðir fjölskyldunnar í Svartá og Blöndu voru alveg ein- stakar og þar átti Unnar sinn þátt í skemmtilegum og fjörugum sam- ræðum, söng og gleðskap. Hann var mikill veiðimaður og náttúruunn- andi. Það er undarleg tilfinning að hann sem var hrókur alls fagnaðar á Blöndubökkum í fyrrasumar skuli ekki verða með okkur í veiðinni í sumar. Hann var hress og kátur eins og hann átti að sér þótt hann væri farinn að kenna þess illvíga sjúk- dóms sem heltók hann um síðir. Það lýsir honum vel. Fjölskylduveiðin verður ekki söm án hans. Unnar fékk ágæta tónlistargáfu í vöggugjöf. Hann hafði ágæta söng- rödd og hafði gaman af að syngja í góðum félagsskap svo sem söngur hans í Kirkjukór Akureyrarkirkju ber vitni um. Hann lærði ungur á pí- anó bæði í Ólafsfirði og á Akureyri. Vænt þótti okkur að heyra frá ólafs- firskum jafnaldra hans sem nú er þekktur píanóleikari og tónlistar- maður að Unnar hafi verið örlaga- valdur að tónlistaráhuga hans. Hann hafði hrifist svo af spilamennsku Unnars á skólatónleikum að hann bað um að fá að læra á píanó til að geta spilað tiltekna tónsmíð eins og hann. Unnars verður sárt saknað og við þökkum allt það góða sem hann gaf okkur með lífi sínu. Elsku Fríða, Lára. Eyrún, Mar- grét, Ásthildur litla og tengdasynir. Guð blessi ykkur minningarnar og gefi ykkur styrk í sorginni. Guðrún, Þórleifur og fjölskyldur. Mig langar að minnast Unnars vinar míns sem var að deyja langt um aldur fram. Hans verður svo sannarlega sárt saknað af öllum sem kynntust honum. Margar skemmtilegar minningar koma upp þegar hugurinn reikar til baka. Fyrstu almennilegu kynnin af Unnari voru sumarið 1976 þegar við unnum saman í Slippstöðinni á Ak- ureyri. Þá kynntist ég Unnari og Skúla og gegnum þá Steinari og svo bættist Ingvar í hópinn. Eftir það varð ekki aftur snúið og mikill vin- skapur tókst með okkur og stendur enn hjá okkur sem eftir lifa. Mikið komum við til með að sakna Unnars sem alltaf var hrókur alls fagnaðar. Það sem einkenndi Unnar var jákvæður andi og ótrúlega smit- andi hlátur. Oft var tilefni til hláturs í þessum hópi og eftir á að hyggja get ég ekki minnst þessara mennta- skólaára með þessum ljúflingum sem hér eru taldir nema með mikilli gleði. Unnar var að öllu leyti mikilvæg- ur hlekkur í okkar vinahópi. Ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi hinum stórkostlegu partíum heima Unnar Þór Lárusson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI BJARNASON fyrrv. bifreiðastjóri, frá Sólvangi, Árskógsströnd, lést sunnudaginn 13. júní á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri. Útför hans fer fram frá Stærri-Árskógskirkju föstudaginn 18. júní kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Hlíð. Jóhanna Gíslína Vigfúsdóttir, Bjarni H. Hjaltason, Anna G. Sigurðardóttir, Bjarki V. Hjaltason, Dýrleif K. Steindórsdóttir, Elín Hjaltadóttir, Þórarinn Kristjánsson, Reynir Gísli Hjaltason, Helga Ó. Finnbogadóttir, Vignir Hjaltason, Edda B. Kristinsdóttir, Vigdís E. Hjaltadóttir, Guðmundur Þ. Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, JÓHANNA KOLBRÚN JENSDÓTTIR, Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, lést að heimili sínu þriðjudaginn 8. júní. Útför hennar fer fram frá Landakirkju laugardaginn 19. júní kl. 11.00. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Kristinn Jens Kristinsson, Sigríður Kristinsdóttir, Bára Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.