Morgunblaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 ✝ Ásgerður Jóhann-esdóttir fæddist í Reykjavík 14. apríl 1956. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suður- lands Selfossi 7. júní sl. Ásgerður var dóttir hjónanna Jóhannesar Guðmundssonar, f. 23. okt. 1922, d. 17. júní 2008, og Þóru Einhild- ar Sigurðardóttir, f. 23. júní 1923, d. 20. maí 2006. Systkini Ás- gerðar eru: a) Bryn- dís, f. 8. apríl 1948. b) Sigurður Einar, f. 14. apríl 1949. c) Jóhanna Ingibjörg, f. 3. maí 1954. d) Þóra, f. 22. mars 1961. Ásgerður giftist 7. febrúar 1976 Ægi Lúðvíkssyni, f. 14. okt. 1955. Foreldrar hans, Lúðvík Friðrik Jónsson, f. 23. okt. 1927, d. 22. des. 1976, og Guðrún Sæmundsdóttir, f. 24. júlí 1930. Börn Ásgerðar og Æg- is eru: 1) Jóhannes Friðrik, f. 22. maí 1977, maki Helena Dögg Olgeirs- dóttir, f. 30. október 1980, börn þeirra Diljá Dröfn, f. 29. ágúst 2003, og Auðunn Andri, f. 31. ágúst 2005, 2). Íris Rán, f. 24. nóvember 1981, 3) Lúðvík Frið- rik, f. 4. febrúar 1987. Ásgerður og Ægir hófu búskap á Bar- ónsstíg í Reykjavík, voru á Þórshöfn á Langanesi í 6 ár, fluttu síðan til Reykjavíkur og voru þar til 2007 er þau fluttu á Selfoss. Ásgerður var mikil hannyrðakona hvort sem var sauma- skapur, hekl eða prjón. Hún lærði hárgreiðslu og starfaði við hana fyrstu árin, síðan að mestu við versl- unarstörf, lengst í Storkinum á Laugaveginum. Síðast starfaði Ás- gerður hjá Prentmeti Suðurlands á Selfossi þar til hún lét af störfum vegna veikinda. Útför Ásgerðar fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 15. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku Ásgerður systir. Mér finnst alveg ótrúlegt að þú skulir vera farin á fund feðranna og að við fáum ekki að sjá þig og heyra lengur. Ég sakna þess mikið að geta ekki hringt í þig eða fengið sím- hringingu frá þér og heyrt röddina þína. Það er ekki nema rúmt ár síð- an ég og María heimsóttum þig til Íslands. Það var erfitt að kveðja þig þegar þú og Ægir kvödduð okkur hjá Þóru systur á Barónsstígnum áður en við flugum heim til Ástralíu vitandi að líklega væri þetta í síð- asta skiptið sem ég myndi sjá þig í lifanda lífi. Það hlýtur að hafa verið afskaplega sárt fyrir þig líka og vit- andi til þess að framtíðin lá ekki alltof björt framundan hjá þér við það að glíma við erfiðan sjúkdóm. Ég er mjög þakklát fyrir þennan tíma sem ég og Maria gátum verið hjá þér og Ægi. Við áttum góðar og glaðlegar stundir saman og sérstak- lega var glatt á hjalla þegar Íris gat verið með líka til að gantast með okkur. Þetta var alveg ómetanlegur tími eins og allt lífið er. Hver stund ber með sér gull í mund. Mig langar að þakka þér, Ásgerð- ur mín, fyrir öll þau ár sem við átt- um saman alveg frá því að við vor- um smástelpur. Það voru ekki nema tvö ár á milli okkar svo að við vorum mjög samrýndar. Það eru margar ljúfar og góðar minningar sem sitja eftir. Á okkar yngstu árum var ég hálfgerður strákur í mér en þú allt- af ljúf eins og lamb. Ég man ekki eftir öðru en að okkur hafi alltaf komið vel saman, en því miður átti ég það til að stríða þér og hótaði oft að sparka í rassinn á þér ef þú gerð- ir ekki það sem ég stakk upp á, eins og það að biðja mömmu um eitthvað ef ég þorði ekki að gera það sjálf. Þú hafðir greinilega mikið jafnaðar- geð og ljúfa lund því þú lést oftast undan mér. Þú hafðir mikið og fal- legt krullað hár og þegar við vorum yngri þá dauðöfundaði ég þig af hárinu því það var alltaf verið að hrósa þér hvað þú varst með fal- legar krullur en enginn sagði neitt við mínu þunna slétta hári en á ung- lingsárunum var ég mikið fegin að hafa mitt slétta hár en þú sast ennþá uppi með þínar krullur. Þegar á unglingsárin kom þá vor- um við ekki eins samrýmdar. Við báðar komnar með okkar eigin vin- konur og farnar að gera okkar eigin hluti. Árin liðu við báðar giftum okkur og eignuðumst börn og þið fluttuð norður í land. Þegar þið fluttuð suður aftur þá fljótlega á eft- ir flutti ég og mín fjölskylda til Nýja-Sjálands. Það var ekki fyrr en þú komst í heimsókn til okkar til Ástralíu sem það fór að komast nán- ara samband á milli okkar aftur. Lífið er stutt, áður en maður veit af er bara tíminn hér útrunninn. Þín verður mjög saknað af okkur hér. Allar dætur mínar mátu þig mikils og þótti afskaplega vænt um frænku sína sem var svo ljúf og góð við þær. Elsku systir, það er mér mikill heið- ur að hafa átt þig sem systur og vin- konu í þessu lífi. Guð blessi þig ávallt og verndi hvar sem þú ert og ferð. Vottum Ægi, Jóhannesi og fjöl- skyldu, Írisi og Lúðvík okkar inni- legustu samúð. Guð styrki ykkur og verndi. Þín systir, Jóhanna, Ómar mágur og dætur. Ég ætla með örfáum orðum að minnast systur minnar Ásgerðar er lést hinn 7. júní eftir árs baráttu við krabbamein. Ég minnist ekki margs í bernsku okkar þar eð ég var að verða unglingur er hún fæddist, og þegar hún var komin á unglingsár var ég flutt austur í sveit og gerðist bóndi. Eftir að hún kynntist Ægi urðu samskipti okkar meiri. Þau eignuðust þrjú börn og komu oft í heimsókn með þau. Jói, Íris og Lúð- vík voru svo á sumrin hjá okkur hjónum í sveit, eitt tók við af öðru, og svo er enn að þau halda góðum samskiptum við okkur. Einnig eru barnabörnin þeirra farin að sækja í sveitina til frænku. Við vorum í kartöflurækt saman (í sveitinni auðvitað) og var Ægir sjálfskipaður kartöflu-forstjóri. Einnig komu þau í smalamennskur og var þá Ásgerður betri en enginn að hjálpa mér með barnaskarann, sem fylgdi smalamönnum, og hjálpa til með eldamennskuna. Ég mun eiga eftir að sakna þess í haust. Einnig vorum við saman systurnar með dætur okkar í sláturgerð og var þá oft fjör hjá okkur í vamba- saumnum, og útvarpið stillt á hæsta. Síðasta heimsókn hennar í sveit- ina var rétt fyrir páska í vor. Þá kom hún með sonardótturina, Diljá, og var hjá okkur í tvo daga. Það voru yndislegir dagar. Við ræddum saman og prjónuðum því við vorum nefnilega báðar með því marki brenndar að vera mikið fyrir prjónaskap; lopi, garn, prjónar og blöð í öllum hornum, kössum og kirnum. Ég mun minnast þessara daga með hlýju. Eftir páskana hrak- aði henni frekar skjótt og lagðist hún inn á Heilbrigðisstofnun Suður- lands þar sem hún svo lést. Ég vil þakka hjartkærri systur minni sam- fylgdina og sendi Ægi og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég læt hér fylgja með ljóðið Liljan, sem mér finnst eiga við. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. (Þorsteinn Gíslason.) Bryndís Jóhannesdóttir. Þá hefur Ásgerður systir kvatt þetta jarðlíf þó nokkuð á undan áætlun enda rétt 54 ára. Þegar hún gerði sér ljóst hvert stefndi tókst hún á við það með ótrúlegu æðru- leysi ásamt Ægi sem stóð eins og klettur við hlið hennar. Þó það sé erfitt að sjá á eftir sínum nánustu er huggun að vita að mamma og pabbi taka á móti henni hinu megin. Sem barn var Ásgerður strax fær í handavinnu enda liggja eftir hana margar fallegar flíkur, púðar og teppi; hún gat setið og prjónað í ró- legheitum þó að allt væri á öðrum endanum í kringum hana. Við syst- ur vorum nágrannar í nokkur ár þegar hún bjó á Hverfó og voru ófá skiptin sem hlaupið var á milli í kaffi og spjall. Til dæmis festist það í hefð að við fjölskyldan á Baróns fórum til þeirra á Hverfó í heitt súkkulaði og kökur seint á aðfanga- dagskvöld, og voru það notalegar stundir sem við áttum saman þá, og í annan tíma. Ásgerður kom svo gjarnan við hér á Baróns á morgn- ana þegar hún var á leiðinni í vinnu í Storkinum. Þá sat hún hjá mömmu og pabba litla stund og spjallaði, sem ég veit að þeim þótti mjög vænt um. Þá var Ásgerður líka lærð hár- greiðslukona og var þess vegna oft beðin um að halda hári fjölskyldu- meðlima í skefjum sem hún gerði vel eins og annað það sem hún tók sér fyrir hendur. Eftir að þau Ægir fluttu á Selfoss urðu heimsóknirnar stopulli en þeim oftar hringt á milli til að spjalla um daginn og veginn. Ásgerður var mjög ákveðin og gat verið þrjósk ef svo bar undir. Sem dæmi má nefna langaði hana til Ástralíu að heimsækja Jóhönnu systur, og þrátt fyrir að það sé langt og mikið ferðalag, lét hún það ekki stoppa sig og fór meira að segja tvisvar. Þriðju ferðina hafði hún hugsað sér að fara á næsta ári, en af því verður víst ekki þar sem hún er lögð af stað í lengri ferð. Ég kveð hér elskulega Ásgerði systur mína, megi guð styrkja Ægi og börn þeirra hjóna í sorginni. Þóra systir. Mig langar að minnast, með nokkrum orðum hennar Ásgerðar, móðursystur minnar, sem lést langt um aldur fram af völdum illvígs krabbameins. Hún Ásgerður var alltaf svo róleg og góð og tilbúin að veita aðstoð sína ef hún mögulega gat. Það var alltaf svo notalegt að koma til þeirra Ægis hvort sem þau bjuggu á Hverfisgötunni eða í Löngumýrinni, Ásgerður alltaf með eitthvað á prjónunum eða saumandi út, og nóg til að spjalla um. Nú á seinustu árum datt hún líka í búta- sauminn og saumaði fjöldann allan af fallegum hlutum, bæði sem hún skreytti heimili sitt með og gaf vin- um og ættingjum. Öll handavinna sem hún gerði var svo vel unnin – og fínlegu sængurgjafirnar sem við systurbörn hennar fengum, það var nú ekkert smáfallegt handbragð á þeim gjöfum. Ásgerður gekk í Kvenfélag Sel- foss eftir að hún flutti í Löngumýr- ina og við fórum stundum saman á fundi. Hún lét sitt ekki eftir liggja í góðgerðarmálum, prjónaði meðal annars nokkrar ungbarnahúfur fyr- ir Kvenfélagið, því Kvenfélagasam- bands Íslands ákvað að gefa öllum nýburum á Íslandi húfur á afmæl- isári sínu, 2010. Ásgerður lagði einnig Rauðakrossdeildinni á Sel- fossi lið því hún var í félagsskap þar, sem hittist reglulega og prjón- aði, og gaf afraksturinn á basar sem RKÍ heldur alltaf af og til. Ég kem til með að sakna þín ótrúlega mikið, Ásgerður mín, sam- verustundanna okkar, hvað það var notalegt að fá þig í heimsókn til mín eftir hádegið þegar öll börnin voru farin að sofa. Þá sátum við í róleg- heitum, drukkum kaffi, prjónuðum og spjölluðum. Eins var nú stutt að skreppa yfir í Löngumýrina og kíkja í einn kaffibolla, ef maður nennti ekki að hanga heima. Stund- um þegar við Hilmar Bjarni fórum fýluferð, og enginn var heima í Löngumýrinni, varð hann fokvond- ur yfir því að þurfa að snúa frá því hann var vanur alls konar góðgerð- um hjá ykkur Ægi og kærði sig alls ekki um að þurfa að fara strax aftur heim. Ég gæti skrifað svo miklu meira, en læt hér staðar numið. Mig lang- ar að þakka þér, Ásgerður mín, fyr- ir allar samverustundirnar og allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég bið Guð að gefa fjölskyldunni þinni styrk til að tak- ast á við erfiða tíma. Við sjáumst svo aftur þegar þar að kemur. Hrönn Bjarnadóttir. Hugurinnn hvarflar til horfinna tíma og ég hugsa um þig, Ásgerður mín. Ég sé þig fyrir mér þegar þú komst til mín í verslunina Storkinn fyrir tæpum 25 árum. Ég var ný- tekin við rekstrinum á fyrirtækinu og þú hallaðir þér yfir búðarborðið í áttina til mín og sagðist alveg vera til í að koma og vinna hjá mér. Þú varst svo glaðleg og hlý, svo fínleg og falleg með jarpa krullaða hárið þitt. Á táningsárunum hafðir þú unnið í Storkinum hjá mömmu minni og hún dásamaði þig alla tíð. Ég þurfti ekki langan umhugsunar- frest, ég held að þú hafir verið mætt til vinnu hjá mér daginn eftir. Það voru góðir og skemmtilegir tímar, sem tóku við. Það var ein- staklega góður og samstilltur hópur sem vann saman í Storkinum, það var mikið unnið, en það var líka mikið talað og mikið hlegið, börnin okkar voru oft hjá okkur í vinnunni, komu við eftir skóla og fengu gjarna hressingu um leið og farið var yfir heimalærdóminn. Ásgerður var einstaklega góður starfskraftur. Hún var afar dugleg, samviskusöm og sinnug á allan hátt. Hún bjó yfir mikilli kunnáttu í allri handavinnu, hvort sem var í prjóni, hekli, út- saumi eða bútasaumi. Hún var allt- af elskuleg og hjálpsöm við við- skiptavinina og átti auðvelt með að miðla kunnáttu sinni til þeirra. Handbragðið hennar Ásgerðar var líka afar fallegt. Hún var mjög list- ræn, hafði mjög ákveðinn og fág- aðan smekk og næmt auga fyrir litasamsetningum, notaði milda liti og fór hvergi út af sporinu. Hand- bragðið hennar var eins og sálin hennar, sem var einstaklega ljúf og falleg. Ásgerður mín, það var mér mikil gæfa að fá þig til vinnu í Storkinum og gott að vera með þér. Ég mun alltaf hugsa til þín með þakklæti og hlýju. Þín vinkona, Malín Örlygsdóttir. Kæra vinkona. Nú er komið að þessum kaflaskilum í lífi okkar. Hér erum við saman komnar tvær vin- konur þínar að minnast þín. Við kynntumst á unglingsárunum í Ár- múlaskólanum, lentum í sama bekk og með okkur hófst góð vinátta sem hefur haldist alla tíð síðan. Þrátt fyrir að við byggjum hver í sínum landshlutanum eða annarri heim- sáfu, héldum við alltaf sambandinu, fylgdumst hver með annarri, skrif- lega, í símasambandi og hittumst er tækifæri gafst og síðast en ekki síst þá voru það jólakortin, ekki mátti gleyma þeim, því þá var líkt og eitt- hvað vantaði. Lýsing á þér, Ásgerður okkar: Falleg, dökk á brún og brá með hrokkið hár (stundum kvartaðir þú yfir því en við sögðum: „Vá þú þarft aldrei neitt að hafa fyrir því, ekki permanent eða neitt“), grannvaxin og ávallt smekklega klædd. Já, Ás- gerður okkar, þú varst bæði falleg yst sem innst, listræn tilfinninga- vera, hreinskiptin og gast verið mjög ákveðin ef þess þurfti og þá var nú gott að hafa þig með sér. Eftir Ármúlaskólann tók önnur ákvörðun við, hvað ætluðum við að gera, hvert yrði framhaldið varð- andi menntun. Nunna Maja var ákveðin í að fara í Húsmæðraskól- ann á Laugarvatni og Sigga fylgdi í kjölfarið. Við ræddum við þig, því þú varst þvílíkur handavinnusnill- ingur, sama hvaða verkefni það var, allt lék í höndunum á þér og varð að listaverki. Þá helst var það prjóna- konan í þér og garnið, þú elskaðir að sýna manni fallegt garn og segja manni allt um það ásamt uppskrift- um. En svarið við spurningum okk- ar um húsmæðraskólann var: „Mig langar mikið með ykkur, en ég er búin að skrifa undir samning sem nemi í hárgreiðslu og fer í Iðnskól- ann,“ og þar við sat, þú kláraðir það nám og vannst við það í nokkur ár. En síðan hættir þú og fórst seinna á gamlar slóðir, fékkst vinnu í Stork- inum. Þar hafðir þú unnið á ung- lingsárunum hjá Unni, en síðan hjá dóttur hennar, Malín Örlygsdóttur. Þú sagðir eitt sinn: „Mér finnst eig- inilega ekkert gaman að þessu hár- greiðslustarfi, en í svona hannyrða- verslun finn ég mig og er innan um mitt áhugamál.“ Við á Laugarvatni og þú í bæn- Ásgerður Jóhannesdóttir HINSTA KVEÐJA Þú hlýtur að vera á heimleið og koma með heita og rjóða vanga, því sólin guðar á gluggann minn, og grasið er farið að anga. (Davíð Stefánsson.) Mamma mín, ég elska þig alltaf. Þín dóttir, Íris Rán Ægisdóttir. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður míns, tengdaföðurs, afa, langafa og langalangafa, Ólafs Gunnars Sigurðssonar (Óla í Ásgarði), áður til heimilis að Heiðarbraut 7, Garði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, heilbrigðisstofnun Suðurnesja, nýrnadeild Landspítalans, hjartans þökk til Aðalheiðar og Sólborgar hjá skiljunardeild Landspítalans, og allar starfsstúlkurnar við heimahjúkrun á Suðurnesjum, hafið hjartans þökk fyrir hlýja og góða umönnun undanfarin ár. Guð blessi ykkur öll og ykkar starf. Soffía G. Ólafsdóttir, Sæmundur Kr. Klemensson, Ólafur G. Sæmundsson, Hjálmfríður Kristinsdóttir, Klemenz Sæmundsson, Katrín Sigurðardóttir, Hlíðar Sæmundsson, Guðjónína Sæmundsdóttir, langafabörn og langalangafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.