Morgunblaðið - 15.06.2010, Síða 27
um. Eitt sinn léstu okkur vita að þú
værir búin að kynnast voða mynd-
arlegum strák sem þú værir mjög
hrifin af. Vá! … hvað við urðum for-
vitnar og við fyrsta tækifæri fórum
við með rútu til Reykjavíkur til að
sjá þennan myndarlega strák. Við
fórum beint upp á Barónsstíg 11 að
hitta þig. Þar biðum við uppi á
hanabjálka í þínu herbergi þar til
strákurinn mætti, hann heilsaði
okkur en stoppaði stutt við og þú
sagðir: „Hann er líklega bara feim-
inn við ykkur“ en við sögðum: „Nei,
hann vildi bara hitta þig eina.“
Þetta var Ægir sem varð þinn
lífsförunautur. Þið urðuð þeirrar
gæfu aðnjótandi, eignuðust þrjú
myndarleg börn, Jóhannes, Írisi og
Lúðvík, og barnabörnin eru orðin
tvö. Margs er að minnast og margs
er að sakna, en hver og einn hefur
fyrir sig lifandi minningu um góða
og gjöfula sál. Minningin er dýr-
mæt og hana tekur enginn frá okk-
ur.
Kæra vinkona, Guð gefi þér góða
heimkomu. Við sendum allri fjöl-
skyldunni okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Þínar vinkonur,
Guðrún María Þórðardóttir
og Sigríður Kolbeinsdóttir.
Ásgerður,
þú ert mér svo kær,
þú ert okkur svo kær.
Við kynntumst fyrir tæplega
þremur árum, samt höfum við
þekkst alla tíð. Það er svo mikill
heiður að hafa umgengist þig. Allt
sem þú snertir verður að gulli, ég á
ekki bara við hvað þú ert klár í
höndum heldur líka við fjölskylduna
sem þú hefur stofnað. Sama hversu
míkil karlremba Ægir getur verið,
hann elskar þig eins og lífið sjálft.
Eitthvað hlýtur þú að hafa gert rétt
þar sem börnin þín Jóhannes, Íris
og Lúðvík eru góð og fallegir ein-
staklingar. Og varla er hægt að lýsa
strumpunum tveimur, sem bráðum
verða þrír, Dilja Dröfn og Auðunn
Andri. Þú ert frábær amma.
Svo margt eftir ósagt … fyrir-
gefðu hvað ég hef oft tuðað við þig í
gegnum tíðina, en þú veist vel að
Frakkar þurfa að kvarta af og til!
Oftast þó þurfti maður ekki einu
sinni að tala. Mér leið svo vel í þinni
nærveru.
Laugardaginn 15. maí talaði ég
við þig í síðasta sinn. Það var sól og
blíða, ég ákvað að færa ykkur sum-
arið og keypti ís handa öllum. Þú
varst á spítala. Það voru kosningar
fram undan og Ægir tuðaði yfir því
að hafa fengið græna skeið. Heppin
varstu að fá bláa! Við Sæmi stopp-
uðum stutt og það var dásamlegt að
vera saman og hlæja, pólitík og
hlátur, Ægir og Ásgerður. Þú varst
hraust aftur, við vorum ekki lengur
á spítala heldur í Löngumýrinni,
allt svo einfalt og eðlilegt. Hafði ég
sagt eitthvað djúpt og gáfulegt,
hafði ég vitað að við værum að
kveðja hvor aðra – ég veit það ekki,
ég veit á móti að ég er afar þakklát
fyrir þessa fallegu minningu um
þig, um okkur öll saman.
Mér þykir svo vænt um þig,
meira en þú veist. Þú ert stundum
hjá mér, þú kíkir af og til, ég man
hvernig þú hlærð. Míkið var hlegið í
vor þegar ég keyrði framhjá húsi
ykkar og fann vöfflulykt, ég ákvað
að kíkja inn. Auðunn Andri var í
heimsókn, Lúðvík og Ægir voru
heima. Strákarnir fóru að aðstoða
Ægi við vinnu hans, þau keyrðu alla
leið í Hveragerði og þegar þau
komu til baka, þá spurði ég Auðun
hvernig hafði gengið. Litli karlinn
var ekki alveg sáttur því hann mátti
ekki koma við allt, Lúðvík leyfði það
ekki. Þá sagði hann við okkur:
„Lúðvík er kommúnisti“. Og við
hlógum eins og kjánar, hvaðan
skyldi hann hafa heyrt þetta? Þú
hlærð svo fallega.
Ég vil þakka þér fyrir allt, elsku
besta Ásgerður „frænka“.
Vatnið rennur af háum fjöllum
eftir hvössu grjóti,
Þú ert aftur á móti
andblær við svanavæng.
(Matthías Johannessen)
Þín,
Violette.
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010
✝ Stefán ÞorkellKarlsson var
fæddur 15. maí 1954 í
Reykjavík. Hann lést
á heimili sínu 2. júní
sl.
Foreldrar hans
voru Karl G. Ingi-
marsson, f. 20.9. 1925,
d. 18.1. 2006, og Stella
Stefánsdóttir, f. 20.5.
1932, d. 2.7. 2009.
Systur Stefáns eru:
Jóna, f. 11.7. 1950,
Stefanía, f. 25.2. 1953,
m.h. Jóhannes G. Pét-
ursson, og Guðbjörg Edda, f. 14.7.
1959, m.h. Gunnar Sigurðsson. Sam-
feðra: Sólveig Gyða Guðmunds-
dóttir, f. 17.7. 1946.
Kona Stefáns var Hafdís Erna
Harðardóttir, f. 25.4. 1955. Þau
skildu. Börn: 1) Stefán Bjartur, f.
28.7. 1972, börn: Jóhannes Helgi og
Selma Björt, 2) Helga Sonja, f. 16.2.
1975, börn: Líf Hafdís, Bryndís Eir
og Gyða. Dóttir með
Björgu Jónsdóttur, f.
23.8. 1955, er Ingi-
björg Elíasdóttir, f.
21.8. 1977, í sambúð
með Þórði Má Sig-
urðssyni, börn: Guð-
laug Elísa, Jóhann
Bergur og Alexandra
Sigurbjörg. Sonur
með Önnu Maríu Har-
aldsdóttur, f. 28.1.
1961, er Davíð, f. 29.3.
1988, í sambúð með
Ölmu Ósk Árnadótt-
ur, og dóttir með Þóru
Vilhjálmsdóttur, f. 18.5. 1966: Stef-
anía Katrín Sól, f. 24.7. 1997. Þóra
átti fyrir Júlíus Þór og Vilhjálm Þór
er Stefán gekk í föðurstað.
Hann fór á togara 15 ára og vann
hin ýmsu störf en hefur átt við veik-
indi að stríða undanfarin 13 ár.
Útför Stefáns Þorkels fer fram í
Digraneskirkju í dag, 15. júní 2010,
og hefst athöfnin kl. 15.
Það er erfitt að kveðja eina bróður
sinn langt um aldur fram. En nú þurf-
um við að gera það í dag. Honum tókst
alltaf að koma manni á óvart og einnig
í þetta sinn. Hann var einstakur mað-
ur og átti sér engan líka. Hann lenti í
því eins og fleiri að fara á Breiðuvík.
Allt hans líf einkenndist af því eftir
það og má rekja hans snemmbæra
dauða til dvalarinnar þar. En hann
átti skemmtilegar hliðar. Hann var
góður sögumaður. Hann var alltaf í
góðu skapi á hverju sem gekk. Hann
var bráðvel gefinn. Hann var einstak-
lega gjafmildur. Og nú síðustu ár kom
í ljós að hann var listhneigður. Hann
fór að stunda ljósmyndun fyrir meira
en áratug og tók glettilega góðar
myndir. Og í vetur höfum við systk-
inin ásamt fleiri hist einu sinni í viku
til að gera skartgripi. Og hann vissi al-
veg hvernig hann vildi hafa gripina og
voru þeir ávallt fallegir og mjög list-
rænir og auðvitað öðruvísi en okkar.
Hann varð mjög ungur faðir. Ekki bar
hann gæfu til að fá að ala börnin sín
upp nema það yngsta og tvo fóstur-
syni og sýndi hann okkur þar hversu
ábyrgur og góður faðir hann var. Stef-
án lifði lífinu lifandi alla tíð og á met-
hraða. Við munum ávallt sakna hans
og allra góðu stundanna sem við höf-
um átt saman.
Megi æðri máttur vaka yfir honum
og styrkja Þóru og börnin hans í sorg-
inni sem og aðra aðstandendur.
Systurnar,
Jóna, Stefanía
og Guðbjörg Edda.
Eitt sinn þegar ég var tíu ára eða
svo, sinnaðist mér harkalega við móð-
ur mína. Ég þrammaði upp í herberg-
ið mitt, setti helstu nauðsynjar í gulan
sjópoka og tilkynnti móður minni að
ég væri farin að heiman, ég ætlaði að
fara og finna hann pabba minn. Fljót-
lega gerði ég mér þó ljóst að erfitt
væri fyrir svo litla hnátu að finna ein-
hvern úti í hinum stóra heimi, ég tala
nú ekki um á árunum fyrir tíma Go-
ogle. Ég neyddist því til að bíða enn
um sinn.
Svo fór að leiðir okkar lágu ekki
saman fyrr en ég varð sextán ára og
urðum við strax hinir mestu mátar.
Loksins fékk ég að vita hvaðan ég
hafði þrjóskuna og hirspursleysið, það
kom klárlega frá þér elsku pabbi. Ég
er svo þakklát fyrir þann tíma sem ég
fékk að hafa þig í lífi mínu og fyrir all-
ar stundirnar sem við eyddum saman.
Ég dáðist alltaf að styrk þínum, sem
þú sýndir alltaf þrátt fyrir mikil og
erfið veikindi í fjölmörg ár. Þú varst
alltaf jákvæður og æðrulaus gagnvart
þeim erfiðleikum sem steðjuðu að og
þú hefur kennt mér mikið um það
hvernig best sé að takast á við lífið.
Mér þótti alltaf gott að koma til þín
þegar ég var í vandræðum, einkum
vegna þess að þú náðir alltaf að láta
mig sjá björtu hliðina og oft fékk ég að
heyra „Það þýðir ekkert að velta sér
upp úr þessu og væla, það sem skiptir
máli er að rífa sig upp á rassgatinu og
redda málunum,“ og það hef ég alltaf
gert, þökk sé þér.
Oft komu tímar þegar þú varst sem
veikastur, að ég hélt ég myndi missa
þig. En þú náðir alltaf að koma til
baka af ótrúlegum styrk og það að
missa þig svona óvænt var mikið áfall.
Bæði ég, Raggi og allar afastelpurnar
þínar munum geyma þig og öll þínn
skemmtilegu uppátæki í minningunni,
við söknum þín óskaplega en huggum
okkur þó við að þú hefur fundið lausn
frá veikindunum og að nú ertu hjá
ömmu, afa og Védísi.
Við munum ávallt elska þig elsku
pabbi.
Helga Sonja, Ragnar,
Líf, Bryndís og Gyða
(afastelpurnar).
Stefán Þorkell
Karlsson
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við fráfall og útför
SIGRÍÐAR JÓNATANSDÓTTUR,
Fjóluhvammi 3,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala.
Guð blessi ykkur.
Anna Edda Gísladóttir, Birgir Steinþórsson,
Konráð Breiðfjörð Pálmason, Marín Sigurgeirsdóttir,
Margrét Stefanía Gísladóttir,
Þórdís Lilja Gísladóttir, Þráinn Hafsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
MARÍU SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR,
Kringlumýri 12,
Akureyri.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
Reynihlíðar fyrir einstaka alúð og umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhann Sverrisson, Ásta Hansen,
Svanfríður Sverrisdóttir, Jón Á. Eyjólfsson,
Jón Haukur Sverrisson,
Elísabet Sverrisdóttir, Sigfús Ó. Jónsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur
minnar og frænku okkar,
ERLU ELÍASDÓTTUR
fyrrum aðstoðarháskólaritara.
Ágúst Halldór Elíasson,
Anna Steinunn Ágústsdóttir,
Einar Ingi Ágústsson,
Elías Halldór Ágústsson,
Eva Ágústsdóttir Stewart,
Sveinn Andri Sveinsson.
✝
PÁLL GESTSSON
skipstjóri frá Siglufirði,
Tjarnarbóli 6,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
18. júní kl.13.00.
Aðstandendur.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI GUÐMUNDSSON
fyrrv. verkstjóri hjá Reykjavíkurborg,
til heimilis að
Kristnibraut 43,
Reykjavík,
sem andaðist aðfaranótt þriðjudagsins 8. júní
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 16. júní kl. 15.00.
Þorleifur Gíslason, Ásdís Jónsdóttir,
Stefanía Vigdís Gísladóttir, Magnús Ingimundarson,
Guðmundur Gíslason, Hafrún Hrönn Káradóttir,
Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Magnús Atli Guðmundsson,
Guðbjörg Þórey Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Allar minningar á einum stað
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.