Morgunblaðið - 15.06.2010, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.06.2010, Qupperneq 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 Sudoku Frumstig 3 7 5 2 6 8 2 4 3 9 2 7 9 5 6 4 6 7 3 5 4 9 7 5 2 8 3 7 6 1 5 7 6 2 7 6 5 2 8 3 5 1 9 1 7 9 3 7 3 5 8 2 3 6 8 2 9 7 6 1 3 9 4 2 7 8 7 5 8 2 4 1 9 6 2 5 9 8 6 1 4 3 7 3 6 1 7 9 4 2 8 5 8 4 7 5 2 3 6 1 9 9 8 3 4 7 2 5 6 1 4 1 5 9 8 6 7 2 3 6 7 2 3 1 5 9 4 8 5 2 4 1 3 7 8 9 6 1 9 6 2 5 8 3 7 4 7 3 8 6 4 9 1 5 2 7 8 1 6 5 9 2 4 3 4 6 2 3 7 8 9 1 5 5 9 3 2 1 4 8 6 7 8 3 9 5 6 1 4 7 2 6 7 4 8 3 2 5 9 1 2 1 5 9 4 7 6 3 8 1 5 7 4 8 6 3 2 9 3 2 6 7 9 5 1 8 4 9 4 8 1 2 3 7 5 6 3 7 2 5 6 8 4 9 1 1 9 6 3 7 4 8 5 2 4 5 8 2 1 9 6 7 3 9 6 4 7 5 3 1 2 8 7 2 1 8 4 6 5 3 9 5 8 3 1 9 2 7 4 6 6 1 5 9 3 7 2 8 4 8 3 7 4 2 1 9 6 5 2 4 9 6 8 5 3 1 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 15. júní, 166. dag- ur ársins 2010 Orð dagsins: Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar. (Mt. 10,31.) Víkverji hefur fulla samúð meðbændum og öðrum íbúum í ná- grenni eldgossins frá Eyjafjallajökli, sem hafa þurft að glíma við langvar- andi öskufall og tjón á gróðri, rækt- arlandi og bústofni. Fyrir þá sem ekki hafa reynslu af þessu eða upp- lifað aðstæður á vettvangi er erfitt að setja sig í spor þessa fólks. Jafn ánægjulegt er hins vegar að sjá að tún séu farin að spretta á ný og bændur farnir að slá, líkt og Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri, sem hafði á fyrstu dögum eldgossins ótt- ast að þurfa að bregða búi. x x x Deilir Víkverji þeirri ósk meðSunnlendingum og öðrum landsmönnum, að ógleymdum um- heiminum, að eldgosið í jöklinum sé búið, þannig að uppbyggingarstarf geti hafist af fullum krafti. Afleið- ingar öskufallsins í nánasta um- hverfinu, eins og á Þórsmerk- ursvæðinu, eru sláandi en jafnframt ánægjulegt að heyra að gróðurinn sé óðum að ná sér. Vonandi eiga ferða- menn tök á að ferðast inn í Þórsmörk í sumar, og vonandi fer yfirvofandi flóð úr Gígjökli að klára sig af. x x x Kunnugir spekingar hafa þó var-að við öskufjúki í sumar og jafnvel næstu ár, sem geti komið í veg fyrir mikil ferðalög um svæðið, en óskandi er að hressilegar rign- ingar bindi mesta rykið. Öskufallið getur þó átt á sér ánægjulegar og spaugilegar hliðar í vissum tilvikum. Þannig barst Vík- verja til eyrna að þrjóskukind ein hefði óvænt komið til byggða, sem ekki hefði komið fram í tveimur síð- ustu leitum á afrétti bænda úr Fljótshlíðinni. Var nánast búið að af- skrifa kindina en enginn gladdist meira en eigandinn, er hún birtist öskugrá af afréttinum en við hesta- heilsu að því er virtist. x x x Af tillitssemi við hlutaðeigandaætlar Víkverji ekkert að upp- lýsa um hverja er að ræða, en sam- gleðst bara yfir endurheimtunum með bæði eiganda og ánni. víkver- ji@mbl.is Víkverji Krossgáta Lárétt | 1 handsama, 4 kuldi, 7 minnast á, 8 trylltur, 9 víð, 11 lifa, 13 þroska, 14 hæfileiki, 15 bryggjusvæði, 17 við- auki, 20 púka, 22 segir ósatt, 23 selir, 24 harma, 25 skyldmennisins. Lóðrétt | 1 lítils virði, 2 bor, 3 mjög, 4 óstelvís, 5 snákur, 6 geta neytt, 10 rándýr, 12 beita, 13 sterk löngun, 15 óðals- bónda, 16 fallegur, 18 lagast, 19 nauts, 20 mannsnafn, 21 kjána. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gloppótta, 8 rafts, 9 tíðar, 10 sóa, 11 skari, 13 Ránar, 15 bliks, 18 salat, 21 vot, 22 garða, 23 aftan, 24 hrokafull. Lóðrétt: 2 lyfta, 3 passi, 4 óætar, 5 taðan, 6 hrós, 7 grár, 12 rok, 14 áma, 15 buga, 16 iðrar, 17 svark, 18 starf, 19 lítil, 20 tonn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. 0-0 Rf6 5. d3 0-0 6. Bb3 d5 7. exd5 Rxd5 8. h3 Rb6 9. He1 a5 10. a4 Bd6 11. Rc3 Bf5 12. Rb5 Bg6 13. Bg5 Dd7 14. Rh4 Rd4 15. Rxd4 exd4 16. Df3 c6 17. Rxg6 hxg6 18. He4 Bb4 19. h4 Hae8 20. h5 Hxe4 21. dxe4 gxh5 22. Dxh5 c5 Staðan kom upp á öflugu at- skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Odessu í Úkraínu. Sergei Movsesjan (2.717) frá Slóvakíu hafði hvítt gegn Arkadij Naiditsch (2.686). 23. Bf6! Dc6 svartur hefði einnig staðið höll- um fæti eftir 23. … gxf6 24. Dg6+ Kh8 25. Dxf6+. 24. e5! Rd7 25. Be7 c4 26. Bxf8 Rxf8 27. Ba2 Re6 28. Hd1 d3 29. cxd3 Rf4 30. Dg4 Dxa4 31. Bxc4 Dc2 32. Hf1 Re2+ 33. Kh2 Dd2 34. f4 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Slagveiði. Norður ♠D8542 ♥962 ♦7 ♣ÁG74 Vestur Austur ♠73 ♠Á ♥KD1085 ♥G74 ♦82 ♦G10954 ♣K1083 ♣9652 Suður ♠KG1096 ♥Á3 ♦ÁKD63 ♣D Suður spilar 6♠. Við þekkjum öll spilara sem byrja með níu steindauða slagi í þremur gröndum, en spila til enda, spil fyrir spil, í von um vitlaus afköst. Það má deila um skemmtanagildið, en hitt er ótvírætt að þessi þrákelkni skilar ár- angri, enda erfitt að halda einbeiting- unni í vörn. Hitt skilar þó enn meiri ár- angri ef sagnhafi lætur vörnina fá raunverulegt vandamál að glíma við. Hér kemur út ♥K gegn 6♠. Með tvær hendur uppi blasir við að henda strax hjörtum niður í hátígla. En það gengur ekki í þessari legu, því vestur mun stinga í þriðja tígulinn. Vanur slagveiðimaður sér þennan möguleika fyrir og leikur millileik: spil- ar ♣D í öðrum slag. Hann ætlar alltaf að taka á ásinn, en hver veit – ef til vill leggur vestur kónginn á og þá er málið leyst. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ástæðurnar fyrir erfiðleikum þín- um kunna að vera þær, að þú einblínir um of á ákveðinn aðila. Minntu þig á að samskipti við börn eru tækifæri en ekki byrði. (20. apríl - 20. maí)  Naut Láttu það ekki aftra þér þótt breyt- ingatillögur þínar fái lítinn hljómgrunn. Frá og með morgundeginum liggur leiðin upp á við að nýju, sannaðu til. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú þarft að vinna í því að ná tök- um á tilfinningum þínum. Gættu þess sér- staklega að skrifa ekki undir neitt sem þú ert ósátt/ur við. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er langur listi verka sem þarf að sinna, og þú ert rétti aðilinn. Breyt- ingar sem þú leggur til mæta mikill and- stöðu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinni- partinn. Stuðningur fjölskyldu og heim- ilis eykur þér öryggi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er gaman að njóta augnabliks- ins þegar allar aðstæður eru réttar. Hringdu í stönduga vini og biddu þá um að ráðleggja þér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þér finnst hlutirnir gerast full-hratt í kringum þig. Aðgerðir þínar gagnvart yf- irvöldum bera takmarkaðan árangur og valda þér gremju. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öllu öðru til að þér takist að ljúka við þau verkefni sem fyrir liggja. Ástin liggur í leyni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Að segja það sem maður er að hugsa leiðir ekki alltaf til ánægjulegrar niðurstöðu, en gerir það í dag. Brostu og allt verður betra. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Næstu daga áttu eftir að vekja mun meiri eftirtekt en áður. Með því að segja öðrum akkúrat það sem þeir vilja vita, ekkert umfram það, viðheldur þú dulúðinni í kringum þig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú hlakkar til þess tíma þegar þú þarft ekki að gera það sem þú ert núna að gera. Hreinskilni er þér eðlislæg. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ekki meira tuð yfir smámunum – settu tilfinningar fólks í fyrsta sæti. Taktu til í skápum, bílskúrnum og geymslunni og fargaðu því sem þú hefur engin not fyrir. Stjörnuspá 15. júní 1829 Dómur féll í hæstarétti í Kambsránsmálinu. Sjö menn voru dæmdir til hýðingar (mest 81 högg) og einn þeirra auk þess til að „erfiða ævi- langt í rasphúsi,“ eins og sagði í Annál nítjándu aldar. 15. júní 1947 Millilandaflugvél, sú fyrsta sem Íslendingar eignuðust, kom til landsins. Hún var nefnd Hekla, var af Skymast- er-gerð og í eigu Loftleiða hf. Tveimur dögum síðar fór hún í fyrstu ferðina til Kaup- mannahafnar. Flugið tók sjö klukkustundir og fargjaldið var 850 krónur. 15. júní 1950 Bæjarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti að hringtorg skyldu njóta aðalbrautarréttar en um þetta höfðu verið skiptar skoð- anir meðal ökumanna. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Guðmundur Jóhannesson, Hólabraut 25, Skagaströnd, er níræður í dag, 15. júní. Hann verður að heim- an. 90 ára Svanur Jó- hannsson fyrr- verandi skip- stjóri er sjötíu og fimm ára í dag, 15. júní. Svanur dvelst erlendis um þessar mund- ir. 75 ára „Ég hef haldið veglega upp á flest stórafmæli en ætla að fagna afmælinu núna í rólegheitum með fjölskyldunni,“ segir Haraldur Sveinsson glaður í bragði en hann er 85 ára gamall í dag. Haraldur segir menn á sínum aldri helst vilja vera með nánustu fjölskyldumeðlimum á tímamót- um sem þessum. Hann þurfi engin sérstök veislu- höld í þetta skiptið. Nafn Haraldar Sveinssonar ber hátt í sögu Morgunblaðsins. Hann var stjórnarformaður Ár- vakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, frá 1954 til 1969 og framkvæmdastjóri Árvakurs 1968 til 1995 en þá settist hann aftur í stól stjórnarformanns félagsins. Því embætti gegndi hann til ársins 2005. Þó svo Haraldur hafi alið lengstan starfs- aldur sinn hjá Árvakri þá hefur hann komið víða við, bæði í atvinnulíf- inu sem og í félagsmálum. Haraldur sat m.a. í stjórnum Vinnuveit- endasambands Íslands og Verslunarráðs Íslands, þar sem hann var formaður um tíma. Hann var einnig stjórnarformaður Lífeyrissjóðs blaðamanna um margra ára skeið. Haraldur starfaði sömuleiðis innan hestamannahreyfingarinnar og sat um tíma í stjórnum Fáks og Land- sambands hestamanna. hjaltigeir@mbl.is Haraldur Sveinsson er 85 ára í dag Fagnar með fjölskyldunni Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Reykjavík Arndís Anna fæddist 8. janúar kl. 11.01. Hún vó 2.890 g og var 49 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Brynhildur Fjöln- isdóttir og Grétar Pétur Geirsson. Reykjavík Víkingur Rafns fæddist 21. febrúar kl. 16.13. Hann vó 3.280 g og var 49 cm langur. For- eldrar hans eru Sólveig Andrea Jónsdóttir og Hilmir Víglundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.