Morgunblaðið - 15.06.2010, Qupperneq 30
30 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞAÐ YLJAR MANNI
AÐ GERA GÓÐVERK
PEYSUR VIRKA
LÍKA ÁGÆTLEGA
ÞÚ GETUR
SLAPPAÐ AF,
SCHROEDER
ÉG ÆTLA EKKI AÐ BIÐJA ÞIG
AÐ GIFTAST MÉR FRAMAR
MARÍA FRÆNKA GIFTIST
TROMPETLEIKARA OG HÚN
SEGIR AÐ ÞAÐ SÉ NÓG AÐ
HAFA EINN TÓNLISTAR-
MANN Í FJÖLSKYLDUNNI
HÚRRA FYRIR
MARÍU FRÆNKU!
HVAÐ ER
Í MATINN?
ÉG VEIT EKKI
HVORT ÉG Á NEITT
TIL AÐ ELDA
HEFUR ÞÚ
ANNARS
SMAKKAÐ
SANDKÖKU?
GRÍMUR,
HEFUR ÞÚ
NOKKUÐ SÉÐ
RÚNAR?
HANN
SAGÐIST VILJA
BERJAST FYRIR
FRIÐI Í
HEIMINUM
HANN ÆTLAR
AÐ STOPPA
EITTHVAÐ LANG-
VARANDI STRÍÐ
NÚNA VERÐIÐ
ÞIÐ ÞRJÚ AÐ
HÆTTA AÐ
BERJAST!
KLUKKAN ER BARA
ÞRJÚ OG FYRSTA
BÚÐIN ER BÚIN
JÁ,
ÚTSÖLURNAR
GANGA VEL
HJÁ OKKUR
EN VIÐ MEGUM
EKKI SLAKA Á. LÍTIL
TÖF GETUR EYÐILAGT
ÁÆTLUNINA OKKAR
AFSAKIÐ...
EN KORTINU ÞÍNU
VAR SYNJAÐ
HVAÐ?!?
ÞAÐ GETUR
EKKI VERIÐ!
HÉRNA! ÉG
SKAL BORGA
ÞETTA
TALANDI UM
TAFIR. MIKIÐ
TEKUR LANGAN
TÍMA AÐ BORGA
VILTU VINSAMLEGAST
HLEYPA ÖÐRUM AÐ ÁÐUR
EN MÚGURINN BRJÁLAST?
HVAR ERTU EIGINLEGA,
BIG-TIME?
ÞÚ BAÐST MIG AÐ
HITTA ÞIG...
BEINT UNDIR STÓRU
KLUKKUNNI EFTIR AÐ VIÐ LÁTUM KLUKKUNAFALLA OFAN Á HANA...
SÉR FÓLKIÐ KÓNGULÓARMANNINN
SVEIFLA SÉR Í BURTU
Lyklar fundust
Tveir lyklar, úti-
dyralyklar og líklega
að íbúð, fundust í
Hraunbænum fyrir um
það bil 12 dögum. Upp-
lýsingar í síma 868-
6090.
Frábær þjónusta
hjá Trefjum
í Hafnarfirði
Ég er búinn að eiga tvo
heita potta (rafmagns)
frá Trefjum, sem ekki
er í frásögur færandi,
nema hvað þjónustan
er frábær. Ég lenti í
því sunnudaginn 6. júní sl. þegar ég
fyllti pottinn sem er á þriðja ári, að
það kom fram leki. Þar sem það var
frídagur hafði ég samband við þá á
mánudaginn um klukkan ellefu. Það
var kominn viðgerðamaður um
þrjúleytið, en rétt er að taka fram
að það er um tveggja tíma keyrsla
frá Hafnarfirði, að þeim stað þar
sem ég er með pottinn.
Þessi viðgerð var mér
að kostnaðarlausu.
Þetta kalla ég frá-
bæra þjónustu.
Einar.
Enn um Leiðarljós
Ég vil taka undir með
þeim sem hafa kvartað
undan því að Leiðar-
ljós þurfi að víkja fyrir
HM í fótbolta. Ég hef
um árabil fylgst með
þessum þáttum og var
kominn vel inn í allar
fléttur. Þetta er ólíð-
andi og biðla ég til
RÚV að endurskoða þessa ákvörð-
un sína.
Virðingarfyllst,
Snorri Gunn-
ar Steinsson.
Ást er…
… styrk hönd til að
stóla á.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Opið frá kl. 9. Skrán-
ing í Jónsmessuferð 23. júní.
Árskógar 4 | Smíði/útskurður og
leikfimi kl. 9, botsía kl. 9.45, handa-
vinna frá kl. 12.30.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa kl. 9, fé-
lagsvist kl. 14.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa er op-
in kl. 8-16.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Fundur með farþegum í ferð á Snæ-
fellsnes 21.-23. júní, er kl. 13.30 í dag,
í Stangarhyl 4.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður kl. 9, jóga, ganga og myndlist kl.
10.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ
| Vinnustofur opnar frá kl. 9.30, Bón-
usrúta kl. 14.45, opið til kl. 16.
Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9-
16.30 m.a. perlusaumur, og nemendur
Vinnuskólans eru á svæðinu, staf-
ganga kl. 10.30. Á morgun kl. 13 er
Kvennahlaup ÍSÍ, upphitun hefst kl.
12.30, umsj. Sigurður og Þorvaldur,
bolir á staðnum. Mánud. 21. júní kl.
10 verður farið í heimsókn í Dala-
byggð, skráning á staðnum og í síma
575-7720.
Hraunbær 105 | Bingó 16. júní kl.
13.30.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, mynd-
mennt kl. 10, leikfimi kl. 11.30, bolta-
leikfimi kl. 12, brids kl. 12.30, vatns-
leikfimi kl. 14.10. Sjá www.febh.is.
Hvassaleiti 56-58 | Opið er kl. 8-16 í
sumar. Matur og kaffi, hársnyrting og
fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 | Örsýning Lista-
smiðju t.d. útskurður, postulínsmálun
og bútasaumssýning auk samsýningar
Listasmiðju, Frístundaheimilisins Sól-
búa og Skapandi skrifa. Listasmiðjan
er opin í júnímánuði.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg-
unkaffi, vísnaklúbbur kl. 9.15, hand-
verksstofa, ýmis verkefni kl. 11, brids/
vist kl. 13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa-
vinnustofa opin kl. 9-16, morgunstund
kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, fram-
h.sagan kl. 12.30 og félagsvist kl. 14.
Hundurinn skáldmælti Elvis sendi
Sigurði Ingólfssyni, húsbónda sín-
um, hugskeyti alla leið til Lanza-
rote, enda segir Sigurður að hann
sé „svo næmur á alla hundana og
kettina sem eru hérna“:
Mig dreymdi í nótt að dagur kæmi
fagur
og dýrðin sjálf með allt sitt væl og
breim
Elsku pabbi, þó að þú sért magur
þarf ég helst að sjá þig, komdu
heim.
Kristbjörg Steingrímsdóttir
fylgdist með úrslitum borgar-
stjórnarkosninga og lýsir skoðun
sinni í hringhendu:
Brátt mun sett á sagnaspjöld
svipleg frétt úr pólitík
hlutaði rétt og hreppti völd
hirðfífl nett í Reykjavík.
Pétur Stefánsson yrkir á sól-
ríkum sumarmorgni:
Svefni bregður syfjuð þjóð
á sumarmorgni vörmum.
Vefur sunna væn og góð
veröld blíðum örmum.
Sólin vermir sérhvern blett.
Söngfugl hækkar róminn.
Hægur vindur leikur létt
um laufguð tré og blómin.
Lóa syngur. Leika börn.
Lækjarspræna hjalar.
Lúrir önd við lygna tjörn.
Landnámshani galar.
Svífur fugl í hreiðrið heim,
hefur orm í nesti.
Klýfur loftið kattarbreim,
og kumr í göldnum hesti.
Þegar sumarsólin heit
signir tún og haga,
betra líf í veröld veit
ég vart en þannig daga.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af dýrð og hagyrtum hundi