Morgunblaðið - 15.06.2010, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.06.2010, Qupperneq 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 Hátíð helguð barokktónlist verður haldin á Hólum í Hjaltadal í næstu viku. Hátíðin er haldin á vegum Barokk- smiðju Hólastiftis. Meðal við- burða verður kvöldvökufyr- irlestur Sveins Einarssonar um franska barokkið, erindi Sigurðar Halldórssonar um strengjahljóðfæri barokktím- ans, námskeið Ingibjargar Björnsdóttur í barokkdönsum og söngnámskeið Jóhönnu Halldórsdóttur. Sitthvað fleira verðurvið að vera hátíðardagana, haldnir verða fjölmargir tónleikar, kvöldvökur, barokkkvöldverður og barokkmessa, svo fátt eitt sé talið. Nánari upplýsingar á www.hymnodia.net. Tónlist Barokkhátíð á Hól- um í Hjaltadal Dómkirkjan á Hól- um í Hjaltadal. Sýningin Geiri, líf og list Ás- geirs Emils- sonar, hefur nú staðið yfir í að- alsal Skaftfells í rúman mánuð og var liður í Listahátíð. Nú mun Vestur- veggurinn verða tileinkaður ljósmyndaranum Geira, en Geiri tók gríðarlegt magn af ljósmynd- um um ævina. Þær bera hans sérstaka sjónar- horni glöggt vitni og minna gjarnan á stolin augnablik fremur en uppstillingar. Sýningunni lýkur um leið og sýningunni í aðal- sal, 30. júní. Myndlist Geiri, líf og list Ás- geirs Emilssonar Nýtt íslenskt leikrit, Gaggað í grjótinu, verður frumsýnt í Melrakkasetrinu í Súðavík 16. júní. Leikurinn er sérstaklega saminn fyrir Melrakkasetrið. Leikari er Elfar Logi Hann- esson, Marsbil G. Kristjáns- dóttir hannar leikmynd og búninga, höfundur og leikstjóri er Halla Margrét Jóhann- esdóttir. Kómedíuleikhúsið á Ísafirði setur leikinn á svið í samstarfi við Melrakkasetur Íslands. Uppselt er á frumsýningu en önnur sýning verður fimmtudaginn 24. júní. Eftir það verða sýningar alla fimmtudaga í sumar. Miðasala á all- ar sýningarnar er í Melrakkasetrinu í Súðavík. Leiklist Gaggað í grjótinu í Melrakkasetrinu Elfar Logi Hann- esson í verkinu. Azeri, vináttufélag Íslands og Aserbaídsjans, heldur hátíðlegan menningardag Aserbaídsjans á Hót- el Borg, Silfursal, á morgun kl. 18.30. Zakir Jón Gasanov, formaður félagsins, býður gesti velkomna, sendifulltrúi í sendiráði Aserbaídsj- ans í London ávarpar gesti og Guð- rún Helga Sigurðardóttir blaðamað- ur sýnir stutta mynd sem hún hefur gert um ferð sína til Aserbaídsjans. Fiðluleikarinn Sabina Rak- cheyeva kemur frá London ásamt sveit sinni til að taka þátt í menning- ardeginum og munu þau leika klass- íska tónlist fyrir gesti. Þetta er í fyrsta sinn sem Rakcheyeva kemur til Íslands en hún er jafnan talin með fremstu og efnilegustu fiðluleik- urum Aserbaídsjans. Á efnsskrá hennar er ýmisleg tónlist frá Aserbaídsjan. Menningardagur Aserbaídsjans er nú haldinn í þriðja sinn, en hann hefur áður verið haldinn á Akureyri 2007 og 2008. Zakir Jón segir að hann sé nú haldinn meðal annars í tilefni af því að nýr sendiherra Aserbaídsjans var skipaður fyrir tveimur árum og heimsækir nú land- ið öðru sinni. Menningarhátíð Fiðluleikarinn Sabina Rakcheyeva. Menning- ardagur Asera Boðið til aserskrar menningarveislu Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Björn Thoroddsen gítarleikari hefur að undanförnu staðið í ströngu við upptökur á tónlist sinni ásamt kana- díska hljómsveitarstjóranum Rich- ard Gillis sem útsetti tónlistina. „Við Gillis kynntumst fyrir tilstilli Svavars Gestsonar, þá sendiherra í Svíþjóð, árið 2001 og höfum unnið mjög mikið saman síðan þá í hljóm- sveitinni Cold Front en Gillis er ákaflega fær hljómsveitarstjóri og hefur mikil ítök í tónlistarlífinu í Winnipeg í Kanada. Við höfum þegar gefið út fjórar plötur saman sem all- ar voru frekar djassaðar en þessi plata er aðeins frábrugðin því okkur langaði að gera tónlist sem væri að- gengileg fyrir alla og hefði yfir sér alþjóðlegt yfirbragð,“ segir Björn. Platan verður gefin út í Kanada og er hún styrkt af kanadískum yf- irvöldum. „Atli Ásmundsson ræð- ismaður í Winnipeg í Kanada hefur verið æði hjálplegur við að hrinda þessu verkefni af stað en aðal- hugmyndin er að platan komi út í Kanada núna í haust. Svo væri einn- ig gaman að hún kæmi út á Íslandi því hún er auðvitað tekin upp og unn- in að hluta til hérlendis en til þess þyrfti að koma aukafjármagn þar sem kanadíska ríkið styrkir aðeins útgáfuna þarlendis“. Vildi fá stóra hljómsveit Björn segist hafa viljað láta stór- sveit spila undir þó ekki sé um eig- inlega stórsveitartónlist að ræða. „Ég vildi fá stóra hljómsveit til að spila þetta og fékk því Stórsveit Reykjavíkur til að taka þátt í þessu með okkur þó svo tónlistin sé svo sem ekkert endilega samin fyrir stórsveit, ég vildi bara gefa þessu verkefni stórsveitarbrag og ég sé ekki eftir því enda kemur þetta af- skaplega vel út og gefur þessu hressilegan stórsveitarblæ.“ Björn mun síðan halda út í haust til að kynna plötuna ásamt Gillis en þeir stefna á að spila á tónleikum víðsvegar um Bandaríkin og víðar. „Við ætlum að flytja þessa tónlist í ýmsum borgum og fá stórsveit hvers staðar fyrir sig til að flytja músíkina með okkur en Gillis mun sitja við stjórnvölinn og ég verð gestaleikari á öllum tónleikunum en platan verður svo með í för og höfð til sölu.“ Björn er með annan fótinn erlendis þessa dagana en hann er á leið til Banda- ríkjanna í vikunni ásamt félögum sínum í Guitar Islancio til að spila á tónleikum þann 17. júní við Water- gate í Washingtonfylki. „Við erum á leið í víking til þess að reyna að hressa upp á ímynd Íslands með því að kynna menningu okkar en jákvæð kynning á landinu er eina leiðin út úr þessum vanda sem við erum stödd í.“ Morgunblaðið/Kristinn Björn Fer utan í haust að kynna plötuna með Gillis og leikur á tónleikum. „Jákvæð kynning er lykillinn út úr vandanum“ ssss » Richard Gillis trompetleikari og hljómsveitarstjóri kemur úr sveitum Saskatchewan-fylkis í Kanada en hann er af þriðju kynslóð íslenskra vesturfara sem settust að í Vesturheimi. Hann er með meistara- og doktorspróf í trompetleik frá Michican-háskóla í Bandaríkj- unum og hefur stjórnað djass- hljómsveit Winnipeg-fylkis síð- an 1991.  Íslensk tónlist í kanadískri útgáfu Jafnvel má ganga svo langt að kalla Stokk- hólm Þrándheim Svíþjóðar34 » Aðrir tónleikar NordSol-hátíðar Norræna hússinsaf þrennum 10.-12. júnísettu mann nánast út af laginu eftir hálfdauft upphafið á fimmtudag. Slíkur var munurinn. Aðeins eitt var sameiginlegt, álíka fámenn aðsókn, þó ögn fleiri mættu nú en kvöldið áður. Samt enn til vandræða fáir miðað við frábær flutningsgæði og bullandi skemmtigildi. Með eðlilegu móti hefði viðburð- urinn að undangenginni sæmilegri sjónvarpskynningu skilað fullu húsi á jafnvel margfalt stærri vettvangi. Því aðra eins fullnægj- andi blöndu af andríkri þjóðlaga- stemmningu, neistandi snemm- módernisma og lagskiptri tón- fyndni í hágæðatúlkun upplifa menn sjaldan hér nyrðra á einum og sömu tónleikum, hvað þá í önd- verðri gúrkutíð að viðbættri nið- urskurðarkreppu í skugga eld- fjallaösku og soppleikjafárs. Ballið byrjaði á notalegum þjóð- nótum með Fimm lögum frá Gaut- löndum Snorra Sigfúsar fyrir víólu og 5 áttunda konsertmarimbu er féllu frábærlega hvor að annarri í samrýndri túlkun Stemmuhjón- anna úr Sinfóníusveitinni. Hinn ungi finnski fiðlari Pasi Eerikäi- nen og handvaskur landi hans Emil Holmström fluttu svanasöng Debussys fyrir fiðlu og píanó frá 1917 af brakandi glæsibrag. Í kjölfarið kom þrælsnúin 2. sónata Bartóks frá 1922 (hvorugt ártalið kom fram af tónleikaskrá er eyddi hvorki orði í verk né höf- unda) með skíðlogandi snerpu og það fjölbreyttri mótun að helmingi eldri músíkantar hefðu verið full- sæmdir af. Tónleikunum var nú tryggilega borgið. En þá tók aðalgamanið við. Norræni kvartettinn miXte, skipaður norskum píanista, tveim Dönum á klarínett og básúnu og sænskum sellista ásamt ungum dönskum stjörnusópran í flestum atriðum, tefldu fram níu ólíkum smástykkjum eftir jafnmarga höf- unda er spönnuðu gríðarvítt stílsv- ið þótt langflest væru frá 20. öld. Ýmist í ein-, tví-, þrí- eða fjórleik og ósjaldan með tungu í kinnvik ef þá ekki af kviðslítandi drepfyndni – að ógleymdum kostulegum kynningum á viðkunnanlegri skandínavísku. Engu að síður léku menn ávallt af fagmannlegri fimi, og kórónuð- ust tónlistargæðin að körlum ólöstuðum með afburðaframlagi Susanne Elmark. Fór hún á því- líkum töfrakostum að salurinn lá kylliflatur allt til enda – jafnt fyrir ýmist smitandi kímni og tækni- krefjandi kverkabrjóta eða ljóð- rænt svif, m.a. í vókalísuðu auka- lagi Lennons Across the Universe í seiðandi útsetningu hópsins. Þarna hefði vakandi RÚV- stjórnandi sannarlega getað nælt sér í úrvals sjónvarpsefni. Neistaflug og gæðagrín Norræna húsið Kammertónleikarbbbbn Verk eftir Snorra Sigfús Birgisson*; De- bussy og Bartók**; Bourgeois, Bruun, Rabe, Seiber, Nørholm, Piazzolla, Gade, Serocki og Gershwin/Jensen***. Dúó Stemma (Herdís Anna Jónsdóttir víóla og Steef van Oosterhout marimba*), Pasi Eerikäinen fiðla og Emil Holm- ström píanó**; miXte kvartettinn (Klaus Tönshoff klarínett, Jesper Juul básúna, John Ehde selló og Arne Jørgen Fæø píanó) ásamt Susanne Elmark sópran***. Föstudaginn 11. júní kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Í vetrarlok hófst tónleikaröð í Foundling-safninu í miðborg Lund- úna þar sem íslenskir tónlistarmenn fá tækifæri til að kynna sig og um leið íslenska tónlist. Alls verða tón- leikarnir sex í röðinni og þeir næst- síðustu eru framundan nú á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní, þegar píanó- leikarinn Tinna Þorsteinsdóttir leikur verk eftir Jón Leifs, Misti Þorkelsdóttur, Þorstein Hauksson, Karólínu Eiríksdóttur og Hilmar Þórðarson. Í spjalli segir Tinna að á efnis- skránni séu verk sem samin voru fyrir hana, nema eðlilega verkið eftir Jón Leifs. „Ég hef mikið gert af því að panta íslensk verk og er því komin með gott safn af tónlist sem ég hef spilað víða um heim, en svo verður alltaf að vera smá Jón Leifs þegar maður er að spila fyrir útlendinga,“ segir Tinna, en hún hefur spilað áþekka dagskrá fyrir fólk í fjölmörgum löndum og nefnir sem dæmi Noreg, Þýskaland, Kína, Ítalíu, Danmörku og nú bætist England í safnið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Víðförul Píanóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir leikur á tónleikum í Found- ling-safninu í miðborg Lundúna á þjóðhátíðardaginn. Íslensk píanótónlist í boði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.