Morgunblaðið - 15.06.2010, Page 32
32 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010
Dj Biggi Maus og Matti úr Popp-
landi á Rás 2 verða á Pósthús-
barnum annað kvöld og ætla að
halda gestum á tánum fram eftir
nóttu. Gleðin hefst kl. 22 og segir
um viðburðinn að leiknir verði slag-
arar „af Guðs náð“ og íslenskir
slagarar áberandi.
DJ Biggi Maus og Matti
leika slagara
Fólk
Hljómsveitin Lada Sport heldur
tónleika á Venue annað kvöld
ásamt hljómsveitunum Bloodgroup,
Sykri og For a Minor Reflection.
Tónleikarnir eru á vegum útgáfu-
fyrirtækisins Record Records. Lada
Sport hefur ekki haldið tónleika í
tvö ár, héldu þá síðustu 16. júní
2008. Húsið verður opnað kl. 22 og
tónleikarnir byrja kl. 23. Aðgangs-
eyrir er þúsundkall.
Lada Sport heldur tón-
leika eftir langt hlé
Margir kannast eflaust við ís-
lenska spurningaspilið Spurt að
leikslokum sem kom út í fyrra. Nú
hafa verið gefin út fjögur ný spurn-
ingaspil og af því tilefni ætla Bóka-
búð Máls og menningar og Súfist-
inn að efna til spurningakeppni í
kvöld kl. 20. Höfundar spilsins
stjórna keppninni en í henni fá
gestir og gangandi tækifæri til að
spreyta sig.
Spurningakeppni á
Súfistanum
Matthías Árni Ingimarsson
matthiasarni@mbl.is
Undanfarin ár hafa listhópar á veg-
um Hins hússins sett mikinn svip á
götulíf höfuðborgarinnar á sumrin
með ýmsum listrænum uppákomum.
Ása Hauksdóttir, deildarstjóri menn-
ingarmála Hins hússins, segir að
fljótlega eftir að Hitt húsið var sett á
lagginar árið 1991 hafi ungt fólk
streymt þar inn með áhugaverðar
hugmyndir.
„Á þessum tíma var mest um að
ungt fólk væri að vinna í bæjarvinn-
unni við garðyrkjustörf, gatnagerð
og svona hefðfundin sumarstörf. Frá
árinu 1995 hefur verið vísir að list-
hópunum, en þá var ekki beint um
umsóknarferli að ræða, það var frek-
ar ungt, áræðið fólk sem fór t.d. beint
og talaði við borgarstjóra. Þá var t.d.
leikhópur sem setti upp leikritið
Clockwork Orange og 1997 var
hljómsveitin Amiina skapandi list-
hópur.“
Ása segir að á þeim rúmlega ára-
tug sem störfin hafi verið auglýst hafi
umsækjendur þurft að skila inn mjög
ýtarlegum um-
sóknum. Þetta sé
því lærdómsríkt
ferli fyrir ungt
listafólk. „Í flest-
um tilfellum er
þetta fólk í list-
námi sem hefur
mikinn menning-
armálum. Þetta
er góður skóli fyr-
ir nútíma listafólk sem þarf að geta
sótt um styrki og geta lýst verkefn-
unum sínum vel.“
Ómetanlegur skóli
Reykavíkurborg leggur til laun
listahópanna í átta vikur, en þeir
þurfa að fjármagna verkefni sín sjálf-
ir og verða sér úti um vinnuaðstöðu.
„Þetta hefur líka orðið til þess að aðr-
ar stofnanir og einkaaðilar styrkja
hópana. Eins og t.d. Listaháskólinn
sem leyfir sínum nemendum að nýta
sér vinnuaðstöðu þar yfir sumartím-
ann,“ segir Ása.
–Hefur hópum fjölgað milli ára?
„Já, t.d. í fyrra voru 60 hópar sem
sóttu um en einungis var til fjármagn
til að veita átta hópum brautargengi,
en í ár voru 40 umsóknir og við gát-
um tekið inn 15. En þetta er bara
eins og í lífinu þar sem fleiri sækja
um en fá.“
Gerir mikið fyrir borgarlífið
„Ég er búin að vera starfandi í
þessu síðan 1995 og sé það hvert sem
ég fer á menningarviðburði út í sam-
félaginu að á öllum sviðum listar-
innar er mikið af okkar besta lista-
fólki af yngri kynslóðinni sem hefur
fengið tækifæri í gegnum listahópa
Hins hússins, listamenn eins og Pét-
ur Ben, Benni Hemm Hemm, Erna
Ómarsdóttir, Amiina, Ólafur Egill
Egilsson, Björn Thors, Unnur Ösp,
Ilmur (Kristjánsdóttir) og Stefán
Hallur – sem segir mér að þetta skil-
ar samfélaginu alveg gífurlega miklu.
Unga fólkið heldur í nám á haustin
tvíeflt og svo gerir þetta svo mikið
fyrir borgarlífið yfir sumartímann,“
segir Ása.
Fyrir ári fékk Hitt húsið svo mikla
viðurkenningu fyrir starf sitt, þegar
verkferlar og hugmyndafræðin á
bakvið listhópa Hins húsins voru val-
in sem fyrirmyndarverkefni fyrir
aðrar Evrópuþjóðir af evrópsku ráð-
herranefndinni, en nefndin hafði til-
einkað árið frumkrafti og sköpun.
Ása segir það mjög mikilvægt að
þessi sumarstörf verði fest í sessi og
að þau fari inn í fjárhagsáætlun hjá
borginni sem tryggi um 50 störf
hvert sumar.
Enn háð aukaúthlutun
–Hefur ekki verið vilji til þess hjá
Reykavíkurborg?
„Nei eiginlega ekki. Ég er búin að
vera að reyna að berjast fyrir því í
mörg ár að þetta væri bara fast inni í
fjárhagsáætlun borgarinnar en ekki
háð aukaúthlutun.“
–Sérðu fram á að það breytist með
nýrri borgarstjórn?
„Ég ætla að vona það. Eitthvað var
hann Jón Gnarr með þetta á stefnu-
skrá sinni. Eins og ég segi þá er þetta
mjög hagkvæmt fjárhagslega. Það
hagnast allir á þessu, bæði borgin og
unga fólkið sem tekur þátt.“
Frekari umfjöllun verður um list-
hópa Hins hússins í Morgunblaðinu í
sumar.
Föstudagsfiðrildi Hins Hússins Götuleikhúsið stóð fyrir skemmtilegum gjörningi föstudaginn sl, staðnæmdist í Bankastræti og starði upp í loft.
Listaleiðangur í Reykjavík
Ómetanlegur skóli fyrir listafólk framtíðarinnar Nauðsynlegt að festa
störfin í sessi, segir Ása Hauksdóttir, deildarstjóri menningarmála Hins hússins
Ása Hauksdóttir
Morgunblaðið/Ernir
Að verkefninu Dansandi drengir standa fjórir dansandi
drengir, eins og nafnið bendir til. Þeir Karl Friðrik Hjaltason,
Kolbeinn Ingi Björnsson, Sveinn Breki Hróbjartsson og Vikt-
or Már Leifsson stunda allir dansnám við Listdansskóla Ís-
lands en þeir eru með ólíkan bakgrunn í dansi. Má þar nefna
samkvæmisdans, breakdans, spunadans, nútímadans og klass-
ískan listdans. Dansandi drengir segjast ætla að lífga upp á
borgina í sumar og kæta vegfarendur með dansi á eins fjöl-
breyttan hátt og sjálf náttúrulögmálin leyfa.
Hægt er að fylgjast með ferli hópsins í allt sumar á heima-
síðu hans: www.dansandidrengir.is.
Dansandi drengir
Listhópinn Gottskálk þrumdi þetta af sér … skipa Magnús
Ingvar Ágústsson og Valdís Steinarsdóttir. Markmið þeirra í
sumar er að koma íslenskum þjóðsögum á myndrænt form.
Ætla þau að velja nokkrar af sínum uppáhalds íslensku þjóð-
sögum og gera úr þeim teiknimyndasögur og segja þau þess-
ar þjóðsögur grípandi og líflegar og því henta vel til mynd-
rænnar túlkunar. Stefna þau á að í lok sumars verði tilbúnar
átta sögur og verða þær svo teknar saman í bók. Magnús og
Valdís ætla að skipta sumrinu upp í þrjá hluta og taka þar fyr-
ir galdramenn, ófreskjur og draugasögur. Mun vegfarendum
gefast tækifæri að sjá verkin í miðbænum í sumar.
Þjóðsögur teiknaðar
Einn af þekktustu listhópum Hins hússins er án efa Götuleik-
húsið sem hefur verið starfrækt yfir sumartímann allt frá
árinu 1992. Fjölmennur hópur fólks hefur tekið þátt í starfi
leikhússins á þessum árum og er stór hluti þeirra þekktir
listamenn. Árlega er leikstjóri fenginn til starfa með hópnum
ásamt búningahönnuði og fá því meðlimir hans þjálfun í öllu
því helsta sem tengist starfi götuleikhúss og þeim mikla und-
irbúningi sem viðkemur sýningum. Í sumar mun hópurinn
glæða götur og torg borgarinnar lífi og gera sitt allra besta
til að brjóta upp hvunndaginn hjá borgarbúum með óvæntum
uppákomum.
Götuleikhús
Ljósmyndir/Jorri