Morgunblaðið - 15.06.2010, Page 34

Morgunblaðið - 15.06.2010, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2010 SÝND Í SMÁRABÍÓI Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Get Him to the Greek kl. 5:30 - 8 - 10:25 B.i. 12 ára Streetdance 3D kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Get Him to the Greek kl. 5:30 - 8 - 10:25 LÚXUS Húgó 3 íslenskt tal kl. 6 LEYFÐ Robin Hood kl. 5 - 8 B.i. 12 ára Snabba Cash kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Streetdance kl. 6 - 9 B.i. 7 ára Snabba Cash kl. 8 B.i. 16 ára Get Him to the Greek kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Oceans kl. 5:45 LEYFÐ Youth in Revolt kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÓI FYRSTA DANSMYNDIN Í 3D - FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA! FÓR BEINT Á TOPPINN Í BRETLANDI SÝND Í SMÁRA- OG BORGARBÍÓI Stórskemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI 950 kr. GLERAUGU SELD SÉR 650 kr. 650 kr. 650 kr. 650 kr. Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú bo AF LÓFATÖLVUM Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Í Svíþjóð er iðandi mannlíf. Þarbúa Svíar, en einnig má þarfinna annarra þjóða dætur og syni. Löngum hefur Svíþjóð notið vinsælda sem áfangastaður og dvalarstaður, til lengri eða skemmri tíma.    Í Svíþjóð fást einnig margskonartæki og tól, sem föl eru gegn vissu framlagi af hinum sænska gjaldmiðli, krónum. Að því leyti er Svíþjóð lítt frábrugðin öðrum vest- rænum þjóðum, sem þó nota sína eigin gjaldmiðla í viðskiptum. Sví- ar gæta þess að eiga nægt fram- boð af tækjum þessum og tólum í verslunum sínum, svo hugsanlegir kaupendur, sem geta verið af hin- um ólíklegustu þjóðernum, gangi ekki bónleiðir til búðar. Það þætti Svíum verra.    Sænskar verslanir eru ekki eft-irbátar verslana í öðrum Vest- urlöndum, þegar kemur að vörum frá Apple-tölvufyrirtækinu banda- ríska. Undirritaður komst að raun um það á dögunum, þegar hann fór í helgarferð til Stokkhólms.    Stokkhólmur er höfuðborg Sví-þjóðar. Þar er ekki síður ljóm- andi fjölbreytt mannlíf en annars staðar í Svíþjóð. Jafnvel má ganga svo langt að kalla Stokkhólm Þrándheim Svíþjóðar, en Þránd- heimur er sem kunnugt er ein fjörugasta borg Noregs – jafnvel sú líflegasta.    Í Stokkhólmi keypti undirritaðureina farsælustu vöru Apple- stórfyrirtækisins, tól það er til umfjöllunar er í pistli þessum. Það ber hið fróma heiti iPod Touch. Þetta töfratæki frá Apple, iPod Touch, býður upp á nánast allt milli himins og jarðar – í því er nánast hægt að fara í bað, eða steikja ommelettu. Í Svíþjóð kost- aði það sem svarar til 50.000 ís- lenskra króna, en hérlendis hefði verið hægt að festa kaup á því fyr- ir u.þ.b. 30.000 krónum hærri upp- hæð. Stafar þessi munur að sögn af skattlagningu íslenskra yfir- valda, en tollayfirvöld munu flokka iPod sem upptökutæki, sem þýðir að opinber gjöld af tækinu eru hærri en ella. Þessi vinnubrögð tollayfirvalda vekja auðvitað furðu, að flokka lófatölvu sem upp- tökutæki, en það er önnur saga.    Þar sem sá er þetta ritar hefurlítinn smekk fyrir ommelett- um og fer sjaldan í bað, eru aðrir kostir sem heilla hann meira. Höfuðkostir maskínu þessarar í augum pistilshöfundar eru þrí- þættir. Í fyrsta lagi er hún vel brúkanleg til að hlýða á tónlist. iPod Touch einskorðar sig ekki við eina tegund tónlistar, því hægt er að hlaða hverskyns músík inn á apparatið sem maður vill. Spyr græjan hvorki um takt né hljóma- framvindu.    Í öðru lagi er iPod Touch ákjós-anlegur til að lesa bækur. Ekki misskilja; tækið sjálft les ekki bækurnar, heldur tekur það við svokölluðum rafbókum, sem birt- ast svo á skjánum, ein síða í einu, þar til búið er að fletta þeirri öft- ustu. Lesandinn les.    Í þriðja lagi er iPod fyrirmynd-arfítus til að fylgjast með tölvupósti. Þar er hægt að setja upp móttöku á öllum tölvu- póstreikningum sem notandinn kann að hafa aðgang að, þannig að gmail-, yahoo!- og fyrirtækjapóst- urinn er allur á sama stað. Hægt er að láta kvikindið gá að pósti með vissu millibili, jafnvel á 15 mínútna fresti, en þá verður að hafa í huga að rafhlaðan tæmist fyrr en ella.    iPod Touch er því byltingarkenndnýjung og kærkomin fyrir unn- endur lista og menningar. Með menningarheiminn í vasanum » iPod Touch ein-skorðar sig ekki við eina tegund tónlistar, því hægt er að hlaða hverskyns músík inn á apparatið sem maður vill. Nýjasta nýtt iPod Touch er byltingarkennd nýjung og kærkomin fyrir unn- endur lista og menningar. Hinn margreyndi meistari sjón- varpsviðtala, Larry King, mun brátt hætta með þátt sinn á sjónvarps- stöðinni CNN. Þetta kemur fram á vef breska tímaritsins The Daily Telegraph. Eftir að hafa tekið viðtöl á besta sjónvarpstíma sjónvarps- stöðvarinnar síðan 1985 er komið að því fyrir Larry að kveðja sjónvarps- vélarnar. Áhorf þáttar hans hefur fallið um 43% á síðasta ári einu en áhorfið var komið niður í 771.000 manns fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Þá hafa stjórnendur sjónvarpsstöðv- arinnar boðið Piers Morgan, dómar- anum fræga úr America’s Got Tal- ent, 5,5 milljóna punda samning fyrir að taka við þættinum. Gert er ráð fyrir því að Piers muni hætta sem dómari fyrir þetta tilboð og setjast til frambúðar að í Bandaríkj- unum enda ekki amalegt starfstilboð hjá CNN sjónvarpsstöðinni. Larry King beðinn um að hætta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.