Morgunblaðið - 15.06.2010, Side 40

Morgunblaðið - 15.06.2010, Side 40
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 166. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Danir lágu fyrir Hollendingum 2. Játaði á sig manndráp 3. 6 ára bjargar frá eldsvoða 4. Kína hjálpaði Íslandi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Listhópar Hins hússins munu setja svip sinn á götulíf miðborgarinnar í sumar líkt og þeir hafa gert um ára- bil. Margir þekktir listamenn hafa stigið sín fyrstu spor í listinni í slík- um hópum. »32 Góður skóli fyrir ungt og skapandi fólk  Dansarinn og danshöfundurinn Margrét Sara Guðjónsdóttir dansar aðal- hlutverk í nýju sviðsverki, „This is how you will disappear“, eftir listakonuna Gi- sele Vienne og rithöfundinn Dennis Cooper. Verkið verður frumsýnt í júlí á stærstu leiklistar- og danshátíð Evrópu, Festival D’Avignon. Margrét Sara dansar á Festival d’Avignon  Fjörukráin fagnar 20 ára afmæli í ár og af því tilefni verður haldin hátíð á morgun á kránni. Víkingasveitin verður endurvakin en hún lék á kránni fyrstu 14 árin og fleiri listamenn sem tengjast henni koma fram auk víkinga á vík- ingahátíðinni sem nú stendur yfir. Herlegheitin hefjast kl. 17 og dansleikur kl. 22. Afmælisfögnuður á Fjörukránni Á miðvikudag Suðvestan og vestan 3-10 m/s, hvassast NV-lands og skýjað, en dálítil rigning eða súld um sunnanvert landið. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á A-landi. Á fimmtudag (þjóðhátíðardagurinn) Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjart- viðri. Hiti 13 til 20 stig suðvestantil á landinu, en annars 7 til 13. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-8 og víða bjartviðri, en skýjað að mestu S-lands og dálítil væta þar undir kvöld. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. VEÐUR Framarar komust í gær- kvöld á topp Íslandsmóts karla í knattspyrnu í fyrsta skipti í átján ár. Þeir unnu Stjörnuna, 2:1, á meðan Keflavík gerði 1:1-jafntefli við Hauka og Breiðablik tapaði óvænt fyrir botnliði Grindavíkur, 2:3. Fram, Val- ur, ÍBV og Keflavík eru þar með öll jöfn að stigum en Framarar eru efstir þar sem þeir eru með bestu markatöluna. »6 Framarar efstir í fyrsta sinn í 18 ár Hollendingar voru ekki í teljandi vandræðum með að afgreiða Dani, 2:0, í fyrsta leik þjóðanna á HM í fót- bolta í gær. Þeir þurftu þó sjálfsmark Dana til að komast á bragðið. Japan vann óvæntan sigur á Kamerún, 1:0, í sama riðli og stendur vel að vígi í bar- áttunni um að komast áfram. »4-5 Hollendingar strax á sigurbrautinni á HM FH lagði KR að velli, 3:2, í stórleik gærkvöldsins á Íslandsmótinu í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í Hafn- arfirði. Eftir erfiða byrjun eru Íslands- meistararnir nú aðeins þremur stig- um á eftir efstu liðum deildarinnar. KR-ingar sitja hins vegar áfram í tí- unda sætinu og hafa aðeins unnið einn af fyrstu sjö leikjum sínum á tímabilinu. »3 FH aðeins þremur stig- um á eftir efstu liðum ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Í DAG Þrasið er ræðukeppni sem er opin öllum og áhugamenn hvattir til þátttöku. Ræðukeppnin Þrasið var haldin í fyrrasumar í fyrsta skipti, við góð- ar viðtökur. Keppnin er sjálfboða- starf áhugamanna um ræðu- mennsku og er opin öllum sem hafa gaman af ræðumennsku. Skráning er hafin á Facebook-hóp keppn- innar og á viktororri@gmail.com en stendur til 20. júní nk., og er fólk hvatt til að skrá sig og taka þátt. Þrasið, ræðukeppni haldin á ný í sumar Dagur Sigurðs- son hefur verið útnefndur þjálf- ari ársins í Aust- urríki eftir frá- bæran árangur með handknatt- leikslandslið þjóðarinnar. Undir hans stjórn hafnaði Austurríki í 9. sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins, í frumraun sinni í þeirri keppni. Hann er nú langt kominn með að koma austurríska liðinu á heims- meistaramótið í fyrsta skipti í 17 ár eftir stórsigur á Hollendingum um síðustu helgi. Dagur er jafnframt þjálfari þýska liðsins Füchse Berlin og telur að það gangi ekki lengur að þjálfa á tveimur stöðum. „Ég er samningsbundinn Füchse Berlin á næsta keppnistímabili og starfið þar gengur fyrir,“ sagði Dagur við Morgunblaðið. | Íþróttir Dagur bestur og kveður líkast til Austurríki Dagur Sigurðsson Ferðaþjónustufyrirtækið When in Reykjavík er líklegast eitt það heimilislegasta sinnar tegundar hér á landi. Á vormánuðum ákváðu fé- lagarnir Arnar Pétursson, Magnús Örn Sigurðsson og Snorri Hall- grímsson að gera eitthvað skemmti- legt í sumar. Þeir sameinuðu krafta sína og stofnuðu fyrirtæki. Fyr- irtækið sérhæfir sig í fjörugum ferðum, sem allar innihalda heima- tilbúna plokkfisksmáltíð. Strákarnir bjóða upp á þrenns konar göngutúra. Sá vinsælasti er túr um miðborgina að degi til. Ann- ar er farinn um nótt og er með áherslu á næturlífið. Sá þriðji er farinn upp á Esjuna og endar með stórfenglegu útsýni yfir Reykjavík baðaða í miðnætursólinni. „Dagsferðirnar hefjast á Lækj- artorgi. Þar hittum við fólkið og kynnumst því í þann mund sem við röltum upp að Hallgrímskirkju,“ segir Snorri Hallgrímsson, einn liðsmanna When in Reykjavík. „Við reynum að kynnast gestunum okkar eins vel og við getum og blöndum sjaldan saman hópum.“ Snorri segir að höfuðáhersla sé lögð á góða stemningu. Á daginn er gengið framhjá öllum helstu kennileitum miðborgarinnar. Til að mynda er gengið niður að tjörn. „Þar fá ferðamenn að bregða sér í hlutverk íslenskra barna og gefa öndunum brauð,“ segir Snorri. „Sá hluti ferðarinnar var í upphafi hugsaður í gríni, en hann vakti slíka lukku að nú er hann ómissandi í hverjum túr,“ segir Snorri. Frá tjörninni er labbað heim til Arnars, sem býr í Garðastræti. Þar fá gestirnir íslenska máltíð sem einn strákanna hefur lagað á meðan hinir voru úti. Boðið er upp á skyr, plokkfisk og loks er endað á pönnu- kökum. Báðar hinar ferðirnar innihalda einnig plokkfisk. Næturlífstúrinn hefst á máltíð áður en gengið er út í nóttina. Þá er plokkarinn tekinn með í nesti í Esjugönguna. Arnar, Magnús og Snorri eru þó ekki einskorðaðir við þessar þrjár ferðir. Nýverið fóru þeir hringinn í kringum landið með einum sér- staklega áhugasömum kúnna. Sá fékk aldeilis nóg fyrir peninginn. Hópurinn fór m.a. á tónleika með Diktu á Akureyri og mætti hrein- dýrahjörð, sem rölti framhjá tjald- inu í mestu makindum í Hamars- firði. Strákarnir sjá fram á þéttbókað sumar. Ferðamenn hafa tekið vel í þessa heimilislegu þjónustu og allir fara þeir sælir og saddir heim. gislibaldur@mbl.is Bjóða heim í plokkfisk  Þrír háskólanemar bjóða ferðamönnum heim í stofu  Hefðbundnar og fjörugar ferðir með heimilislegu sniði Morgunblaðið/Ernir Heima í Garðastræti Félagarnir Arnar, Snorri og Magnús Örn bjóða gestum sínum upp á íslenska máltíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.