Morgunblaðið - 06.07.2010, Side 9

Morgunblaðið - 06.07.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010 Í dag, þriðjudag, býðst áhugasöm- um að mæta eitt kvöld í ókeypis stafgöngukennslu hjá Guðnýju Aradóttur, einum fremsta leið- beinanda landsins í þessari íþrótt. Þeir sem eiga stafi taka þá með, en einnig verður hægt að fá stafi lánaða hjá leiðbeinandanum. Staf- ganga er holl og góð hreyfing fyrir alla og hefur rutt sér til rúms sem fyrirtaks heilsurækt og útivist. Sífellt fleiri sækja nám- skeið í stafgöngu og stunda íþróttina reglulega í kjölfarið. Leiðsögnin hefst við Viðeyjar- stofu kl. 19.30 og tekur um einn og hálfan tíma. Aukasiglingar eru til Viðeyjar kl. 18.15 og kl. 19.15 en siglt er til baka kl. 22.00. Röskar Gestum verður boðið upp á stafagöngu í Viðey í dag. Stafaganga í Viðey Ársskýrsla og umhverfisskýrsla Orkuveitunnar eru komnar út og aðgengilegar almenningi á vef OR. Á meðal fróðleiks í skýrslunum er að heitavatnslagnir OR eru nú orðnar 3.006 km að lengd og að fyrirtækið hafði umsjón með rekstri 43.246 ljósastaura sem er fjölgun um 4,3% frá árinu áður. Þá kemur fram að á síðasta ári voru vinnuslys þrjú talsins eða 0,5 á hver 100 ársverk og hafa þau aldrei ver- ið færri. Jafnréttismálum eru einn- ig gerð skil. Í fyrra voru konur 30% starfsfólks OR og hefur fjölgað um nokkur prósent frá 2004. Á meðal sérfræðinga hefur þeim hinsvegar fjölgað úr 15% í 26%. Staurum fjölgar og lagnirnar lengjast Á laugardag nk. kl. 15-18 verður opnuð sýning um Drangajökul á vegum Snjáfjallaseturs í Dalbæ á Snæfjallaströnd. Á sýningunni verður gerð grein fyrir sérstöðu Drangajökuls og breytingum á honum í gegnum tíðina, leiðum yf- ir jökulinn, aðdráttum yfir hann og lífríki og jarðfræði á svæðinu. Helgi Björnsson jöklafræðingur og Haukur Jóhannesson jarðfræð- ingur munu halda erindi. Ferða- þjónustan Svaðilfar mun kynna hestaferðir í kringum jökulinn og sýnt verður úr kvikmynd Páls Steingrímssonar, „Ísaldarhest- urinn“, sem er að hluta tekin í slíkri ferð. Sýningin er ókeypis og öllum opin. Sýning um jökul Ný íslensk heimasíða, kirkjukort.net, hefur verið sett upp. Heimasíðan inniheldur upp- lýsingar, ljós- myndir og stað- setningu allra kirkna og bæna- húsa á Íslandi sem eru um 360 talsins. Síðan styðst við Google maps og geta því not- endur séð staðsetningu kirkna. Stutt lýsing er við hverja kirkju og annar fróðleikur sem viðkemur kirkjunni. Auðvelt er að skrá sig inn á síðuna og gerast notandi. Not- endur geta svo bætt við eigin ljós- myndum við kirkjur landsins. Heimasíða um kirkjur á Íslandi Reynivallakirkja. STUTT www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Útsala Str. 38-56 30-70% afsláttur Ný sending Svartar stretch-buxur frá Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Str. 36-56 SUMARÚTSALAN Í FULLUM GANGI NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR ALLT AÐ 50% Skoðið sýnishorn á laxdal.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 Verslaðu glæsilegan fatnað þar sem gæði og þjónusta skipta máli Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Deilur við mannanafnanefnd vegna nafnsins Hávarr hafa stað- ið yfir í nokkur ár en nefndin synjaði lengi beiðnum um að nafnið yrði samþykkt í þjóðskrá. Á hinn bóginn hafa nöfn á borð við Ísarr, Sævarr, Gnarr og fleiri verið samþykkt. Nafnið Hávarr hefur nú verið samþykkt af mannanafnanefnd Málið á sér langan aðdraganda. Jón Arnar Jónsson hefur ásamt konu sinni átt í baráttu við mannanafnanefnd vegna nafnsins Hávarr en þau vildu skíra dreng- inn sinn Hávarr Hrafn Jónsson árið 2007. Jón taldi ekkert at- hugavert við nafnið og presturinn sem skírði var á sama máli og sagði að það yrði örugglega sam- þykkt ef það væri ekki nú þegar á skrá. Nokkru síðar fékk Jón bréf þar sem kom fram að nafnið væri ekki á skrá og yrði því að sækja um það ef þau hjónin vildu halda því. Fyrir vikið var Hávarr litli nefndur drengur Jónsson í þjóð- skrá á meðan unnið var í málinu. Vinnubrögðin ófullnægjandi „Við biðjum mannanafnanefnd um að taka þetta mál upp og komumst þá að því að þeir hafi nú fjallað um þetta mál áður, a.m.k. tvisvar eða þrisvar og hafnað því í öll skiptin. Við vissum ekkert um það,“ segir Jón. Hann segir að formaður nefndarinnar hafi hringt í sig og gefið sér nokkurs konar vilyrði fyrir nafninu. Nefndin hafnaði þó nafninu aftur en sendi ekki úrskurðinn til Jóns. „Við sáum síðan að strákurinn okkar var ekki drengur Jónsson í þjóðskrá lengur heldur Hrafn Jónsson,“ segir Jón en þá hafði einhver á vegum þjóðskrár tekið þá ákvörðun. Jón spurðist fyrir hvaðan þessi ákvörðun kæmi en kveðst engin svör eða skýringar hafa fengið á því. Hjónin fóru fram á endurupp- töku tvisvar í viðbót. „Við fáum rök og náum að hrekja þau, en alltaf koma ný rök,“ segir Jón. Eftir að hafa ekki heyrt í nefnd- inni í 3-4 mánuði kærði Jón málið til umboðsmanns Alþingis. „Hann fer í málið og er kominn úrskurð- ur á vef umboðsmanns og í kjöl- farið fæ ég loksins úrskurðinn sem mannanafnanefnd síðan fals- ar aftur í tímann þannig að úr- skurðurinn er núna kominn á net- ið. Þeim hafði láðst að útfylla pappíra sem eru nú allt í einu orðnir sýnilegir á vefnum.“ Jón er ósáttur við þessi vinnubrögð og segir þau undarleg. „Nefndin fær miklar ákúrur fyrir vinnubrögðin og kemur í ljós að það er ekki bara í okkar tilfelli sem nefndin virðist hreinlega hafa hunsað að hafa samskipti við þá sem voru að biðja um nöfn, t.d. fólk sem hef- ur margoft sótt um sama nafnið eins og við.“ Nafnið var loksins samþykkt, en lögfræðingur nýrrar nefndar hefði til- kynnt honum það símleiðis, en ekki á formlegum nótum, að nafnið hefði ver- ið samþykkt. Hávarr stóð lengi í kerfinu  Gagnrýnir mannanafnanefnd harðlega fyrir seinvirk og skrítin vinnubrögð  Auðvelt að komast framhjá reglum með því að fara til útlanda til að skíra Flottir feðgar Bræðurnir Hávarr Hrafn Jónsson (fremstur) og Kristinn Vik- ar Jónsson ásamt föður sínum Jóni Arnari Jónssyni á góðum degi. Jón Arnar Jónsson hefur staðið í ströngu við mannanafnanefnd undanfarin þrjú ár. Honum finnst reglur um nöfn vera loðn- ar og óskýrar og hefur gagnrýnt vinnubrögð nefndarinnar sem hann telur ófagmannleg. Hann hefur kynnt sér reglurnar vel í baráttu sinni við hana og segir auðvelt að komast framhjá reglunum. „Ef við hefðum farið með drenginn okkar út og skírt hann t.d. í Danmörku, þá hefð- um við getað skírt hann Hávarr, af því að ef Íslendingur fær nafn erlendis og snýr síðan heim og að því kemur að skrá nafnið í þjóðskrá, þá er ekki at- hugað hvort nafnið sé á nafna- skrá. Það er bara ef barnið fær nafn á Íslandi,“ segir Jón. Hávar Hermóðsson, 17 ára, hefur einnig barist fyrir að fá nafnið stafsett Hávarr. Hann hefur fengið ófullnægjandi svör frá nefndinni og finnst skrítið að Hávarr hafi ekki fengið sam- þykki en önnur nöfn á borð við Sævarr, Gnarr og fleiri hafi ver- ið samþykkt. „Það er búið að samþykkja þetta, allavega eins vel og ég veit, þannig að ég ætti að geta sótt um nafnið og fengið að heita þetta núna,“ segir Hávar. „Jón fór að standa í alls konar bréfaskriftum og kærði síðan til umboðsmanns Alþingis. Mannanafna- nefnd hefur því séð nýj- an flöt á málinu,“ seg- ir hann. „En þetta var allt svolítið skugga- legt“. Hávarr loks- ins samþykkt SVOLÍTIÐ SKUGGALEGT Hávar Hermóðsson ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.