Morgunblaðið - 06.07.2010, Síða 11
Ljósmynd/Guðmundur Tómasson
Laus Eins og margir klifrar Viðar fetlalaus, þ.e. án banda sem er ætlað að festa ísaxir við úlnliði klifrara. Hér sést
Viðar klifra Óríon, ísklifurleið í Flugugili í Brynjudal í Hvalfirði. Um 80 metrar eru niður þar sem myndin er tekin.
Viðar segir að meira frelsi felist í að klifra fetlalaus. Það gerir alla vinnu þægilegri og hreyfingar frjálslegri.
hans sem hann kynntist á ísklifur-
námskeiðinu fóru saman í ísklifur í
Múlafjall. Þar var ekki ráðist í auð-
veldar byrjendaleiðir, eins og
kannski hefði verið eðlilegt, og Við-
ar klifraði strembnar IV-V gráðu
leiðir (erfiðustu ísklifurleiðirnar eru
af gráðu VI+). „Ég gerði mér alls
ekki grein fyrir reynsluleysi mínu,“
segir hann. Flestir ættu að fara
hægar í sakirnar og Viðar tekur
fram að þótt hann hafi lítið stundað
íþróttir á fullorðinsárum hafi hann
alltaf verið frekar sterkur og at-
vinnan, húsasmíði, haldi hon-
um í góðu líkamlegu formi.
Sefur varla
fyrir ótta
Klifurferillinn hjá Viðari
tók síðan stökk veturinn 2007
þegar hann byrjaði að
klifra með Ívari Finn-
bogasyni, einum reynd-
asta ísklifrara landsins.
Eftir að þeir gerðust
klifurfélagar urðu
ísklifurleiðirnar
lengri, brattari
og einhver
myndi segja
háskalegri.
Jafnframt
hefur Ívar dregið Viðar með sér í
svonefnt alpaklifur en þá er klifrað
upp snarbrattar fjallshlíðar með
allan búnað í bakpoka. Þekktustu
alpaleiðirnar hér á landi eru líklega
suðurhlíðar Hrútsfjallstinda og
austurhlið Þverártindseggjar.
Dæmigerð ísklifurferð er
ákveðin að kvöldi, í ljósi veðurspár
fyrir næsta dag og ýmissa atriða
sem segja til um hversu sterkur ís
hefur myndast í viðkomandi ísfossi.
Það segir ákveðna sögu um hvað
það er sem heillar við ísklifur að
um leið og Viðar og Ívar hafa tekið
ákvörðun um erfitt ísklifur fær Við-
ar í magann. „Óttinn kemur. Ég
varla næ að sofa um nóttina. En
þetta breytist þegar við leggjum af
stað upp fjallið, í átt að klifurleið-
inni. Eftir því sem við nálgumst
leiðina meira dvínar óttinn og þeg-
ar við leggjum í leiðina þá hverfur
hann. Það er eins og maður fari í
annan heim. Ég er iðnaðarmaður
og finn oft fyrir lofthræðslu en
aldrei þegar ég er að klifra,“ segir
Viðar en dregur svo örlítið í land.
„Og þó, auðvitað finnur maður fyrir
ótta þegar maður er kannski í
miðri leiðslu, þreyttur og pump-
aður.“
Í miðri leiðslu, segir Viðar, og
á við að þegar menn fara fyrstir af
stað upp ísfossinn kallast það að
leiða klifrið eða leiðsluklifur. Í ís-
klifri, eins og í flestum greinum
íþrótta og útivistar, er allt morandi
í orðum sem hafa sérstaka þýðingu
fyrir innvígða. Annað dæmi er
„spönn“ sem á klifurmáli þýðir sá
hluti leiðar sem klifraður er fram
að fyrsta stoppi. Hver spönn er yf-
irleitt jafnlöng og hefðbundnar
klifurlínur eða um 50 metrar
(lengdin getur þó verið mjög mis-
jöfn).
Ofboðslega ógnvekjandi
Erfiðasta og eftirminnilegasta
leiðsla Viðars var í þriðju spönn í
klifurleið sem ber nafnið Þilið og er
í Eilífsdal, í norðurhlíð Esjunnar.
Þilið er ein frægasta ísklifur-
leið landsins. Fyrsta og önnur
spönn eru ekki ýkja frábrugðnar
öðrum ísfossum en frægðina hefur
leiðin hlotið vegna þriðju spann-
arinnar. Þegar Viðar og Ívar klifr-
uðu fossinn 2008 leiddi Viðar fyrstu
spönn og Ívar þá næstu. Þriðja
spönninn kom síðan í hlut Viðars.
„Hún er ógnvænleg. Ofboðslega
ógnvekjandi,“ segir Viðar. Til að
komast í Þilið þarf að ganga upp
langa og bratta brekku áður en
fyrstu tvær spannirnar taka við.
Þriðja spönnin er á hinn bóginn að
hluta til slútandi og fljótlega eru
menn komnir út fyrir báðar fyrri
spannirnar og ennfremur út fyrir
brekkuna. „Þegar þú horfir niður í
gegnum klofið á þér, þá horfir þú
nokkur hundruð metra niður,“ seg-
ir Viðar og er augljóst að þriðja
spönnin er fræg að verðleikum.
Viðar segir að tilfinningin sem
helltist yfir hann þegar hann komst
upp á topp hafi verið ólýsanleg.
„Ég öskraði og lét öllum illum lát-
um, einn upp á fjalli í roki og
kulda. Ég fór í annan heim, þetta
var ótrúleg tilfinning,“ segir hann.
Það geti reyndar verið erfitt að
lýsa henni fyrir fólki heima í stofu.
Sæki námskeið
Viðar hvetur alla þá sem hafa
áhuga á ísklifri til að fara á nám-
skeið því þar öðlist þeir bæði þekk-
ingu og kynnist öðrum sem hafi
áhuga á sportinu. Einnig sé grá-
upplagt að ganga í Íslenska alpa-
klúbbinn og taka þátt í dagskrá
hans. Ísklifur sé frábær íþrótt, á
færi allra sem séu í þokkalegu lík-
amlegu formi og sjálfur hyggst
hann klifra ísfossa fram yfir sjö-
tugt.
Alpar á Íslandi Viðar Helgason og Ívar Finnbogason á leið í suðurhlíð
Hrútsfjallstinda en hún er ein flottasta „alpaleið“ á Íslandi.
Daglegt líf 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010
Þorvaldsdalsskokkið, elsta skipu-
lagða óbyggðahlaup á Íslandi, um
Þorvaldsdalinn var haldið í sautjánda
skipti á laugardaginn var. Þátttaka
var góð, en 55 annaðhvort gengu eða
hlupu dalinn og 48 komu í mark áður
en markinu var lokað kl. 16:00. Í
kvennaflokki var metið slegið og kom
Hólmfríður Vala fyrst í mark á tím-
anum 2:21:33, önnur kvenna var Guð-
björg Margrét Björnsdóttir á tím-
anum 2:25:40 og í þriðja sæti var
Sigríður Einarsdóttir á 2:29:45. Í
karlaflokki var metið sömuleiðis
slegið en þar kom Björn Margeirsson
fyrstur í mark á tímanum 1:54:33,
Stefán Viðar Sigtryggson var annar á
tímanum 1:58:52 og í þriðja sæti var
Sigurjón Sigurbjörnsson á 2:03:40.
Óbyggðahlaup í Þorvaldsdal
Tvö met slegin
Met Hlauparar keppa sín á milli.
n o a t u n . i s
TVEIR 120G HA
MBORGARAR
MEÐ BEIKONI,
OSTI OG BBQ S
ÓSU
1 L
PEPSI EÐA
PEPSI MAX
FYLGIR MEÐ
ÞRIÐJUDAGST
ILBOÐ Fljótlegt
og gott
í Nóatúni
HM LÚXUS
BORGARAR
OG 1 L PEPSI
KR./PK.
798
FRÓN KEX
PÓLÓ OG
CAFÉ NOIR
249
KR./PK.
KEXSMIÐJAN
VÍNARBRAUÐ
299
KR./PK.
FRIES TO GO
ÖRBYLGJU-
FRANSKAR
479
KR./PK.
NORMANDE
BRAUÐ
249
KR./STK.
NORDIC DELI
LANGLOKUR
5 TEGUNDIR
20%
afsláttur
Ö
ll
ve
rð
er
u
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
u
og
/e
ða
m
yn
da
br
en
gl
Ísklifrarar þurfa að eiga töluvert
af búnaði, s.s. ísaxir, mann-
brodda, ísklifurskó, karabínur,
ísskrúfur, tvista og svo mætti
lengi telja. Eitt par af ísklifur-
skóm er rándýrt og eftir
gengishrun getur það
kostað yfir 70.000
krónur. Ein ísskrúfa
getur kostað 10.000
krónur. Viðar segir að
vissulega sé búnaður-
inn dýr en á móti
komi að þörf á við-
haldi sé tiltölulega
lítil. Miðað við
mörg önnur
áhugamál sé
ísklifur
ekki
dýrt.
Gott að byrja
fyrir hrun
TÖLUVERÐAR GRÆJUR
Viðar Helgason