Morgunblaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010  „… eitt sinn var Vopnafjörður smábær, í kvöld er Vopnafjörður frábær,“ sagði Haukur S. Magn- ússon, gítarleikari hljómsveit- arinnar Reykavík!, á Sumargleði Kimi-Records í fyrrasumar. Fyrsti hluti Sumargleðinnar í ár hefst ein- mitt á morgun með tónleikum á Só- dómu Reykjavík. Þar spila hljóm- sveitirnar Morðingjarnir, Retron, Swords of Chaos, Me, The Slumber- ing Napoleon og Reykjavík! Þaðan verður svo haldið austur í Neskaupstað þar sem hljómsveit- irnar koma fram á rokkhátíðinni Eistnaflugi sem haldin verður í sjötta sinn dagana 8.-10. júlí. Sumargleði Kimi fer af stað með látum Fólk Sigurður Eggertsson, grafískur listamaður, hefur unnið við ýmiss konar verkefni síðan hann útskrif- aðist frá Listaháskólanum 2006 og fyrir marg- vísleg fyrirtæki úti í hinum stóra heimi. Núna síð- ast vann hann verkefni fyrir Nike. „Þetta er sem sagt samstarfsverkefni blaðs sem heitir The Fa- der og Nike og hugmyndin er að fá sex plötu- snúða úr sex heimsálfum til að búa til sex mix. Þá er notast við tónlist úr hverri heimsálfu og mitt hlutverk er að búa til koverið fyrir hvert mix. Ég notaði dýr úr hverri heimsálfu til að vera fulltrúi hennar á koverinu,“ segir Sigurður en hann hefur unnið með Nike áður þegar þeir opnuðu nýja búð í Harlem í New York. Sigurður hefur lítið unnið á Íslandi en vinnan er alþjóðleg og fjölbreytileikinn mikill. „Vinnan mín er svolítið þannig að ég dett oft inn í nýja miðla sem ég hef í rauninni enga kunnáttu á en ég redda mér alltaf einhvern veginn, þannig að þetta er mjög fjölbreytt og gaman.“ Hann hefur búið í Berlín að undanförnu, en bjó þar áður í Lund- únum og á Íslandi. „Ég fór til Berlínar í skiptinám þegar ég var í Listaháskólanum og ég veit ekki al- veg hvað það er við borgina. Það er bara svo auð- velt að vera hérna, hlutirnir kosta ekkert mikið og allt er rosalega stórt og vítt. Þjóðverjar eru líka mjög beinskeyttir og vingjarnlegir. Mér leið ekki vel í London, hún er of upptekin og grá.“ Verkefnin framundan eru margvísleg og ljóst að Sigurður hefur mörg járn í eldinum um þessar mundir. „Annars hef ég mest gaman af að vinna fyrir sjálfan mig og gera það sem mig langar að gera, það skiptir mig miklu meira máli en að vinna fyrir einhver stórfyrirtæki. Það er bara til að borga leiguna,“ segir Sigurður að lokum. gea@mbl.is Vann stórt verkefni fyrir Nike og The Fader Slegist Eitt af veggspjöldunum fyrir Nike.  Hljómsveitin Seabear fagnar út- komu annarrar plötu sinnar We Built a Fire, sem kom út fyrr á árinu, með veglegum útgáfu- tónleikum næstkomandi föstudag í Iðnó kl. 21. Til að hita upp fyrir út- gáfutónleikana mun hljómsveitin koma fram á ókeypis tónleikum í hljómplötu- og listabúðinni Havarí á fimmtudaginn kl. 17. Sveitin kom fram á Iceland Inspires-tónleik- unum í Hljómskálagarðinum í síð- ustu viku og voru það fyrstu tón- leikar Seabear hérlendis í nokkurn tíma, en sveitin hefur verið dugleg að spila erlendis það sem af er árinu. Seabear hitar upp í Havarí á fimmtudag  Það verður nóg um að vera á fjölskylduhátíðinni Húnavöku sem fram fer um næstu helgi á Blöndu- ósi. Meðal þeirra sem koma fram í ár eru leikararnir Gói og Halli sem sjá um að kynna fjölskylduskemmt- un og kvöldvöku. Hellisbúinn verð- ur sýndur í Félagsheimilinu á föstu- dagskvöldinu. Ingó Veðurguð kemur í heimsókn á fjölskyldu- skemmtunina. Sálin hans Jóns míns verður með stórdansleik á laug- ardagskvöldinu og auk þess koma fram Ari Eldjárn uppistandari og eftirherma og Bjartmar Guðlaugs- son. Föstu liðirnir verða á sínum stað, eins og fjölskylduskemmtun, kvöldvaka, bakkasöngur, fjöldagít- arspil og söngkeppni fyrir börn. Sérstakir gestir hátíðarinnar í ár eru 25 krakkar úr Skólalúðrasveit Seltjarnarness sem hefur lengi ver- ið undir stjórn Blönduósingsins Kára Húnfjörð Einarssonar. Fjölbreytt fjölskyldu- skemmtun á Húnavöku Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Fyrir skemmstu kom út platan Here, þriðja sólóplata tónlist- arkonunnar Önnu Halldórsdóttur, og er hún nú fáanleg bæði hér- lendis og í Bandaríkjunum. Í til- efni af útgáfunni voru haldnir vel heppnaðir tónleikar á tónleika- staðnum Delancey í New York- borg, þar sem upptökustjóri plöt- unnar, Davíð Þór Jónsson, kom og spilaði með Önnu ásamt sellóleik- aranum Sæunni Þorsteinsdóttur. Anna hefur verið búsett í New York undafarin sjö ár og unnið þar við tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar. Tekin upp á sveitabæ Platan var tekin upp á tveggja vikna tímabili í október á síðasta ári á sveitabæ á Álftanesinu, þar sem Davíð Þór Jónsson stjórnaði upptökum. „Það var frekar ótrúlegt hvern- ig það kom til að við tókum hana upp þarna á Álftanesinu. Ég sendi tölvupóst á vini og vandamenn og sagði þeim að ég vildi taka upp plötu heima og hafa þetta pínu óvenjulegt og í leiðinni aðeins halda niðri kostnaðinum. Svo fékk ég bréf frá vinkonu minni sem sagði mér frá þessum sveitabæ á Álftanesi sem væri ónotaður. Ég ákvað að setja mig í samband við bóndann á bænum og hann var hinn elskulegasti og við fengum að vera þarna í tvær vikur í eintómri sælu,“ segir Anna. Anna flaug til landsins með tvær fullar ferðatöskur og svo kom Davíð Þór með allt sitt haf- urtask, sem Anna segir ekki hafa verið neitt lítið af græjum. „Svo breyttum við bæn- um bara í heimilislegt stúdíó og fengum til okkar góða gesti.“ Góðir gestir Fjöldi góðra gesta kom og lék með Önnu á plötunni. Þar á meðal Ólöf Arn- alds, Leifur Jónsson, bróðir Dav- íðs Þórs, Sveinn Rúnar Grím- arsson, John Lehr, básúnuleikari frá New York, og svo kom Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari til New York þar sem lögð var lokahönd á plötuna. „Ég var ekkert smáheppin að fá svona mikið af frábæru fólki með mér,“ segir Anna. Platan var klár- uð í febrúar síðastliðnum og er Anna á fullu þessa dagana að vinna að kynningu hennar. Ísland í haust – Verða haldnir tónleikar á Ís- landi á næstunni? „Ég er að vinna í því og það verður vonandi með haustinu. Ég er að fara í gegnum svo mikið með Ísland núna, eins og dreifingu og annað henni tengt. Ég er svona að skoða hvernig það gæti gengið. Spurning hvort ég kem heim með bandið frá New York eða hvort ég verð með einfaldari útfærslu af bandinu heima. Mig langaði að koma heim í sumar en ákvað að vera í New York og fylgja plöt- unni vel eftir hér.“ Fyrri plötur Önnu og sú nýja eru nú komnar í sölu hjá tónlist- arveitum á borð við Gogoyoko- .com, cd-baby og iTunes. Ágóði Here rennur til CED Society sem er munaðarleysingjahæli fyrir börn á Norður-Indlandi, rekið af góðvini Önnu, búddamunknum Lama Tenzin Chogyal. Með tvær fullar ferðatöskur Útgáfutónleikar Anna Halldórsdóttir tónlistarkona ásamt Davíð Þór Jónssyni á útgáfutónleikum á Delancey í New York á dögunum.  Anna Halldórsdóttir gefur út þriðju sólóplötu sína  Platan tekin upp á sveitabæ á Álftanesi  Kemur til Íslands í haust og heldur tónleika Árið 1996 gaf Anna út plötuna Villtir morgnar og var í kjölfar- ið valin bjartasta vonin á Ís- lensku tónlistarverðlaun- unum. Undravefurinn kom út árið 1998 en hana tók Anna upp í Danmörku ásamt Birgi Bald- urssyni og Orra Harðarsyni. Tónlist Önnu og hefur mátt heyra í kvikmyndum á borð við Kiran over Mong- olia, The Fifth Season, Writt- en by Gandhi og The Place. Fyrri verk ANNA HALLDÓRSDÓTTIR Anna Halldórsdóttir Hljóðverið Anna tók upp plötuna Here á sveitabæ á Álftanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.