Morgunblaðið - 06.07.2010, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÁlyktunLands-fundar
Sjálfstæðisflokks-
ins um Evrópumál
hefur hreinsað
andrúmsloftið.
Fyrsti áfangi
Vinstri-grænna á
sömu braut, sem tekinn var á
þeirra fundi um sömu helgi,
er einnig jákvæður. Þeir fjöl-
miðlar sem eru hallir undir
Samfylkinguna reyndu að
gera úr því stórmál að örfáir
einstaklingar sem gengu til
liðs við Samfylkinguna í síð-
ustu Alþingiskosningum
sögðu sig úr Sjálfstæðis-
flokknum núna og auglýstu
það. Nokkrir aðrir sjálfstæð-
ismenn sem einnig reyndu að
auðvelda Samfylkingunni
leikinn á kostnað Sjálfstæð-
isflokksins í þeim kosningum
hafa ekki sagst ætla að yfir-
gefa flokkinn að fullu nú þrátt
fyrir skýrar ályktanir hans.
Í flokkum sameinast menn
um meginsjónarmið. Innan
flokka geta áherslur verið
misjafnar og algengt er að
einstakir flokksmenn séu al-
gjörlega andvígir einstökum
ákvörðunum flokka sinna.
Þeir reyna því gjarnan að
vinna að breyttum áherslum
eða algjörri stefnubreytingu
innan flokks. Nær óþekkt er
að í lýðræðislegum flokkum
starfi lengi fólk sem telur að
flokkssamþykktir eigi að laga
að sérsjónarmiðum þess.
Landsfundir Sjálfstæðis-
flokksins hafa aldrei ákveðið
að allir félagar þess flokks
skuli hafa eina skoðun í
hverju máli. En það leiðir af
eðli máls að flokk-
urinn sem slíkur
getur ekki haft
margar skoðanir í
sama málinu.
Hann getur ein-
ungis haft eina.
Þá skoðun fær
hann fram í
hverju máli með atkvæða-
greiðslu að lokinni ítarlegri
umræðu. Í flokki eins og
Sjálfstæðisflokki, þar sem
tekið er fram að Landsfundur
sé æðsta vald í málefnum
flokksins, hljóta helstu trún-
aðarmenn hans að fylgja
þeim niðurstöðum sem þar
eru teknar. Kjörnir fulltrúar
sem eru svo lýðræðislega
áttavilltir að skynja ekki að
menn geta barist gegn
breyttum áherslum eða
niðurstöðum flokks um leið
og þeir virða þær ættu helst
heima í eins manns flokkum.
Ályktun sem landsfundur
flokks tekur, jafnvel með af-
gerandi meirihluta, þarf ekki
endilega að vera hin eina
rétta. Sagan sannar með
óteljandi dæmum að meiri-
hlutanum skjátlast iðulega.
Ef menn telja að meirihluti
flokksbræðra og -systra hafi
tekið ranga ákvörðun í
stærsta hjartans máli við-
komandi er ekkert ljótt þótt
sá kjósi að fara sína leið. Sá
er ekki að svíkja flokkinn
sinn. Flokkar eiga menn ekki
með húð og hári, sál og sam-
visku. Og flokkurinn hefur
ekki svikið þann sem fer þótt
hann taki lýðræðislega
ákvörðun í sínum málum.
Sannur lýðræðisflokkur á
ekki aðra leið.
Félaga í stjórn-
málaflokkum hlýtur
að greina á um
margt. Meginstefna
og hugsjónastef
sameina þá}
Hreinni línur
Forseti Eist-lands kom í
opinbera heimsókn
til Íslands á dög-
unum. Hann var
aufúsugestur. Þjóð
hans fagnar að ári
endurheimt sjálfstæðis síns
1991. Hún hafði lengi verið
undir oki erlends valds og sætt
kúgun og harðræði. Nágrann-
inn í austri er hinn sami og fyrr
og aflsmunur mikill. En Rúss-
land hefur sjálft þokast ört í
lýðræðisátt, þótt landið hafi
sitt eigið svipmót á þeirri þró-
un. Eistar leituðust við að
treysta stöðu sína í viðsjálum
heimi með inngöngu í Atlants-
hafsbandalagið og í Evrópu-
sambandið. Í þeirra stöðu kom
ekki annað til greina. Forseti
Eistlands undirstrikaði í heim-
sókn sinni að þrátt
fyrir vandræði
evrunnar og
minnkandi vin-
sældir hennar
myndu Eistar
halda sínu striki og
gera hana að sinni mynt innan
skamms. Um Nato og ESB var
lítill ágreiningur í Eistlandi af
sögulegum ástæðum og eink-
um þó vegna öryggissjónar-
miða. En nú ber svo við að
þjóðin er ósátt við forystu-
menn sína vegna næsta skrefs.
Aðeins 39 prósent hennar vill
upptöku evru en 50 prósent
eru andvíg. Um 57 prósent
vilja fá þjóðaratkvæði um þá
ákvörðun en 32 prósent ekki. Í
þetta sinn ætla Eistar ekki að
lúta þjóðarviljanum. Það er
miður.
Eistneska þjóðin
fylgir ekki forystu
sinni inn í mynt-
bandalagið}
Ósáttir inn í evruna Þ
að var skrýtið að standa í brekk-
unni undir Arnarhól í gær og
hlusta á taktfast glamur búsá-
halda á ný. Næst dyrum Seðla-
bankans stóðu þeir sem börðu
hvað ákafast og blésu í lúðra en ofar í brekk-
unni stóðu hundruð manna, þögul og einbeitt
á svip. Fólk á öllum aldri: aldnir, miðaldra
fólk, unglingar, börn – fólk í jakkafötum, lopa-
peysum, sumarkjólum, íþróttagöllum. Engar
ræður eða hróp, aðeins séríslensk mótmæla-
aðferð þeirra sem telja sig hafa verið órétti
beitta.
Við þessu mátti búast. Þegar stjórnvöld
ákváðu í kjölfar gengislánadóma Hæstaréttar
að beina tilmælum til fjármálafyrirtækja um
að breyta umsömdum vöxtum gengistryggðra
lána í seðlabankavexti, þvert ofan í fyrri loforð um að þau
myndu ekki grípa til aðgerða til að skerða rétt lántak-
endanna, mátti þeim vera ljóst að með því væri verið að
kasta olíu á eld sem hefur lengi kraumað undir niðri.
Tugþúsundir heimila í landinu hafa glímt við ofvaxna
greiðslubyrði sem gengistrygging lána hefur skapað
þeim. Þegar þetta fólk eygir vonarglætu í úrskurði
Hæstaréttar ákveða stjórnvöld að sýna því þá lítilsvirð-
ingu að hvetja lánastofnanir til að styðjast við hærri
vexti en lánasamningar þeirra kveða á um.
Stjórnvöld þurfa að gera sér grein fyrir því að bikar
þessa fólks er barmafullur, ekki síst núna í miðri um-
ræðunni um hæstaréttardómana. Sleggjudómar um for-
sendur og tilgang þeirra sem tóku gengistryggð lán hafa
verið allsráðandi – umræðan hefur einkennst
af orðum eins og skammsýni, heimtufrekju,
áhættusækni og græðgi. Lánþegum geng-
istryggðra lána hefur verið stillt upp eins og
óráðsíufólki og gömblurum sem verðskuldi
aðeins að fara á hausinn fyrir að hafa látið
glepjast af gylliboðum fjármálaspjátrunga og
ætlað sér þannig að græða.
Þar yfirsést fólki grundvallaratriði varð-
andi lántökur. Menn græða ekki fé á því að
taka lán, þvert á móti, og það gildir líka um
lánþega gengistryggðra lána. Lán eru ekki
eins og hlutabréfakaup. Staðreyndin er líka
sú að þessi lán verða borguð til baka – með
vöxtum – þrátt fyrir ítrekaðar staðhæfingar
um annað í æstri umræðunni.
Það er sjálfsagt að skiptast á skoðunum um
hvort það sé réttlátt að þessi hópur fái umsamda vexti,
en það yrði okkur öllum til gæfu að sú umræða fari fram
á öðrum forsendum en þeim að hann hafi hegðað sér með
óábyrgari hætti en aðrir. Við þurfum ekki á gjá milli
fólksins í landinu að halda.
Sjálf er ég þeirrar sannfæringar að það verði að fara
að lögum og að það sé dómstóla að úrskurða um hvernig
túlka beri þau. Út á það gengur réttarríkið. Einhverjum
getur fundist lögin vera ósanngjörn og þá er það löggjaf-
ans að sjá til þess að breyta þeim. Vafasöm tilmæli eft-
irlitsstofnana sem ganga þvert á hag lánþega og eru að
öllum líkindum í stríði við gildandi lög í landinu geta ekki
komið í stað slíkrar umfjöllunar Alþingis og dómstóla.
Og þau munu ekki gera það. ben@mbl.is
Bergþóra Njála
Guðmundsdóttir
Pistill
Réttarríkið Ísland
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Barnaverndin harður
heimur og harðnandi
FRÉTTASKÝRING
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
H
eimur barnaverndar-
mála er harður og
hefur farið harðnandi
undanfarin ár að sögn
Halldóru Drafnar
Guðmundsdóttur, forstöðumanns
Barnaverndar Reykjavíkur. Frá Fé-
lagsþjónustu Kópavogs heyrist svip-
uð saga. Halldóra segir að meira sé
nú um hótanir í garð starfsmanna
barnaverndarnefndar og þeir óski
nánast alltaf fylgdar lögreglu þegar
farið sé inn á heimili fólks. Þá séu
dæmi um að foreldrar eða for-
ráðamenn, sem barnaverndaryfir-
völd komist í kast við, tengist er-
lendri skipulagðri glæpastarfsemi.
Tilkynningar til barnaverndar-
nefnda voru álíka margar á fyrsta
fjórðungi þessa árs og á sama tíma í
fyrra, um 2.400 talsins. Tíðni ábend-
inga um andlegt ofbeldi tvöfaldaðist
næstum milli ára og fjöldi tilkynn-
inga um vímuefnaneyslu barna jókst
um 54,7%. Aftur á móti voru mun
færri ábendingar á fyrsta ársfjórð-
ungi í ár um kynferðisofbeldi, erfið-
leika í skóla og að barn stefndi sjálfu
sér í hættu.
Þetta kemur fram í skýrslu
Barnaverndarstofu. Hlutfall til-
kynninga um vanrækslu var svipað
milli ára en tilkynningar um ofbeldi
juku hlut sinn á kostnað ábendinga
um áhættuhegðun. Flestar tilkynn-
ingar varða þó áhættuhegðun eins
og á fyrsta fjórðungi liðins árs.
Halldóra varar við að draga of
víðtækar ályktanir af samantekt á
svo stuttu tímabili en segir þróun í
barnaverndarmálum og hina auknu
hörku hafa komið til áður en efna-
hagsþrengingarnar hófust og telur
því ekki að þær séu höfuðorsök
hennar. Í kjölfar efnahagshrunsins
segist hún þó telja að fólk sé veikara
fyrir og sé hættara við að fara út af
sporinu, hvort sem er í heimilislífinu
eða í samskiptum við barnavernd.
Það segi sig sjálft að þegar erfið-
leikar steðji að eins og nú sé hættara
við en ella að upp úr sjóði.
Lögreglan í aukahlutverki
Halldóra segir samstarf lög-
reglu og barnaverndarnefnda gott
en það megi gjarna styrkja og gera
nánara í ljósi þeirrar hörku sem
færst hefur í þau mál sem koma til
meðferðar barnaverndaryfirvalda.
Í ávarpi sínu í nýútkominni árs-
skýrslu félagsþjónustu Kópavogs
sagði Aðalsteinn Sigfússon, félags-
málastjóri, að barnaverndaryfirvöld
væru vanmáttug þar sem úrræðin
sem þau hafi yfir að ráða séu fá og
ekki nógu virk. Bæta þurfi þetta og
koma á virkara samstarfi. Halldóra
tekur ekki eins djúpt í árinni en seg-
ir að alltaf megi bæta og efla starfið.
Marta Kristín Hreiðarsdóttir,
deildarsérfræðingur í upplýsinga-
og áætlanadeild lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu, segist ekki hafa
orðið þess vör að barnaverndaryfir-
völd kalli oftar en áður eftir aðstoð
lögreglu í málum sínum en kveðst
telja að málin sem berast á borð
hennar kunni að vera þyngri og
erfiðari nú en áður. Bendir Marta á
að úrvinnsla barnaverndarmála
heyri ekki undir lögreglu með bein-
um hætti, aðallega sinni hún tilkynn-
ingarskyldu samkvæmt lögum.
Segir Marta að aðkoma lög-
reglu að barnaverndarmálum sé
margskonar; lögreglumenn í útkalli
telji oft að rétt sé að kalla til barna-
verndaryfirvöld vegna aðstæðna á
vettvangi. Lögregla er einnig kölluð
til aðstoðar barnaverndaryfirvöldum
til að tryggja öryggi starfsmanna
þeirra og annarra sem hlut eiga að
máli og þá er lögregla kölluð til þeg-
ar grípa þarf til þvingunarúrræða.
Morgunblaðið/Heiddi
Harka Meira er nú um hótanir í garð starfsmanna barnaverndarnefndar.
2.455
tilkynningar bárust barna-
verndarnefndum landsins
á fyrsta ársfjórðungi 2010.
44,3%
tilkynninga vörðuðu
áhættuhegðun barna.
92,5%
fjölgun varð milli ára
á tilkynningum sem vörðuðu
andlegt ofbeldi.
54,7%
fjölgun varð milli ára
á tilkynningum um ætlaða
vímuefnaneyslu barns.
‹ TILKYNNINGAR Í TÖLUM ›
»