Morgunblaðið - 06.07.2010, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 187. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Fjölskylda fórst í bílslysi
2. Fasteignin 101 Hótel kyrrsett
3. Líkamsleifar Fischers grafnar upp
4. Tveir týndir á Fimmvörðuhálsi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljóðmennirnir Gunnar og Hjörtur
sáu um upptökur fyrir danska útvarp-
ið DR á tónlistarhátíðinni í Hróars-
keldu um helgina. Þar hittu þeir
fræga menn á borð við Mike Snow,
fóru í trans með Prince og sváfu und-
ir berum himni vegna hita. »29
Reuters
Hljóðmenn Rásar
2 í Hróarskeldu
Lag af fyrstu
plötu hljómsveit-
arinnar Nóru,
„Opin fyrir
morði“, rataði á
dögunum inn á
bandarískan safn-
disk, sem gefinn
var út hjá útgáfu-
fyrirtækinu Deep
South. Lagið er að finna á fjórða
safndiski Deep South, en fyrsti disk-
urinn kom út árið 1995.
Hljómsveitin Nóra á
erlendum safndiski
Lokaverkefni Snædísar Lilju Inga-
dóttur, nema frá leiklistarskólanum
Rose Bruford College í London, hefur
verið valið til sýningar á
leiklistarhátíð í Edin-
borg í lok ágústmán-
aðar. Verkið, sem ber
nafnið Just Here!
verður einnig sýnt í
byrjun ágúst á
sviðslistarhátíð-
inni ArtFart sem
haldin verður í
Reykjavík.
Valin á leiklistarhátíð
í Edinborg
Á miðvikudag Norðaustan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, talsverð aust-
anlands, en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestantil.
Á fimmtudag Norðan 8-13 m/s vestanlands, en annars hægari. Rigning um norðanvert
landið, dálítil væta með köflum SV-lands, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austanátt, 10-15 m/s og fer að rigna syðst á landinu. Víða
hvassviðri um kvöldið, einkum við suðurströndina. Hiti 8 til 19 stig.
VEÐUR
Breiðablik komst í gærkvöld
í toppsæti efstu deildar
karla í knattspyrnu með því
að sigra Selfyssinga, 3:1,
fyrir austan fjall. Þetta er í
fyrsta skipti í 28 ár sem
Kópavogsliðið er efst í
deildinni að heilli umferð
lokinni. Á Laugardalsvelli
var mikill hasar þegar Fram
og Valur skildu jöfn, 2:2, og
loks gerðu Haukar og
Fylkismenn jafntefli, 1:1,
á Hlíðarenda. »2-3
Blikar efstir í
fyrsta sinn í 28 ár
Þjálfari hollenska landsliðsins í
knattspyrnu, Bert van Marwijk, er var
um sig fyrir leikinn gegn Úrúgvæ í
undanúrslitum HM í Suður-Afríku í
kvöld. Lið hans, með Wesley Sneijder
fremstan í flokki, er þó talið mjög
sigurstranglegt í þessari viðureign en
sigurliðið mætir Spáni eða Þýska-
landi í úrslitaleik á
sunnudaginn.
»4
Hollendingar varir um
sig en þykja líklegir
Samherjar og mótherjar hylltu Veigar
Pál Gunnarsson fyrir frábæra
frammistöðu eftir að hann skoraði
þrennu í sigri Stabæk á Molde, 4:3, í
norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í
gærkvöld.
„Veigar er besti leikmaður úrvals-
deildarinnar þegar hann fær boltann
og hefur pláss,“ sagði Kjell Jonevret,
þjálfari Molde. »1
Veigar hylltur eftir
þrennu fyrir Stabæk
ÍÞRÓTTIR
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Hún er náttúrlega ótrúlega kraft-
mikil og dugleg að hafa safnað fyrir
þessu úr eigin sjúkrarúmi. Þetta er
einstakt framtak, sem skiptir stofn-
unina miklu máli,“ segir Bryndís
Sævarsdóttir, hjúkrunardeildar-
stjóri á hand- og lyflækningadeild á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vís-
ar hún þar til Þorbjargar Elínar
Friðriksdóttur sem í dag kl. 13.00
afhendir stofnuninni gjöf að verð-
mæti rúmlega 2,6 milljónir króna,
en af því tilefni verður boðið til
kaffisamsætis á stofnuninni. Um er
að ræða BiPAP-Vision ytri önd-
unarvél sem kostar 2,1 milljón, en
slíka vél er hægt að nota án þess að
þurfa að halda fólki sofandi, vökva-
dælu sem kostar 400 þúsund og nýt-
ist til þess að gefa bæði vökva og lyf
í æð auk tveggja hjólastóla.
Sýnir mikinn rausnarskap
„Á sjúkrahúsi eins og okkar, sem
er fjársvelt, viðhöldum við okkar
tækjabúnaði með gjöfum. En við
fáum ekki svona stórar gjafir á
hverjum degi,“ segir Bryndís og
tekur fram að oftast sé leitað til fé-
lagasamtaka sem aðstoði við fjár-
söfnun til tækjakaupa. „Auk þess
sem einn maður hefur verið mjög
duglegur á síðustu þremur árum við
að safna fjármunum til tækja-
kaupa,“ segir Bryndís og tekur fram
að það sé alltaf merkilegt þegar fólk
taki sig til og sýni svona mikinn
rausnarskap, enda ekkert sjálfgefið
að fólk leggi svona mikla vinnu á sig
í góðgerðarskyni.
Vélin kemur í góðar þarfir
Aðspurð segir Bryndís tækin sem
gefin verða í dag koma í góðar þarf-
ir, ekki síst öndunarvélin. „Fyrir
eigum við eina svona öndunarvél og
hún er í stöðugri notkun fyrir fólk
með alvarlega lungnasjúkdóma,“
segir Bryndís og tekur fram að það
geti skipt fólk með alvarlega lungna-
sjúkdóma sköpum að komast í svona
vél þó ekki sé nema í nokkra
klukkutíma til að komast yfir erf-
iðan hjalla.
„Við höfum lent í því að þurfa að
hoppa með þessa einu vél okkar á
milli sjúklinganna sem eru í mestu
þörfinni og höfum þurft að taka fólk
úr vélinni til að setja aðra veikari
sjúklinga í hana, sem er náttúrlega
ömurleg aðstaða,“ segir Bryndís og
tekur fram að tvisvar hafi verið
hægt að fá vél lánaða hjá Landspít-
alanum auk þess sem senda hafi
þurft sjúklinga til Reykjavíkur, en
slíkt geti tekið mjög á veika sjúk-
linga. „Með tilkomu nýju vélarinnar
getum við betur þjónað fólkinu okk-
ar hérna heima,“ segir Bryndís.
Einstakt framtak sjúklings
Safnaði fyrir önd-
unarvél upp á eig-
in spýtur og gaf
Ljósmynd/Víkurfréttir
Svefnstaður Þorbjörg Elín Friðriksdóttir glímir við lungnateppu og er hjartveik. Hún hefur síðustu átta mánuði
þurft að sofa um nætur í öndunarvélinni. Hún segir það kraftaverk hversu söfnunin tók skamman tíma.
„Mér finnst það kraftaverk að
tekist hafi að safna fyrir önd-
unarvélinni á ekki lengri tíma,“
segir Þorbjörg Elín Friðriksdóttir.
Hugmyndina að söfnuninni fékk
hún um miðjan febrúar sl. þegar
hún mætti á spítalann, þar sem
hún hefur síðustu átta mánuði
sofið í einu öndunarvélinni sem
þar var til, og komst þá að því að
vélin væri upptekin. „Ég fékk
auðvitað algjört sjokk enda get
ég ekki án vélarinnar verið,“ segir
Þorbjörg sem glímir við lungna-
teppu og er hjartveik. Að sögn
Þorbjargar spurðist söfnun henn-
ar vel út, m.a. með umfjöllun í
Víkurfréttum og á Facebook auk
þess sem hún sendi nokkrum fé-
lagasamtökum bónarbréf. „Allir
tóku mjög vel í þetta, sem sýnir
að Íslendingar standa saman
þegar á þarf að halda,“ segir Þor-
björg og tekur fram að Sjálfs-
björg á Suðurnesjum hafi gefið
rausnarlega.
„Allir tóku vel í beiðnina“
KRAFTAVERK AÐ SAFNA FYRIR VÉL Á EKKI LENGRI TÍMA