Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 4
21. nóvember 2011 MÁNUDAGUR4 HEILBRIGÐISMÁL Mun fleiri börn fæðast andvana hér á landi en segir í tölum Hagstofunnar. Séu tölur Fæðingaskrár Landspítal- ans um andvana fædd börn born- ar saman við tölur Hagstofunnar, frá árunum 2002 til 2009, er tíðn- in rúmum 40 prósentum hærri í skýrslum LSH. Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin (WHO) sækir sínar tölur um andvana fædd börn til Hagstofunnar, en mælst er til þess að nýrri skilgreiningar séu notað- ar en þær sem Hagstofan styðst við. Landspítalinn notar margar mismunandi skilgreiningar, en meginflokkarnir eru tveir: and- vana fætt barn eftir meira en 22 vikna meðgöngu og eftir 28 vikna meðgöngu. Skilgreining Hagstofunnar er að andvana fædd börn eru þau sem koma í heiminn án lífsmarks eftir að minnsta kosti 28 vikna meðgöngu. Styttri meðganga telst vera fósturlát. Stuðst hefur verið við sömu skilgreiningar síðan árið 1952. Ragnheiður Bjarnadóttir, rit- stjóri Fæðingaskrár, segir skrán- ingaraðferð Hagstofunnar nauð- synlega til að bera Ísland saman við ólík samfélög og til þess að sjá þróunina hér á landi á milli ára. „Frá árinu 1994 hefur Fæðinga- skrá gefið upp tvenns konar tölur til að geta borið okkur saman við þá sem nota sama kerfi. En við verðum að halda okkur við hina líka,“ segir hún. „Sú aðferð er ekki úrelt, en hún er eldri. Það að miða við 22 vikur er hugsanlega betra vegna þeirra miklu framfara sem hafa orðið í nýburalækningum og lífslíkur barna sem fæðast fyrr eru orðnar meiri.“ Guðjón Hauksson, umsjónar- maður mannfjöldaskráningar hjá Hagstofunni, segir það hafa verið til umræðu að undanförnu að taka upp skráningar andvana fæddra barna sem fæðast eftir 22 vikur, eins og Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin mælist til. Guðjón tekur undir orð Ragnheiðar og segir töl- urnar ekki sýna misræmi, heldur einungis mismunandi skilgreinda flokka. „Annað sem gæti skýrt muninn eru þau örfáu tilfelli þegar móð- irin er ekki skráð með búsetu hér á landi,“ útskýrir hann. „Það átti sér í lagi við þegar ameríski her- inn var hér, svo eru ferðamenn og fólk sem er hér í stuttan tíma í atvinnuskyni. Þær skráning- ar fara ekki inn hjá okkur, held- ur eru sendar frá spítalanum til heimalands móðurinnar.“ Á síðustu árum hafa mörkin milli fósturláts og andvana fæð- inga verið færð niður í 22 vikur í sumum löndum, en Ísland hefur ekki breytt sínum reglugerðum enn. sunna@frettabladid.is GENGIÐ 18.11.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,7139 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,32 117,88 185,69 186,59 158,55 159,43 21,308 21,432 20,246 20,366 17,279 17,381 1,5283 1,5373 183,53 184,63 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR FERMINGAR Fjöldi ungmenna sem hafa skráð sig í borgaralega ferm- ingu fyrir árið 2012 er kominn yfir 200 manns. Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldi borgaralegra ferminga fer yfir annað hundraðið en þátt- taka í fermingarfræðslu Siðmenntar hefur aukist um 85 prósent á síðustu fimm árum. Um 90 ungmenni völdu borgara- lega fermingu árin 2003 til 2005, um 115 árin 2006 til 2009 og á síðasta ári 162 ungmenni. Skráningu í ferm- ingarfræðslu Siðmenntar lýkur 30. nóvember svo enn gæti átt eftir að fjölga í hópnum. „Við búumst við 210 til 220 skrán- ingum,“ segir Bjarni Jónsson, vara- formaður Siðmenntar, og þakkar aukna þátttöku öflugu kynningar- starfi Siðmenntar úti á landi. Til að mynda sé 100 prósenta aukning milli ára á Norðurlandi. „Jóhann Björnsson, heimspek- ingur og kennari, hefur átt veg og vanda af kynningarfundum þar sem tæpt er á málefnum sem eru nærri unglingum í dag, til dæmis siðfræði og jafnrétti. Svo spyrst þetta út. Unglingar hafa fleiri valkosti en áður.“ Sex athafnir verða haldnar árið 2012, tvær í Reykjavík og tvær í Kópavogi, ein á Akureyri og ein á Selfossi þar sem sex fermast. - rat 85 prósenta aukning á fimm árum í skráningu í borgaralega fermingu: Yfir 200 fermast borgaralega BORGARALEG FERMING Árið 2005 fór ein athöfn fram í Háskólabíói með 93 þátttakendum. Árið 2012 verða athafn- irnar sex á fjórum stöðum á landinu. Minnst fjórir karlar hafa lokið kennaranámi í heimilisfræðum en ekki einn eins og sagði í blaðinu á föstudag. LEIÐRÉTT Mun fleiri andvana fædd börn en skráð hjá Hagstofu Skráning Hagstofu Íslands sýnir mun lægri tíðni andvana fæddra barna en fæðingaskýrslur Landspítalans. Ástæðan er ólíkar skilgreiningar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin notar tölur Hagstofunnar í samanburði. BANDARÍKIN Gríðarleg reiði er á meðal mótmælenda sem tengjast Occupy-mótmælunum eftir að lögreglan í Kaliforníu sprautaði piparúða á friðsama mótmælend- ur sem sátu á gangstétt á háskóla- lóð í Kaliforníuháskóla. Myndband náðist af lögreglu- mönnunum, en þar má sjá þegar einn þeirra sprautar eitrinu beint á sitjandi mótmælendurna án þess að þeir veiti lögreglunni viðnám. Níu stúdentar fengu úðann yfir sig en mótmælin voru samstöðu- mótmæli vegna Occupy-mótmæl- anna á Wall Street. Hægt er að horfa á myndbandið á vef Daily Telegraph. Reiði út í lögregluna: Beittu piparúða á friðsama mótmælendur STYKKISHÓLMUR Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hvetur íbúa bæjarins til að koma með hug- myndir að nýrri staðsetningu fyrir áramótabrennuna í ár. Vegna tilmæla slökkviliðsins verður brennan færð af þeim stað sem hún hefur verið undan- farin ár þar sem hún þykir of nálægt byggð, að því er segir á vef Skessuhorns. Þá hefur komið upp sú hug- mynd að sleppa áramótabrennu, þar sem þátttaka hefur verið dræm síðastliðin ár og hafa í staðinn brennu á þrettándanum. Leita til íbúa Stykkishólms: Áramótabrenna of nærri byggð VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 9° 4° 5° 8° 10° 6° 6° 22° 13° 19° 11° 26° 2° 13° 14° 6°Á MORGUN 10-15 m/s víðast hvar. MIÐVIKUDAGUR 5-10 m/s en hvassara S- og SA-til. 4 3 2 3 1 4 2 6 4 7 -2 11 16 15 13 8 7 7 4 3 10 7 6 1 2 3 5 2 2 1 4 BEST NA-TIL Næstu daga ríkja suðlægar áttir, horfur eru á töluverðum vindi á köfl um, einkum S- og SA-til. Það verður heldur vætusamt sunnan- og vestanlands og með kólnandi veðri má búast við slyddu og éljum, einkum á Vest- fjörðum og inn til landsins. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður HAGSTOFA ÍSLANDS Hagstofan notar ekki sömu skilgreiningar um andvana fædd börn og LSH en rætt hefur verið um að endurskoða skilgreiningarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tö lu r ek ki k om na r 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 7 12 4 7 15 21 8 21 15 18 77 18 11 17 12 21 9 25 20 15 10 5 0 Andvana fædd börn ■ Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands ■ Samkvæmt upplýsingum LSH Það að miða við 22 vikur er hugsanlega betra vegna þeirra miklu framfara sem hafa orðið í nýburalækningum og lífslíkur barna sem fæðast fyrr eru orðnar meiri. RAGNHEIÐUR BJARNADÓTTIR RITSTJÓRI FÆÐINGASKRÁR SLYS Ökumaður velti bifreið á Sæbrautinni í fyrrinótt. Fjórir far- þegar voru í bílnum og kastaðist einn þeirra út. Þá þurfti að klippa annan út úr bílnum. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvað- ur. Þá er talið að vatnselgur á göt- unni hafi einnig orðið til þess að maðurinn missti stjórn á bílnum. Tveir voru fluttir á spítala með sjúkrabíl. Ekki er talið að meiðsl þeirra sé alvarleg. Þá stöðvaði lögreglan fjóra ökumenn sem óku undir áhrifum vímuefna. Grunaður um ölvunarakstur: Kastaðist út úr bíl eftir veltu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.