Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 21. nóvember 2011 13 Minnt er á að lög um gistináttaskatt taka gildi 1. janúar 2012 Gistináttaskattur Gistináttaskatturinn er 100 kr. á hverja selda gistináttaeiningu, en gistináttaeining er leiga á gistiaðstöðu í allt að einn sólarhring. Með gistiaðstöðu er átt við herbergi, húsnæði eða svæði sem leigt er út í þeim tilgangi að þar sé dvalið yfir nótt, að svefnaðstaða sé fyrir hendi eða hægt sé að koma henni fyrir og leigan sé almennt til skemmri tíma en eins mánaðar. Lögin taka til þeirra sem selja gistingu, svo sem hótela, gistiheimila, tjaldsvæða, orlofssjóða stéttarfélaga og ferða- og útivistarfélaga. Ber þeim að tilkynna um starfsemi sína til ríkisskattstjóra. Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni rsk.is/gistinattaskattur og í síma 442-1000. Fjölskylduhjálp Íslands er átta ára um þessar mundir og aldrei hefur starfsemin staðið frammi fyrir eins miklum þjóð- félagslegum erfiðleikum og nú. Manni fallast hendur og er fólk mjög áhyggjufullt fyrir komandi misseri. Það verða líklega þúsundir fjölskyldna sem leita til okkar eftir aðstoð nú fyrir þessi jól. Fjölskyldur hafa hreinlega ekki peninga til að framfleyta sér og sínum. Hef ég samanburðinn eftir 16 ár á þessum vettvangi. Margir loka á íslenska fátækt, reyna jafn- vel að fela hana. Þeir viðurkenna ekki að til sé fátækt fólk á Íslandi. Það er svo auðvelt að fara í gegn- um lífið án þess að kynnast í raun fátækt eða velta fátækt yfir- leitt fyrir sér. Sem betur fer eru margir í öruggum störfum og við góða heilsu og allt gengur eftir uppskriftinni. Hvernig getum við ætlast til að fólk lifi á þeirri framfærslu sem því er úthlutað þegar þeir sem úthluta gætu aldrei gert hið sama. Enn þann dag í dag fæ ég spurningar eins og „ertu ennþá í þessu hjálparveseni?“ eða „hvað er Fjölskylduhjálp Íslands“? Ég verð alltaf jafn hissa og spyr við- komandi hvort hann hafi ekki séð myndir af húsinu í Eskihlíðinni þar sem fólk bíður í röðum eftir mataraðstoð? „Jú, mig rámar í það svarar viðkomandi“. Ástandið verður mjög alvar- legt ef við getum ekki hjálpað þeim sem eru í neyð. Hér er hrein- lega um geðheilsu fólks að ræða. Höfum í huga fjölda öryrkja hér á landi. Nú eru sjálfboðaliðar okkar að hringja inn á heimili lands- manna og óska eftir stuðningi þeirra sem eru aflögufærir. Nú þurfum við öll sem erum aflögu- fær að sýna samkennd og samhug í verki. Það eru 2.500 börn sem búa hjá foreldrum sem neyðast reglu- lega til að leita eftir mataraðstoð. Þessir sömu foreldrar þurfa nauð- synlega á hjálp að halda fyrir jólahátíðina. Ástæða þess að við úthlutum ekki gjafakortum í mat- vöruverslanir er sú að við höfum ekki fjármagn til þess að úthluta matarkortum í stað matvæla. Hér er dæmi um einn úthlutunar- dag. Við úthlutum til 1.140 fjöl- skyldna. Ef þessar fjölskyldur fengju hver um sig 10.000 króna úttektarkort kostaði þessi eini dagur samtökin 11.400.000 króna. Fyrir þá upphæð getum við keypt matvörur fyrir heila þrjá mánuði og aðstoðað yfir 11 þúsund fjöl- skyldur. Með matarkortum getum við aðstoðað 10% þeirra fjölskyldna sem þurfa á mataraðstoð að halda. Hvað eigum við að gera fyrir hin 90 % sem enga aðstoð fá? Að lokum þá er bókhald sam- takanna opið öllum sem það vilja skoða og hefur sá háttur verið á frá upphafi. Ef slíkt gagnsæi væri viðhaft hjá yfirvöldum þessarar þjóðar væri samfélagið okkar með öðrum blæ. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt. 660903-2590. Hjálp í neyð í íslenskum veruleika Samfélagsmál Ásgerður Flosadóttir starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjavík og á Reykjanesi Velferðarkerfið er handa öllum – líka óvinum sínum. En það gerir ekki allt fyrir alla alltaf. Það snýst ekki um skulda- leiðréttingar og afskriftir. Slíkt er auðvitað réttlætismál þegar forsendur lántöku bresta og sjálfsagt að herja á banka um að ganga ekki of hart fram í vaxtageðþótta eða fá stjórnvöld til að skerast í leikinn með ein- hverjum hætti en velferðar- kerfið snýst í sjálfu sér ekki um lántökumál fyrirtækja og ein- staklinga. Það snýst ekki um … Það snýst ekki um að „skapa atvinnu“. Það er ekki hlutverk velferðarkerfisins að standa í misjafnlega arðbærum fram- kvæmdum til að hægt sé að nýta dýrar fjárfestingar í vinnuvél- um og útvega mönnum vinnu um stundarsakir þar sem dauft er yfir einkaframtakinu. Slíkt kann að vera góðra gjalda vert en stundum mætti líka hjálpa mönnum við að losa sig við tækin dýru og komast út úr erf- iðum fjárhagsskuldbindingum kringum kaup á vörubílum og skurðgröfum en að láta fram- kvæmdir ráðast fyrst og fremst af þörfinni fyrir að láta slíkar fjárfestingar einstaklinga borga sig. Almennt talað er betra fyrir alla aðila að einstaklingsfram- takið borgi sig. Góðir vegir og göng eru að vísu nauðsynlegur hluti af infrastrúktúr hvers ríkis en framkvæmdir við slíkt þurfa hins vegar helst að fara fram á öðrum forsendum en vel- ferðarkerfis vinnuvélanna. Framlög til spítalabygginga eru ekki framlög til heilbrigðis- mála heldur framlög til hús- byggjenda. Við ruglum alltaf saman húsnæði utan um starf- semi – og starfseminni sjálfri. Velferðarkerfið snýst ekki um að láta alla hafa allar þær pillur sem hugurinn kann að girnast. Það snýst ekki um að láta öllum líða vel eða koma í veg fyrir vansæld og óhamingju. Það vinnur ekki bug á sorg og ein- semd. Það kemur ekki í stað mannlegrar nálægðar. Það á ekki að standa straum af fram- kvæmdum við að gera okkur fríð. Velferðarkerfið snýst ekki um að láta fé renna frá almenningi til fyrirtækja. Þetta á raunar að vera öfugt. Hugmyndin á Norðurlöndum er sú að láta atvinnulífið verða öflugt, leyfa einkaframtakinu virkilega að njóta sín svo að byggð verði upp öflug og sterk fyrirtæki sem greiða bæði há laun og háa skatta – með glöðu geði. Þetta hefur tekist svo dável að um allan heim lítur fólk til Norðurlanda sem fyrir- myndar um það hvernig eigi að byggja þjóðfélag. Þar með er ekki sagt að ekki séu alls konar vandamál í þessum ríkjum eða að á Norðurlöndum hafi hin endanlega uppskrift að þjóð- félagi verið fundin. Þar er til dæmis djúprættur rasismi og önnur hugarfarsleg óværa. Þar starfa glæpaklíkur á borð við Vítisengla utan við lög og rétt og þar fylgja langvinnu atvinnuleysi alls kyns erfið vandamál. En þar er sem sagt velferðar- kerfi. Það snýst um … Velferðarkerfi er ekki ódýrt og á ekki að vera það. Sífelld sparnaðarsjónarmið eiga ekki við þegar um er að ræða lág- marksþjónustu sem þegnar vel- ferðarsamfélags eiga að geta vænst. Það á heldur ekki að eftirláta „hollvinasamtökum“ og klúbbum og einstaklingum, hversu mjög sem vænt fólk reynir þar að láta gott af sér leiða. Velferðarkerfið snýst meðal annars um vandaða og vel mannaða skóla þar sem öllum börnum er tryggð tiltekin menntun, hvaðan sem þau annars koma og hvernig sem kann að vera ástatt fyrir þeim og þar sem starfa metnaðar- gjarnir og sívakandi kennarar á góðum launum. Það snýst um að láta gömlu fólki líða eins vel og nokkur kostur er. Það snýst um að tryggja börnum sómasamlega tannhirðu án tillits til efnahags foreldra. Það snýst um það að þegar hallar undan fæti hjá okkur förum við ekki á biðlista heldur fáum strax þá umönnun og þjónustu sem okkur ber. Það snýst um að opna deildir en ekki loka deildum. Velferðarkerfið er fyrir okkur öll – meira að segja óvini sína. Það snýst umfram allt um þetta: þegar við fáum krabbamein eigum við að geta gengið inn á spítala og notið færni og þekk- ingar okkar framúrskarandi fólks í heilbrigðisþjónustu án þess að þurfa að greiða hundruð þúsunda króna. Velferðarkerfið Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Margir loka á íslenska fátækt, reyna jafn- vel að fela hana. Þeir viðurkenna ekki að til sé fátækt fólk á Íslandi. Framlög til spítalabygginga eru ekki framlög til heilbrigðismála heldur fram- lög til húsbyggjenda. Við ruglum alltaf saman húsnæði utan um starfsemi – og starfseminni sjálfri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.