Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 21. nóvember 2011 23 NÝTT DOVE MEN+CARE DOVE MEN+CARE inniheldur rakaeindir (micromoisture) sem hjálpa húðinni að viðhalda eðlilegu rakastigi. Í rakaeindunum eru olíur sem virka um leið og DOVE MEN+CARE kemst í snertingu við húðina. Húðin verður ekki fitug viðkomu heldur náttúrulega rök og mjúk. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Í EIGIN SKINNI Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • • FÓTBOLTI Heiðar Helguson fór á kostum þegar lið hans, QPR, vann 3-2 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Heið- ar skoraði tvö markanna og er nú alls kominn með fimm mörk á tímabilinu. Heiðar er í 10.- 14. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar en hann hefur spil- að minna en flestir aðrir í kring- um hann á listanum og er því í hópi efstu manna þegar kemur að meðalfjölda mínútna á milli marka. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er Heiðar í hópi stórstjarna þegar kemur að mínútu á milli marka að meðaltali og slær við mönnum eins og Wayne Rooney og Rafael van der Vaart. Heiðar skoraði fyrsta mark- ið sitt á tímabilinu í leik gegn Blackburn 15. október síðastlið- inn en það var fyrsti leikur hans í byrjunarliði á tímabilinu. Fram að því hafði hann aðeins fengið að spila í samtals 29 mínútur en síðan þá hefur hann haldið sæti sínu í byrjunarliðinu og meira að segja aldrei verið skipt af velli. Heiðar hefur þakkað knatt- spyrnustjóranum Neil Warnock traustið með því að skora alls fimm mörk og er hann lang- markahæsti leikmaður liðsins. Heiðar er næstmarkahæsti Íslendingurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 24 mörk. Hann á enn nokkuð í land með að ná Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði 55 mörk í 211 deildarleikj- um með Chelsea á sínum tíma. Hann er nú hjá AEK í Grikklandi. Heiðar hefur þó tekið fram úr Eiði Smára, um stundarsakir að minnsta kosti, þegar kemur að meðalfjölda marka í leik. Heið- ar hefur spilað 87 leiki og því skorað 0,28 mörk að meðaltali í leik. Meðaltal Eiðs Smára er litlu minna, eða 0,26 mörk í leik. - esá Heiðar Helguson í góðum félagsskap eftir að hafa skorað fimm mörk í aðeins sjö leikjum í haust: Aðeins fimm hafa skorað oftar að meðaltali ÖFLUGUR Heiðar Helguson fagnar einu marka sinna í haust. NORDIC PHOTOS/GETTY Mínútur á milli marka 1. Edin Dzeko, Manchester City 58,3 9 leikir; 10 mörk á 583 mínútum 2. Mario Balotelli, Manchester City 66,7 8 leikir; 6 mörk á 400 mínútum 3. Sergio Agüero, Manchester City 72,7 11 leikir; 10 mörk á 727 mínútum 4. Robin van Persie, Arsenal 76,4 12 leikir; 13 mörk á 993 mínútum 5. Demba Ba, Newcastle 91,8 11 leikir; 8 mörk á 734 mínútum 6. Heiðar Helguson, QPR 95,8 7 leikir; 5 mörk á 479 mínútum 7. Ivan Klasnic, Bolton 100,7 10 leikir; 6 mörk á 604 mínútum 8. Wayne Rooney, Man. United 102,3 11 leikir; 9 mörk á 921 mínútu 9. Yakubu, Blackburn 105,6 7 leikir; 5 mörk á 528 mínútum 10. Rafael van der Vaart, Tottenham 112 9 leikir; 6 mörk á 672 mínútum 11. Javier Hernandez, Man. United 117,8 11 leikir; 5 mörk á 589 mínútum Enska úrvalsdeildin Everton - Wolves 2-1 0-1 Stephen Hunt (36.), 1-1 Phil Jagielka (43.), 2-1 Leighton Baines (82.). Manchester City - Newcastle 3-1 1-0 Mario Balotelli (40.), 2-0 Micah Richards (43.), 3-0 Sergio Agüero (71.), 3-1 Dan Gosling (88.). Norwich - Arsenal 1-2 1-0 Steve Morison (16.), 1-1 Robin van Persie (26.), 1-2 Robin van Persie (58.). Stoke - Queens Park Rangers 2-3 1-0 Jonathan Walters (7.), 1-1 Heiðar Helguson (21.), 1-2 Luke Young (43.), 1-3 Heiðar Helguson (53.), 2-3 Ryan Shawcross (63.). Swansea - Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernandez (10.). West Brom - Bolton 2-1 1-0 Jerome Thomas (15.), 1-1 Ivan Klasnic (20.), 2-1 Shane Long (55.). Wigan - Blackburn 3-3 0-1 Yakubu Aiyegbeni (1.), 1-1 Jordi Gomez (6.), 2-1 Gary Caldwell (30.), 2-2 David Hoilett (59.), 3-2 Albert Crusat (87.), 3-3 Yakubu (98.) Chelsea - Liverpool 1-2 0-1 Maxi Rodriguez (33.), 1-1 Daniel Sturridge (54.), 1-2 Glen Johnson (86.) Tottenham - Aston Villa í kvöld kl. 20.00 STAÐAN Man. City 12 11 1 0 42-11 34 Man. United 12 9 2 1 29-12 29 Newcastle 12 7 4 1 18-11 25 Chelsea 12 7 1 4 25-17 22 Tottenham 10 7 1 2 21-15 22 Liverpool 12 6 4 2 16-11 22 Arsenal 12 7 1 4 25-22 22 Aston Villa 11 3 6 2 16-15 15 QPR 12 4 3 5 13-22 15 West Brom 12 4 2 6 11-17 14 Norwich 12 3 4 5 17-20 13 Everton 11 4 1 6 13-16 13 Swansea 12 3 4 5 12-16 13 Stoke City 12 3 3 6 10-22 12 Sunderland 12 2 5 5 14-13 11 Fulham 12 2 5 5 14-15 11 Wolves 12 3 2 7 13-20 11 Bolton 12 3 0 9 19-29 9 Blackburn 12 1 4 7 16-27 7 Wigan 12 1 3 8 10-23 6 Spænska úrvalsdeildin Barcelona - Real Zaragoza 4-0 1-0 Gerard Pique (19.), 2-0 Lionel Messi (43.), 3-0 Carles Puyol (54.), 4-0 David Villa (75.). Valencia - Real Madrid 2-3 0-1 Karim Benzema (20.), 0-2 Sergio Ramos (72.), 1-2 Roberto Soldado (75.), 1-3 Cristiano Ronaldo (79.), 2-3 Roberto Soldado (83.). ÚRSLIT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.