Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.11.2011, Blaðsíða 46
21. nóvember 2011 MÁNUDAGUR26 SJÓNVARPSÞÁTTURINN Californication, aðallega út af nettleika Hanks Moody. Það komast fáir með tærnar þar sem hann hefur hælana. Alfreð Finnbogason, fótboltamaður. „Platan er búin að seljast mjög vel, enda mikið búið að bíða eftir henni,“ segir tón- listarmaðurinn Herbert Guðmundsson. Herbert og Svanur sonur hans hafa sent frá sér plötuna Tree of Life, eða Lífsins tré. Plötuna unnu feðgarnir í sam- einingu frá grunni og Herbert lætur meira að segja eftir syni sínum að syngja fjögur lög á plötunni. „Hann er að syngja eins og þessir ungu gæjar í dag,“ segir Herbert, ánægður með frammistöðu sonarins. Feðgarnir njóta aðstoðar ýmissa tón- listarmanna á plötunni. Þar má nefna Gunnlaug Briem, Harald Þorsteinsson, Stefán Magnússon, Tryggva Hübner ásamt Magnúsi og Jóhanni. Herbert og Svanur eru nýkomnir frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, þar sem þeir komu fram í kirkjum í ríkinu. Presturinn Darren Goodman bauð þeim út eftir að hafa heyrt lagið Time, en hann er kvæntur íslenskri konu og kynntist tónlist feðganna fyrir tilstilli hennar. Herbert segir viðtökurnar úti hafa verið mjög góðar, en þeir voru úti í þrjár vikur. „Okkur var ofsalega vel tekið. Ég er ekki frá því að við förum aftur,“ segir Herbert. „Við spiluðum í átta kirkjum og seldum diska.“ Eru þið mjög trúaðir feðgarnir? „Já, ég er náttúrulega trúaðir, en hann er ekki jafn harður og ég.“ - afb Feðgarnir flökkuðu milli kirkna í Kaliforníu Í KIRKJU Presturinn Darren Goodman bauð Herbert og Svani syni hans til Kaliforníu. Hér eru feðgarnir ásamt presti og hans frú í einni af kirkjunum. „Jú, þetta er skemmtilegt tækifæri og ég er mjög spennt fyrir þessu,“ segir Hrefna Sætran, sjón- varpskokkur og veitingahúsaeigandi, en hún skrif- aði á dögunum undir samning við Hagkaup um gerð nýrrar matreiðslubókar. Verkefnið er á frumstigi en Hrefna segir að bókarinnar sé að vænta á næsta ári. „Þetta verður grillbók með fjölbreyttum réttum. Það þarf að þróa og prófa heilan helling af uppskrift- um fyrir svona bók, þetta er mjög viðamikil vinna sem fer af stað núna.“ Hrefna er uppfull af hugmynd- um fyrir bókina og hlakkar til að byrja. „Mér finnst mikill heiður að fá að gera þetta.“ Matreiðslubækur Hagkaups eru einhverjar vin- sælustu bækur sem gefnar hafa verið út hérlendis og hafa öðlast sérstakan sess á heimilum landsins. Bæk- urnar hafa margoft setið í efstu sætum metsölulista og eins og Fréttablaðið hefur greint frá hafa Hag- kaupsbækur Jóa Fel selst í hátt í 150.000 eintökum. Því má búast við að bók Hrefnu, sem er einn þekkt- asti kokkur landsins, muni njóta mikilla vinsælda. Hrefna er ekki þekkt fyrir að slaka á og á meðan hún nýtur þess að vera í fæðingarorlofi með syni sínum sem fæddist í september, er hún með fleiri járn í eldinum. Andlit hennar mun ekki eingöngu sjást heima í stofu í nýju Hagkaupsbókinni, því á vormánuðum mætir hún aftur á skjáinn. „Við erum að fara að byrja aftur með matreiðsluþætti á Skjá einum. Þetta verður sjöunda serían af Matarklúbbn- um en fólk má búast við ýmsum nýjungum, við ætlum að krydda aðeins upp á þættina.“ - bb Gerir nýja matreiðslubók Heimildarmyndin Amma Lo-Fi kom sá og sigraði á heimildarmynda- hátíðinni Copenhagen Dox sem fram fór á dögunum. Myndin var valin sú besta í flokki tónlistarmynda og lagði þar kvikmyndir eftir leikstjóra á borð við Martin Scorsese og Cameron Crowe. Scorsese var með heimild- armynd um bítilinn George Harr- ison á meðan Crowe gerði tuttugu ára ferli bandarísku rokkrisanna í Pearl Jam skil. Svo skemmtilega vill til að myndin bar einnig sigurorð af tónleikamynd Sigur Rósar, Inni, en Ingibjörg Birgisdóttir, einn af þrem- ur leikstjórum Ömmu Lo-Fi, er syst- ir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar. „Það fer örugglega að styttast í að Jónsi verði kallaður litli bróðir hennar Ingu,“ segir Orri Jónsson, einn af leikstjórum myndarinnar. Amma Lo-Fi sjálf segir frá Sig- ríði Níelsdóttur sem ákvað þegar hún var komin yfir sjötugt að leyfa listagyðjunni að njóta sín. Hún fór að semja og gefa út tónlist, búa til klippimyndir og vakti töluverða athygli fyrir. Sérstaka athygli vakti að Sigríður prófaði sig áfram með tilraunakennda dægurtónlist, enda ekki á hverjum degi sem eldri borg- arar leggja lag sitt við nýtískulegar tónlistarstefnur. Orri heyrði fyrst af verkum Sig- ríðar í gegnum Tólf tóna. „Mér fannst þetta strax vera eitthvað sem einhver varð að dókumentera,“ segir Orri en heimildarmyndin var alls átta ár í vinnslu. „Þetta vannst bara hægt og rólega eftir því sem efni og tími gaf tækifæri til.“ Sig- ríður sjálf náði hins vegar aldrei að sjá myndina í fullri lengd því hún andaðist í vor. „Dætur hennar hafa séð myndina og svo komu ættingj- ar hennar í Danmörku á sýningu myndarinnar í Kaupmannahöfn sem kom okkur skemmtilega á óvart.“ Orri og Ingibjörg voru á síð- asta snúningi með að klára eftir- vinnslu myndarinnar og luku við klippingu hennar aðeins nokkrum sólarhringum áður en hún var sýnd í Kaupmannahöfn. „Við fengum sýningareintakið sex klukkustund- um áður en við flugum út, þetta var allt saman mjög íslenskt,“ segir Orri. freyrgigja@frettabladid.is ORRI JÓNSSON: HITTU ÆTTINGJANA Í KAUPMANNAHÖFN Lítil íslensk mynd sló við Scorsese og Cameron Crowe LEYFÐI LISTAGYÐJUNNI AÐ NJÓTA SÍN Sigríður Níelsdóttir fór á gamals aldri að semja tónlist og búa til listaverk og vakti mikla athygli fyrir það. Heimildarmynd um hana vann sigur á Copenhagen Dox á dögunum en Sigríður náði sjálf aldrei að sjá myndina. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN NÝBÖKUÐ MÓÐIR Hrefna nýtur heimilislífsins þessa dagana með tveggja mánaða gömlum syni sínum, Bertram Skugga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.