Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 5

Framsóknarblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 5
JÖLABLAÐ FRAMSÓKNARBLAÐSINS 1968 SR. HALLDÓR GUNNARSSON, HOLTl: r- • -V • ” ... • Heilög jól, klukknahljómur og stemning, sem talar til hjartans. Allt þetta hefur átt hug þinn, en ef til vill saknar þú þess nú, að í staðinji séu komnar áhyggjur og tímaleysi, jól kaupmanna, há- tíð mammons og peninga. Þú hef ur átt jól, eða hefur þú ekki heyrt. mál þess, sem hellist yfir þig og hrísl’ast um bak þitt, fund ið gleðina, þegar þú gleður aðra, Hefur þú tekið eftir barnsaug- unum, þegar þau horfa í kerta- ljósið ? Það er enginn efi í þeim augum. Þau meðtaka fagnaðar- erindið um fæðingu Jesú Krists. Sjá í kertaljósinu litla nýfædda sveininn, sem átti skjól í hest- hússtalli. I litrófi ljóssins sjá þau engilin og heyra kall hans: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast f - JOLAHUQVEK.JA fundið gjöf friðar, fundið Jesúm Krist í jötu ? Áhrif hans eru sterkari en þú hyggur, hann talar til hins bezta sem í sál þinni býr, slær á þá strengi, sem vilja svara klukkna hljómi heilagrar hátíðar. Vera má, að þér finnist langt síðan þú varst þessara áhrifa var, langt síðan þú varst barn á jólunum, en vertu viss, þú ert þó enn sama barnið, gagnvart jólum, gagn- vart honum, sem þú gengur á móts við. Eða hver ert þú mað- ur, að þú neitar þeirri göngu? Þú fæddist, áttir foreldra, um- hyggju þeirra og ást og þín bíð- ur leið, sem þú getur stjórnað að nokkru, en hún endar. Sá endir getur verið bundinn krossi kvíða og örvæntingar, öryggisleysi og tómi. Sá endir getur einnig verið bundin trú á hann, sem batt sig okkar lífskjörum, barðist okkar baráttu og sýndi pkkur sigur lífsins yfir dauðánum, trú á hann, „sejn gaf okkur ný lífsvið- horf, takmark að keppa $ð o.g sýn til æðri uppruna. Við finhum hversu langt er í: land, hversu fá bernskuspor okkar eru, en fyrir hans jól, munum; við aldrei geta sætt okkur við rothandi mannfé- lag, hatur og mihkunnarleysi, svik’og; Ösannindi. Áhrif hans ‘eru slík, og þú stendur frammi fyrir þeim á þessum jólum. Hvprt tekur þú þátt í þeim eða jolum kaup- mannsins? Hvprt sérð þú kerta- ljósið, með barnsaugum þínum eða ert þú orðinn fullorðinn og telur þig hafa skilið fánýti trú- ar og nytsemd eigingirnar. Kertaljósið fylgir enn jólun- um. Það er tákn hátíðarinnar, tengiliður til hins eilífa ljóss. mún öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er hinn smurði Drottinn”. „Dýrð sþ Guði”, og sú dýrð gagntekur hþga og hjarta barnsins, eða sástu ekki ljómann í augum þess? Jólaguðspjallið er barninu sannleikur, hvert orð, hver mynd. Það setur eigin fæðingu í samband við fæðingu jólabarns ins og þannig skilst svo margt, sem áður var hulið. Getur þú enn horft á kertaljós ið með barnsaugum, látið hug þinn bera þig að jötu hans og tekið þátt í þeirri gleði, sem þar ríkti ? Sú gleði var sönn, hún var ekki keypt fyrir peninga, hún kom að innan og fyllti hvert hug arskot. Guð gefi, að þú eigir þau barnsaugu og þá átt þú Heilög jól.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.