Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 9

Framsóknarblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ FRAMSÓKNARBLAÐSINS 1968 9 Frá hotninni. leysi stakk upp kollinum öðru livoru. Jafnframt komu þar fram forystumenn, sem unnu, að uppbyggingu staðarins hver á sínu sviði beint og óbeint. Sú þróun verður ekki rakin hér enda leiðin löng og þræð irnir margir, sem studdu að því að Frederikshavn er í dag myndarleg og nýtízku- legur bær. Þó skal til gam- ans geta þess, að þegar unn- ið var að vatnsveitu bæjar- ins um aldamótin, en því fylgdu veruleg fjárútlát eins og víðar, kom fram sú and- staða, að sumir húsráðendur vildu losna við útgjöldin með því að leggja ekki grein úr vatnsveitunni í húsin. Áð ur var vatnið sótt í brunna, sem þrutu með köflum og auk þess var það vatn grun- samlegt vegna mengunar. Til að loka fyrir þann möguleika, að þeir sem vatn ið höfðu frá vatnsveitunni færu að hjálpa nágrönnum I sínum um vatnslögg á þurka J tímum, setti bæjarstjórnin þau viðurlög í vatnsveitu- reglugerðina, að slíkt varð- aði sektum allt að kr. 400,00, sem var allmikil fjárhæð í þá daga. Að taka sér vatns- sopa í óleyfi úr vatnsleiðsl- unni var þó miklu alvar- legra brot, enda viðurlög hvorki meiri né minni ' en allt að 30 daga fangelsi upp á vatn og brauð. Að sjálf- sögðu var vatnið fljótlega komið í öll hús í bænum, en reglugerðarákvæðin minna á aðstæður sem voru til stað- ar. Þann 9. apríl 1940 réðist þýzka herveldið á Noreg og Danmörk. Eftir hernámið hlaut Frederikshavn sitt gamla hlutverk, að verða flutningamiðstöð milli Nor- egs og Jótlands, eða réttara sagt í þessu tilfelli áfanga- staður milli Noregs og Þýzka lands. Bærinn var hersetinn og mikil hervirki byggð við höfnina. Bæjarbúar höfðu samúð með Bretum og smám saman kom til andstöðu, sem fór vaxandi til stríðsloka. Virðist þó, sem að Frederiks havn hafi sloppið tiltölulega vel í gegnum þá eldraun, er hernám Hitlers var styrjald- arárin. Á seinni hluta 19. aldar var flokkaskipulagið að mót- ast í Danmörku. Framan af stóð baráttan milli Hægri og Vinstri. Hægri höfðu meiri- hluta á þinginu til 1872. Þrátt fyrir sigur Vinstri manna sat stjórn þeirra lengi undir forystu Estrúp. Var sú stjórn íslendingum þung í skauti í frelsisbar- áttunni. Ástæðan fyrir því, að Estrúp gat setið var m.a. sú, að konungurinn, sem var hægri maður skipaði ráðherr ana. Fylki flokkanna Hægri og Vinstri var að verulegu leyti staðbundið, Hægri áttu megin fylgið í bæjum, en Vinstri í sveitum. Þetta kom greinilega fram í Frederikshavn, Hægri fengu þar svotil öll atkvæði. Hinsvegar var sveitafólkið fjölmennara í kjördæminu og fylktu sér um Vinstri frambjóðendurna og voru þeir því oftast kjörnir á þjóð þingið Sósíaldemokraten hóf starfsemi sína um 1870. Sá flokkur óx smám saman. 1884 náði hann tveimur þing sætum og 1901 voru þeir orðnir 14. Þá voru flokkarn- ir farnir að riðlast og upp frá því náðu Sósíaldemokrat er miklu fylgi og síðar -for- ystu í dönskum stjórnmálum svo sem kunnugt er. Fram til aldamóta var kosning í bæjarstjórn Fred- erikshavn ópólitísk, þannig, að hún var bundin víð ein- J staklinga án íhlutunar flokka skipulagsins. Eftir að kosningarnar urðu pólítízkar náðu Sósíaldemo- kratar fljótt miklum áhrif- um í bæjarstjórninni og hafa haldið þeim síðan. í Frederikshavn eru nú 25 þúsund íbúar. Á næstu árum munu nálæg héruð falla inn í borgarumdæmið og fjölgar þá íbúunum í 30 þús. Bæj- arfulltrúar eru 17. Frá Sós- íaldemokrötum eru 6. Frá Konservative eru 4. Frá Venstre eru 2. Sósíalisk Folkeparti er 1. Þá kom fram ópólitíkur listi, sem hlaut 4 fultrúa. Bæjarstjórinn heitir Christ ian Petersen, frá Sósíaldemo krötum, 1. varaborgarstjóri er Finnur Erlendsson frá ó- háðum og 2. varaborgarstjóri er Birthe Hangoj frá Kon- servervative. Á fjárhagsáætlun borgar- innar í ár voru 150 þús .d. krónur ætlaðar til hátíða- haldanna. Mér skildist á bæj arfulltrúum, að sú upphæð myndi fara langt fram úr áætlun. Boðsgestir við hátíðahöld- in voru tveir frá hverju Norðurlandanna og mættu allir nema Færeyingar. Þá voru tveir Grænlendingar boðsgestir á tátíðinni, tveir frá danska minnihlutanum á Suður-Jótlandi og að lok- um borgarstjóri og frú frá vinabæ í Englandi. Við bjuggum öll á Hótel Jullandia, sem er nýtízku hótel, mikil bygging og set- ur svip á bæinn. Á tiltekn- um tíma gengum við á fund borgarstjóra, C. Petersen en hótelbyggingunni. Borgar- stjórinn er á sjötugsaldri þreklegur maður, og getur af sér góðan þokka. Svo vildi til, að borgar- stjórahjónin ensku voru þarna á sama tíma. Voru þau auðkenntí, svo sem við áíti, r.ieð miklar gullkeðjur hangandi um háls. Það voru ■ákn stöðunnar. Mátti þar sjá, sem var raunar að von- um, að miklu munaði á þeim og okkur fulltrúum Vest- mannaeyja um sundurgerð- ina. 1. varaborgarstjóri, Finnur Erlendsson, er eins og nafnið bendir til, íslendingur að ætt. Faðir lians var læknir og starfaði á Jótlandi. Finn- ur var viðstaddur móttök- una og að henni lokinni fór hann með okkur ásamt borg arstjórahjónunum ensku um nágrenni borgarinnar. Land- ið er hæðótt og allfagurt, en umfram allt setur skógurinn svip á umhverfið. Mikill útsýnisturn hefur verið byggður þarna á hæsta hólnum. Sér þar vítt yfir Norður-Jótland, suður til Álaborgar og norður á Skag- en. Við þágum tvívegis beina hjá Finni borgarstjóra Kona hans er einnig af ís- lenzkum ættum. Þau eru bæði læknar og njóta virð- ingar og vinsælda, eins og m. a. kemur fram í miklu trausti, sem honum var sýnt í bæjarstjórnarkosningunum 1966. Læknishjónin eiga myndarlegt heimili utan við Framhald á bls. 12. Götuvígi i stríðsárunum.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.