Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1968, Side 14

Framsóknarblaðið - 20.12.1968, Side 14
JÓLABLAÐ FRAMSÓKNARBLAÐSINS 1968 inu Mýrum, on þar var vjí'. komustaður póstsins. Á Mýr um bjó Bjrrni prestur Eiri arsson, góðu búi. Þar fengu menn og hestar smá hvíid. og kaffi matur og hey rausn arlega í té látið. Ekki máíti stanza lengi. Póstur var aJ- greiddur og svo lagt austur á Fijót. Afætuálar þó smáir væru töfðu til muna. Sumstaðar var vont að koma hestunum ofan af, og upp á skarir, þar sem skorurnar voru djúpar. Tókst þó slysalaust að kon,a öllu austur í Bæjarhólm, og heim að Söndum. Þá var farið að dimma, menn og hestar lúnir og illa verkaðir. Sandamenn töldu naumast fært að leggja hest.ana 1il erfiðs sunds ■ fyrí en þeir hefðu hvílst. Loftur póstur hafði ætlað að komazt au.st- ur yfir, en varð að hlýta þessu ráði, og göngumenn féllust einnig á að bíða næsta dags. Það gekk vel að taka af hestunum og koma þeim í hús, þar sem grænt og gott hey var látið í stalla Vissulega þurftu þessir þörfu þjónar ' hvíldar við eftir langa og erfiða dagleið. Mönnum var vísað til bað- stofu, þar sem blaut og klök ug plögg voru af þeim los- uð og önnur risna í té lát- in, eins og títt var á þeim bæ. Snemma næsta morgun fóru menn að skoða álinn, sem opinn var. ungur straum ur og allþétt krapaskrið var í honum og hyldýpi við skar irnar báðu megin. Ekki var um annan kost að velja, en að láta hestana synda yfir UPPLYSINGAR UM LÆKNIS- ÞJÓNUSTU UM JÓLIN OG NYÁRIÐ. Lækningastofurnar veiðs opnar á Þorláksmessu, en LOKA3AR á aóúuigadag og gamlársdag Upplýsingar um neyóarvakt þjónustu í sjálfvirkuut sim- svara: 1245 EINAR GUTTORMSSON KRISTINN JÓIIANNSSON ÖRN BJARNASON þessa krapa ólgu. Báturinn var dreginn að álnum og ró- ið austur yfir. Sterkur járn- karl var hafður með, og nú varð að brjóta skarð í skör- ina það langt, að vatnið væri ekki dýpra en svo, að hestarnir kenndu botns, og gætu hafið sig upp á ísinn. Þetta var erfitt verk, því ísinn var þykkur. En Sanda bræður voru hraustir menn og öruggir og nú kom Hjör- leifur í Sandaseli hlaupandi, öruggur maður og þaulvan- ur Fljótinu. Jafnhliða var komið með hesta póstsins og farangur. Fyrst voru koffort og annar farangur ferjað yfir. Ekki komst það allt í einni ferð, urðu því nokkuð margar ferðirnar, og alltaf varð að draga bátinn upp með skörinni svo næg „fyrirgæft” væri, því ómögu legt var að róa beint yfir. Síðast fóru hestarnir, tveir og tveir í einu, hafðir aft- an í bátnum. Kuldalegt var að hrynda blessuðum skepn- unum ofan í iðandi krapa- elginn á rogasund, og alla gætni þurfti til að ekki yrði slys. Það var áríðandi að hrekja ekki fram hjá skarðinu, en einungis þar gátu hestarnir hafði sig upp úr vatninu. Hríðskjálfandi af kulda og áreynslu af að svamla í krapabólgnu jökulvatninu voru nú þessi þægu og göf- ugu dýr komin upp á aust- urskörina og byrðin lögð á bök þeirra blaut og köld. Eina bótin var, að þeir voru vel fóðraðir og volki vanir. í Sandaseli voru hestarnir látnir inn í hlýtt, svolítla stund, á meðan mesta bleyt- an rann af þeim. Þaðan er skammt að Rofabæ, bréfhirð ingastaðnum. Ferðafélagarn ir fóru nú hver heim til sín, og þessari jólakaupstaðarferð var lokið. Þessi litla ferðasaga sýn- | ir að einatt kostaði það j nokkra fyrirhöfn, ef menn I vildu gjöra sér dagamun, eða einhverja tilbreytingu og fróðlegt er fyrir nútíma æsku, að kynnast háttum og högum þeirra, sem nú eru að ganga síðustu sporin. Að síðustu sendi ég, sem þessar línur skrifa, innileg- ar jólakveðjur og blessunar- óskir frá okkur hjónum, til allra Eyjabúa og annarra, sem sjá þær og heyra. Þökkum fyrir liðna daga. Gefi Guð ykkur öllum far- sæl jól og framtíð alla bless | unarríka. Út, gegnum eldhúsglugga augum frá störfum renni austur til Eyjafjalla. _ Er þar sem logi brenni. Leikur nú yfir láði og legi, hreinn vetrarsvali. Bláfægðu skýjabandi er brugðið um sæ og dali. Jökull, sem gulli greyptur, glitra þar undra rúnir. Fögur, logandi leiftur leika um fjallabrúnir. Drifhvítri skikkju er skrýddur sköfnungur Eyjafjalla. Rauðagulls refill fagur reifar hvern tind og hjalla. Hávaxinn Heimaklettur horfir djarft yfir sundið. Ströndin þar handan, hefur hafrótsins armlög fundið. Nú kvikar vart sær að kletti kyrrð er á báruföldum. Gulldjásnin Glóey réttir gjafmild, frá himin tjöldum. Systur í sævar ríki sitja hér tvær ólíkar, austur af Vík og Urðum, eyjar vart finnast slíkar. Brattar með skörpum brúnum brims-vanar-kossum hörðum lagðar með logabrúnum ljómandi, af sólu gjörðum. Kennd er við Eiliða önnur eyjan, af þessum tveimur, ber hin syðri nafn Bjarnar, bjartur er þeirra heimur, — Drifhvítri mjöllu drifnar, dulfögrum rúnum skráðar. _ Styrkum á rótum standa stöðugt á verði báðar. Snær hylur myrka moldu mjöllin stráð silfurgliti. Sólgeislar svífa léttir, sveipa allt í bjarta liti. Fagurt er víða á foldu, fegurð til lofts og sjávar. En tíðum er brá vor blinduð, því birtast oss myndir fáar. Dagur hver dásemd geymir, dagstund hver fegurð bjarta. Ef hinu góða ég gleymi af gleði mitt tæmist hjarta. Friður í huga færist fullkomna mynd er skoða. Skaparans málverk, mikinn mátt hans og kærleik boða. Fegurð leynist í flestu. í frostrósa huldum glugga, hafrótsins hrannafaldi, húmfölvum næturskugga. Til vor fegurðin titrar í tárperluhruni um vanga. Ef leitum hins fagra, það finnum, Það friðar og léttist vor ganga Leitum hin fagra, þá finnum fögnuð og syrgjum minna. Úthlutar Guð vor gjöfum _ þær gefast hverjum sem finna MESSUR í LANDAKIRKJU UM JÓL OG ÁRAMÓT: Sunnudaginn 22. des. kl. 2. Barnaguðsþjónusta, helguð jólunum. Aðfangadagskvöld, Aftan- söngur kl. 6 e.h. Sr. Þorst. L. Jónsson. Kl. 23,30, séra Jóhann Hlíðar. Jóladagur kl. 2 e.h., Séra Jóhann Hlíðar. Kl. 5, séra Þorsteinn L. Jónsson. Annar í jólum kl .2, e.h. séra Jóhann Hlíðar. Sunnudaginn milli jóla og nýárs verður ekki guðsþjón- usta í kirkjunni en messað verður á elliheimilinu og á sjúkrahúsinu. Gamlárskvöld, Aftansöng ur kl. 6, séra Jóhann Hlíðar. Nýársdagur kl. 2 e.h., séra Þorsteinn L. Jónsson. BETEL Samkomur: Sr.nnudagurinn 22. dasem- ber, jólatrésfagnaður sunnu- dagaskólans kl. 2 og 8. Aðíangadagur kl. 6. Jól-dagur kl. 4,30. 2. jóladagur kl. 4,30. 29. desember, almenn sam koma kl. 4,30. Gamlárskvöld kl. 6. Nýársdagur kl. 4,30. AÐ VENTKIRKJAN: Samkomur: Jóladag kl. 2. Nýársdag kl. 2. Björk. ÚTSVAR GREIÐENDUR Munið að greioa útsvar yðar upp fyrir áramót, svo þér tapið ekki frádrætti, vegna þess við álagn- ingu 1969. Sem dœmi má nefna, aö maö- ur, sem hefur kr. 15.000,— í út- svar og tapar frádrœttinum fœr kr. 5.000,— lagöar ofan á út- svariö 1969. Maöur meö kr. 30.000,— í út- svar fœr kr. 10.000,00 ofan á sitt útsvar. \ Gerið skil fyrir áramót. UTS V ARSINNHEIMTAN

x

Framsóknarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.