Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1968, Qupperneq 13

Framsóknarblaðið - 20.12.1968, Qupperneq 13
JÓLABLAÐ FRAMSÓKNARBLAÐSINS 1968 13 EINAR SIGURFINNSSON: Jóldferð í liaupitdðiin fyrir fl órii Skammdegismóða grúfir yf | ir láði og legi, snsebreiðan j hvít og slétt, sem nýstrokið lín, hylur mýrar og móa, svo að fátt hvílir augað nema hamrabelti í fjöllum, sem þó eru allfjarri. tfndir mjallarbreiðunni er is á lækjum og tjörnum, svo segja má að færð sé sæmileg jafnvel Kúðafljót, eitt hið vatnsmesta fljót Suðurlands, var fjötrað ísdróma, nema einn stokkáll var opinn um miðbik austurfljótsins. Það var komið að jólum, og sumstaðar var fátt um föng til að gera þann daga- mun, er þurfa þótti. Og svo var æskufólkið að hugsa um skemmtisamkomu eitthvert kvöldið, og vitanlega þurfti þá að hafa kaffisopa til að skola rykið úr kverkunum. Ekki var það efnilegt í svona tíð, en samt, einhver varð að gera það, að fara út í Vík . og fá það, sem helzt vant- I aði, og þeir Pétur í Sandaseli | Bjargmundur í Rofabæ og Einar í Kotey mæltu sér mót | til Víkurferðar næsta dag, i cf ekki spilltist veður. Þess- ir strákar voru á milli ferm- ingar og tvítugs og allir nokkuð vanir vosi. Nokkur bót í máli þótti það, að pósturinn var á ferð, og einmitt á austurleið frá Odda, gott væri að verða honum samferða austur yfir sandinn, og ef til vill gæti han létt eitthvað byrðarnar, sem áttu að leggja á axlirn- ar. Og þeir lögðu af stað strákarnir þrír. Veður var stillt og bjart. Sandamenn komu á bát austur yfir ál- inn, sem opinn var. Þétt ís- skrið var í honum, og erfitt að róa gegnum það, en ferju menn voru knáir og öllum hnútum kunnugir hvað fljót ið snerti, enda fæddir og ald ir upp á hólma í þessu vatns I falli, og þekktu því manna bezt allar kenjar þess. Nokkr ar „afætur” voru í útfljót- inu, einkum þegar nálgaðizt vestui'bakka þess, en ekki voru þær svo djúpar, að far- artálmi gæti kallast. Álfta- ver, heilir sveitin vestan Kúðafljóts, þar er Þykkva- bæjarklaustur, nafnkunnur staður. Þar og á næstu bæj- um var gott að hvílast og safna kröftum, til göngunn- ar út yfir sandinn. Mýrdals- sandur, milli Álftavers og Höfðabrekkufjalls ,er um 30 km, breiður. Á austurhluta hans eru skerhólar, vestast þeirra er Ðýrálækjarsker, hátt og allmikið um sig. Þeg- ar að því er komið, er 1/3 af sandinum að baki. Svo er mishæðalaus, jöfn sandauðn. Tvö smáfjöll eru vestan til á sandinum, Hjörleifshöfði, fram undir sjó og Hafursey, miklu ofar. Ofar er Mýrdals- jökull, hár og tignarlegur, í sínum mjallarskrúða, sumar og vetur. Þar undir sefur Katla, óhemjan, sem sumir löldu sofnaða síðasta dúrinn. En hún rumskaði heldur ó- þyrmilega 1918, sem kunn- ugt er. Það var grámygla í lofti, og norðaustan kaldi. „Ver- ingar” sögðu lítin og lausan snjó á sandinum og, gangfæri all gott. Vel hlaðnar grjót- vörður eru með götunni í Skerjunum, og svo tréstik- ur á slétta sandinum. Gang- an sækizt vel, en nokkuð fljótt syrtir í lofti og tekur að snjóa. Það er allt í einu kominn blindbylur, varla nema él, það kom svo fljótt, en élið varð langt og all- myrkt, svo alla útsýn fól. Fljótt þyngdist færðin, svo nú var um að gera að gæta vel vindstöðunnar, og halda stefnunni eftir henni, því ekki sást stika frá stiku. En | þegar komið var að þeim, hverri fyrir sig, sannaði það, að verið var !á réttri leið. Blautakvísl og Háöldukvísl voru auðar mili skara, og á milli þeirra er talið að hálfn- uð sé leiðin yfir sandinn. Snjórinn var orðinn næstum hnédjúpur og ferðalangar ganga hver í annars spor og skiptast á um forgöngu. Hver stikan eftir aðra kemur í ljós, og segir að rétt sé stefnt, og tölustafir, sem skornir eru í þær, segja til um hvað langt er eftir, og loks heyrist skvaldrið í Múla kvísl. Hún er ströng og grýtt í botni, en þó sæmileg yfir- ferðar. Og þá er komið að Höfðabrekkufjalli, sandur- in að baki, yfirgenginn slysa i laust, að þessu sinni. Bærinn Höfðabrekka var j upp á fjallinu, þangað var | brött gata, upp „Kaplagarða” j það kom því ekki til mála að koma þar við. Það er ekki langt út í Skiphelli, þar var gott að setjast, hvílast um stund og opna nestis- mali. Það cr um tvcggja stunda gangur frá Múlakvísl að Vík. Á þeirri leið, er Kerl- ingadalsá. Nú var hún all- djúp og skarir út frá lönd- um, báðu megin. Enn er bylur og snjórinn hlóðst í föt göngumanna, einkum það sem blotnaði í vötaunum. Kveldhúmið færist yfir. Smátt og smátt mjakast í áttina og loksins er komið á leiðarenda, í Víkurkauptún. Allir áttu þeir kunningja þar, og vísa gistingu og hvern þann greiða er með þurfti. Og vissulega var gott að hvílast eftir erfiða göngu og dálítið vatnagösl. Næsti dagur rann upp. Bjartara var til lofts að sjá, en snjór- inn var æðimikill. Nú var gengið í búðir og verzlað eins og til stóð. Keypt var það, sem helzt vanhagaði um heima, og svo fyrir nágrann- anna, sem báðu að kaupa sitt af hverju fyrir sig, og svo var það samkoman fyr- irhugaða, hennar vegna varð að kaupa ýmislegt, sem und- irbúningsnefnd áleit þurfa, en í henni voru líkar stúlk- ur, sem hugðust baka eitt- hvað gott með kaffinu. Þetta urðu allmargir pinkl ar, sem jafnað var í þrjá poka, og svo frá gengið, að vel færi á öxlum. Ekki þótti ráðlegt að leggja á sandinn í þessu útliti, þeg- ar degi var tekið að halla. Og nú var pósturinn kominn og mæltist eindregið til, að göngumennirnir yrðu sér samferða austur. Hann sagð- ist vel geta látið poka þeirra ofaná milii kofforta, því þau væru farin að léttast. Um þetta varð samkomulag, og það, að leggja af stað í dög- un, eða fyrr, ef veður yrði bærilegt. Allir töldu að sand urinn væri pfær hestum, nema „með sjó”, enda var það alltaf þrautaleiðin, þeg- ar mikill snjór var kominn. Loftur póstur Ólafsson, þaulæfður ferðagarpur, gisti að Suðurvík, þar sem bænda höfðinginn Halldór Jónsson. kaupmaður, póstafgreiðslu. maður með meiru, réði htis. um. Þar heima á hlaði voru mættir félagarnir þrír nokkru áður en birtu brá þennan skammdegismorgun. Einnig voru þar menn til taks að láta upp póstkoffort- in. Hestarnir voru vel á sig komnir eftir hvíld og góða fóðrun. Brátt var lagt af stað austur með Víkurhömr um. Þungfært var og því hægt farið. Að Kerlingadals- á, var komið áður en bjart var orðið. Alldjúpt var við skörina, svo Loftur taldi rétt að leita vaðs við sjó fram. Var það ráð tekið, þar var vatnið dreifðara, og nú tek- ið að birta af degi. Tókst þar að velja sæmilegt vað, og komast yfir þessa tor- færu, ásamt Múlakvísl. Nú var haldið alveg með sjón- um, í flæðarmáli, þar sem lábarinn fjörusandurinn var mátulega mjúkur undir fót- um. Ofan við flóðfarið var samanbarinn snjóhrönn. Brimlöður hafsins skolaði fætur vegfarenda öðru hvoru, en léttar voru þær skvettur, og komu ekki að sök. Stinningskaldi var og skafrenningur. Hjörleifs- höfði gnæfði dökkur á brá úr mjallarauðninni. Um lágfjöru var komið að „Stóra-útfalli”, þar sem Mið kvíslarnar renna saman í sæ inn. Ágætt var að fara þar yfir á fjörubroti og leiðin sækist greiðlega. Brátt er þangað komið, sem mál er að yfirgeía fjoruna, og leita byggða. Loftu'- vissi nokkra grein á leið.nni upp úr „Suð urhögum” Álftveringa, hafði oft farið þessa leið, en ekki var gott að greina kenmieib. Drifhvít mjöllinn huldi alll. og skafren'.mgur hir.draði útsýn. Nauðsynlegt var, nð ganga á undan hestunum, því víða levndust holur og gjótur, sem varð að va:ar-'.. Samt gekk teiðin sæm’iega og engar te'iímdi taf'r urðu á leiðinni upp á bæina. Þá var beygt ti) austurs. yfir Landbrotsá cg að prestssetr- Vík í Mýrdai.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.