Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 15

Framsóknarblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ FRAMSÓRNARBLAÐSINS 1968 15 Ungtemplarafélagið Ham ar hafði „opið hús” í Gagn- fræðaskólanum laugardaginn 7 .des. sl. fyrir félaga Ham- ars og nemendur skólans. Fé lagið hafði sett upp ýmiskon ar leiktæki ,svo sem bobb, borðtennis, billjard, fótbolta- spil, íshockey, töfl og fleira. Um 160 unglingar komu og OPIÐ skemmtu sér. Þessi fyrsta l tilraun með „opið hús” gaf mjög góða raun. Ætlunin er að reyna að hafa „opið hús” einu sinni í mánuði, og ungl ingadansleiki einu sinni í mánuði. Mikið er í deiglunni hjá Hamarsfélögum, t.d. |er ætlunin að halda upp á 1 árs afmæli félagsins og bjóða þá foreldrum félagsmanna. Einn ig cru ráðagerðir um blaða- útgáfu. Búið er að kjósa sérstaka skemmtinefnd innan Ham. ars, og er Bjartmar Guð- laugsson, formaður hennar, en Runólfur Gíslason fram- kvæmdastjóri. Mun skemmti nefndin sjá um skemmtiat- riði á dansleikjum og fleira. Meðfylgjandi myndir tók Sigurgeir Jónasson og gefa þær nokkra innsýn í hvað HÚS I fram fór í Gagnfræðaskólan um þann 7 .des., sl. þegar Hamar hafði það sem við köllum „opið hús”. Ungtemplarafélagið Ham- ar óskar öllum félögum sín- um gleðilegra jóla. Stjórn Hamars: Form. Þorkell Guðfinnsson, varaform. Sigmar Georgsson ritari, Bjartmar Guðlaugsson gjaldk., Kolbrún Óskarsd. meðstj. Birgir Óskarsson og Inga Jóna Jónsdóttir.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.