Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 12

Framsóknarblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ FRAMSÓKNARBLAÐSINS 1968 1(0 drfl Framhald af bls. 9. borgina niður við sjóinn að Sæbyvej 77. Afmælishátíðin í Freder- ikshavn stóð í 10 daga. Eg minntist eitthvað á, að þeir leggðu nú allmikið í þetta. Danir svöruðu því til, að þegar þeir héldu hátíð þá héldu þeir hátíð. Hápunktur inn var þann 25. sept. þeg- ar konungshjónin og nokkr- ir ráðherrar komu í heim- sókn, siglandi á konungsskip inu með fríðu föruneyti. Dag skráin í sambandi við kon- ungsheimsóknina var í tvennu lagi, hátíðarguðsþjón usta í Frederikshavnarkirkju og hádegisveizla á Hótel Jullandia. Var lögð áherzla á, að allir kirkjugestir væru komn ir í sæti áður en konungs- hjónin kæmu til guðsþjón- ustunnar. Það stóðst vitan- lega og var hvert sæti í kirkjunni, en þau eru um 1200, skipað, góðri stundu áð ur en hinir tignu gestir komu í kirkjuna. Þeim voru ætluð viðhafnarsæti á kirkju gólfi framan við altarið. Guðsþjónustan var látlaus og með sama sniði og hér gerist. Þrjá af fjórum sálm- um, sem sungnir voru kunna margir hér heima í íslenzkri þýðingu. Það eru „Þann signaða dag við sjáum enn, Lofið vorn Drottinn” og „Þín miskunn ó guð”. Þá sungu stúlkur á fermingaraldri nokkur lög ,og verður sá söngur mér minnisstæður. Konungsveizluna sátu um 150 manns. Allt var þar vel og myndarlega undirbúið, enda fór hún vel fram. Það var eins og allir sem þarna voru væru lcomnir til að gleðjast á góðri stundu og alveg laust við alla uppgerð arstemningu þótt tignustu persónur landsins væru þarna til staðar. Fólkið var að sjálfsögðu vel klætt, en ekki í svokölluðum „sel- skapsfötum”. Grænlending- ar voru í hvítum treyjum yzt fata og skáru sig því úr um klæðaburðinn. Þeir voru einir gestanna kvaddir til viðtals við konung og drottn ingu. Var eftirtektarvert að drottningin ræddi við þá drykklanga stund, enda mun hún kunn að því að bera hag Grænlendinga fyrir brjósti . Það var borgarstjórinn, er bauð gestina velkomna. Ræð an var stutt og mér virtist það sagt, sem við átti og þurfti að segja en hvorki meira né minna. Borgarstjór- inn, sem ber svipmót erfið- ismannsins traustur og drengilegur leysti sitt hlut- verk vel af hendi á þessum mikla hátíðisdegi borgarinn- ar. Hann og konungur eru á svipuðum aldri, fæddir um aldamótin. Innanríkisráðherrann Poul Sörensen hélt aðalræðuna sem einnig var stutt. Flutti hann bænum afmæliskveðjur frá ríkisstjórninni og minnti hafði siglt til íslands. Hann i hann ætlaði sér. Þó tók ég kunni ekki íslenzku nema „clskan mín”, sem hann not- aði í tíma og ótíma. Nú vildi Antonísen er.dilega gera eitthvað fyrir íslend- ingana. Eg benti honum á, að við værum bundin við há tíðardagskrána og þvi væri knappt með tíma, svo vær um við búin að þiggja heim- boð hjá skólastjóra, sem þarna var og því alveg upp- tekin. Anthonísen sat við sinn keip og virtist mér mað urinn vilja ráða því sem Borgarstjórinn Chr. Petersen. á þann áhuga, sem kæmi fram í því, að fjórði hlutinn af ríkisstjórninni væri kom- inn til bæjarins og gaf í skyn að einhvers mætti vænta til hagsbóta fyrir bæinn í sam- bandi við þessa heimsókn. Síðast talaði konungurinn og þakkaði fyrir móttökurn- ar. Ilann kvaðst oft áður hafa komið til Frederiks- havn, og því fylgst með upp byggingunni og framförun- um. Þá kvaðst hann vona að sem flestir óskir byggðarinn ar yrðu sem fyrst uppfylltar. Loks bað konungur við- stadda að hrópa húrra fyrir Frederikshavn, og var að sjálfsögðu tekið vel undir það. Meðal gesta, sem þarna gáfu sig á tal við mig var maður að nafni Antonísen, „íslandskonsúll af Skageti'. Er hann nokkuð við aldur en þó vel á sig kominn, stór og digur, fyrrum skipstjóri og þetta nú ekki alvarlega, jjar sem ég hélt að ölið í kon- ungsveizlunni væri svolitið með í kollinum á hor.um En viti menn, um þrjúleytið, daginn eftir var sá gamli kominn, heldur betur á lúx- uskari. Hann hafði sem sé kynnt sér að þá höfðum við frí frá „prógramminu” og svo var hann að okkur ót'or- spurðum búinn að afþakka heimboðið til skólastjórans. Nú sagðist Anthonísen ætla að aka okkur eitthvað, nefndi ekki hvert. Eftir að við vorum komin út úr borg inni stefndi hann til norðurs og var brátt sýnilegt, að hann myndi ætla út á Skag- en en það eru 40 km. Eg lét i á mér heyra, að við yrðum að vera mætt kl. 5 í Fred- erikshavn. Anthonísen svar- aði því til, að þeir gætu nú beðið. Þannig voru svörin hjá þessu danska trölli, sem áreiðanlega hafði sínar skoð- anir og fór sínar leiðir. Það voru hermannatjöld við veg- inn, og ég hafði eitthvað orð á því að þarna væri nú her- inn. Já, það var meira til að sýnast en að vera. Þeir hefðu þvælst fyrir Þjóðverjunum í ein klukkutíma. Það var nú allt og sumt. Ekkert nema útgjöldin. Þegar kom á Skagen sýndi Anthcnísen ckkur fiskiðju- ver, nýlcgt og' vandað. Hann I átti það auðvitað sjálfur. j Höfnin var full af bátum og skildist mér að hann ætti þá alla líka. Við fórum þarna upp á sandhólana og sáum tangann þar sem öldurnar mætast. Allt í einu benti Anthonísen á einn hólinn og segir; „Þarna liggur Drach- mann”. (Frægt skáld og mál ari). Eg ætlaði að bregða við og sjá minnisvarðann, en sá gamli hélt að það væri nú óþarfi það væri ekkert að sjá, bara aska, hann var brenndur. Auðvitað varð han að ráða. Hann ætlaði að sýna okkur ísleznka fánann. Já, hann hafði svo sem flagg að fyrir okkur. Svo skyidum við nú koma í bæinn. Þar var enginn fátækrasvipur á, dýrindismálverk á öllu.n veggjum. Frú Antonísen bar strax fram veitingar öl og vin. Við hjónin gerðum því lítil skil, en karlinn drakk sitt öl af stút. Þegar fáeinar minútur voru eftir, þar til við áttum að mæta í Frederikshavn hélt Anthon ísen að bezt væri að halda af stað. Sjálfur settist hann undir stýri og ók þegar nokk uð greitt. Eg gerði það að j gamni mínum, að ég fylgdist með hraðamælinum og það veit ég að hraðara hefi ég aldrei farið nema í flugvel. Og við komum ekki neina fimm mínútum of seint til Frederikshavn. Eg hrósaði Anthonísen fyrir hvað hann væri góður bílstjóri, en sagði honum ekki að ég væri lögregluþjónn. En þetta var nú útúrdúr frá hátíðahöldunum. En þar sem jaetta cr nú orðið lengra mál cn ég hafði hugsað í upphafi fer ég að slá botn- inn í þessa frásögn. Þó verð- ur að geta góðra skemmti- krafta, sem komu fram. Þar á meðal frá konunglega leik húsinu í Kaupmannahöfn, sem flutti óperuna Albert Hering og ballett frá Gauta- borg. Þá var svokallað borg- araball eitt kvöldið í íþrótta- höliini. Voru það þó sérstak- lega unglingarnir, sem settu svip á það, en þeir voru í allavega búningum með eld- gamla byssuhólka sverð og spjót kisjur og axir hang- andi á sér. Allt fór þó vel fram og var dansað af miklu fjöri. Vín sást varla á nokkr um manni og enginn lög- regluþjónn. Bærinn var alla dagana fánum skrýddur og þar á meðal var íslenzki fáninn. Við gestir frá vinabæjunum dvöldum þarna í þrjá daga. Við kvöddum Frederikshavn með þakklátum huga, þetta voru góðir dagar, sem við áttum þar. Sigurgeir Kristjánsson. —«■ iiwiiiMii ii i rnn—«nam——aa^i Hugheilar þakkir færum við öllum fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og útför eiginmanns míns INGIMUNDAR BERNIIARÐSSONAR, Heiðarvegi 32, Vestinannacyjum. Sérstakar þakkir til Gísla Gíslasonar og fjölskyldu fyrir ómetanlega hjálp. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Jónina Eyleifsdóttir. oooooooooooooooooooooooooooooo Stórkostlegar þakkir flyt ég öllum þeim, sem glöddu mig með góðum óskum, heillaskeytum og gjöfum á afmæli mínu sl. sunnudag og bið þann að launa ykkur, sem aldrei vantar vegi og aldrei vantar ráð”. Vestmannaeyjum ,18. 12. 1968. EINAR GUTTORMSSON, læknir. 0 $ oooooooooooooooooooooooooooooo 0 0 0 0 0 0

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.