Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Síða 8

Framsóknarblaðið - 20.12.1994, Síða 8
8 FRAMSOKN ARBLAÐIÐ Þátttaka varnarliðsins í Björgunarstarfi í Vestmannaeyjagosinu 1973 Stutt samantekt eftir Friðþór Kr. Eydal um ösku sem lagðist með mikl- um þunga á þök og veggi. Megnið af þessum mönnum var flutt loftleiðis með öllum tiltæk- um flugvélum daginn eftir. í þessum hópi voru meðal ann- arra allt að 130 varnarliðsmenn þegar mest var og unnu þeir að þessu starfi, sem stóð sleitulaust næstu vikurnar. Vinnuflokkur varnarliðsmanna fékkst fyrst og fremst við mokstur ösku af þök- um húsa sem hundruðum saman lágu undir skemmdum af hennar völdum, en einnig tóku þeir þátt í pökkun og flutningi á tækja- búnaði fiskvinnslustöðvanna og öðrum þeim störfum er til féllu. Ýmsir erfiðleikar töfðu þetta verk sem önnur, svo sem óblíð vetrarveðráttan og eldvirknin með öllum þeim hættum sem henni fylgdu svo sem banvænu gasi og ofankomu. Er leið á mánuðinn var ljóst að flytja yrði tækjabúnað fisk- vinnslustöðvanna í Eyjum til lands og var leitað til varnarliðs- ins um aðstoð við þá flutninga í lofti. Par eð varnarliðið sjálft réð ekki yfir neinum stórum herflutningavélum óskaði yfir- maður þess aðstoðar bandaríska flughersins sem brást skjótt við og sendi tvær C-130 Herkúles flutningavélar til landsins í þessu skyni. Hófu þær að fljúga með fiskvinnslutækin frá Eyjum þann 16. febrúar. Alls höfðu þessar tvær flugvélar flutt 677 tonn og 444 farþega til og frá Eyjum er þessum flutningum lauk 1. mars og þær héldu aftur vestur um haf. Þegar hraunflóðið tók að þrengja að innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn hug- kvæmdist mönnum að reyna að hefta framrás þess eða breyta farvegi hraunsins með sjókæl- ingu eins og frægt er orðið og hlotið hefur ítarlega umfjöllun. Ljóst var að til þessa verks dygði ekkert minna en stærstu vatns- dælur og mikið magn af leiðslum og öðrum tilheyrandi búnaði. Pað kom í hlut varnarliðsins að aðstoða við útvegun á slíkum búnaði til kaups og láns í Band- ríkjunum að ósk íslenskra stjórnvalda. Megnið af þessum búnaði barst loftleiðis með stór- um herflutningaþotum til lands- ins í lok marsmánaðar og var umsvifalaust fluttur sjóleiðis til Eyja. Áður hefur verið minnst á þátt varnarliðsmanna sjálfra, en margir íslenskir starfsmenn varnarliðsins lögðu einnig dygga hönd á plóginn og má þar nefna slökkviliðsmenn og aðra er þátt tóku í björgunaraðgerðum og síðar kælingu hraunflóðsins með Svein Eiríksson slökkvistjóra í broddi fylkingar og aðra er önnuðust skipulagningu og aðra vinnu á Keflavíkurflugvelli. Þáttur Sveins hefur verið rakinn all ítarlega á öðrum vettvangi, en hann vann að þessu verki með heimamönnum og öðrum mánuðum saman og fór svo að lokum að Surtur varð að láta í minni pokann og lauk dælingu á hraunið þann 5. júlí. Hér hefur verið stiklað á stóru um þátt varnarliðsins í aðgerð- um vegna eldgossins í Eyjum fyrir tuttugu árum. Ekki er að efa að sú reynsla er þátttakend- ur öðluðust í þessum hildarleik við náttúröflin hefur verið mörgum gott veganesti og öðr- um mikið ævintýri. Varnarliðs- mönnum og starfsmönnum varnarliðsins var sýndur ýmis sómi af heimamönnum og íslenskum yfirvöldum fyrir sitt framlag eins og öllum þeim er létu til sín taka á þessari ögur- stundu. Unnið úr gögnum varnarliðs- ins í maí 1993. Undirritaður er ekkert sérstaklega vel að sér um sögu gossins utan þess almenna sem birst opinberlega í gegnum árin. Eitthvað gæti vantað í þessa úttekt. Friðþór Kr. Eydal Strax er ljóst var að eldur vai laus á Heimaey afaranótt 23. janúar 1973 óskuðu Almanna- varnir Ríksins aðstoðar varnar- liðsins við flutning fólks til lands með flugvélum. Björgunarsveit varnarliðsins, „Detachment 14“ sendi þá strax þyrlur sínar á vettvang og flutti sjúkt og las- burða fólk til Reykjavíkur ásamt flutningaflugvélum flot- astöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli, samtals 67 manns. Yfirmaður varnarliðsins, Bel- ing flotaforingi, bauð strax fram frekari aðstoð er að gagni mætti koma. Fljótlega var ljóst að flytja yrði búsmala Eyjamanna tii lands þar sem annast mætti hann og var leitað til varnarliðs- ins til að annast það verk. Voru tæplega 400 fjár flutt til lands með þyrlum og flugvélum varn- arliðsins 26. og 27. janúar. Slökkviliðsstjórinn á Keflavík- urflugvelli var jafnframt lánaður til þáttöku í björgunaaðgerðum ásamt slökkvibifreið og margs- konar öðrum búnaði. Kom hann til Eyja við fjórða mann þann 26. janúar. Veður var óhagstætt næstu daga en 30. janúar hófst flutn- ingur búslóða til lands með flug- vélum. Pá tóku varnarliðsmenn einnig þátt á að flytja búslóðir Eyjamanna landveg frá Þorláks- höfn til Reykjavíkur. Loftflutn- ingarnir fóru fram með öllum tiltækum flugvélum þar á meðal tveimur C-47 og einni C-117 (tvær mismunandi útgáfur af Douglas DC-3) flotans á Kefla- víkurflugvelli en oft varð þar hlé á vegna óhagstæðs veðurs. Mest var flutt af búslóðum og öðrum varningi til lands, en jafnframt flutti herinn fólk til og frá Heimaey ásamt matvælum og öðrum nauðsynjum vegna björgunarstarfsins. Voru „Jolly Green Giant“ þyrlur björgunar- sveitarinnar einnig notaðar við þessa flutninga, einkanlega þá er ekki var lendandi öðrum flug- vélum í Eyjum vegna hliðar- vinds. Á tíunda degi gossins, þann 1. febrúar, var ákveðið að um 500 menn yrðu fluttir til Eyja strax og gæfi til þess m.a. að freista þess að verja hús tjóni af völd-

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.